Tíminn - 10.01.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.01.1968, Blaðsíða 14
14 TÍMINN MEÐVIKUDAGUR 10. janúar 1968. VETRARHÖRKUR Framilíald af bls. 1 24 gráður og í hinu veðursæla Hollandi varð það 22 stig. í Spirn ingen í Sviss hlj óp snjóskriða yfir þéttbýlið, og urðu þar skemmd ir á húsum og öðrum mannvirkj- um. Ekkert manntjón varð þó þar. Hins vegar létust fimm manns í miklum snjóbyl er geys aði um Alpana síðastl. sólarlhring. Varla sézt nokkur sáia úti á götum Rómaborgar, en íbúarnir eru fremur óvanir slíkum vetrar- hörkum. Einnig varð mjög mikið umferðaröngþveiti af völdum snjó þyngsla i Norður-Frakklandi í dag. Á hinn bóginn tókst að halda flestum flugvöllum þar opn um og á Orly-flugvelilinum var tekin í notkun nokkurs konar heStaloftsvél í tilraunaskyni til að bræða snjó og ís. Snjókoma var um allt Grikk- land í dag, og umferðin var í mesta ólestri. FÆREYJAFLUG Frarrtihald af bls. 1 færeyska flugfélagið Faroe Air ways varð að hætta starfsemi sinnd í október í fyrra, þa.gar ljóst var að félagið fengi ekki endurnýjað leyfi sitt til flug- ferða milli Færeyja og Dan- merkur. Átti Nielsen fund - með fulltrúum Flogsamband í Þórshöfn, sem félagið hefur nú hlutafé upp á 2,5 milljónir danskra króna. Flogsamband hefur farið þess á leit við SAS, að fá að taka þátt í ferðum á þessari flug- leið ásamt SAS og Flugfélagi íslands. SAS hefur hafnað þess ari málaleitan, og mun engin breyting hafa orðið á þvi á fundinum í Þórshöfn. • FLogsamband hefur samið mn kaup á Fokker Friendship flugvél. ; LANDVISTARLEYFI Framhald af bls. 1 vonumst við til þess að geta haldið áfram námi hér“. Ýmsir aðilar í Svíþjóð hafa verið þeim hjálplegir á ýmsa lund, útvegað þeim húsaskjól, mat og fleira. Þeir eru nú þeg- ar byrjaðir á sænskunámi, og á fimmtudaginn ætla þeir að sækja um upptöku í þarlenda skóla. Allir hafa þpir svo kallað „High School“-próf, en þó að það gildi til inngöngu í banda ríska háskóla, gegnir öðru máli um þá saánsku, og verða þeir því að ljúka ýmsum forprófnm. Stærsta vandamálið er þó fjár- hagslega hliðin, þeir eru pen- ingalausir, en ef til vill hleyp- ur einhver undir bagga með þeim til að þeir geti haldið áfram námi.- HERSHÖFÐINGI Framhald af bls l. öðrum mönnum í mótmælalhópn- um, hrópaði hershöfðinginn til hans: „Ég er ekki hræddur við þig, ég óttgst ekki smástráka. Ég hef barizt og úthelt blóði fyrir þetta land“. Hershöfðinginn var kennari við helzta herskóla Sovélríkjanna allt fram til ársins 1961, en þá var hann 'sviptur embætti vegna þess að hann mótmælti frelsisskorti í Sovétríkjunum. 1964 var hann handtekinn og lækkaður i tign vegna þess að hann hafði haldið ræður, sem taldar voru fjandsam legar landinu. Fyrir tveimur ár- um var hann lagður inp,^ geð- veikraspitala, og eftir að hann kom þaðan, hefur hann unnið að því að fá uppreisn æru, jafnframt því að hann hefur barizt fyrir prentfrelsi í Sovétríkjunum. Skjalið sem hann afhenti mönn um fyrir utan bygginguna, var afrit af vélritjuðu baenaskjaii, stíl- uðu til réttarformannsins. Það var samið af tólf vinum hinna ákærðu og var mótmælaýfirl-ýsing vegna þess að: „Þessi réttarhöld, sem hefðu átt að heita opin, væru haldin fyrir luktum dyrum". Skor að var á formanninn að opna dvrn ar öllum þeim sem áður • höfðu sótt um að fá að vera viðstaddir réttarhöldin. Sakborningarnir fjórir; Galans Orðsending TIL HAFNFISKRA VERKAMANNA Þeir verkamenn í Hafnarfirði, sem eru atvinriu- -•Uv> lausir, éru vinsamlega beðnir að koma til viðtals í skrifstofu V.M.F. Hlífar, Vestúrgötu 10, n.k. fimmtudag og föstudag, kl. 4 til 7 e-h. Stjórn Verkamannafélagsins Hlífar. Hjartkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi Egill Valdimar Egilsson, andaðist að heimili sínu 8. þ.m. Guðríður Þorsteinsdóttir Sonja Valdimarsdóttir Erlingur Herbertsson og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug viðándlát og jarðarför bróður okkar Guðmundar Einarssonar frá Staðarbakka. Sérstakar þakkir færum við hjónunum Bæring Elfssynl og Ásþóru Friðriksdóttur, fyrir margvíslega aðstoð og vináttu. Fyrir hönd okkar systkina hans og annarra vandamanna, Halldór Jóhannsson. Elglnkona min, og móðlr Viktoría M. Jónsdóttir, andaðist 8. janúar, á sjúkrahúsinu á Selfossi. Arnbjörn Sigurgeirsson, Sigrún Arnbjarnardóttir. kov, 29 ára; Ginöburg, 30 ára, Dobrovolsky, 29 ára og ungfrú Vera Lasjkov, 21 árs gömul, hafa öll setið í varðhaldi í eitt ár, án þess að mál þeirra hafi komið fyrir rétt. Ýmsir menntamenn, sem mótmælt hafa handtöku þeirra fjórmenninganna stóðu í anddyri hússins í dag ásamt vinum sakborninganna _ og erlendum fréttamönnum. Á meðal þessara menntamanna voru t.d. Dr. Pavel Litvinov, sonarsonur Litvinovs, fyrrum utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, Pavel Jakir, sonur mar skálks eins, sem iét lífið í Staiins hreinsununum og stærðfræðikenn arinn Volpin, sonur ljóðskáldsins fræga, Sergei Jesenin. Fjórmenningarnir, sem ákærð eru, eru sökuð um eitt og ann- að. Helzt er þar að telja, að því er fréttaritarar álíta, að þau kváðu hafa staðið í sambandi við félagsskap rússneskra útlaga í V- Þýzkalandi, NTS, sem hefur það að markmiði, að steypa Sovét- stjórninni. Segir í ákærunni að þau hafi meðal annars þegið fé af þeirri stofnun, og eru þau þá einnig sek um gjaldeyrisbrask. Þau kvóðu og hafa dreift pésa nokkrum þar sem réttarhöldunum yfir Sinjavsky og Daniel var lýst í smáatriðum, þannig að ráða- mÖnnum í Rússíá þótti niiður. Dagblöð í Sovétríkjunum hafa ekki minnst einu orði á réttar- höldin til þessa og þar sem þau eru lokuð, er ákaflega erfitt fyrir erlenda fréttamenn að gera sér grein fyrir hvað fram fer þar innan dyra. Ekki er einu sinni vitað með vissu hver ákæruatrið- in eru. Þó herma öruggar heim- ildir að Dobrovolsky og ungfrú Lesjkova hafi játað sekt sína. Einnig var sagt að Galanskov hefði' gért slíkt hið samá. én fekki vildu ættingjar hans staðfesta það. Örfáir ættingjar sakborninga fá að vera viðstaddir yfirheyrsl- urnar. Öllum heimildum kemur hins vegar saman um að foringi bóps ins, Ginsburg, hafi ekkerí :' « á sig. TERTAN OG HJARTAÐ Framhald af bls 1. með eðlilegu móti, en hann hef ur lengi þjáðst af sjúkleika i þeim líffærum. I dag sögðu læknarnir, að tekizt hefði að stöðva blóðmissinn að mestu, og mætti þakka það blóðgjöf- inni. Hjarta hans starfar ágæt- lega og meðan svo er, telja læknarnir að hægt verði að ráða við hin vandamál líkams- starfseminnar, en þau eru marg vísleg, svo sem lifrar- og nýrna sjúkdómur og krónísk lungna- sýki. Það eina, sem má að nýja hjartanu finna, er það að það er þrefalt minna en það gamla en það kvað ekki hafa neina úrslitaþýðingu. Hjartað sem nú slær í brjósti Kasperaks var tekið úr fjörutíu og þriggja ára gamalli húsmóður, Wirgin- iu White, sem lézt úr heila- blæðingu tveim stundum áður en_ hjartað var grætt í hann. í fréttum frá Höfðaborg í Suður-Afríku segir, að dr. Philip Blaiberg, tannlækninum sem gekkst undir hjartaflutn- ingsaðgerð fyrir viku, líði enn ágætlega, og sé á greinilegum batavegi. í dag sat hann á rúm stokknum, með fætur á gólfinu í stundarfjórðung. f tilkynningu Groote Schuur sjúkrahússins í morgun var sagt, að líðan hans væri fram- ar vonum, hann hefði góða mat- arlyst og ekkert benti til þess að líkami hans ætlaði að snú- ast gegn nýja hjartanu. UMFERÐARSKÓLI Framhald af bls. 16. barna sem þátt taka í honum. Geta má þess að gangi þessi til- raun umiferðaryfirvalda að vonum, verður þetta fjölmennasti skóli landsins, en í því umdæmi sem hann nær yfir eru um 12 þúsund börn á þeim aldri sem skólinn er ætlaður. Fyrirmyndir um starfsemi skól ans eru að mestu erlendis frá, þar sem víða eru starfandi umferðar klúbbar fyrir börn. Til að athuga hvers kbnar fræðsluefni muni helzt henta. börnum á tilteknum aldri var á síðast iiðnu ári gerð tilraun með starfsemi umferðar klúbba á tveim stöðum í Reykja vík. Var annar þeirra í Rústaða- hverfi og var hann rekinn í sam vinnu við sóknarnefndina þar og í leikskólanum Hoitaborg, í sam vinnu við Sumargjöf. Að sjálfsögðu er efni það sem börnunum verður sent sniðið við þeirra hæfi, en ekki er að efa að foreldrar muni fara yfir sending arnar með börnum sínum og út- skýra efni þeirra fyrir þeim. í vetur munu þau börn sem gerast þátttakendur í umferðarskólanum fá tvær til þrjár sendingar. Eru það vel myndskreyttar útskýringar á undirstöðuatriðum umferðar og hvernig börnin eiga að haga sér í samtoandi við bílaumferð án þess að verða sér að voða af henn ar völdum. Þá munu börnin fá gjöf frá skólanum á afmæiisdag. inn sinn. Skýrslur lögreglunnar sýna þá staðreynd að meiri hluti þeirra barna sem slasast í umferðinni eru innan við skólaskyldualdur, eða sex ára og yngri. Á síðasta ári slösuðust 59 börn í umferðinni í Reykjavík, þar af voru 36 börn sex ára og yngrii Samt sem áður er það gleðiefni að barnaslysum í umferð fækkaði verulega í Reykjavík á sl. ári, miðað við ár ið á undan. Er það áberandi að hlutfallslega mun færri umferðar slysum en áður var. Enginn vafi leikur á að þessa staðreynd beri að þakka síaukinni umferðar- fræðslu í skólanum, sem stjórnað er af Ásmundi Matthíassyni, yfir lögregluþjóni. Þar sem umferðarfræðsla barna í skólum ber svo sýnilegan árang ur er engin ástæða til að ætla ann að en einnig megi fækka verulega umferðarslysum á börnum undir skólaskyldualdri, en af eðlilegum orsökum er enfiðara að ná til þeirra aldursflokka með umferðar fræðslu. Er því enn ástœða til að hvetja foreldra til að láta innrita börn sín í umferðarskólann og að stoða þau síðan við að öðlast skiln ing á þeim verkefnum sem þau fá þaðan. SÍMINN Framhald af bls. 16. að gera til úrbóta á þeim vankönt- um, sem á breytingunni eru. En ekki væri búið að taka endaniega ákvörðun í því máli. Til greina kæmi að tengja þær þrjár sveita- símalínur, sem hér er um að ræða til Keflavíkur. þannig að símnot- endur geti náð sambandi þangað á þeim tímum, þegar símstöðin Vogar er lokuð. Einnig væri hugs anlegt að koma fyrir einum sjálf- virkum síma einhvers staðar mið- svæðis og gæti fólkið þá notazt við hann. Fleira kæmi einnig til greina. En hvorutveggja lausnin yrði bráðabirgðalausn, sagði yfirverk- fræðingurinn. Framtíðin yrði auð- vitað sú, að dreifbýlið fengi einn- ig sjálfvirkan síma, þótt hann kæmi fyrst til þéttbýlli staða. Slík ar framkvæmdir í dreifbýlinu væru m jög dýrar. Útsalan hjá TOFT byr|ar í dag og verður tekið fram margskonar vörur á mjög mikið lækkuðu verði eins og: Kvenblússur ur poplíni nr. 38 og 40 á kr. 100,00 Karlm.skyrtur nr. 38, 39, 40 og 43 á — 100,00 Karlmannarykfrakkar, bláir, brúnir — 300,00 Karlmannanærbuxur, stuttar og bolir, stk. á — 30,00 Karlmanna sportbolir, bláir og gulir, stk. á — 35,00 Barnanáttföt á 60,-, 70,- og 80,- kr. stk. — Telpu- og bleyju- buxur, 5 stærðir á 12,50 til 17,- kr. stk. — Kvenbuxur m/teyju í sk^lm, 4 stærðir á kr. 34,50 stk. — Kvenhosur hv. og mislitar, 4 stærðir á kr. 12,00. — Sportsokkar nr. 3 til 12, allar stærðir, á kr. 12,00. — Röndótt sængurveradamask, hvítt á kr. 48,00 mtr., mislitt á kr. 55,00 mtr. — Hvítt léreft 80—90 og 140 cm. breitt á kr. 18,00, 20,00, 24,00. — Myndaflónel 80 cm. br. á kr. 20,00; 90 cm. breit á kr. 25,00. — Handklæði á kr. 30.00, 35,- 40,- 45,- og 48,-Gluggatjaldaefni á kr. 70,- og '75,- mtr. Kven-nvlonsokkar á kr. 15,- 16.50, 25,- og 30,-Kven-nylon- sokkar. lvkkjufastir, á kr. 25,- stk., — og margt fleira á góðu verði. Það skal á það bent, að allar vörur eru frá því áður en gengisbrevtingin kom til sögunnar. Sendum gegn póstkröfu, meðan nægilegar birgðir eru til. VERZLUNIN H. TOFT, Skólavörðustíg 8.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.