Tíminn - 10.01.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.01.1968, Blaðsíða 9
9 MIÐVIKUDAGUR 10. janúar 1968. TÍMINN Útgefandi: FRAMSðKNARFLOKKURINN Fmmkvæmdastjóri: tCristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson .lón Helgason og IndrlO) G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karisson Ang- lýsingastjóri: Steingrimut Gíslason Ritstj.skrifstofur » Eddu- búsinu. stmar 18300—18305 Skrifsofur- Bankastræti 7 Af- greiðsluslmi 12323 Auglýsingasimi- 19523 Aðrar skrifstofur simi 18300. Ásikrij'targjald kr. 120.00 á mán. Innanlands — í lausasölu kr 7 00 eint. - Prentsmiðjan EDDA h. f. / Vegamálin Morgunblaðið hefur það í gær eftir Sigurði Jóhanns- syni, vegamálastjóra, að áætlað sé að verja 342 milljón um króna til vegaframkvæmda, þar af 145 milljónum króna til vegaviðhaldsins eins- Það, sem eftir er skiptist þannig, að 46 millj. kr. fara til nýrra vega, 62 millj. kr. til brúargerðar og 45 millj. kr. fara til fjallvega og vega um kaupstaði og kauptún. Það er ljóst af þessum tölum, að ekki verður gert neitt stórátak í vegamálum á þessu ári. Það verður engu meiriháttar vegaviðhaldi haldið uppi fyrir 145 millj. kr., eins og nú er komið kaupmætti krónunnar, og því síður verða lagðir meiriháttar nýir vegir fyrir 46 millj. kr. Þessar tölur sýna það glöggt, hve aðkallandi það er, að farið sé að ráðum Framsóknarmanna, að mest allar eða allar tekjur af umferðinni, verði látnar renna til vegagerðarinnar. Þetta var gert hér á árum fyrr og meira að segja lagði ríkissjóður fram fé til viðbótar. Þá tókst líka að færa stöðugt út vegakerfið, þrátt fyrir margfallt erfiðari fjárhagslegar aðstæður en nú. Nú er svo komið, að ríkissjóður hirðir sjálfur mest af umferðartekjunum. Hér þarf vissulega nýja stefnu og önnur vinnubrögð. Á flokksþingi Framsóknarmanna á síðastl. vetri, var eftirfarandi meginstefna mörkuð í vegamálunum: Vegasjóður verði efldur með því, að allir sérskattar af bifreiðum og rekstrarvörum til þeirra gangi óskiptir til hans- Ríkissjóður leggi vegasjóðnum til fé vegna vega- viðhaldsins. Framkvæmd verði nú þegar rannsókn á efni til að gera úr varanlega vegi á hraðbrautum. íslenzka ríkið taki erlent lán til langs tíma til að gera hraðbrautir úr varanlegu efni, og sé stefnt að því á næsta vegaáætlunartímabili að koma í framkvæmd varanlegri vegagerð á þeim vegum, sem nú eru komnir í hraðbrautatölu, þ.e. leiðunum austur til Selfoss og til Borgarf jarðar, að Akranesi og Borgarfirði. Auk þess verði hraðað að gera aðalleiðina norður til Akureyrar sem fyrst úr varanlegu efni. Vegamálum verður því aðeins komið í viðunanlegt horf, að tekin verði upp ný stórhuga stefna, eins og sú sem seinasta flok'ksþing Framsóknarmanna markaði. Hjartavernd Rannsóknarstöð Hjartavemdar tók formlega til starfa síðastliðinn laugardag. Við það tækifæri skýrði formað- ur fjáröflunarnefndar, Pétur Benediktsson, bankastjóri, frá því, að sex milljónir króna hefðu safnazt til stofnun- arinnar sem framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum. Aðrar tekjur Hjartaverndar eru hluti af svonefndu tappa- gjaldi af öli og gosdrykkjum. Þær tekjur hefðu hvergi nærri nægt til að koma stöðinni upp, ef áðurnefndar gjafir hefðu ekki komið til viðbótar. Sérstök ástæða er tii að þakka gjafir eins og þessar. Þótt rannsóknarstöð Hjartaverndar tæki formlega til starfa á laugardaginn. er hún í reynd búin að starfa í 2V2 mánuð og hafa um 500 einstaklingar komið þangað til rannsóknar. Þegar virðist hafa fengizt sú reynsla, að þessi starfsemi muni verða til mikils gagns. Það er því ástæða til að þakka forgöngumönnum Hjartavemdar framtak þeirra. og þó sérstaklega þeim manni, er aðal- forustan hefur hvílt á, Sigurði Samúelssyni, prófessor. FRASER ROBERTSON: Smáreksturinn er nauðsynlegur áfram við hliðina á stóriðjunni Mistök eiga sér ekki síður stað í stórrekstrinum. Gerir stóriðjan smárekstur óþarfan? Meira og meira er nú rætt run það, að svokallaður smá- rekstur muni eiga Utla fram- tíð fyrir höndum við hliðina á svonefndum stórrekstri og fjöldaframleiðslu. Kanadiska blaðið „The Globe and Mail“ birti nýlega grein eftir kunn an hagfræðing, Fraser Robert son, þar sem hann drepur á ýmis athyglisverð atriði varð andi þetta efni. Þessi grein hans fer hér á eftir í laus- legri þýðingu. NÚ á tímum er tízka að tala með sérstakri virðingu um stór rekstur og ganga út frá þvi sem gefnu, að innan tíðar verði ekkert rúm fyrir smárekstur. Haldið er fram, að sparnaðar- þörfin útheimti svo mikla fjöldaframleiðs'lu um umfangs miklar dreiifingaraðferðir, að ekki geti þrifizt nema örfá stór fyrirtæki í bverri grein, og raunar verði ekki þörf á meiru. Þeir, sem halda fram þessum skoðunum, benda á hinn tíða samruna fyrirtækja til sönn- unar á raungildi skoðana sinna sem sáu annað og meira en kenningar einar. Fljótt á litið virðist þessi skoðun óneitanlega hafa mikið við að styðjast, nema þess sé minnzt um leið, að henni hef- ur verið haldið fram ærið lengi. Á árunum milli 1920 og 1930 nutu skoðanir mikiila vin sælda; enda var samruni fyrir- tækja ofarlega á baugi og hald- ið var að almenningi, að búið væri að uppgötva leyndardóm ævarandi velmegunar. Þrátt fyrir þetta þrífst smárekstur enn á meðal okkar og haldið hefur verið fram í grein í kana disku tímariti, að tveir fimmtu hlutar framleiðslu okK ar teljist til þess rekstrar- flokks. HÖFUNDUR þessarar grein- ar heitir G. G. Soar og er frá Winnipeg. Hann virðist beita nokkru meinstrengingshætti þegar hann kemst að aiður- stöðu sinni, þar sem hann ein skorðar atuhganir sínar við fyrirtæki, sem lúta þrísKiptri ábyrgð, eða yfirstjórn, eftirliti og starfsstjórn. Þessi skilyrði eru raunar á góðum og gildum rökum reist. Ef eftirlitið vantaði er t. d. ekki sennilegt, að fyrirtækið lifði lengur en maðurinn, sen rekur það, — og er að öllum líkindum eigandinn um leið Kæmi aftur á móti til gretna fjórða ábyrgðaraðildin, eða eins konar miðstjórn, byggi fyrirtækið við þá stjórnsldnan. sem viðhöfð er í stórrekstri Soar gerir nokkra grem fyrir þeirri starfrækslu, sem hann telur til smárekstrar, og tekur um leið til meðferðar þau ein kenni, sem talin eru stórreks'r inum helzt til gildis og eiga að ráða úrslitum um yfirburði að ekki sé á rökum reist að hans. Hann fullyrðir að lokum halda fram, að smárekst.rr heyri til horfnum tíma. Þegar hann er að leiða rök að þessu slær hann óneitanlega all- traustar máttarstoðir undan kenningunni um ágæti og nauð syn stærðarinnar sjálfrar. SOAR bendir á, að aLsnægt ir deilist í þrjú stig. Á fyrsta stigi hafi hinir auðugu einir ótakmarkaða kaupgetu, og þá sé fjöidaframleiðsla ekki til hagræðis. Á öðru stiginu hafi allur fjöldinn drjúgar tekjur til frjálsrar ráðstöfunar og þá verði fjöldafrrvileiðslan rétt- lætanleg. Jafnhliða kaldi smá- rekstur áfram að sjá forrétt indafólkinu fyrir sérstökum vör um. Og Soar heldur fram, að samtíð okkar heyri einmitt þessu stigi til. Þegar komið sé á lokastigið vilji allur fjöld inn einnig eiga kost á að njóta sérstakra vara, og þá komist stórreksturinn loks í vanda, þar sem hann þrífst fyrst og fremst í fjöldaframleiðslunni Soar vekur athygli á ýmsu, sem bendir til, að margar fram leiðslugreinar búi nú þegar við skilyrði hins þlðja stigs þró- umarinnar. Mörg mjög stór framleiðslu- og dreifingarfv.-ir tæki treysti fyrst og fremst á smóframleiðendur að því er snertir útvegun ýmissa. sé- stakra hluta, sem þau þarfti- ast. Þau þurfi einnig á smá- fyrirtækjum að halda við loka þjónustu í dreifingu framleiðsl unnar. Ekki þarf að rekja þessa rök semdaleiðslu lengi til þess að sú spurning vakni, hvernig stór fyrirtækin eigi að fara að þvi að þrífast, ef smáfyrirtækn hverfa með öllu úr sögunm Rússar urðu jafnvel að viður kenna, að almenningur gai ekki /sætt sig við fjöldaframleiðslu á skóm á vinstri fót einung’s: jafnvel þó hagfræðingarn- ir yrðu frá sér numdir .yfir sparn l inum og hagræðiníu við tegundafækkunina. FJARRl fer þó, að hér hafi verið fjallað um öll atriði. sem smárekstri hafa verið fundin til foráttu. Soar starfai sem rekstrarráðgjafi og hefur því orðið að kryfja ' til mergjar stjórnhæfni smárekstrar, sanv. anborið við stórrekstur, sem getur haft í sinni þjónustu séi fræðvaa í öllum vandaroáluin. | sem upp kunna að koma. Smá w fyrirtæki lætur vel að stjórn « ög þar er unnt að taka ákvörð- § un og breyta samkvæmt henni B skjótar en stórfyrirtækinu K tekst að ná saman sérfræðinsa | hópi til þess að fá.st við vand- , ann. En játa ber, að einstaklingur | inn, sem stjórnar smáfyrirtæk | inu, getur auðveldlega lent í | fangbrögðum við vanda. rem |j hann veit næsta lítið um so'ir 1 segir þvi liggja í augum lipoi. I að smáframleiðandinn verði að 1 vera sérfræðingur 02 einbeita ra sér að því, sem hann bafi | verulega haldgóða þekkingu á | Svo er að sjá. sem tilfærð | rök hér að framan hnígi að j§ þvi, að stórrékstur geti ieyst | hvaða vanda sem er. ef nægar fj tími er til stefnu. þar -em | hann getur keypt aðstoð ser | fræðinga og kvatt þá tii rað3. | Þetta er nútima kenning um S fyrirtækjastjórn. en að minu | viti er hún kenning og annað @ ekki, og snýr fyrst og framst u að kerfinu en sniðeengur ein- H staklinginn. Enn hefur eKki £ verið lýst fyrir mér nemj | kerfi. sem tryggt geti. að stór. | rekstur hafi aldrei í þjónust.u 0 sinni stjórnanda sem seilist ót 1 fyrir mörk þp'T'ngar sinnar | og getu, eða taki ranga ikvörð | un, þegar mest á r>,Xí»- — ^at B er nauðsynlegt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.