Tíminn - 10.01.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.01.1968, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 10. janúar 1968. TÍMINN 3 IÞROTTAHUS UR ELDVORÐU TIMBRI B YÚGT I KÓPA VOGI FB-Reyikjavík, þriðjudag. Hafizt verður handa um bygg- ingu íþróttahúss við Kársnesskóla í Kópavogi. Er bygging þessa húss m.a. nýstárleg fyrir þá sök, að, húsið er byggt úr timbri, sem J hefur verið eldvarið, þannig, að það á ekki að geta brunnið. Haukur Haraldsson tæknifræð- ingur, framkvæmdastjóri Verk- tækni á Akureyri, en það fyrir- tæki hefur tekið að sér smíði hú&sins, hefur gefið blaðinu þær upplýsingar, að húsið verði um 1000 fermetrar að grunmfleti. Það verður byggt með burðargrind ú' límdu tré, og á hana ar sett timburklæðning, sem er eldivarin, og er eldhætta talin lítil eða engin. Verktækni h.f. tók bygg- ingu hússins að sér, og býður út einstaka liði verksins, eins og t.d. fyrsta áfangann, sem er að vimna grunninn fyrir húsið, og eru menn úr Kópavogi, þegar byrjaðir á þeim hluta byggingarinnar. Síðar verða aðrir hlutar verksins boðnir út smátt og smátt. Húsið er teikn að hjá Verktækni h.f. Ólafur Jensson, bæjarverkfræð- ingur í Kópavogi sagði, að mikil nauðsyn væri fyrir Kópavog að fá þetta íþróttahús, þar sem nú er aðeins iþróttahús við einn skóla af fjórum þar í bœ, Kópa- vogsskólann, og hefðu allir' skól- arnir orðið að koma sér saman um íþróttakennslu í þessum sal. Þó hefur heldur rætzt úr með íþróttaaðstöðu eftir að hin nýja sundlaug bæjarins tók til starfa. i Salur ílþróttahússins við Kárs- nesskóla á að vera 18x33 metrar að stærð, og er gert ráð fyrir, að howum verði skipt í tvennt í dag legri notkun skólans með lausum vegg, og er öll aðstoða tvöföld, þar er tveir baðklefar, fjórir bún ingsklefar o.s.frv., og verður hægt að kenna í báðum helmingum sal arins samtímis. Þegar skilrúmið er tekið niður er hægt að nota sal- inn fyrir handknattleik, eða aðra flokkakeppni. Ætlunin er, að byggingu ljúki á þessu ári, eða alla vega verði hægt að hefja kennslu í íþróttaihúsinu á næsta skólaári. Ólafur sagði, að í rauninni væri ranghermi að kalla iþróttahúsið timburhús, eftir að timbrið hefði hlotið þá meðferð, sem um ræðir í þessu tilfelli. Þó væru kröfur eldvarnareftirlitsins í sambandi við þetta hús miklu strangari en við nokkurt annað hús, af því að það héti timiburhús. Hefðu kröf- urnar leitt til þess, að orðið hefði að gera ýmsar breytingar á hús- inu frá því sem upphaflega var hugsað. Spojna vann ÍBA 23:21 Reykjavík, þriðjudag. L/eik ÍBA og pólska liðsins Spojna, sem fram fór á Akureyri í kvöld, lyktaði með sigri Pól- verja 23:21. í hálfleik var staðan 14:12 fyrir Akureyri. Leikurinn var mjög spennandi og skemmtilegur. Fengu Akureyr ingar einn mann að láni hjá Hauk um, Loga Kristjánsson og átti han,n mjög góðan leik. Pólverjar skiptu um markmann í hálfleik því að þeim mun sennilega ekki hafa litizt á blikuna. RAFORKUMAL Hin árlega blysför Knattspyrnu féilagsins Týs, Samkórs Vestmanna eyja og Skátafélagsins Faxa, var farin að venju á Þrettándanum. Týr hóf gönguna með því að tendra nafn félagsins upp í fjalls hlíð fyrir ofan bæinn. Þá birtust einnig 13 jólasveinar upp á Há, gengu þar fram á brún og síðan niður í bæinn. Beið þeirra þar fjöldi áhorfenda, sem fylktu liði með þeim um bæinn og upp á íþróttavöll, en þar bættust í hóp- inn fjöldi álfa, púka og annarra furðufugla, svo sem steinaldar- mennirnir Fred og Barney að ó- gleymdum Grýlu og Leppalúða. Á vellinum var kveikt bál, og dansað og su^gið í kring um það. FjöJdi fólks var viðstaddur, og veður var sæmilegt. Myndin er frá blysförinnL (Tímamynd-HE). MARJUN FARIN HEIM GiÞE-Reykjavík, þriðjudag. Marjun Gray, færeyska stxilkan, sem strauk af skóla heimilinu Bjargi í október s. 1., fór til Færeyja í morg- un ásamt móður sinni, sem Íhingað kom skömmu eftir áramótin til að sækja liana. Mun stúlkan framvegis dvelja á heimili foreldra sinna í Færeyjum og fá að hafa þar hjá sér barn sitt, sem dvalizt l|efur lengst af á barnaheimili í Færeyjum. E-ftir flótta sinn frá Bjargi d'valdist Marjun lengst af hjá íslenzkri fjöl- skyldu hér í Reykjavík, og kunni högum sínum vel. Fjölskylda hennar hafði skiljanlega mikinn hug á að fá hana til Færeyja, en stúlkan stympaðist á móti til skamms tíma. Mun það 'hafa orðið að samkomulagi hjá þeim mæðgunum, að Marjun færi utan og fengi að hafa barn sitt hjá sér. Siðustu dagana fyrir brott för sína héðan dvaldi hún ásamt móður sinni hjá bafet- ista einum hér í borginni og var flestum meinað að ná samfoandi við hana. Við brottför hennar í morgun ræddi Brian Holt ræðismað úr Breta hér á landi og íslenzkir aðilar við Marjun, og lét hún ekki annað uppi við þá en að hún færi af frjálsum og fúsum vilja. Dómsrannsókn í Bjargs- málinu er löngu lokið og hafa allar skýrslur verið teknar af Marjun Gray. Er miálið nú í höndum saksókra- ara ríkisips og verður þar tekin ákvörðun um, hvort Íum málshöfðun verður að ræða eður ei. FUNDUR UM Tæknifræðingafélag íslands heldur fund að Hótel Loftleiðum — Sinorrafoúð — fimmtudaginn 11. janúar. Hefst hann kl. 20,30. Fyrirlestur verður að vanda fluttur á fundinum og verða raf- orkumál til umræðu að þessu sinni. Fyrirlesari verður Jaknfo Björnsson verkfræðingur. . Annað tölufolað Fél-agsbréfs T. F. í. er komið út fyrir skömmu, og er þa-r m. a. sagt nokkuð fr'á félagsstarfinu, birt stutt ávarp frá framkvæmdastjórn, úrdrættir úr fjórum fundargerðum og sagt frá félagsstarfinu í vetur. Einnig er þar „Ferðasögubrot frá Austur- löndum“ eftir ein-n félagsmanna, Magnús Oddsson. Loks er einkar fróðleg grein úr tímariti þýzkra tæknifræðinga, „Tæknifræði- menntun — viðskiptalíf Evrópu“. Lífeyrissjóður félagsins hefur -nú starfað í tvö ár og er svo kom ið, að unnt er að veita lán úr hon um í næsta mánuði. Munu fyrstu lánin verða veitt 16. febrúar. ISLENZK-N0RSK 0RDA- BÓK GEFIN ÚT í N0REGI EJ.Reykjavík, þriðjudag. Á nýliðnu ári kom út í Noregi íslenzk-norsk orðabók eftir Þor- stein T. Víglundsson, skólastjóra og Eigil Lehmann. í bókinni eru skýringar á nýnorsku á um 50— 60 þúsund orða, og 10—12 þúsund orðatiltækjum og málsháttum. Út- AKUREYRI Fundur Framsóknarfélaganna verður f Hafnarstræti 95 fimmlu- daginn 11. janúar kl. 8,30. Ingvar GislaSon alþingismaður ræðir stjórnmálaviðhorfin. gefandi bókarinnar er Sunnmöre Vestmannalag í Björgvin. Er bók- in í lieild 406 blaðsíður. í ritdómi um bókina í norska blaðinu „Noreg“ segir, að hér sé um að ræða einn mcsta og gagn legasta þátt norsk-íslenzks menn- ingartengsla síðari tíma. Bók þessi sé mjög hcntug fyrir almenning, sem vill kynna sér íslenzku, lesa íslenzk blöð og bækur o.s. frv. f bókinni eru kaflar um íslenzka málfraeði og framburð, og saman burður gerður á norskri og ís- lenzkri málfræði. Þorsteinn og Eigil Lehmann hafa um bargra ára skeið unnið að gerð þessa verks. Er þetta dýr bók; prentunin ein kostaði um 100.000 krónur norskar. IÞRÓTTIR Framhald d dis 13. Norwidh — Sunderla-nd Coventry — Carlton Bristol City — Bristol Rov. Alls verða leikirnir í umferði inni 32 og eina liðið, sem enn er með í keppninni óg leikur utan deildanna, Macclesfield, fær nú heldur erfiðan keppinaut, þar sem það mætir 1. deildarliðinu Fuliham í London. — hsím. Leíkhúsferð FUF og FR efna til leikhús- ferðar í Iðnó n.k. sunnudag 14. janúar. Sýnt verður verk Jónasar Árnasonar, Koppalogn. Á eftir sýningu verður kaffi Myndin er úr Koppalogni. KOPPALOGN drykkja og verkið rætt. Þátt- takendur f umræðunum: Ilöfundurinn: Jónas Árnason Leikstjórinn: Helgi Skúlason Leikhússtjórinn: Sveinn Einarsson. Aðgöngumiðasala og pantan ir á skrifstofu Framsóknar- flokksins, Hringbraut 30, dag- lcga kl. 9,00 til 17,00. Sími: 24480.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.