Tíminn - 10.01.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.01.1968, Blaðsíða 8
MIÐVTKUDAGLTR 10. janóar 1968. TÍMINN FLUGID HEFUR ALLTAF A MER SOMU TOFRATOKIN segir Björn Pálsson, flugmaður, sem er sextugur í dag, og á að baki yfir 10 þúsund flugtíma og hefur sjálfur flutt I nær tvö þúsund sjúklinga. Ég kveð dyra að Kleifarvegi 11, húsi, sem stendur hátt mót sól og fagurri sýn yfir Laugar dalinn. Gósenland Reykjavíkur. Húsmóðirin, frú Sveina Sveins dóttir, kona Björns Pálssonar, flugmanns, kemur til dyra, festuleg og alúðleg kona, sem tekur þétt í hönd manns. Hún býður í hús, og húsbóndinn er að tala í símann. Hann lýkur simtalinu brátt, og ég impra á erindinu — að fá að spjalla stundarkorn við hann fyrir Tím ann. Hann tekur því vel, en ekki af því að hann telji neina ástæðu til slífcs — nema þá af því að hann er orðinn því svo vanur að sinna kvabbi blaða, eins og það sé ofurlitill angi af sjúkrafluginu, enda má segja, að svo hafi verið sdðustu áratugina. Björn er sextugur í dag, fæddur 10. jan. 1908, og ég segist halda, að lesendur Tímans muni ekki taka því þegj andi, ef ekkert sé af Birni Pálssyni að segja á þeim degi og bið hann því að leysa vanda minn að einhverju leyti að minnsta bosti. — Að leysa vanda — þeirri bón neitar Bjöm Pálsson efcki umsvifa- laust. — Við skulum þá hafa það litið, laggott og mærðarlaust, segir hann og býður í stofu. — Efcki ertu nú fæddur á neinu flugmóðurskipi, Björn. Hvar ertu í heiminn borinn og hverra manna? — Ég er sveitastrákur, bless aður vertu, fæddur að Ánastöð- um í Hjaltastaðaþinghá, en ætt aður úr Vopnafirðinum. Faðir minn, Páll Jónsson og Sólrún Guðmundsdóttir, móðir mín bjuggu að Ánastöðum um hríð, en fermingarárið mitt fluttist ég með þeim að ArnhóLsstöðum í Skriðdal og var þar til sautjón ára aldurs, en þá fór ég á Eiðaskóla, var þar tvo vetur, síðan einn vetur barnakennari í Fáskrúðsfirði og vann þar og á Reyðanfirði ýmis störf á landi og sjó á sumrum. — J>að er dálítið flug í þessu en ekki nóg. — Já, þá fór ég suður og í, Samvinnuskólann, þá tvítugur að aldri, gerðist síðan bifreiðar stjóri hjá ríkisspítölunum ein átta ár og vann við húsbygging ar fram um 1951, en stundaði þá jafnframt flug. — Hvenær vaknaði áhuginn á flugL — Ég veit það ekki vel. En þetta var ævintýraskeið flugs ins. Maður las allt sem í náðist um flug og fylgdist með fyrstu tilraununum hér heima. En ég fór ekki að fikta við þetta fyrr en í ládeyðunni, sem varð eft- ir starf fyrra flugfélagsins hér. Þegar Svifflugfélagið var stofn að 1934, var ég einn af stofn- endum. Við smíðuðum renni- flugu, sem var óspart notuð, og síðan bættust fleiri við. Ég stundaði svifflugið af töluverðu kappi og tók C-próf. Síðan keypti ég litla vélflugu enska ásamt Albert á Vífilsstöðum. Hún var af gerð, sem þá kall- aðist Blue Bird. Það var árið 1937. Við fengum að bjóstra við hana í Þjóðleifchúslbygging- unni Þar tókum við hana alla sundur og settum saman á ný. Þetta var eins og að fcaana nýj an heim. Hér var enginn flu?- vélavirki né verfcstæði. Við urð um að þreifa á öllu og læra að skilja það. Flugmenn voru ekfci margir. Fyrir voru Sigurður Jónsson, Bjöm Eiríksson og Agnar Kofoed-Hansen. Örn að koma. Og vélflugur voru ekki margar hér á næstu missirum. ein lítil fluga, sem þýzkur svifflugleiðangur kom með og skildi hér eftir. Agnar fékk hana til umráða. •.— Og hvenær fórstu fynst í loftið á vélflugu? — Það var 'b. des. 1807. Þá fór ég að læra hjá Agnari, og hjá honum tók ég fyrstu próf- in, fékk „sóló“-skírteini númer 1 árið 1939. — Bar þessi litla fluga þín tvo menn? — Já, tveir menn gátu troðið ,sér þar niður hlið við hlið. En hún var þakláus, aðeins gler- rúða framan við flugmanninn. Maður varð því að dúða sig vel. Á þessari vél voru engar bremsur, en draga neðan á stéli, og hemlaði hún allvel, einkum þegar lent var í lausum sandi. Flughraðinn var 112 km á klukkustund. — En flugvellirnir á þeim dögum? —• Þeir vdru nú ekki á marga fiska. Við vonim oft á Sand- skeiði og í Vatnsmýrinni við Reykjovík. Þar gerðum við tré- brýr yfir skurði. svo var lent hér og hvar, þar sem bletti var að finna. Auðvitað var hag- nýtt gildi þessarar smáflugu haida lítið, en æfingagildið mik ið eins og í sviffluginu á und- a-n. Það var fyrst eftár að Flug félag ísl. var stofnað að veru- legu-r skriður bomst á mál- in. Eftir stríðið tók ég atvinnuflugman-nspróf og keypti litla danska æfinga- vél, sem kölluð var K-Z, og þessi vél er nú orði-n 30 ára Björn Pálsson, flugmaður. Vorlð — staarri sjúkraflugvél Björns Pálssonar. gömul og enn flugfær. Það hefur ekki verið kastað hönd- um til þ-eirrar smíði. — Hvenær fórstu fyrsta sjúkraflugið? — Það var'í des. 1949 — og af hreinni tilvilj-un. Ég hafði stu-ndum flogið til Reykhóla ýmissa erinda með menn eða farangur, því að þar-var sæmi- legur lendingarstaður. Svo bar við að prestskonan á Reykhói- um, kona séra Þórarins Þór. sem þar er enn, fékk illt botn- langakast. Þá flaug mönnum þar vestra í hug að hringja til mín. Ég sótti konuna og flaug með hana til Reykjavíkur, þar sem hún var skorin u-pp og allt fór vel. Blöðunum fannst þetta einhver matur og sögðu frá því, og þá losnaði skriðan. Siða-n kom þetta af sjálfu sér. Það var sífellt farið að leita til mín, og ég gat ekki neitað slíkri hjálp. stæði það með nokkru móti í valdi minu að veita hana, þótt ég hefði raun- ar engin hæfileg flugtæki i höndum til þess að veita þessa þjónustu. En svona hófst sjúkra flugið og hefur ekki linnt síð- an. Nú flytjum við um 220 sjúklinga til jafnaðar á ári, og þörfin vex alltaf. — E-n var ekki örðugt að koma sjúklingi fyrir í litlu vél- inni? — Jú, blessaður vertu, það var meira en erfitt, einkum þegar um meitt og sært fólk var að ræða, t. d. opin bein- brot. Ég varð annað hvort að hætta þessu eða fá betri tæki Ég fór til Bretlands og keypti þar Auster - vél með 130 hest- afla vél og svo stóra, að unnt var að láta sjúkling liggja í sjúkragrind í henni. Þá lá sjúklingurinn fram með flug- mannssæti, og síðan gat maður setið til hliðar við sjúklinginn aftan við sæti flugmanns. Þetta voru geysileg viðbrigði til hins betra. Slysavarnafélagið hljóp þá undir bagga og lagði fram hluta kaupverðs, og það gerði það einnig, er ég keypti Cessnuna og Vorið síðar, en til rekstrar hefur það ekki lagt fé, en rikið hefur síð- ari árin lagt fram 125 þús. kr. á ári til sjúkraflugsins. Það er auðvitað nokkur hjálp, en þó aðeins lítill hluti þess, sem til þarf. Cessnan hefur reynzt mér afburðavel. Hún er nú 14 ára og stendur sig enn með prýði Hún kom 1954 og fjórum árum síðar kom Vorið, sem iú 10 ára. Sú flugvél jók mögu leikana að miklum mun. í henni er hægt að flytja 3—4 sjúklinga og auk þess einn eða Framihald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.