Tíminn - 13.01.1968, Qupperneq 5

Tíminn - 13.01.1968, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 13. janúar 1968. TÍMINN Stenzt ekki hjá „Tryggingunum” Það e>r greinilegt, að bréf ,^Afa úr Kópavogi“, sem birt- ist hér í þáttum Landfara á fimmtudaginn, hefur vakið mDda athyglL Gamli maðxir- inn er orðinn þreyttur á þeim vinnuibrögðum, sem komu fram í sambandi við mál hans og sagði „ég hef ekki skap til að eltast við tryggingarn- ar. Þetta verður að fara sem fara vill og bamið þá að líða fvrir handabakavinnu þess op- inbera“. Ýmsir hringdu til Landfara í samibandi við grein ina — eimkum þó konur, sem mjög hafa unnið að kven- réttindaroálum — og vom á einu máli, að „Afirnn í Kópa- vogi“ hefði verið beittur ó- rétti af stofnuninni og bentu á landslög í því sambandi. Við skulum nú vona, að skriður komist á þetta mál hjá Trygg- ingarstofinunni — og „Afinn“ fái sem fyrst leiðréttimgu sinna mála. Eif ekki, vilja ýmsir að- stoða hann við að ná sínum rétti, þó hann sjálfur segist ekki hafa „skap til að eltast lengur við tryggiagarnar“. Reiðin úr Vopnafirði Halldór Sigurðsson skrifar: „Um langt skeið hef ég sótt vetrarsamkomur Ferðafélags ís lands, þegar_ ég hef getað kom ið því við. Ég er þannig gerð- mr, að mér er yndi að mann- fundum, og á Ferðafélagssam- komum er að jafnaði fólk, sem mér er vel að skapi. Stöku sinnum hef ég í góðu skyni getið um þessar samkomur í blöðum, og það gerði ég síð- ast núna fyrir áramótin. Ég hetd, að ég hafi borið öllu vel söguna, nema mér gazt ekki að því, að HaUgrím- ur Jónasson kallaði för Árna Oddssonar til íslands, en faðir hans, biskupinn í Skálholti, átti í máiunum við Herlegdáð, og reið hans úr Vopnafirði á Þing völt, ævintýri. Mér finnst að með þeirri nafngift sé verið að skipa þessum atburði í flokk með þjöðsögum og staðleys um. Niú hefur hrugðið svo, að tveir menn hafa veitzt að mér með persónulegum brigzlum og ónotum, Benedikt nokkur, sem kenndur er við Hofteig, og Hallgrímur sjálfur. Mér er dkki geðfellt að standa í ritdeilum á gainals aldri — yngri að árum hefði ég kannski ekki látið mig muna um að taka í hnakkadrambið á þessum herrum. Þó vil ég segja það við Hallgrím, að ég undrast hvefsni hans, ein'k anlega þar sem úr kafinu kem- ur, að hann er mér samsinn- andi um það, sem er mergur- inn málsins. Hann kveðst sem sé hafa notað orðið „ævin- týri“ í þeirri merkingu, að þarna hafi gerzt dásamtegur atburður. Þetta finnst mér að honum hefði nœgt að segja, og mátt hefði sleppa öllum oln bogaskotum og dylgjum, er ég satt að segja veit mig ekki hafa unnið til af hans hálfu. Þess vegna mun ég ekki svara í sömu mynt, þótt máltælkið segi, að óvandari sé eftirleikur- inn. Hvað Benedikt frá Hofteigi varðar, þá hefur hann lengi táðkað að kveða upp úrskurði um flest milli himins og jarðar — sagnfræði, ættfræði, land fræði, náftúrufræði, hagfrœði og jafnvel læknisfræðd, og ég veit nú ekki hvað og hvað. Gögnin eru venjulega hyggju- vit hans sjálfs með það annað að ívafi, sem honum hentar. Það virðist hafa verið þegj- andi samkomulag samtíðar- manna hans, að hafa sem fæst orð um þessa úrslkurði, enda hefur hann opinberlega kvart- að undan því, að Sigurður Nor dal og aðrir afbrágðsmenn vilji ekki eiga orðastað við sig. Það situr þeas vegna ekki á mér að rjúfa regluna, enda sjón mín svo farin að daprast, að ég er varla maður til þess að skrifa öl'lu lengra mál núna í skammdeginu. Þó vil ég stinga því að honum, að ég, gamall Húnvetningurinn, mun líklega þekkja hross á borð við hann. Með þessu er lokið umnæð- um um þetta mál af miuni hádfu“. Merkir íslendingar B. Sk. hefur sent Landfara eftirfarandi bréf: „Svo mikið er búið að skrifa um — og lofa —_ ævisagna- ritsafnið Merkir íslendingar, að það er að bera í bakka- fullan lækinn að bæta þar inokkru við, enda skal bað ekki gert svo um muni. Að- eins vildi ég benda á, hve safnið er einhæft. í þeim rúm- lega 170 ævisagnaþáttum, sem birtir hafa verið, og langflest- ir teknir úr Andvara og öðr- um gömlum tímaritum, er ekki getið eins einasta bónda, nema þá •* hann í leiðinni hafi verið dþingismaður eða skólastjóri og þá aðeins bóndi að nafniou til. Sjómsnn hafa heldur ekki fengið að fljóta með. Þar er ekki setið eins einasta manns, sem hefur haft skipsstjórn að ævistarfi, hversu aflasæll sem hann hefur verið og farsæll í störfum. Um iðn- aðarmenti er ekki að ræða, enda iþeir ti'ltöMega ný stétt í landinu. Þó telja þeir sem kunnugir eru í þeim hópi, að úr honum hafi fallið í valinn á síðustu árum nokkrir menn, er merkir megi teljast. Þetta er þvi undarlegra. sem báðir ritstjórar verksins, dr. Þorkell Jðhannesson og sr. Jón Guðmason, eru upp- runnir úr sveit, af alþýðufólki komnir og hinir merkustu fræðimenn, sem mikið verk li'ggur eftir. Svo lít ég þannig á, að of lítið hafi verið gert að því að fá rithöfunda til að skrifa um menn beimlínis fyrir þetta ritsafn. Það hefði gefið því fersbari blæ. Sýna þó þær fáu ævisögur, sem fyrir það hafa verið skrifaðar, t.d. þættirnir um séra Þorvald í Sauðlauks- dal og Jósep lækni Skaptason, að enn komast menn þokka- lega frá slikum ritsmíðum. — Vonamdi er, að fjölforeytni verði meiri í næstu flokkum. Ytri fráganguir ritsafnsins er til fyrirmyndar, eins og á öðr- um hókum. sem ée hef séð frá Bókfellsútgáfunni“. Vantar fé til að byggja elliheimili Jóhann Þorsteinsson skrifar: „Nýlega sagði Gísli Sigur- björnsson forstjóri á Grund í blaðaviðtali eitthvað á þá leið, JÖRD Til sölu og ábúðar er góð jörð í Ámessýslu. Á jörðinni er gott íbúðarhús. Fjós með öllu tilheyr- andi fyrir ca. 60 gripi. Auk þess nýtt verkfæra- hús og svínahús. Túnið er ca. 35 ha. og ræktunar- skilyrði góð. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Nánari upplýsingar gefur Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum, Biskupstungum. Sími: Aratunga. Þorrablót Tek að mér að sjá um þorramat fyrir starfsmanna- hópa og félagssamtök. Nánari upplýsingar 1 síma 37831, eftir M. 5. Bændur - Jarðeigendur Óska eftir að taka á leigu eða kaupa jörð á Suðurlandsundirlendi til áhúðar á vori komandi. Tilhoð óskast sent afgreiðslu blaðsins fyrir 30. janúar, merkt: „Bújörð“. 5 að ungt fólk hugsaði ekkert um að það yrði emfoverntíma gam- alt. Vafalaust er mikið til í þessu. FHestir munu verjast þeirri hugsun í lengstu lög, kannski sumir þar til lífið sjálft gerir þeim aðvart um að ellin sé á næstu grösum. Ekki má þó gleyma því, að bæði einstaklingar og opinfoerir aðilar, hafa um eldra fólkið hugsað og afkomu þess og að- búð á elliárunum .Af einstakl ingum ber þar lang hæst Gísla sjálfan. Af félagssamtökum hinar miklu framkvæmdir á Hrafnistu. Af bæjarfélögum mætti nefna Hafnarfjörð og Akureyri o.fl. Við skulum lika muna eftir ellilaununum og eftiriaunun- um, sem stofnað hefur verið til _ af löggjafanum. Árið 1963 skipaði borgar- stjóm Reykjavíkur nefnd til að vera borganstjórninni til ráðu neytis um málefni aldraðra. Þingskipuð nefnd starfaði fyrir nokkram árum að sömu mál- um. Nefndirnar hafa skilað álitsgerðum, athyglisverðum. En allt þetta hrekkur þó ekki til. Fræðilegar athuganir hafa leitt í ljós, að öldruðu fólki mundi fjölga mikið hlutfal'ls- lega á nœstu árum. Segja má að flestum komi saman um, að mikilla aðgerða sé þörf í málefnum aldraðra í framtíðinni, og þoli raunar ekki bið. Vitað er að hluti þeirra, sem komast á elliár þurfa á hælis- vist að halda lengri eða skemmri tíma. Skipulagi þarf að breyta m.a. í þá átt að sjúkir og heilbrigð- ir þurfi ekki að búa samam. Elliheimili, hjúkrunarheimili og sjúkrahús vanta, til þess að fúHnægja þörfinni. Blliheimilum er örðugt að koma upp. Það vantar fé. Rikið styrkir ekki byggingu elliheimila. Engin lánastofnun er til ,sem skyld er að lána fé til slikra fram'kvæmda. Ðæjarfélögum og sveitarfé- lögum er yfirleitt ofviða að standa undir byggingarkostn- aði án lána eða annars stuðn- ings. Ég varpa fram þeirri hug- S mynd, hvor.t eldra fólkið sjálft |j geti komið hér tiil aðstoðar. Ég hugsa mér að gefin yrðu . út skuldabréf, t.d. til 10—15 ára, sem væru vísitölutryggð og undamþegin skatti. Þau ættu að vera vaxtalaus meðan á byggingunni stæði t.d. 2—3 ár, en greiðast eftir það með jöfn um afborgunuim og vöxtum, helzt mánaðarlega. Hefðu þá þeir, sem lánin veita og þurfa síðar á ævinni á hælisvist að halda, greitt með sér fyrirfram að svo miklu leyti sem lánsupphæðin gefur tilefni til, hinir skapa sér tekju stofn til elliáranna. Árið 1965 voru Hafnfirðing- ar 8135, af þeim voru 580 65 ára og eldri. Ef hver þeirra hefði lánað aðeins 15 þúsundir króna hefði upphæðin numið 8,7 milljónum. Auðvitað myndu ekki allir taka þátt' í slikri lánastarfsemi, en margir myndu fúsir að leggja f.ram hærri upphæðir Það er mér kunmugt af sam- tölum við margt eldra fólk. Ef eldra fólki væri gefinn kostur á að leggja sitt lið til að leysa vandan.n með þessum hætti, tel ég miklar líkur til, að möguleikar sköpuðust til skjótrar úrlaumar. Að sjálfsó. '.i yrðu yfirvöld in að hafa hönd í bagga með, að uppbyggingin væri gerð á skipulegan og skynisamlegan hátt“. Á VÍÐAVANGl Hvernig hélt stjórnin meirihlutanum? Halldór Kristjánsson, bóndi á Kirkjubóli, ritar áramóta- grein í fsfirðing, blað Fram- sóknarmanna í Vestfjarðakjör- dæmi. Farast honum meðal annars svo orð: „Alþingiskosningarnar síð. ustu hljóta auðvitað mjög að leita á hugann þegar liðið ár er kvatt. Sigur stjórnarflokkanna stafar ekki af ráðagerðum þeirra um gengislækkun og aukna nefskatta, því að engu slíku var hampað i kosninga- baráttunni. Má þó vera að stefnt hafi verið að slíkú þegar vandi atvinnulífsins var af- greiddur með því, að „atvinnu vegunum hefur alltaf verið bjargað og þeim verður bjarg að“. Stjórnarflokkarnir unnu með tali um öruggan efnahag, gildan gjaldeyrisvarasjóð og batnandi lífskjör, auk þess sem kosninganiðurgreiðslur á verði lífsnauðsynja hafa cGaust gert sitt. Hér má nefna mjólk, kartöflur og daggjöld á sjúkra húsum t.d. Ríkisstjórnin gerði sér far um að leyna þjóðina livernig á stóð og komið var og henni tókst það nógu vel til að halda meirihluta sínum. Gæfuleysi Þetta er hið almenna en hér skulum við dvelja nánar við kosningarnar á Vestfjörðum. Ástæðulaust er að ræða margt um átökin í flokki Sjálf stæðismanna, en það er ekki út í bláinn sagt, að gengi Al- þýðuflokksins 1963 og aftur nú, hafi meðfram verið svo til komið, að Sjálfsfceðismenn, sem ekki gátu fellt sig við eigið framboð fóru að ráðum Matthíasar Bjarnasonar og kusu Alþýðuflokkinn ,.heldur en að gera annað verra“. Slíkt er örlagaríkt í baráttunni þar sem þriðji maður Framsóknar flokksins þarf þrjú atkvæði móti einu sem fyrsti maður Alþýðuflokksins fær. Hannibal f öðru lagi er svo þáttur Hannibals Valdimarssonar. — Stjórnmálaferill hans hefur löngum verið nokkuð undar- legur, en jafnan þó í vaxandi mæli. Hin mikla hugsjón Hannibals er að samcina alla vinstri menn í eina fylkingu, sem þannig myndi fá völdin í landinu og stjórna því. Jafn. framt þessu þótti Hannibal mikil nauðsyn að berjast gegn völdum og áhrifum kommún- ista. Honum hugkvæmdist að bezt mundi að berjast gegn kommúnistum með því að vera í flokki með þeim. Vænti hann þess, að þegar hann væri kom- inn þar í flokk, myndi fólkið streyma til sín, svo að hann ætti allskostar við kommúnista. Síðan hefur hann lagt sig fram með öllum sínum dugnaði að safna liði til kommúnista og orðið allnokkuð ágengt, — eink um á Vestf jörðum —■' og hefur þar þó verið safnað liði í seinni tíð með þeim rökum að Hanni bal væri Iiðs þörf í baráttu sinni við kommúnista.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.