Tíminn - 10.01.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.01.1968, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 10. janúar 1968. TÍMINN í SPEGLITÍMANS ECér sjfam viS Jofen B. EKeEy, bróaitr Graoe Kelly fiHsfcafeúair í Monaoo. H«n Basásaxíbúar fengoi kœr- bonrrea jótegjöf á síðustu jól- om. Þiá var tékin í notkun ný neðanjarðarlest (metró) og stendTrr til að endurnýja all- ar neðamjarðarlestir borgarinn ar. Þessi nýja lest er klædd plastlki að inaan og þykir hreyfast mjög mjúklega, að minnsta kosti, ef borið er sam an við þær gömlo. Hljóðeih- angrun er fná'bær og meðan Parísarbúar þjóta í þessari nýju lest borgarinnar, berst þýð hljómlist til þeirra frá hátölurum. sem komið er fyr- ir víðs vegar í henni. Þrátt fyrir alla bítla og aðra popsöngvara, er það vist enginn í heiminum, sem getur státað af sölu á fleiri plötum, sem hanci hefur sungið inn á, en hann Bing gamli Crosby — hinn frægi söngvari og kvikmyndaleikari, en hann hef ur meira að segjia hlotið Oscar verðlaunin frægu fyrir kvik myndaleik. Talið er, að yfir 240 milljónir hljómplata, sem Crisby syngur inn á, hafi selzt á undanförnum áratugum og sú, sem hefur. selzt í lang- stærstu upplagi er jólasöngur inn frægi „White Christmas" eða „Hvít jól“ eins og lagið var nefnt hér á íslandi, þegar Hauk ur Morthens söng það inn á plötu. Plötur í hundruðum þús- unda seljast af því ennþá fyrir hver jól. hefur tekið þátt í kappróðri á Ólympíuleikunum, en nú hefur hann lagt íþróttirnar á hilluna og er farinn að snúa sér að stjórnmiálunum, og er orðinn borgarfulltrúi demókrata. Það er fullyrt, að mannsheil inn og mergur í mannslíkam anum, séu einu hlutar líkam ans, sem ekki breytast við fæðuskort. Hungur hefur létt andi áhrif á ailla aðra hluti líkam'ans. Það vafcti talsverða athygli, þegar það vitnaðist fyrir nokkru síðan, að lestarstjóri nokkur í Danmörku keypti mál verk, sem Lenin hefði miálað. Málverkið er frá Dyrehaven í Kaupmannahöfn, en nú hefur ýmisleat komið fram. sem bend k til þess, að Lenin hafi alls ekki málað þetta málverk. Við nénari athugun á merkingu fcom í ljós, að það er málar- inn Leepirn, sem hefur málað það, en Lenin hafi síðar átt það, og gefið það ungri stúlku í Fredriksberg. Það hefur nú verið endan- lega ábveðið að Barbara Streis and fái næstum fjórar millión ir dollara fyrir að leika titil- hlutverkið í kvikmynd, sem gera á eftir söngleiknum ..Hello DoHy“ sem gengið hefur á Broadway undanfarin ár. Þetta er einhver mesta greiðsla sem um getur, að kvikmynda leikkona hafi fengið fyrir að leika í kvikmynd, og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína, þarna í Bollywood. Yngsta manneskja í heimi, sem hefur orðið milljónamær ingur af sjiálfsdáðum er Shirley Temple. Hún er fædd 1928 og þegar hún var 10 ára hafði hún unnið sér inn eina millj ón daili. Brezki dægurlagasöngvarinn Jimi Hendrix var fyrir skömmu í Gautaborg þar sem hann hélt tónleika. Þegar þeim var lok ið hélt hann á hótelið, sem hann bjó á, ásamt þrem vin um sínum. Þar hélt hann þeim mikla .yeizlu^ sgip ;,endaði með því að Héndi’tx • og ■; félagar hans ■urðu að gista á næstu lögreglu stöð. Þeir höfðu drukkið tals vert mikið og í ölæði köstuðu þeir öllu lauslegu, sem í hótel herberginu var. út um glusg ann. Flugu þar húsgögn jafnt sem glös og borðbúnaður. Er talið að skemmdirnar, sem þeir ollu á hótelinu, hafi verið sem svarar 80 þús. krónum. m Ira prinseSsa af Fursteniberg gefið sér tima til þess að bregða konunni og prinsessunni er stöðugt að leika í bvikmynd sér á skíði smátíma og er þessi Sviss. um. Engu að síður hefur hún mynd tekin af kvikmyndaleik Á VÍÐAVANGI Forsetakosningar Alþýðublaðið slær upp á for- síðu sinni í gær hugleiðingar um forsetakosningarnar, sem fram eiga að fara í júní í vor’ og framboðshugleiðingum í því sambandi. Segir blaðið, að mest sé talað um Gunnar Thorodd- sen sem hugsanlegan eftirmann Ásgeirs Ásgeirssonar á Bessa. stöðum, og telur blaðið að hann hafi verulegt forskot fram yfir alla aðra hugsanlega frambjóð- endur. Segir blaðið að langt sé síðan stuðningsmenn Gunnars hafi tekið að undirbúa framboð hans. Ennfremur segir blaðið: „Augljóst er þó, að veruleg andstaða er gegn Gunnari. Staf ar hún sumpart af pólitískum rótum en sumpart af því, að Gunnar er tengdasonur núver- andi forseta, þótt eiginkona hans sé honum til mikils sóma“. Hugsanlegir fram- bióðenrlinr Ennfremur segir Alþýðubiað ið að ekki sé vitað um að sam komulag hafi orðið um neinn frambjóðanda á móti Gunnari en hclzt sé nú talað um Hanni- bal Valdimarsson, en óljóst sé hverjir mundu standa að hugs anlegu framboði hans. Telur blaðið síðan upp lista nafna, sem það segir að rætt sé nú um manna meðal, sem hugsan- legra frambjóðenda gegn Gunn ari, en þar sé,þó ýmsum sleppt, sem séu taldir orðnir of gaml- ir en þó tif umræðu eins og t.d. Stefán Jóhann Stefánsson, dr. Kristinn Guðmundsson, Har aidur Guðmundsson, Viihjálm ur Þ. Gíslason og Hermann Jónasson. En þessa menn nefn ir ALþýðublaðið í stafrófsröð: Agnar Kiemenz Jónsson, ráðu neytisstjóra, Einar Ólaf Sveins' son, prófessor, Einar Olgeirs-, son, Emil Jónsson, Halldór Kiljan Laxness, Henrik Sv. Björnsson, ambassador, Krist- ján Eldjárn, Jónatan Hallvarðs son forseta Hæstaréttar og Pétur Thorsteinsson ambassa- dor. Blaðið segir þó að lokum, að vitað sé um marga þessara manna, að þeir taki sjálfir ekki í mái að verða viðriðnir for- setakjör á nokkurn hátt. ískyaailegt útlit í UnfHrúnaSi Halldór Pálsson, búnáðar. málastjóri, sagði í yfirliti um landbúnaðarmálin í útvarpinu í fyrradag, að bændur væru vanir að bera sínar byrðar f' blíðu og stríðu og myndu taka á sig fyliilega sinn hlut ef þjóðin þarf að sætta sig við minnkandi tekjur. Hins vegar kynnu bændur því illa, ef hlut ur þeirra, samkvæmt gildandi lögum, væri borinn fyrir borð, hverjir sem að því kynnu að standa. í erindi dr. Halldórs kom m.a. fram, að uin 550 bændur á harðindasvæðinu frá Gilsfirði norður um land til Berufjarð- ar, höfðu minna en 80% af venjulegum feng og þar af vantaði um 18p bændur meira en 40% venjulegs heyforða. — Alls vantaði bændur, sem höfðu minna en 80% heyforða um 100 þúsund hesta af heyi. / '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.