Alþýðublaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 20
20 Laugardagur 13. ágúst 1988 RH BYGGING BRÚAR Á BÚSTAÐAVEGI FORVAL Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd gatnamálastjóra í Reykjavík auglýsir forval vegna fyrirhugaðs útboðs á byggingu brúar á Bústaðaveg yfir Miklubraut. Forvalsgögn verða afhent á skrif- stofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík frá og með mánudeginum 15. ágúst næstkomandi gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Forvalsgögnum skal skila á sama stað eigi síðar en 1. september næstkomandi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik A Bílbeltin hafa bjargað Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að ein- dagi launaskatts fyrir mánuðina maí og júní er 15. ágúst n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiðadráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóös,í Reykjavík tollstjóra, og af- henda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Drögum úr hraða €o> -ökum af skynsemi! ABB CYLINDA 1400 uppþvottavél 14-manna, 3-falt lekaöryggi, barnaöryggislæsing, lyktar/ hljóð- og gufugildra. Pær gerast ekki hljoðlátari (44 dB). Verð nú: 56.040 (53.238) Einnig: 1300: 49.930 (47.434) 1500: 62.170 (59.062) ABB CYLINDA 11000 Þvottavél, framhlaðin frjálst kerfisval, frjálst hitaval, kerfi f/ull og viðkvæmt, E-hag- kvæmnisrofi, sparnaðarrofi, áfangavinding, mesti vindu- hraði 1200 sn/mín. Verð nú: 57.300 (54.435) Einnig: 9500: 54.495 (51.770) 12000: 62.415 (59.294) ABB CYLINDA 16000 Þvottavél, topphlaðin margir velja topphlaðna þvottavél frekar en fram- nlaðna. Hafa alla sömu eig- inleika og þær framhlöðnu, en spara gólfpláss, og þú ' arft ekki að bogra við vottinn. Verð nú: 56.530 (53.704) 47.434) ABB CYLINDA 7000 tauþurrkari 114 Itr. tautunna úr ryðfríu stáli, tvö hitastig, rakaskynj- ari (sjálfvirk þurrkkerfi), kalt loft eingöngu (til að viðra fatnað), má standa ofan á þvottavél. Verð nú: 44.290 (42.076) Einnig: 13000: 49.930 FRESCO FS-403 tauþurrkari Bjóðum einnig margar gerð- ir FRESCO þurrkara, t.d. FS- 403 með 92 Itr. tautunnu. 25 ára frábær reynsla hér- lendis. Getur staðið ofaná þvottavél, borði eða hangið á vegg. Verð nú: 23.980 (22.781) Einnig: Fleiri gerðir fást, t.d. FS-501C, sem ekki þarf út- blástursbarka. Sjón er sögu ríkari. Komdu því í heimsókn til okkar og skyggnstu undir glæsilegt yfirborðið, því þar er ekki síður að finna muninn sem máli skiptir; trausta byggingu og tækni í hæsta gæðaflokki. 3ia ára ábyrgd VfSA Traust usta /FQ nix Hátúni 6A Sími (91) 24420 ABB CYLINDA ASEA BROWN BOVERI STORLÆKKAÐ VERÐ ABB CYLINDA er hluti stórfyrirtækisins ABB (Asea Brown Boveri), sem er heimsþekkt fyrir tækniiðn- að í hæsta gæðaflokki. ABB CYLINDA sérhæfir sig í framleiðslu þvottavéla, tauþurrkara og upp- þvottavéla. Takmark ABB CYLINDA er einfalt: „Aðeins það besta er nógu gott." Árangurinn er vélar, sem hafa hlotið frábæra dóma í neytenda- prófunum á kröfuhörðustu mörkuðum Evrópu. Við bjóðum vélar við hvers manns hæfi - og nú á STÓRLÆKKUÐU VERÐI. Vegna hagstæðra magn- innkaupa lækkum við nú verðið um 10%. Við bjóðum líka góð greiðslukjör: 5% aukaafsláttur gegn staðgreiðslu, afborgunarkjör, VISA-rað- greiðslur, EURO-kredit (engin útborgun). Landgrœðsluátak Svartir sandar orðnir engireitir Breyttir búskaparhættir í kjölfar vaxandi áhuga á upp- græðslu landsins hafa orðið til þess að viðsvegar á Suð- austur- og Suðurlandi eru nú uppgróin valllendi þar sem áður var sandauðnin ein. Friðun landsins fyrir ágangi búfjár, að hluta til eða öllu leyti, ásamt sáningu i eyði- sanda sunnanlands eru ástæður þess að haldist hefur byggð i þessum lands- hluta þrátt fyrir ástand lands- ins fyrir um 50 árum, þegar það var á góöri leiö með að verða örfoka og athafnalif að lamast vegna afleiðinga mik- ils sandfoks. Jón Helgason landbúnað- arráöherra efndi til ferðar fyrir náttúruverndarfólk og fjölmiöla í því skyni að kynna það átak sem unnið hefur verið í uppgræðslu landsins. í upphafi ferðarinnar var farið um Skógeyjarsker í Horna- firði, en Skógey hafði orðið fyrir miklum áföllum af nátt- úrunnar völdum og var með öllu gróðurlaus á fyrri hluta þessarar aldar. Af þeim völd- um herjaði áfok á Höfn með þeim afleiðingum að loka varð fiskverkuninni. Eftir að Hoffellsá og Hornafjarðarflói voru brúuð og sett í fastan farveg var Ijóst að það myndi leiða af sér aukna hættu á sandfoki og því var gripið til þess ráðs að klæða sandana grasi jafnóðum og landið þornaði. Skógeyjarsvæðið er nú gróið að mestu leyti grasi og melgrasi, og er ótrú- legt að hugsa til þess að fyrir aðeins fjórum árum hafi þetta svæði verið gróöurlaus- ar leirur. Sömu sögu er að segja hvarvetna af Suðurlandi þar sem jöklar hafa hopað og skilið eftir sig gróðurlausa aura. Með samvinnu við land- græðslu á þessum slóðum hefur tekist að rækta landið upp. Bændur hafa látið af því að beita búfénaði sínum á veturna auk þess sem vor- og sumarbeit hefur verið mjög takmörkuð. Meö sameigin- legu átaki þeirra sem lifa á landsins nauðsynjum og hinna sem vilja græða upp landið og bæta fyrir mis- gjörðir forfeðra okkar er greinilega hægt að vinna kraftaverk, eins og undirlendi Suðurlands ber hvarvetna vitni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.