Tíminn - 21.01.1968, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.01.1968, Blaðsíða 4
4 TÍMINN SUNNUDAGUR 21. janúar 1968. Barnavinafélagið Sumargjöf Föndurskóli tekur til starfa 1. febrúar n.k. í leik- skólanum við Safamýri. Upplýsingar gefur for- stöðukonan milli kl. 10—11 í síma 82488. STJÓRNIN BÆNDUR ■ SPARIÐ 30% Ennþá eru allmiklar birgðir varahluta í heyvinnu- vélar fyrirliggjandi, s.s. tindar í Vicon Lely, á óbreyttu verði en nýjar birgðir hækka allt að 30%. Pantið því strax þá varahluti, sem þér teljið yður þurfa á að halda fyrir sumarið; með því sparið þér peninga, tryggið yður tímanlega afgreiðslu og komið í veg fyrir óþarfa tafir, þegar aðal anna- tíminn fer í hönd. Kreyns og Slaveinburg frá Hol- landi, Mitchell og Stayman frá Bandaríkjunum, og auk þess pör frá Frakklandi, Belgíu. Þýzkalandi og Skotlandi og 5 ensk. Hinn kunni bridgespil- ari L. Yallouze, Frakklamdi, mun spila við egypska kvik- myndaleikarann Omar Sharif, sem er mjög áhugasamur bridgespilari og oft hefur spil- að á stórmótum. Rúsínan í pylsuendanum verður svo sveitakeppni, þar sem þau þrjú pör, sem ég nefndi fyrst, munu spila 60 spila leik við enska landsliðs- menn, en enska sveitin verð- ur þannig skipuð Terence Reese, Jeromy Flint, Louis Tarlo, Claude Rodrigue, Kenn eth Konstam og R.A. Priday — en þessir spilarar eru allt góðkunningjar ísl. bridgespil- ara og hafa sumir hverjir spil- að hér á landi. Spilað verður á Washington-hótelinu 2.—6. febrúar — og ef einhver les- enda þessa þáttar verður á ferð í Lundúnum um þetta leyti, þá er ómaksins vert að líta þarna iinn. Einn af þekktustú spilurun- um, sem ég taldi upp áðan, er Bandaríkjamaðurinn Sam Stayman, sem hlotið hefur heimsmeistaratitil oftar en einu sinni, og er upphafsmað- ur að hiinni heimsfrægu Stay- man-reglu eftir grandopn- un — sem segja má, að sé álíka þekkt og Blackwood ása spurningin. í tvímennings- keppni í Bandaríkjunum ný- lega var Stayman eini spilar- Ég hef oft í þessum þáttum birt spil frá Evrópumeistara- mótinu, sem háð var í Dublin sl. haust, en þó hef ég ekki fyrr komið að einhverju skrítnasta spilinu, sem þar kom fyrir. Það_ átti sér sem sagt stað í leik írlands og Pól- larnds, að irski spilarinn Read vann slemmu með aðeins 12 punkta (milton) á báðum höndum, það er að segja á að- eins rúmlega 1/4 háspilanna. O'g í spilinu, sem hér fer á eftir, sannaðist sú gullvæga regla, að varnarspilarar eiga að spila trompi og engu nema trompi, þegar vitað er fyrir- fram, að þeir eiga meginhluta háspilanna. A3 VG752 ♦ Á8753 «432 AÁDG6 «K10 VD4 V8 ♦ G4 « KD1096 « G10876 « ÁKD95 «987542 V ÁK10963 ♦ 2 « — — — Þegar slík skiptingarspil koma fyrir hljóta sagnir að verða fjörugar. í lokaða her- berginu voru Pólverjarnir Kas przak og Jawarski doblaðir í fimm hjörtum á spil Norðurs/ suðurs —og unnu þá sögn með yfirslag, þannig, að Pól- land hlaut þar 750. Og í opna herbergiinu gengu sagnir þannig: Austur Suður Vestur Norður Wajrodzki Read Klukow Shrage — pass 1* pass 1« pass pass 3* 4* paiss pass 4gr. 5* dobl 5 V pass pass dobl pass 6* pass pass 6 V ■ doibl pass pass pass Þetta eru skemmtilegar sagnir. og athyglisverðar. Margir myndu opna á spil Suð urs —en hins vegar e,r lítil hætta á, að spilið verði pass- að út og Suður var viss um, að hann fengi síðar tækifæri til að segja — en nokkur hætta er á, að sagnir verði komnar nokkuð hátt, þótt það reyndist ekki þarna, og vissu- lega heppnaðist „taktik“ Re- ads vel. „Fórnarsögnin" sex hjörtu vannst. Vestur spilaði út tígul gosa. Unmið var á ás- inn í blindum og spaða spil- að. Austur vann á tíuna, og reyndi við laufið, en Suður trompaði. Og honum tókst nú að fría spaðann með því að trompa þrisvar sinmum í blind um — og fór þá einu sinni heim á tromp og tók þar með áttuna frá Austri. Og ef þið athugið regluna, sem ég minnt ist á fyrst í þættinum, sj'áið þið, að Suður vinnur aldrei spilið, ef Vestur spilar út trompi í byrjun og vinmur síð- an spaðaslag og spilar þá aft- ur trompi. Sagnhafi fær þá að- eins 11 slagi. Um mánaðamótin stendur mikið til í Lundúnum. Þar verður haldið alþjóðlegt bridgemót, og Englendingar hafa ekki valið spilara af lak- ari emdanum í það. Meðal 15 para í tvímenningskeppni má nefna heimsmeistarana Gar- ozzo og D'Alelio, heimsmeist- arana í tvímenningskeppni inn, sem vann alslemmu á eft- irfaramdi spil: A ÁG964 VK752 ♦ ÁG «K6 «72 «D1083 ¥G109 y 84 ♦ 9832 «10765 «D932 «G105 «K5 yÁD63 ♦ KD5 *Á874 Þar sem Stayman sat Suður gengu sagnir þannig: Suður Vestur 1V pass 3* pass 4gr. pass 5gr. pass 7 V Pass Norður Austur "2« pass 4y pass 5V pass 6 V pass pass pass Vestur spilaði út hjarta gosa og á flestum borðum, tók Suð- ur þrisvar sinnum tromp og spilaði spaða. Þegar spaðinn féll ekki og engin kastþröng var í svörtu litunum tapaðist sögnin. Nokkrir tóku aðeins tvisvar tromp. áður en þeir spiluðu spaðanum, en töpuðu einnig spilinu, þegar Vestur yfirtrompaði spaða í þriðju umferð. Það eru tvær vinningsleiðir í spilinu, og Stayman samein- aði þær skemmtilega og vann spilið. Hann vann hjarta gos- ann með kóng í blindum, spil- aði laufa kóng — og þremur hæstu í tigli og kastaði laufi niður úr blindum. Lítið lauf var nú trompað í blindum, og hjarta spilað og umnið á drottningu — og lauf aftur trompað með síðasta trompi blinds. Sagnhafi komst heim á spaða kóng, tók trompið, sem úti var, og átti þrjá síðustu slagina á laufa ás, spaða ás og hjarta sex. Hallur Símonarson. Globusn LÁGMÚLI 5, SÍMI 81f»#

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.