Tíminn - 10.01.1968, Blaðsíða 7
MIÐVIKtJDAGUR 10. janúar 1968.
TfMTNfl
BILDUDALUR í DAG
BÍLDUDALUR í DAG
ina ágætu starfsfólki. Skrifstofu-
stjóri fyrir bæði Kaupfélagið og
Matvælaiðjuna h. f.,^ er Brymdís
Elíasdóttir. Kristján Ásgeirsson er
innkaupa- og verzlunarstjóri Kaup
félagsins, Valdimar Ottósson er
verksmiðjustj óri Matvælaið junn-
ar, en verkstjórar þar eru þeir
Bjöm Magnússon og Baldur Ás-
geirsson. Gísli teggur áherzlu á,
að þetta fólk og allt anrnað starfs
lið við fyrirtækin 'háfi reynzt sam
valið úrvalsfólk og kveðst ekki
hafa kynnzt öðru betna annars
staðar. Vafalaust er gott og ánægt
sanfslið einn veigamesti þátturinin
í velgengni hvers fyrirtækis. Okk
ur sýnist ástæða til þess að bæta
því hér við, að forstöðumaðurinn
og eiginlkona hans eru engin und-
anteknig að þessu leyti.
Sveitarstjómarmál.
Við síðustu S'veitarstjórnarkosn
ingar var Gísli kosinn í hrepps-
nefnd. Við biðjum hann að segja
" okkur frá aðdraganda þeixra kosn
inga og sveitarstjóm-armlálum al-
mennt.
Sama hreppsnefndin hafði set
ið árum saman. Stundum hafði
ekki verið gengið til kosninga,
,því aðeins einn listi kom fbam.
Mörgum fannst þetta rangt og
vildu að kjósendur fengju tæki
færi til þessað neyta atkvæðis
réttar síns. Eimnig töldu ýmsir
dvrmætt að fá að minnsta kosti
umræður um sveitarstjórnarmál
fjórða hvert ár. Við síðustu sveit
arstj ómarkosningar var því bor
inn fram nýr lísti með mönnum
úr öllum stjórnmálaflokkum. Gísli
féllst á að vera á þeim lista, enda
vildi hann gjamian taka þátt í
því ttpipbyggingarstarfi, sem nauð
syniegt er á slíknrn stað. Kosn
ingalbariáttan reyndist harðari en
við var búizt. Þennan nýja lista
vantaði aðeins 15 atkvæði til þess
að nó meirilhiliu.ta, og Mbk tvo
menn kjöma í hreppsnefnd af
fimm.
Eitt stærsta verkefnið á Bíldu
dal er smíði nýrrar hafnar. Henni
er nú að mestu lokið. Síðastliðið
skólaár var tekin í notkun nú skóla
bygging. Mörgu er þó ólokið við
byggingu þessa, eins og t. d. leik
fimishúsi og frágangi lóðar. Unn
ið er að viðbyggingu við félaigs
Jónatan Hall-
vart
forsetn
Hæstaréttar
Jónatan Hallvarðsson, hæstarétt
ardómari, hefur verið kjörinn for
seti Hæstaréttar frá 1. janúar
1968 að telja til ársloka 1969. Ein
ar Arnalds, hæstaréttardómaxi, var
kjörinn varaforseti til sama tima.
Prá skrifstofu Hæstaréttar.
heimilið á staðnum. Að því stenda
mörg fólagssamtök, en driffjöður
in í þeim framkvænidum er Heim
ir Ingimarsson, byggingameistari
á Bíldudal.
Oddviti hreppsins, Jónas Ás-
mundsson, stjómar meðal annars
útgerðarmálum. Ifreppurinn á
hraðfrystihúsið, fiskimjölsverk-
smiðjuna, vélskipið Pétur Thor
steinsson og hlut í Drang h. t~
Hreppsfélagið varð á sinum tíma
að kaupa þessi atvinnutæki til
þess að tryggja atvinnu í byggða
laginu. Nú á sjávarútvegurinn og
fryistihúsin í landinu í erfiðleik-
um, eins og alkunna er, og einnig
á Bildudal. Veldur það miklum
fjárhagserfiðleikum hjá litlu, 400
manna byggðarlagi.
í þessu samibandi mundi það
ekki breyta neinu þótt Ketildala
hreppur verði sameinaður Suður
fjarðahreppi, eins og um er tal
að. íibúatalan mundi aðeins auk
ast um 20—30 manms.
Talið berst einnig að Alþingis
kosningunum síðustu. Við vitum
að vel og ötullega var unnið að
kosaingunum þar í sveit, en Giísli
fullvissar okkur um það að enn
þá getur muni verði unnið næst.
Auðheyrt var að þar fylgdi hug-
ur máli.
Framitíðin.
Tal berst að framtíðinni. Þjóð
félagið á nú í erfiðleikum. Því
veldur ýmislegt, ekki aðeins afla
brestur og lækkun verðs á erlend
um mörkuðum. heldur einnig og
ekki sízt, vægast sagt, vafasöm
stjórnarstefna. En Gísii er sann
færður um, að allt hljóti þetta að
lagast. M mun verða lífvænleg
á Bíldudal. Fólkið mun ekki flytj
ast á brott, heldur setjast þar
að. íbúatalan hefur verið nokkuð
stöðug undanfarin ár. Það þarf
að breytast.
Aðalatriðið er að tryggja at-
vinnufyrirtækjiunum góðan rekstr
argrundvöll. Auk verður rekstrar
fé verulega. Rebstrarfjárskortur er
nú svo mikill, að vel getur leitt
til stöðvunar á hverri sundu. Ef
hraðfrystihúsinu og Matvælaiðj-
unni yrði lokað, til dæmis af
þessum sökum, væri atvinnugrund
völlur um leið allur brostinn. Þá
væri ekkert um annað að ræða
fyrir fólkið en að flýja á Faxa
flóasvæðið, eins og margir hafa
gert áður.
Gísli telur marga opintoera aðila
og stofnanir hafa sýnt góðan skiln
ing á tilraunum til hagræðingar
í atvinnurekstri á Bíldudal. Alla
framleiðsluna verður hins vegar
að selja gegn þriggja mánaða
víxlum og þá vilja bankarnir 6-
gjarnan kaupa. Þetta kveður Gósli
valda miklum erfiðleikum og verði
að breytast, t. d. með endurkaup
um Seðlatoankans á iðnaðarvíxlum,
eins og margoft hefur verið rætt
um og lofað.
Nokkur uggur er í mönnum
vegna fyrirætlana um inngöngu í
efnahagsbandalög Evrópu. Að
vísu eru þessi mál fremur óljós
Sarfsfólk Matvælalðjunnar: Fremri röð frá vlnstri; MálfríSur Bjamadóttir, Ósk Hallgrímsdóttir, Björn Magnús-
son, Valdimar Ottósson, Baldur Ásgelrsson og Kristín Jónsdóttir. Aftari röð: Jón Kr. Ólafsson, Bára Krlstjáns-
dóttir, GuSrún Ólafsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Arndís Árnadóttir, Arnbjörg Sveinbjörnsdóttir, Fjóla
Elesusardóttir, Lovísa Jónsdóttir, Erla Sigurmundsdóitir, RagnheiSur Benediktsdóttir, Gréta Jónsdóttlr, Bára
Jónsdóttir, Jakobína Jónsdóttir og Jóhannes Ólafsson. Á myndina vantar Inga Bjarnason.
enn. Hitt er þó ljóst að erfitt yrði
að keppa við stórþjóðir í niður
suðuiðnaði og fleiri iðpgreinar án
einhverrar tollvérndar. Veruleg
ur aðlögunartími yrði vitanlega
nauðsynlegur og þótt ekki verði
séð nú hvernig við gætum stað-
izt slíka samkeppni, yrði að sjálf
sögðu að leita að hverjum þeim
ráðum, sem til bjargar gætu orð-
ið.
Að lokum.
Atvinnufyrirtækm eru undir-
staða sérhvers byggðarlags. Þau
skapa atvinnuna og ^fkomu svæðis
ins. Þeim verður að tryggja rekstr
arfé og samkeppuisaðstöðu á mark
aðnum.
TRÚLOFUNARHRINGAR
afgreiddir
samdægurs.
Sendum um allt land. —
HALLDÓR
Skólavörðustíg 2.
AUGLYSING
Kaupfélag Króksf jarðar auglýsir hér með eftir tilboðum í flutn-
inga á mjólk úr Austur-Barðastrandarsýslu til Búðardals. —
Upplýsingar um bifreiðakost umsækjanda*þurfa að fylgja. —
Tilboð sendist fyrir 13. janúar n.k. til Ólafs E. Ólafssonar, kaup-
félagsstjóra, sem veitir nánari upplýsingar.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er.
Króksfjarðarnesi, 2. janúar 1968.
STJÓRN KAUPFÉLAGS KRÓKSFJARÐAR
Á Bfldudal býr duigmikið fólk.
Slíkt fólk býr eiimnig í ''flestum
öðrum byggðalögum þessa lands.
Það ^etur lært af þeim á Bíldu
dal. Með sameigimlegu átaki, at-
orku og útsjónarsemi, má víðast
hivar reka framleiðslufyrirtæki
með góðum árangri. Slíkur atvinu
rekstur þarf ekki að vera stor
til þess að gjörbreyta lífskjiörum
fólksims. Bf það tekst, er fram
tíðin björt, þrátt fyrir þá erfið
leika. sem nú ganga yfir þjóðina
af náttúru- og mannavöldum.
(gníinental
SNJÓHJÓLBARÐAR
MEÐ NÖGLUM
sem settir eru í, með okkar íuil-
komnu sjálfvirku neglingarvél.
veita fyllsta öryggi í snjó ög
hálku.
Nú er allra veðra von. — Bíðið
ekki eftir óhöppum, en setjið
CONTINENTAL hjólbarðá, með
eða án nagla, .undir bílinh nú
þegar.
Vinnustofa vor er opin alla daga
frá kl. 7,30 til kl. 22.
\
Kappkostum að veita góða þjón-
ustu með fullkomnustu vélum
sem völ er á.
GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f.
Skipholti 35 — Sími 3-10-55.
VOGIR
tg varahlutir í vogir
avalb fyrirliggjandi.
Rit og reiknivélar
Stmi 82380.