Tíminn - 21.01.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.01.1968, Blaðsíða 6
TÍMINN SUNNUDAGUR 21. janúar 1968. Kisa mín. Bernskuminning Ein af þeún minningum, sem mér verSa ógleymanleg- ar frá æskuárum mínum, er um gráa kisu, sem mér var ætíð eignuð. Það er stundum svo, að við munum betur eft- ir mállausu vinunum okkar, heldur en mönnunum, sem við höfum kynnzt á lífsleiðimni. Stundum marka dýrin, mál- leysingjarnir, dýpri spor í sjóði minninganma en menn- imir geta nokkurn tíma gjört. Það er órofa tryggðin og traustið, sem dýrin sýna okk- ur, sem ætíð verður ógleym- anlegt. Það er dýrmætt, að hafa fengið tækifæri til þess að al- ast upp í nánu sambandi við þau. Ekki man ég, hvort hún kisa min fæddist á heimilinu og ekki kann ég ættartölu hennar að rekja, enda gerist þess engin þöri. Við sváfum oftast saman, systkinin, og venjulega svaf kisa hjá okkur. Systur minni var ekkert um það gefið, þegar kisa skreið uipp í á kvöldin. En kisa kærði sig kollótta um það. Hlún bara hreiðraði um sig á milli okkar, stakk trýninu und ir vanga minn, og reyndi sem bezt hún gat að ná með fram- löppunum um hálsinn á mér. Ég man, hvað hún móðir mín hafði gaman af kisu einu siinni. Ég var stödd frammi í buri, þar sem móðir mín var að taka til morgunmatinn. í búrinu var stór kista, sem að sjálfsögðu var kölluð búrkist- an. En í þetta sinn var ég eitthvað að snúast þarna, og þurfti að beygja mig yfir kist- una. Ég veit þá ekki fyrr en kisa er þar komiin, leggur framlapp irnar sína á hvora kinn mér og rekur trýnið beint á munn mér, sennilega til þess að bið;a mig að gefa sér eitthvað á bollann sinin. Eitt sumar reri ég, með föð- ur mínum og bróður, á litl- um árábát, og eins og gefur að skilja, var það á ýmsurn tímum sólarhrings, sem við komum að landi. En það mátti ég eiga víst, að kisa kom á móti mér niður tiúnið, 1 hvaða veðri, á hvaða tíma sem var, neri sér upp við fætur mína, og skokkaði svo-hreykin heim með mér. JJift simn ..var ég heilan vetur ‘að heiman. En PÚSTKASSINN ekki brá kisa þeim vana sín- um, þegar ég kom heim, að skríða upp í rúmið til mín. Á næsta bæ við heimili mitt var um þessar mundir verstöð mikil. og voru þaðan gerðir út margir vélbátar. Faðiir minn átti þá vélbát, sem var einmitt gerður út þaðan. Eitt siinn kom það í minn hlut að vinna við þennan bát og urðum við að vera sum- arlangt að heiman. Skömmu eftir að ég fór hvarf kisa, og engiinn hafði hugmynd um, hvað af henni varð. Svo leið sumarið, og ekkert spurðist til kisu. Það var þá venja, að útgerðartíminn væri frá fyrsta júní til síðasta september, og svo var í þetta sinni einnig. Að kvöldi síðasta september kom ég heim. Þennan dag var rigning og kalt í veðri og snjóaði um nóttina. En þessa sömu nótt kom kisa heim. Hún kom þó ekki einsömul. Um nóttina vaknaði einhver við það, að kisa mjálmaði sár an á glugganum, og í kjaft- inum bar hún vesælan og veik burða kettling. Daginn eftir korti hún svo með annan. En þegar hún lagði af stað aftur, veittu bræður mínir henrni eft- irför, og sáu, að hún sótti þriðja kettlinginn í holu, langt fyrir sunnan bæinm. All- ir dáðust að þessu afreki kisu, og að sjálfsögðu fékk hún að halda kettlingunum sínum, því Hér er hugmynd úr spönsku Carlos og Luis, rita nöfn sín unglingablaði. Stúlkan á mynd á ljósa blússu. ÞeSsa sömu inni hefur látið skólasystkini hugmynd má nota í lítinn dúk sín, sem heita nöftnum eins og á kommóðu eða veggteppi. Hafið þiö reynt tauþrykk? í Skiltagerðinni, Skólavörðu stíg 21, og sjálfsagt víðar, einkum í tómstundavöruverzl- unum, fást litir, sem ætlaðir eru til tauþrykks. Þessir litir ekki getað búið án þess að hennar yrði vart. • Menn tala oft um dýrin sem skynlausar skepnur, og vera má, að þau séu misvit- ur, rétt eims og mennirnir. En einmitt þetta, að bjarga fyrst barninu, sem vesælast var, sýnir að minnsta kosti það, að hún kisa mín bar vel skyn- bragð á, að mesta nauðsyn bar til þess, að koma þessum vesa- ling í öruggt skjól. Næsta sumar vorum við aft- ur í þessari sömu verstöð og hafa þá eiginleika, að þeir endast mjög vel í efninu, sem þrykkt er, og þó að flíkin eða dúkurinn séu þvegin ótal sinnum, dofnar liturinn lítið. afdrif kisu minnar. Hennar varð vart í verstöðinni, eftir að við vorum hætt að vinna þar, ein þar þótti hún vargur í véum, því að hún leitaði sér bjargar í fjörunni. Hún vissi ekki, að æðarungarnir, sem trítluðu um fjöruna, áttu að vera friðhelgir. Svo kom að því, að hún þótti of djarftæk, og maður nokkur tók sér fyr- ir hendur að útrýma þessum óvætti. Þannig urðu endalok kisu mimnar og ég saknaði hennar lengi, eins og dýrmæts grund 11, Sauðárkróki, semdi koti og flugvélinni hans, Hér eru tvær myndir í viðbót frá litla listamanninum í Bólstaðarhlíðinni, Sigurði Vali Sigurðssyni. Hann er reyndar 9 ára, en ekki sjö, og Barna-Tíminn biður hann inniiega afsökunar á mistökunum. SUÐURLAND. Ema Björk Hjaltadóttir, Bjarnastöðum, Ölfusi skrifar okkur bréf: Ég ætla að senda ykkur sögu, sem er svona: Einu sinni var stelpa, hún hét Stína. Stína var vargur, sem vildi fá allt, sem hún sá. Einu sinni, þegar Stína fór með mömmu sinni í kaupstað- arferð, fóru þær í leikfanga- búð, þar sem mamma hennar ætlaði að kaupa jólagjöf. Stína fór strax að skoða dúkkumar í búðinni, en mamma leit á stóru dúkkurn- ar. sem Stína hafði ekki kom- ið auga á, en Stína sá, að mamma tók eina dúkkuna og lót setja í stóram kassa og pakka inn. Ema mín! Það virðist sem endirinn á söguna þína vanti, og kannske hefur hann týnzt hjá okkur. Viltu skriía okkur aftur og við birtum þá fram- haldið í næsta Barna-Tíma, eða þar næsta. Teikningarn- ar frá systur þinni hafa ekki fundizt heldur, og þú biðvr hana að búa til fleiri og senda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.