Alþýðublaðið - 13.08.1988, Síða 18
LaúgaVðágur 13. a'gust~íé88
18
Verdur Svíinn Johnny Ek-
ström stórstirni þýsku úr-
valsdeildarinnará keppnis-
timabilinu? Þvi spá margir
suóur þar.
BETRI
EN
VAN
BASTE
Þýska deildarkeppnin hófst fyrir stuttu.
Ásgeir Sigurvinsson, fyrirliði Stuttgartliðsins,
getur verið ánœgður með byrjunina, en að
lokinni fyrstu umferð var lið hans í efsta sæti.
Ásgeir er ef marka má þýsku blöðin fremstur
í flokki og myndi að ósekju sóma sér vel í
hvaða landsliði sem er.
Það er þó ekki Ásgeir sem þýsku fjölmiðl-
arnir eru mest uppteknir af þessa dagana,
heldur Svíinn Ekström, sem Bœjarar keyptu
frá Ítalíu fyrr á árinu. Iþróttahöfðingi HSV
nefnir Ekström fyrstan allra en íþróttablaðið
Sportbild spyr Ribbeck þennan hverjir munu
helstir flokkast í stjörnuflokk í þýsku úrvals-
deildinni á keppnistímabilinu. „Ætti ég að
velja milli Ekströms og van Bastens veðjaði
ég tvímœlalaust á þann fyrrnefnda, “ segir
Ribbeck.
Þess má geta að van Basten og fleiri góðir
höfðingjar hollenskir leika á Italíu í sama liði,
AC Milan. Áhugi á fótamennt virðist ótak-
markaður suður þar. 25. sept. nk. verður t.d.
vináttuleikur milli AC Milan og Inter Milan,
sem þegar er uppselt á, en 84.500 manns kom-
ast á völlinn.
ÚTSALA í RADÍÓBÚÐINNI !
og... 50. hver kaupandi
fær tækifæri á að
kaupa vasatæki á 50,- kr.
og 100. hver kaupandi
Nordmende geislalpilara á
aðeins 100,- kr.
Aðeins þessa viku!
GEISLASPILARAR
VASA ÚTVARPSTÆKI
SÍMAR
ÚTVARPKL UKK UR
SJÓNVARPSTÆKI "
HLJÓMTÆKJASTÆÐ UR
O. FL. O. FL.