Tíminn - 10.01.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.01.1968, Blaðsíða 12
12 TÍiVEINN MIÐVIKUDAGUR 10. janúar 1968. Viðtal við Björn... Björn Pálsson kemur úr þúsundasta sjúkraflugi sínu voriS 1960. í þaS slnn var sjúklingurinn rólfær og er meS honum á myndinni. reynslu minni, en þær reglur Framhald af 8. síðu. tvio aðra, t. d. læfcni og hjúkr- unarkonu. En þessi flugvél er þó hvorki búin fullkomnustu öryggistækjum, sem nú eru þekkt né heldur rúmi og tækj um fyrir nauðsynleg lækninga- tæki, t. d. til súrefnisgjafa e-ða blóðgjafa. —• Hefur þú nokkurn tíma þurft að nota báðar sjúfcraflug- vélamar í einu frá sama stað? — Já, það hefur komið fyrir. Menn muna vafalaust eftir bif- reiðaslysinu mikla skammt frá Búðardal fyrir nokkrum árum. Þar voru sjö stórslasaðir. Við lögðum þrjíá sjúklinga illa ibrotna í eina flatsæng í Vor- inu, og höfðum þar einnig tvo slasaða, sem gátu setið. Auk þess var læknir með, og setið var undir barni. Zessnan tók tvo slasaða. Þannig björguðust þessir flutningar, en þröngt var setinn bekkurinn. — Hvað heldurðu, að þú haf ir flutt marga sjúklinga á þess- um árum, Bjöm? — Ég mun sjálfur hafa flutt hátt á annað þúsund sjúklinga en í allt eru þeir töluvert á þriðjia þúsund, sem flnttir hafa verið með sjúkraflugvélum okk- ar. Ég hef verið svo heppinn á seinni ámm að fá til sam- starfs nokkra dugandi unga flugmenn, sem hafa viljað leggja það á sig að vera til reiðu, þegar á hefur þurft að halda. — Þú hetfur farið sjúkraflug tH annarra la-nda? — Já, aðallega til Grænlands og flutt þaðan allmarga sjúkl- inga. En ég hef einnig farið sjúkraflug til Færeyja á Vor- inu og flutt slasaðan sjómann þaðan til Edinlborgar. —• Hefur ekki þassi flugþjón usta vakið athygli erlendis? — Jú, ekki er því að neita. í Norður-ÍNioregi vorni þessi mjál t. d. í nokkrum þrenging- um, og hingað kom maður frá Kirkenes og kynnti sér þetta og ræddi við mig. Þar hefur sðan verið efnt til sjúkraflug- iþjiónustu með svipuðu sniði, og þeir töldu sig geta motað fyrir- myndina hiéðan. Ýmsir aðrir hafa veitt þessu athygli, og kvikmyndir hafa verið teknar af sjúkrafluginu hér og sýndar í ýmsum lönd- um. Fjöldi greina í erlendum iblöðum og tímaritum hefur og birzt um þetta. — En eru flugvél'ar þær, sem þú befur nú, ekki orðnar held- ur gamlar og úreltar? — Jú, því er ekki að neiita. Zessnan er orðin 14 ára og Vorið 10, eins og ég sagði áð- an. Á síðustn árum hefur tækni til sjúkraflugs mjög batinað. Nyjar fLugvélar, sérstaklega gerðar fyrir sjúkraflug, haifa komið til, og flugöryggiistæki verða sifellt fulfcomnari. Ég tel, að nú verði ekki hjá því komizt að gera senn hvað líð- ur stórátak til þess að fá nýjiar vélar og tæki, og það kostar nú orðið svo mikið fé, að hvorki ég nié aðrir einstaklingar rísa undir því. Það verður að vera sameiginlegt átak, og jafnframt þarf nú að skipuieggja starfið til framhúðar. Ég hefði viljað vinna að því næstu árin ásamt góðum mönrum að sníða þenn- an framtiðarsitafck, og notd til þessa reynslu mína, ef talin yrði einhvers virði. Flugfélag íslands gerðist að- ili að sjúkrafluginu fyrir tveim eða þrem árum og er að því mikill styrkur. Sjúkraflugvélar þurfa að vera búnar beztu öryggistækj- um, sem völ er á. Þær verða að vera aflmiklar, geta lent á litlum brautum og við ýmis önnur óhagstæð skilyrði. Þær verða einnig að vera svo stór- ar, að þær geti tekið nokkra liggjandi sjúklinga, en auk þess einn eða tvo lækna, sem geta athafnað sig í vélinni jg haft þau tæki, sem nauðsynleg geta reynzt. Þá verður sjúkravél að vera búin radar, ísvarnartækjum og ýmsum öðrum öryggisbúnaði. Þetta mundi auka mjög mögu- leikana í vondu veðri. En þessi tæki eru mjög dýr. Eigi að síð ur tel ég hiklaust að við verð- um að eignast sjúkraflugvél með þeim, og ekki eina heldur tvær, því að minna nægir ekki. Og sjúkraflugvél verður líka að vera staðsett á Akureyri vegma veðurlagsins og anmarra að- stæðna, en fullfcomnar sjúkra- vélar hér syðra og þar settu að nægja. — En varðgæzlan sjálf? — Jú, hún er tímafrek og diýr, ef hún er ekki leyst af hendi að mifclu leyti í sjálflboða vinnu. Svo hefur það verið þessi ár. Ég hef talið mig verða að vera reiðubúinn á hverri stundu hér heima. Fari ég út af heimilinu eða úr flug skýliuu, verð ég að iáta vita, hvar í mig næst. Og þegar ég hef ekki getað verið við sím- ann, hefur fcoaan tekið við. Þetta hefur verið mikið álag, en ekki um annað að ræða, því að launuð varðgæzla er auðvit- að algeriega ofviða þessum rekstri. Um flugvélaihreyfla má geta þess, að þær gerðir, sem nú eru enn í hinum minni flug- vélum, enx að syngja sitt síð- asta vers. Við erum á tímamót- um í þessum efnum. Nú munu senn taka alveg við miklu létt ari og aflmeiri hreyflar, turbo- jet-hreyflarnir eða hverfihreyfl arnir. Með þeim koma stórkost legir nýir möguleikar, og við munum síðar eignast sjúfcra- flugvélar með þeim og hinum nýja útbúnaði, sem ég nefndi áðan. —• Telur þú, að sama þörf verði á sjúkraflugi hér á landi fraimvegis? — Já, og fari vaxandi. Lækn- istþjónustan í dreiflbýlinu eða í kaupstöðum úti á landi, mun að sjálfsögðu batna, en allt bendir ’þó til þess, að læknamið stöðvar tafci við af héraðslækn unum og þá verður lengra á milli lækna. Þörfin á sjúkra- fluginu mun því aukast, og við komnmst ekki hjá því að sníða því einhvern viðhlítandi stakk, sem ekki er undir því kominn, hvert sjálfboðaframlag einstakl ingar geta og vilja leggja fram á hverjum tíma. — Niú hafa margir sjúkra- flugvellir verið merktir og lag- færðir, er það ekki Björn? — Jú, við erum komnir vel á veg í þeim efnum. Fyrst lengi vel varð ég að velja lendingar- staðina sjálfur, vita um þá og fá jafnvel á þeim smiávegis lag færingar, sem heimamenn unnu oft með glöðu geði. En síðan var hafizt handa með skipulegri hætti af opinberri hálfu. Nú munu slíkir lending arstaðir vera orðnir um eitt hundrað, og oftast er reyni að haga svo til, að hvert byiggðar- lag, sem landshættir afmarka, hafi flugvöll, sem hægt er að komast að úr byggðinni í flestu veðurfari. Þessir vellir eru flestir með lendmgarmerkjum, en þó eru allmargir, sem ég get notað, en ekki er óhætt að hafa merkta eða viðurkennda til almennrar lendingar á smá vélum, því að þær eru margar ráða ekki við aðstæður. Sum-s staðar hefur gerð slíkra smá- valla leyst byggðarlög úr al- gerri sjálfheldu og leyst fólk undan oki þess ótta og öryggis- leysis, sem slíkt er. Ég vil til dæmis nefna Ingjaldssand, hið búsældarlega en einangraða byggðarlag vestur við Önund- arfjörð. Þar var gerður smá- völlur og kostaði töluvert átak, en við tilkomu hans hefur að- staða fólfcsins gerbreytzt. Enn vantar flugvelli á einstökum stöðum og er þar oft erfitt um vik. Meðal þeirra er t d. Seyð isfjörður. Mjög illt er að hafa þar ekki flugvoll, en aðstaða er mjög erfið og flugvallargerð kostnaðarsöm, en þann hamar verður að klífa. — Hve margar flugstundir áttu að baki, Bjöm? — Þær eru orðnar um 10 þúsund. — Og þykir þér ætíð jafn gaman að fljúga? —• Já, alltaf jafnigaman. Flugið hefur ætíð á mér sömu töfratökin. ísland er svo fag- urt úr Iofti. að því geta engin orð lýst. Að fljúga yfir það í góðu skyggni er mér nautn, sem flestu tekur fram. Og þarf ekki einu sinni hei'ð- ríkju til. Það birtir manni ætíð nýjarr myndir. Þó að maður sjái sama staðinn hundrað sinnum, á hann nýja mynd handa mani í hvert si-nn. Ég hef tekið mifcið af ljósmyndum á ferðum min- um, og mér detta í hug ýmis fjöll, sem ætíð heilsa með nýj- um svip. Mér dettur í hug Reykjafjarðiarkambur, sem ég á margar myndir af. Mér finnst hún vera kunningi, sem ég ger- þekfci, en samt á hún ætíð til nýjan svip, þegar ég kem. Mynd hennar er efltir því hvar að henni er komið, og veður- lag, ský og snjór gefa henni ný og ný klæði. Þannig er ís- land. —• Þú hefur nú kynnzt miörg um á þessum langa flugferli? — Já, ég þekki marga, og mér er það efst í huga, hve fólkið hefur tefcið mér vel, og þetta viðmót hefur að sjálf- sögðu mjög orðið til að laða mig til þess að halda þessu áfram við alla þá erfiðleika, sem við var að eiga. Ég hef líka að sjálfsögðu notið þeirr- ar gleði í ríkum mæli, að geta orðið að liði. þegar mikið lá við, einkum þegar bezt tókst. Slíkt gefur lifi manna fyllingu sem ég er þakklátur fyrir. Og ég þarf ekki að kvarta yfir því, að fólkið hafi ekki kunnað að meta þetta starf. Að kynn- ast fórnfýsi þess, þakklæti og framtaki við slíkar aðstæður hefur oft vakið aðdáun mína og yljað mér um hjartarætur. Ég hef hvað eftir annað séð heilar sveitir leggja á sig allt, sem menn máttu til þess að sjúkraflug mætti takast. Oft haía menn ekið langa leið á bílum og raðað þeim við lend ingarstað til þess að’lýsa hann upp fyrir mig, og miargt fleira mætti teljia. —• Þú kannt vafalaust marg- ar sögur úr þessum ferðum og flugi þínu? — Já, ekki er því að neita, og. ég he’ld að við verðum að sleppa þeim núna. Þar er margs að minnast, og stundum hefur að sjálfisögðu staðið tæpt og ýmislegt komið fyrir, sem gat endað verr en fór. Það hlýtur alltaf að gerast, eins þótt tæknin batni alltaf í fluginu. Hún mun aldrei út- rýma þörf á mannlegri dóm- greind, og henni í skjótara og gleggra lagi. Bn sleppum þvi. Og miargar sögur gseti ég sagt af tiltektum mínum og annarra við lendingar. Ég minnist t. d. alltaf ráðsnilli Húsfellinga hérna um veturinn, þegar ég var heðinn að sækja sjúkling að Hlú'safelli. Það er gott að lenda þar á túnunum í auðu, en nú var mikill og laus snjór. Talað var um að ryðja með ýtu meðan ég væri á leiðinni, en þegar ég kom upp yfir hálsaua sá ég engar ýtur og enga braut gerða á Hú'safellstúnum. En við mér blasti önnur og kyn- legri sjón. Hlúsfellingar ráku stóran fjárhóp. líklega nokkur hundruð fjiár, fram og aftur ákveðna braut á túninu. Ég flauig yfir nokkra hringi, og síðan var féð rekið frá. Ég lenti þarna á ágætri, sléttri og harðtroðinni braut á snjónum eftir féð. Húsfellingar eru fjár margir, og þeim hafði dottið þetta snjallræði í hug að hleypa fé út úr húsum sínum til flugvallargerðar. Véltækin höfðu ekki farið í gang í frostinu. — Hefur ekki stundum verið örðugt að taka ákvörðun um það, Björn, hvort leggja skyldi í sjúkraflug eða ekki, þegar veður hefur verið illt? — Jú það hafa stundum ver ið nokkuð örðugar stundir og erfitt að taka ákvörðun. þegar ég hef vitað, að mikið lá við. En ég hef’reynt að mynda mér reglur um þetta, byggðar á samræmast ef til vfll ekki ætíð ströngustu öryggisreglum flugs ins, am..k. þegar ég á í hlut. En nóg um það. Það er ein meginregla, sem ég reyni að fylgja — að setja aldrei allt á einn möguleika, eiga ætíð varaleið, þegar ein lokast, ef nokkur kostur er. Ég held að þetta eigi að vera hverjum flng manni meginregla. — En ef þú ættijr að byrja aftur, Björn — mundirðu þá velja sjúfcraflugið? _ — Ég gæti bezt trúað þvi Ég get ekki betur fundið en flugið heiUi mig enn með sanía hætti og þegar ég var ungur- Að vísu gæti ég nú efcki byrjað með sama hætti og áður, því að allar aðstæður eru geríbreyttar, en ég held að ég kysi flugið aftur — ög þá sjúkra flu'gið ef til vill öðru flugi fremur. — Heflur heilsan ætíð verið góð Björn? — Já _ svo er guði fyrir að þakka. Ég hef æt'íð verið stál hraustur og sæmilega rólynd ur og sterkur á taugum. Það hefur auðvitað oft komið sér veL Og ég get heldur ekki neitað því, að mér hafi einstaka sinnum fundizt sem ég hafi verið leiddur fram hjá hættu og af ástæðum, sem ég get ekki gert mér grein fyrirj brugðið á annað ráð, en ég hafði ætlað, og síðan komið í ljós. að það var björgun úr háska. Og síðan kveð ég Björn Páls son, þennan ylhýra alvörumann með rósemina, rífcan af mikil- vægri reynslu og skarpri dóm- greind, sem hafa gert hann að einstæðum afreksmanni þess arar aldar. Ég held að fáir nú lifandi íslendingar muni fá fleiri eða hlýrri afmælislcveðj ur frá fólkinu í bæ og sveit í dreifðum byggðum landsins. Tíminn þakkar Birni fyrir þolin mœði hans og góð samskipti í fréttakvabhi á liðnum árum og óskar honum allra góðra heilla í sínu sérstæða og mifcilvæga starfi á fcomandi árum. — AK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.