Tíminn - 21.01.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.01.1968, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 21. janúar 1968. TIMINN 5 1. deildar keppnin í handknaftleik Þegar þessar línur eru skrif aðar er skriður að komast á 1. deildar keppnina í hand- knattleik. Flest liðin hafa leik ið 3 leiki, en önnur 2 leiki. Þótt sumum þyki e.t.v. full- snemmt að spá nokkru um úr- slit í keppninni í ár, þá er þó ekki úr vegi að líta aðeins yfir farinm veg og ræða lítils- háttar um möguleika félag- anna. En áður en lengra er ihaMið skuium við líta á stöð- umja, eins og hún er fyrir leik ina í dag, en þá leika Víking- ar og Haiukar — og FH og KR. Staðan er þessi: Fram Valur IÓH KR Víkiingur Haukar 3 3 0 0 T5:47 6 3 2 0 1 62:54 4 2 1 1 0 50:41 3 2 1 0 1 37:35 2 3 0 1 2 49:75 1 3 0 0 3 58:79 0 Baráttan á milli Fram og FH enn einu sinni Margt bendir til þess, að baráttan um efsta sætið verði enn einu sinni á milli hiona gðmlu keppinauta, Fram og FH. f augnablikinu er staða Fram bezt. Fram er eina lið- ið, sem ekki hefur tapað stigi, en eins og menn muna. byrj- aði FH á því að tapa stigi gegn Víking, þegar liðin skildu jöfn fyrsta leikkvö’d ís- landsmótsins. Bæði Fram og FH hafa sýnt misjafna leiki það se „ af er keppnistímabilsins, en samt leikur enginn vafi á því, að þetta eru tvö j afnbeztu lið okkar. Síðasti leikur Fram, gegn Víkingum, var mjög sannfærandi og má segja, að í þeim leik hafi liðið sýnt all- ar sínu beztu hliðar. Að visu verður að taka með í reikn- iinginn, að Víkings-liðið var mjög slakt, en samt er það gömul og ný saga. að enginn er betri en mótherjinn leyfir. í þessum leik sannaðist, að Sigurbergur Sigsteinsson þarf ekkert endilega að leika með til þess að Fram geti leikið sterka vönn, en það var ein- mitt góður varnarleikur, sem var upphafið að þessum glæsi- lega sigri Fram. Þegar vörn- in hjá Fram er í lagi, stend- ur Þorsteinn Björnsson sig yfirleitt vel í markinu og það er ekki svo lítið atriði. Ingólf- ur, Gunnlaugur og Guðjón eru allir í ágætri æfingu um þess- ar mundir — og þegar þeir hugsa um eitthvað meira en sjálfa sig á leikvellinum, t.d. línumennina, er erfitt að sigra Fram. Þótt FH-liðið sé líklegt r.il að berjast um efsta sætið, er það að mörgu leyti óskrifað blað á þessu nýbyrjaða keppn istímabili. Fyrstu tveir leikir liðsins í íslandsmótinu voru ekki saninfærandi, en hins veg ar hefur liðið sýnt í leikjum gegn erlendum liðum, hvað í því býr, t.d. leikurinn gegn Pólverjunum. Að mínu áliti er nú svo komið, að F'H-liðið byggist hættulega mikið á ein um til tveimur mönnum. Geir Hallsteiinsson er auðvitað efst- ur á blaði í því sambandi. Víkingur hefur fengið slæma reynslu af því að ætla að byggja á of fáum mönnum, fellur FH einnig í þá gildru? Mjög ljós punktur við FH-lið- ið að undanförnu er hinm ungi markvörður, Birgir Finnboga- son. Hann er gott efni, en það skal rækilega undirstrik- að, að hamn á samt margt eft- ir ólært. Og nú líður óðum að því, að fyrri leikur Fram og FH fari fram, en liðin mæta-st eft- ir hálfan mánuð, sunnudaginn 4. febrúar. Sá leikur verður einihver sá þýðingarmesti í mót inu. Valur og KR fylgja í kjölfarið Liðiin sem koma til með að sigla á milli skers og báru á þessu keppnistímabili verða á- reiðanlega Valur og KR. Sem sé, liðin eiga tæplega nokkra sigurmöguleika. en verða held ur ekki í fallhættu. Bæði lið- in hafa margt til síns ágætis, en skortir enn þá það jafn- vægi og öryggi sem þarf til að koma sem sigurvegari frá jafnerfiðri keppni og 1. deild- ar keppnin er. Þetta þýðir ekki, að útilokað sé fyrir lið- in að sigra Fram eða FH. Það er möguleiki á því — e.t.v. annan leikinn — en liðin geta alveg eins tapað fyrir botnlið- unum. Vals-liðið er búið að vera geysiefnilegt lengi vel. Og víst er um það, að áhaingendur Vals bíða óþreyjufullir eftir því að rætist úr liðinu, en sennilega verður einhver bið á því, þrátt fyrir, að Val haíi bætzt ágætir liðsmenn eins og Jón Karlsson og Ólafur Jóns- son. En aftur á móti fim.nst mér hafa dofnað yfir öðrum leikmönnum. t.d. Bergi Guðna syni. KR-ingar eru nýliðar í 1 deildinni í ár og eftir fyrstu leikjunum að dæma virðast þeir staðráðnir í að glata ekki sætinu í deildiinni aftur. KR- liðið er jafnara en oft áður. Gísli Blöndal, I-Iilmar Björns- son, Gunnar Hjaltested og Halldór Björniss-on, eru allir ágætir leikmenin. Og Karl Jó- hannsson, hin gamla en þó sí- unga kempa, fellur vel inn í liðin með ungu mönnueum. KR-ingar hafa lagt mikla á- herzlu á varnarleik og tekizt það prýðilega. Markverðir liðs ins, þeir Emil og Sæmundur, eru mjög vaxandi. Víkingar og Haukar „fall-kandidatar"? Haukar og Víkingar eru botn-liðiin í dag og líklegustu „fall-kanditatarnir“. Staða Vík ings er örlítið skárri en Hauka, þar sem Víkingar hafa hlotið eitt stig eftir þrjá leiki, en Haukum hefur enn þá ekki tekizt að krækja í stig. Byrj- unin hjá Víkingum var góð. jafntefli við FH í fyr.sta leik, em síðan hefur sigið á ó- gæfuhliðina og 18 marka ósig- ur gegin Fram er ekki góð- ur vitnisburður um .liðið. Það mun sennilega ekki vera ætl- un þjálfarans, Péturs Bjarna- sonar, að byggja liðið á tveim- ur mönnum, Jómi H. Magnús- syni og Einari Magnússyni, en í reynd verður útkoman sú. Það er lífsspursmál fyrir Vík- ing, að aðrir leikmenn hleypi í sig kjarki og karlmennsku og láti að sér. kveða. Að öðrum kosti er hægt að spá Víking- um falli. Minna hefur fengizt út úr liði Hauka en efni standa til. Liðið er skipað prýðilegum leikmönnum, en kæruleysi og handahóf hefur einkemnt það í þessum fyrstu leikjum móts- ins og orðið því að falli. Við- ar Símonarson og Þórarinn Ragnarsson eru burðarásar liðsins — og aðal langskyttur. En Haukar eiga líka ágæta línumemn eins og Sigurð Jóa- kimsson og Stefán Jónsson og er eitt af fáum liðum í 1. deild, sem reynt hefur línu- spil með árangri- Haukar eiga góðan markvörð, þar sem Logi Kristjánsson er, en leikurinn gegn Víking í dag verður senni lega síðasti leikur hans með Haukum á þessu keppnistíma- bili. Logi er nefnilega á för- um til útlanda. En Pétur Jóa- kimsson, markvörður Hauka númer 2, er enginn aukvisi og ætti að geta fyllt skarð Loga. — Já, vel á minnst. Leikur Hauka og Víkings er í dag. Við getum litið á þann leik sem lið í fallbaráttunni. -alf. Þorrablót Eyfirðingafélagið í Reykjavík heldur sitt árlega þorrablót í samkomuhúsinu LIDO laugardaginn 27. janúar n.k., og hefst kl. 7 e.h. — Góð skemmti atriði. — Aðgöngumiðar verða afhentir, og borð- pantanir teknar í Lídó, fimmutdaginn 25. jan- kl. 5—7 og föstudaginn 26. jan kl. 2—4. STJÓRNIN Giidjón Styrkírsson HÆSTAHÉTTARLÖCMADUk AUSTURSTRÆTI 6 SlMI 18354 Jón Grótar Sigurðsson béraðsdómslögmaður Austurstræti 6 Simi 18783. SPENNANDI NJÓSNASÖGUR Út eru komnar þrjár æsispennandi njósnasögur um bandaríska njósnar- ann Nick Carter, og hafa þær þegar náð geysimiklum vinsældum hér á landi og annars staðar. Nick Carter hefur hvarvetna tekið við af James Bond, eftir að lan Fleming lézt. — Verð aðeins kr. 75,- U G L U - ÚTGÁFAN Sími 38740. Saltsteinninn „ROCKIES" . jj' ROCKIES inniheldur öil nauðsvnleg steinefni fyrir oautgripi oq sauðté ROCKIES þolir veður og vmcl og leysist ekki upp í rignmgu. ROCKIES vegur 25 ensk pund og má auðveldlega nengja hano upp SEÐJIÐ salthungur but|ár;ns með pvi að hafa ROCKIES i húsi og I nags. INNFLUTNINGSDEILD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.