Tíminn - 21.01.1968, Blaðsíða 2
r
TÍMINN
SUNNUDAGUR 21. janúar 1968.
Sjómannafélag Hafnarfjarð-
ar hefur nú, fyrst sjómanma-
félaga, métmælt úrskurði Jón-
asar Haralz, forstjóra E'fna-
hagsstofnunarinnar, um fisk-
verð árið 1968, en hann úr-
skurðaði 10% hækkun að með
altali frá fiskverði síðastliðirtiis
árs.
/
Útgerðarmönnum
skammtað meira
Einkum mótmælir Sjó-
mannaifélagið því, að útgerð-
armönnum er ætlað meira en
sjómönnum. Fiskverð er hækk
að um 10%, en síðan gerðar
sérstakar ráðstafanir fyrir út-
gerðarmenin — þær eru ekki
opiníberar þegar þetta er rit-
að — sem sumir fullyrða, að
jafngildi 19% hækkun fisk-
verðsins, þannig að útgerðar-
menn fái nú 29% hækkun, en
sjómeinn 10%.
Mótmælir félagið þessu, og
telur, að með slíkum aðgerð-
um séu í rauninni tvö fisk-
verð í gangi. Segir svo í á-
lyktttn félagsins:
„Fundurinn mótmælir einn
ig því, að nú skuli rauinveru-
lega vera tekið upp tvöfalt
fiskverð og hlutaskiptunum
þar með breytt sjömönnum í
óhag.
Fundurinn skorar á Alþingi
að breyta úrskurði oddamanns
verðlagsráðs sjávarútvegsins
þaninig, að fjárupphæð sú, er
útgerðarmönnum er ætluð sér
staklega, verði af þeim tekin
og reiknuð inn í fiskverð, sem
iþá yrði hækkað um 20% frá
því, sem það var á síðast-
liðnu ári, bæði til sjómanna
og útgerðarmanna, eims og full
trúi .sjómanna í yfirnefnd verð
lagsráðsins lagði til.“
Sjómenn vildu 20%
hækkun fiskverðs
Eins og fram kemur þarna,
vildu sjómenn, að fiskverð
yrði hækkað um 20%. Full-
trúi sjómanina í ytfirnefnd
Verðlagsráðs sjávarútvegsins,
Tryggvi Helgason, rökstuddi
þetta á eftirfarandi hátt m.a.:
,;Hins vegar tel ég, að fisk-
verð það, er ég legg til að
ákveðið verði nú, sé lágmark
þess, sem geri vélbátaútvegin-
um fært að starfa eðlilega,
jafnframt því að sjómenn,
sem við veiðarnar starfa, geti
haft þær tekjur að viðuinandi
geti talizt og yfirleitt gefið
kost á sér til að stunda þá
atvinnu. Er það atriði —um
hrýna þörf sjómanna, sem að
þorskveiðum starfa fyrir þessa
hækkun á fiskverðinu til
skipta m.a. vel staðfest í skýrsl
um, sem fyrir liggja um með-
altekjur sjómanna á vetrar-
vertíðum undanfarinna ver-
tíða, er sýna, að aflahlutir
þeirra hafa stöðugt farið lækk
andi miðað við meðaltekjur
annarra laumþega. Tel ég, að
meðaltekjur háseta við fisk
veiðar þoli ekki einu sinni
samanburð við hina allra tekju
lægstu.“
Engin samleið með
útgerðarmönnum
Sjómemn og útgerðarmenn
áttu ekki samleið í yfirnefmd,
og í greinargerð Tryggva kem
ur fram, að það sé vegna þess,
að útgerðarmenn vilji fá meiri
hluta af hækkun fiskverðs en
sjómenm fái. Auk þess stóð,
og stendur enn, er þetta er
ritað, í hörðum samningavið-
ræðum við útgerðarmenn, sem
kröfðust kjaraskerðingar af
sjómönnum. Um þetta sagði
Tryggvi:
„Til að skýra það nýmæli,
að ég og fulltrúi útgerðar-
manna í yfirnefmdinni gátum
ekki nú, eins og áður, átt sam-
leið um störf í nefndinni og
tillögugerð, þá stafar það af
því, að forystumenn Lands-
samibamd íslenzkra útvegs-
manna hafa borið fram, og
kumngert opinberlega, kröfur
sínar um að mikill hluti af
væntanlegri hækkun á fisk-
verði verði látinn ganga til út-
gerðarmanma að þessu sinni
umfram það, sem sjómenn fái
til skipta í sinn hlut, þrátt
fyrir að skýr ákvæði eru í öll-
um samningum milli sjómanna
og útgerðarmanna um að sjó-
menm skuli ávallt fá sama
verð fyrir aflahlut siinn eins
og útgerðarmaður fær hverju
sinni.“
Kemur þarna fram hið sama
og í yfirlýsingu Sjómannafé-
lags Hafnarfjarðar.
Þótt sjómenm telji sig þann
ig hafa þurft að fá 20% hækk-
um á fiskverði, er það ekki
um leið mat á því, hvað fisk-
viinnslustöðvamar geti greitt.
Þetta kemur skýrt fram í
greinargerð Tryggva. Enda
telja frystihúsin sig þurfa 25%
lækkun fiskverðsins.
Ljóst er aftur á móti, að
slík lækkun gat aldrei komið
til greina. Sjómenn urðu að
fá réttlátan hlut sinn, og ferngu
þó ekki nema að hluta til.
Vandamál fiskvinnslustöðv-
anna verður aftur á móti ekki
leyst nema með verulegri fyr-
irgreiðslu ríkisins, það má ekki
koma niður á sjómönnum frek-
ar en öðrum stéttum þjóðfé-
lagsins.
Atvinnuleysið og
bæturnar
f Tímanum hefur ítarlega
verið rætt um atvinnuleysið
í Reykjavík undanfarið, eink-
um með viðtölum við forystu-
menm fjölmargra verkalýðs- og
iðnaðarmainnafélaga. Er niður
staðan sú hin sama hjá flest-
um, atvinnuleysi fe,r vaxandi.
Sérstaklega er þetta áberandi
hjá verkamönmum. Er áætlað,
að 2—3 hundruð þeirra séu
nú atvinmulausir. Hef ég rætt
um þetta oftsinnis áður i þess-
um þáttum.
Á Alþingi í síðustu viku
voru mál þessi til umræðu og
voru ráðamenn ekki viðbún-
ir að gera ráðstafanir til bjarg
ar, hefur atvimnuleysið þó ver
ið að þróast í marga mánuði.
Em ráðamenn landsins virðast
hafa um annað að hugsa.
Minnzt var á atvinnuleysis-
bætur í þessum umræðum, og
kom það fram hjá Eðvarð Sig-
urðssymi, formanni Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar,
hversu litlar þessar bætur eru
miðað við núgildandi verðlag.
Sagði Eðvarð, að bætur úr
Atvinnuleysistryggingasjóði —
stærsta sjóði landsins — væru
nú 930 krónur á viku fyrir
kvæntan mann eða gifta konu.
Einhleypingar fá um 820 krón
ur á viku. sem þýðir 137 krón-
ur á dag virka daga. Mun það
nægja fyrir eimni og hálfri
máltíð á matsölustað.
Það er auðvitað til skamm-
ar, að bæturnar skuli ekki
haekkaðar, svo þeir, sem svo ó-
lánsamir eru mitt í viðreisn-
inini, að fá ekki atvinnu, hversu
mjög sem þeir leita henmar,
geti útvegað sér hrýnustu nauð
synj'ar.
Elías Júnsson.
Skattaframtöl
i Reykjavík og nágrenni, annast skattframtal
fyrir einstaklinga og ársuppgjör og skattframtal
fyrir smærri fyrirtæki. Upplýsingasími 20396 dag
lega kl. 18—19.
(gnlineníal
SNJÓHJÓLBARÐAR
MEÐ NÖGLUM
sem settir eru í, með okkar íull-
komnu sjálfvirku neglingarvél,
veita fyllsta öryggi í snjó ög
hálku.
Nú er allra veðra von. — Bíðið
ekki eftir óhöppum, en setjið
C0NTINENTAL hjólbarðá, með
eða án nagla, .undir bílinn nú
þegar.
Vinnustofa vor er opin alla daga
frá kl. 7,30 til kl. 22.
Kappkostum að veita góða þjón-
ustu með fullkomnustu vélum
sem vöi er á.
GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f.
Skipholti 35 — Sími 3-10-55.
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
T rúarblóm
„Þú varst mér það, sem vatn
er þyrstum manni,
þú varst mitt frelsi í dimmum
fangarammi,
og vængjalyfting vonaibarni
lágu
og vorsól ylrik trúarblómi
smiáu“.
Þannig ávarpar skáldkoinan
breiðfirzka Krist Drottin
sinn með auðmýkt og ást.
Hún talar hér um truar-
I blóm. Notar líkinguna við
blómstur um trúartilfinningu
sína, og telur að hugmyndin
um Krist Jesúm hafi verið
þessu blómi líkt og ylrík vor-
sól, sem veitti þvi varma, sem
efldi til vaxtar og kraftar
gegn þorsta freistinganna,
fjötrum ófrelsis í fangelsi
hversdagsleikans og veitti
henni andlega talað vængi til
að svífa ofar öllu hinu lága
og hégómlega.
Þanmig verkaði þetta töfra-
blóm í vitund hennar og varð
henni jafnframt harmabót og
smyrsl á sorgarsár, hönd, sem
mjúk og mild þerraði tár.
styrkur hugar og hjarta í
hverri raun og andardráttur
sálar hennar líkt og lífs-
loft heilnæmt deyjandi eða
drukkmandi manneskju.
Þannig vcrkap guðstrú góðr-
ar manneskju. Og guðstrú, það
samband við uppsprettu kær-
leikans, sem birtist í Kristi og
keniningum hans, gerir raunar
alla góða, sem eiga það í sann-
leika.
Eitt af því hugþekkasta sem
sagt hefur verið um þessa
blómsturlíkingu guðstrúar seg
ir danski prpsturinn Olfert
Rioard í predikun um guðspjall
ið, sem talar um aðdáum Jesú
gagnvart guðstrausti róm-
verska’ hundraðshöfðingjans,
sem átti lamaða þjóninn og
tiúði, að Jesús gæti læknað
hann í fjarlægð aðeins með
hugbrifum.
Ricard skrifar á þessa leið:
„Ég verð að gera mér og
öðrum grein fyrir, hvað það
var, hjá þessum hundraðshöfð-
ingja eða herforimgja, sem
gerði Jesúrn svona hrifinn.
Það trúarblóm, svo dásam-
legt að lit og angan, sem
blómstraði svo við fætur Jesús
niðri í dalnum, þegar hann
kom niður af fjalli sæluboð-
anamna, að hann stanzaði hjá
því og dáðist að þvl, vildi ég
eiga í mínum urtagarði.
Þeim skjátlast stórlega, sem
telja nóg að trúa með játn-
ingum. Þeir ímynda sér, að
trú sé einungis að segja já og
amen við öllum „gömlum
kreddum og bókstöfum", og
vita ekki, að trúin er blómst-
ur hjartans, lífið sjálft, hvorki
meira né miinna.
Fyrst lítum við á trúarsól-
ina, sem veitir trúarblóminu
vaxtarmátt. Og trúarsólin er
Jesús Kristur sjálfur.
Því næst skal athuga þann
jarðveg, sem rós trúarinnar
skal ræktuð í. Sá jarðvegur er
mannsvitundin mannshjartað
í andlegri merkingu.
Þá komumst við að raun
um, að sársaukinn yfir synd
og neyð er frjósamur reitur
trúarblómsins.
Við sjáum líka, að auðmýkt
og hlýðni eru nauðsynlegar og
þarflegar fyrir vöxt trúarinn-
ar.
En svo verðum við einnig
að athuga loftslagið, sem trú-
arblómið á að njóta til lífs og
vaxtar. Aðstaða og umhverfi
heimUis og daglegra athugana.
Trúin má ekki verða eins og
planta úr gróðurhúsi eða
vermireit, sem blómstrar eitt
andartak í húsi Guðs, ein visn-
ar og fölnar jafnskjótt og hún
mætir kulda og næðingi hvers-
dagslífsins.
Kirkjan ætti að vera líkt og
gróðurreitur, sem eykur vaxt-
armátt trúarblómsins, í þeim
tilgangi að það sé flutt í venju
legan jarðveg hversdagsims og
verði þar til gagns og gleði“
Þannig mætast því íslenzka
skáldkonan og danski höfuð-
klerkurinn og prekikari-nn í
í sínu líkingamáli.
Guðstrúin, traustið á sigri
hins góða í sjúkleika, synd og
neyð er þeim hið mikla og
milda hjartablóm, sem gefur
öllu ilm og liti, með fegurð
sinni.
Og skáldkonan lýkur ljóði
sínu á þessa leið, þegar hún
hefúr lýst því yfir, að náð
trúarblómsins, sólskiin kær-
leika Krists veitist jafiit há-
um sem lágum, fátækum sem
rikum tignum sem smáðum:
„Ef einhver þig ei enn
þá fundið hefur,
sem öllum ljós í dauð-
ans myrkrum gefur,
ó, veit þá áheyrn veik-
um bænum mí-num
og vísa þeim að náðar-
faðmi þíinum“.
Þannig veit hún sólskinið
frá persónuleika og kenning-
um Krists hið mikla afl til að
gera trúarblómið að hin-ni
miklu ha-mingjurós einstakl-
imgsins og samfélags.
Sé þetta blómstur ekki rækt-
Framihald á bls. 13