Tíminn - 11.01.1968, Qupperneq 7

Tíminn - 11.01.1968, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 11. janúar 1968. TÍMINN Jú, hér vantar ekki heita vatn- iS. Tuttugu lítrar eða meira af heitu vatni remna beint í sjóinn, ónotaðir. við höfum um 60 sek- úndulítra en notum ekki meira en þetta enniþá. Sparnaður hús- eigenda við uppihitun er allt að helmingur, miðað við að kaupa olíu til upphitumar, og svo gefur þessi umframihiti okkur miögu- leika til að hita upp ný bæjar- hverfi, sem rísa kumna hér í fram tíðinni. En kalda vatnið? Eiginlega gengur verr með það. En í atlhugun eru þrjár leið ir til að mæta aukinmi vatnsþörf. í fyrsta lagi borum við gagnfræða skólaihúsið, í öðru lagi hreinsun Sauðár og í þriðja lagi er athug uð ný lögn frá Jíólkotsá, sem er 10 km héðan. Ég þakka bæjarstjór anum, Hákoni Torfasyni fyrir upp lýsiingarnar. Næst heilsum við upp á for- seta 'bæjarstjórnar, Guðjón Imgi mundarson. Hann viðurkennir ekki íbúatölu m'ína og segir hana orðna meiri eða 1416 manns 1. des. 1066. Hann segir ennfremur að . fólksfjöigun hafi verið jöfn en hæg síðustu árin, atvinnulí'f bæjarins hafi ekki verið mægi lega blómlegt til að taka á móti •örri fólksfjölgun, en bærinn sé þamnig staðsettur, í miðju, fögru og blómlegu héraði, að allt mæii með verulegri stækkun og aukn um fólksf jölda. Hvernig er stjórn bæjarins var ið um þessar mundir, Guðjón? Bæjarstjórn er skipuð sjö. full trúum. Framsóknarmenn hafa þrjá. Þeir eru, auk mín, Marteimn Friðriksson framkvstj. og Stefán >Guðmundsson húsameistari. Al- þýðubandalagið hefur einn full trúa, frú Huldu Sigurbjörnsdótt ur, Alþýðuflobkurinn einm, Ei-- lend Hansen rafvirkja og Sjálf- stæðisflokkurinn tvo, þá Guðjón Sigurðssom bakaram. og Friðrik Margeirsson skóiastjóra. Og hvernig vinnur bæjarstjóm i n sa ma n? Fulltrúar Framsóknarflokksins, Aliþýðuflokksins og Alþýðubanda lagsins mymda meirihluta í bæjar stjórninni og bæjarstjórimn er (Hákon Torfason, sem þú munt þegar hafa rætt við. Hvemig er háttað dómsmálum og löggæzlu? Lögreglu- og dómsmál höfum við sameiginleg með Skagafjarð arsýslu og er Jóhane Salberg Guð mundsson bæjarfógeti jafmframt sýslumaður Skagfirðinga. Hann hefur aðsetur og skrifstofu hér á Sauðárkróki. Iíér starfa svo tveir lögregluþjónar og er Gunnar Þórðarson, yfirlögregluþjónn. Emð þið kirkjuræknir hér á Sauðárkróki? Sjálfsagt mættum við sækja meira okkar ágætu, 76 ára kirkju. Þessi kirkja var vigð rétt fyrir jélin áið 1892. Hún var á sínum tíma byggð af stórhug og fram sýni og ber hún þess merkj enn í dag. Fyrir nokkrum árum keypti söfnuðurinn gamla sjúkrahúsið og er nú starfrækt þar safnaðarheim ili. Þar hefur Æskulýðsfélagið að- setur sitt og sína starfsemi. Sókn arprestur er séra Þórir Stephen sen. Hvernig er heilbrigðismálum liáttað? Hagsmu.nir bæjarfélagsins og sýslufélagsins eru svo nátangdir á flestum sviðum, að samstarf er nauðlsymlegt og sjálfsagt. Þannig er það um heilbrigðismálin. Bær pg sýsla byggðu saman og reka sameiginlega Sjúkrahús Skagfirð inga, og þó að ekki sé mjög langt síðan að sjúkrahúsið var full- 'byggt, það var tekið í notkun í byrjun árs 1061, er nú orðið jþröngt um þá starfsemi, sem þar þarf fram að fara. Það er því mjög farið að ræða um stækkun sjúkrahússins og teikningar þeg ar fyrir hendi. Við sjúkrahúsið þarf að koma upp fuHkominni læknamiðstöð, sem þjóni héraðinu öllu í heilsugæzlu og alVri lieil- ’brigðtejþjónustu. Sjúkrahússlækn ir er Ólafur Sveinsson en héraðs læknir fyrir Sauðárkrók er Frið rik J. Friðriksson. En hvað viltu segja um skóla- málin? Jafnframt því sem íbúum fjölg ar eykst barnafjöldiinn og þörfin á auiknum húsakosti til skóla halds. Nú er svo komið, að barna skólahúsið er orðið alltof lítið til að rúma nauðsynlegt skólahald. Nú er kominn undir þak fyrúi áfangi G a goifræð a skól a'by ggin g a r. Barinaskólinin telur nú 202 nem endur og hafa þeir aldrei verið svo margir fyrr, enda er nú kennt i 10 bekkjardeildum. Nemendur Gagnfræðaskóla Sauðárkróks eru 108, en skólastjóri hans er Frið rik Margeirsson og í Tónlistar- skóla Skagfirðiinga, sem EJyþór Stefánsson, tónskáld stjórnar, eru 32 nemendur. Enn er ótálinn Iðin skóli Sauðárkróks, sem tekur til starfa eftir áramótin. Að venju mumu nemendur hans verða ná- lægt 40 talsins, en skólastjóri hans er Jöhann Guðjónsson, bygg ingafulltrúi. Iðnskóli hefur verið starfandi hér yfir 20 ár. Hér eru starfræktar margar iðngeina, þó að fámemnt sé í þeim sumum að vísu. Skólasókn er tiltölulega auð veld hingað úr næfliggjandi hér uðum. Ilér sýnist manni verzlað í öðru hvoru húsi? Það er stundum látin liggja að því orð, að hér séu fleiri verzl anir en eðlilegt mætti teljast. Vera kanm að það sé rétt. En þess er þá að gæta, að héraðið, sem hefur verzlunarviðskipti við kaupstaðinn er æði viðlent og nokkuð fjölmennt, svo og einnig hins, að flestar eru þessaT verzl anir smáar og hafa litla umsetn ingu. Það fer hinsvegar ekki á milli mála að megiin þorri allrar verzlunar í héraðinu er í höndum Kaupfélags Skagfirðinga og rekstur þess að verzlun, allskon ar þjónustu til sjós og lands og iðnaði, er mikils virði fyrir allt héraðið og heldur uppi verulegu atvinnulífi í bænum. / mr ___, —.wwi,i. Nýja gagnfræðaskóiahúsið i smíðum. (Ljósm. St. Petersen) Félags- og skemmtanalíf? Þegar rætt er um skemmtna líf kemur manni fyrst í hug Sælu vika Skagfirðinga, sem fræg er um alit land og á sér langa sögu og merkilega. Um framkvæmd iSæluvikunnar sjá ýmis félög í bænum og til skiptis sum þeirra. Leikfélag hefur starfað hér um nær því 80 ára skeið. Það er um þessar mundir að sýna eim- jþiáttumgána „Þjófar, lík og falar konur.“ Virðist það félag hafa hug á að starfa af krafti í vetur Umf. Tindastóll gengst fyrir 1 íþróttastarfi á fleiri sviðum og með fleiri þátttakendum en áður, svo að öll kvöld í íþróttaihúsinu eru upptekim, og hjá því félagi er fleira á prjónumum. Æskulýðs félag kirkjumnar gengst fyrir nám skeiði í föndri og ýmiskonar hamda vinnu í Safnaðarheimilimu. og eimnig sér það um „opið hús“ fyrir unglinga. Þar eru ýmis leik tæki til afnota fyrir þá, sem þang að koma. Karlakór Sauðárkróks heldur uppi söngæfingum. Þamrnig vinna og ýmis önnur félög og klúbbar að félags- og velferðar málum. Þess má þá um leið geta, að Lionsklúibbur Sauðárkróks hef ur nýverið gefið Sjúkrahúsi Skag firðimga sjónprófunartæki, sem verður aðallega notað við sjón prófun skólabarna. Félagsheimilið Bifröst rekur 'bíó og sýnir reglulega þrisvar til fjórum sinnum í viku. Margt fieira mætti að sjálfsögðu segja um félagsmál og skemmtanalif í bænum. Atvinnan er undirstaða velmeg unar og framfara? Atviinnumálum staðarins verð ur ekki gerð nein skil í stuttu máli. Samkvæmt skýrslum eru atvinnu'tekjur fól'ks hér um slóðir mum lægri en í öðrum landshlut um. Ber þar margt til. Ekki virð ist úr vegi að benda á þá stað reynd, að í öllum öðrum lands hlutum eru í uppbyggingu af hendi opiinberra eða hálfopinberra aðila stórfelldar atvinnustöðvar eða atvinnugreinar. Þessu er ekki til að dreifa hér og liefuá Norðurland vestra orðið gjörsam lega útundan að þessu leyti. At- vinnuástandið er því einganvegin í nógu góðu lagi. Þynfti í því máli skjétra úrbóta ef vel ætti að vera. Fiskur hefur lagzt frá landi og frystihúsin ýmist haft stopult eða ekkert hráefni til að vimna úr. Þar með fylgir atvinna þeirra sem í þessari atvimnugrein viana. (Hún hefu verið í meira lagi stop ul og lítil. Bátar þeir, sem hér eru til, eru of litlir til þess að sækja fjarlæg fiskimið. Mikil fjár festimg er hér í fiskvinnslu- og frysti'húsum og því nauðsynlegt að úr hráefnisskortinum verði bætt. Nú hafa tveir einstaklingar hér tekið á leigu 80—90 tonna bát til veiða með ffinu, og er báturinn að hefja röðra þessa dagana. Við vonum að þessi tilria'Un taikist vel og veiti nokkra björg í bú þeirra er að vinna. Mikill áhugi var fyrir því á s. L sumri að kaupa hingað skut togara og var unmið að því máli af hetidi heimamanna af fullum krafti. Töidum við, að búið væri að leysa þann hnút, sem okkur var ætlaður hér heimafyrir með aðstoð héraðsbúa. Þegar til átti að taka reyndist fyrirgreiðsla opin berra aðila ekki fyrir hendi í veigamiklum atriðum, og komst málið því ekki lieilt í höfn. Verð ur því að leita amnarra leiða í þessum málum. Nátengt þessu er þörf mikiila úrbóta í hafnarmál Guðjón Ingimundarson, forseti bæj arstjórnar. um og uppbygging hafnar á næstu árum, svo að við megi una. Iðnaður hefur, eins og öllum er kunnugt, átt örðugt uppdráttar 1 laindinu undanfarin ár. Höfum við ekki farið varhluta af því, og beðið af því skakkaföll atwinnu lega séð. Þessi atvinnugrein hef uf þó þróazt nokkuð hér undan farin ár. og tel ég, að í framtíð inni þurfum við að færa okkar atvinnumál meir en áður inn á þann vettváng. Til þess urinn kjörinn á margan því samfoandi má benda hans og samgöngutengsl liggjandi héruð. jarðhita, nýta mætti við iðnað, virkjunarskilyrði til vinnslu í héraðinu t. d. foss í Svartá og margt er stað hátt. í á legu við nær sem has hagstæð raforku- Reykia fleira. Viltu segja einhver lokaorð. Guðjón? Mér finmst ástæða til að benda á það, að ef þróun byggðar hér og í héraðinu á að blómgast og vaxa með eðlilegum hætti. og ífoúum að fjölga svo sem efni standa til, verða að koma til aukn ir möguleikar til sæmilegrar af- komu fólksins og ekki lakari en annarsstaðar á landiinu, bæði í atvinnulegu- og menningarlegu til liti. Að þessu verður að vinna á skipulegan hátt af þeina aðilum, sem þar ráða mestu um. Oft er minnzt á Norðurlandsáætlun. Það er nauðsynlegt að hún sjái dags ins ljós sem fyrst og verði raun hæft plagg, sem taki fullt tillit til grundvallarsjónarmiða og stað reynda varðandi héraðið og mögu leika þess. Á það vil ég einnig benda, eins og ég hefi raunar áður gert, að hagsmunir Sauðárkróksbæjar og héraðsins eru svo samtvinnaðir, að meira samstarf og nánara um ýmis mál væri báðum aðilum hag stætt og gæfi meiri möguleika til framfara. Atvinnumálin eru enganvegin sérmál Sauðárkróks, ekki heldur hafnargerð. Meira samstarf í skólamálum gæti ver ið jákvætt báðum aðilum, og svona mætti lengi telja. segir Guðjón Ingimundarson forseti bæjarstjórnar að lokum og þakka ég svör hans. E. D. ÚTBOÐ Tilboð óskast í smíði á gluggum í nýbyggingu Búnaðarbankans við Laugaveg. Útboðslýsinga má vitja til Svavars Jóhannssonar eða Hannesar Pálssonar, Búnaðarbankanum, gegn 500,- kr. skilatryggingu. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Skipa- og véltæknifræðingur með nokkurra ára starfsreynslu við skip og vélar, óskar eftir starfi í lengri eða skemmri tíma. Veitir einnig tæknilega aðstoð. — Margt kemur til greina. Hringið í síma 42219. AUGLÝSIÐ í TfMANUM

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.