Tíminn - 11.01.1968, Page 3

Tíminn - 11.01.1968, Page 3
PIMMTUDAGUR 11. janúar 1968. TIMINN 500 MILLJ. / VINNINGA Á 35 ÁR UM HJA HASKOLAHAPPDRÆTTI IGÞ-Reykjavík, þriðjudag. f gærkveldi var blaðamönnum boðið að vera viðstöddum, þegar stjóm happdrættis Háskóla fs- lands afhenti þremur mönnum frá Hofsósi vinning að upphæð 1.1 milljón krónur. Þeir sem hrepptu þennan vinning eru Tómas Jóns- son, Valgarð Bjömsson, héraðs- læknir og Þorsteinn Hjálmarsson. Rektor háskólans, Ármann Snæv ar, skýrði síðan frá starfsemi happ drættisins, og iagði jafnframt áherzlu á það, að þeir, sem eng an vinning fengju, hefðu alltaf ánægjuna af því að leggja nokkurt fé til góðs málefnis, sem er efling æðri mennta í landinu. Rektor fórust þannig orð: Á árinu 1968 eru 35 ár síðan lög voru sett um Happdrætti Há- skóla íslands, og er það langelzta happdrættið, sem nú starfar hér á lanidi. Samanlögð upphæð vinn in.ga, sem dregið hefur verið um á þessu tímabili nemoir nær 500.000.00,-r- kr. Umreiknað til núgildandi verðlags myndi vinn ingsfjárhæðin nema nærri milljarð króna. Vinsælasta happdrættið. Vinsældir happdrættisins hafa frá upphafi verið mjög almennar, en þó aldrei meiri nú nú. Er óhæfct að fullyrða að Happdrætti Háskóla íslands er úfcbreiddasta og vin- sælasta happdrætti landsins. Þess ar miklu vinsældir eru m. a. því að þakka, að viðskiptavimirnir vita, að ekkert annað happdrætti 'býður upp á jafn mikla vinnings- möguleika, og hér ræður einnig góðvild almennings í garð Háskól- ans. 70% af veltuinmi er greitt í vinn ki'ga, en það er hæsta vinnings- hlutfall, sem greitt er hér á landi HÓTEL BERG OPNAÐ f VESTMANNAEYJUM H'E-Vestmann aeyjum, miðvikud. Síðastliðinn sunnudag var nýtt hótel opnað hér í bæ, er það hið gamalkunna og landsþekkta Hótel Berg, en starfsemi þe«s hef ur legið niðri í nokkur ár. Gagn- gerar endurbætur og breytingar hafa faið fam á húsinu, og eu húsakynni orðin hin glæsilegustu. Hótelið er á tveimur hæðum, og undir því rúmgóður kjallari. Á fyrstu hæð er móttaka, eld- hús, og matsalur, á annarri hæð eru gistiherbergi og setustofa. Allt húsið er klætt harðviðarþilj- um, og teppalagt horna í milli. Fimmtán dvalargestir geta verið samtímis á hótelinu, í eins^ og tveggja manna herbergjum. í her bergjuimum eru handlaug, skrif- borð og fataskápar og fleira. Mat- salur hótelsins, sem er tvískiptur tekur um 40 manns í sæti. Eru þar framreiddar veitingar frá kl. 8 að morgni til klukkan 11:30 að kvöldi. einnig seldur út veizlumat ur og smurt brauð. í sumar verður tekinn í notk- un salur. sem er í kjallara húss ins, og mun hann taka um 100 manns í sæti. Hótel Berg re*a Grétar Guðmundsson framreiðslu maður og Ingvald Andersen veit- ingamaður. Yfirumsjón með breytingunum hefur Sigurður I starf. Eins og fyrr sagði er hótel- Karlsson hýbýlafræðingur haft ið hið vistlegasta; og róma allir með hendi, en fjöldi iðnaðar- er séð hafa frágang allan og að- manna hafa unnið þarna mikið I búimað. ÁTTUNDU SINFÓNÍUTÓNLEIKARNIR Áttund-u tónleikar Sinfóníu- 'hljómsveitar ísLands verða haldn ir í kvöld í Báskólabíói. Stjóm- andi er Ragnar Björnsson. Á efnisskráinni eru tvö vel þekkt og vinsæl hljómsveitarverk auk einnar sjaldheyrðar tónsmíðar eftir Tsjaikiovský. Fluttur verður forleikurinn „Síð degi skógarpúkans", en Debussy samdi verkið fyrir rúmum sjö ára tugum. Annað franskt verk á efn isskránni er hin rismikla sinfónía Francks. Á milli verka verður flutt Kon- sertfantasía fyrir pianó og hljóm sveit eftir Tsjaikovský. Komsert- fantasíuna samdi hann tíu árum eftir að hann lauk við fyrsta píanókonsertinn alþekkta. Ein leikarinn í fantasíunni er Freder- ick Marvin. Marvin hélt sina fyrstu opin- beru tónleika 16 ára að aldri í fæðingarborg sinni Los Angeles. Framhaldsnám stundaði hamn undir handleiðslu þeirra Rudolfs Serkin, Milan Blanchet og Claud- io Arrau. Síðast liðin átta ár hef- ur Marvin búið i Vín. Athygli skal vakin á því, að þetta verða næst seiimustu tón- leikar á fyrra misseri og er því vonazt til þess, að þeir, sem eru handhafar misserisskirteina til kynni . um endurnýjun þeirra, helzt ekki síðar en 15. þ.m. í síma 22260. Ekki er öruggt, að hægt verði að halda sætum ollu lengur fyrir þá, sem vilja kom- ast inn á síðara misserið. ?VN SO URA- OG SKARTGRIPAVERZL K0RNELÍUS JÓNSS0N SKOLAVÖRDUSTÍG 8 - SÍMI: 18588 og þótt víðar væri leitað. Happ- drætti Hláskólans er eina happ- drættið, sem heimild hefur til að greiða vinninga út í peniingum, isvo að viðskiptavinurinn ræður sjálfur, hvernig hann ver vinniing- unum. Ætti fólk að hyggja vel að því, hve geysimikið hagræði það er að skipta við peningahapp- drætti. Vaxandi þjóð — Vaxandi Háskóli. Okkar litla en vaxandi þjóð krefst vaxandi háskóla. Nútíma þjóðfélag krefst aukinnar sér- menntunar og aukins vísinda- starfs, jafnt á sviði raunyísinda sem hugvísiinda. Háskóli íslands getur því aðeiins sinnt hlutverki sínu að hann hafi nægilegt hús- rými, og að hægt sé að búa hinar ýmsu deildir nauðsynlegum tækj- um til kemnsiu og rannsókna. Öll- um íslendingum er kunnugt um, að Happdrætti Háskólans stend- ur undir byggingu kennsluhús- næðis, rannsóknarstofnana, tækja- kaupa o. fl. Með því að skipta við happdrættið leggur eiinistaklingur inn beinlínis fé af mörkum til uppbyggingar Háskóla íslands. Af nýjustu framkvæmdum næg ir í þessu samibandi að benda á Árnagarð, sem happdrættið kostar að 7/10 á móti ríkissjóði, sem ibyggir yfir Handritastofinunina, og á Raunvísindastofnun Háskól- ans, en happdrættið lagði meira fé af mörkum til byggingar henn- ar en nokkur ainmar aðili. Þá greiðir happdrættið 20% af tekjum sínum ár hvert í bygging- arsjóð raninsóknarstofnana að Keldinaholti, en byggingarfram- kvæmdir standa þar nú yfir, svo sem kunnugt er. Nem-a framlög 'haippdrættisins til þeirra mikil- vægu framkvæmda alls um það bil 18 millj. króna og er hér að- eins miðað við tímabilið frá 1961 til og með árinu 1967. Raðir. Fleiri og fleiri kaupa nú raðir af miðum. Einstaklingar, vinmufé- lagar bridgeklúbbar, saumaklúbh ar og fleiri slíkir aðilar spila nú á þennan hátt. Þegar raðir eru keyptar. eru líkur á að menn haldi hlutfallinu 70% í vinmiinga, og hafa að auki möguleika á því að hreppa háan vinning og enn fremur báða aukavinningama. Til 10. janúar hafa viðskiptamenn happdrættisins forgangsrétt að númerum sinum, en ekki lengur, og þurfa þeir því að snúa sér til umboðsimanna hið allra fyrsta. Dregið 15. janúar. Á þessu nýbyrjaða 35, starfsári happdrættisins verða dregmir út 30 þúsund vinningar samtals að fjárhæð kr. 90.720.000.00. Dregið verður í 1. flokki 15. janúar. Verð miða er óbreytt, og fjöldi númera eimnig. Sæmdir heiðurs- merkjum Frederik IX Danakonung ur hefur sæmt hr. Einar B Guðmundsson, hæstaréttar lögmann og stjórniarfor maínn Eimskipafélags ís lands h.f., kommandörkross Dannebrogsorðunnar og hr Óttar Möller, forstjóra Eim s'kipafélags íslands h.f., ridd'arakrossi Dannebrogs orðunnar 1. stigs. Sendi herra Dana hefur afhent þeim heiðursmerkin. LEIÐRETTING Þau mistök urðu 1 frétt blaðsins í gær af aðalfundi Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykja- vík, að niður féllu nöfn tveggja meðstjórnenda í stjórn Fullti-úa- ráðsims. Stjórnin er þannig skip- uð: Hannes Pálsson. formaður, Jón Snæbjörnsson, varaformaður, og meðstjórnendur Guðrún Heið- berg, Sigþór Jóhanmsson og Daði Ólafsson. BÓKMERKJA- SÝNING Landsbókasafn íslands verður 150 ára 28. ágúst 1968. Er ætlun in að minnast þess með ýmsum hætti og þá m. a. með nokkrum sýningum á afmiælisárinu. Hin fyrsta stendur þessa dagana í and dyri Safnalhússins við Hverfisgötu og er það sýning íislenzkra bók- merkja. Sýnd eru alls um 60 bók- merki Safnahúsið er opið alla virka daga kl. 10—12, 13—19 og 20— 22_(nema laugardagskvöld). Öllum er frjálst að skoða sýning una. BOKfi5fíFH þORSTE/NS fi. J'ON5SOfiAR OG 51G URJONU JAHOOStíOTTUR .™ /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.