Tíminn - 21.01.1968, Blaðsíða 1
FASTEIGNASALAN
HÚS&EIGNIR
BANKASTR Æ T I f,
Símar 16637 — 18828.
Auglýsmg i Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
Ingólfur Þorsteinsson, aSstoðaryfirlögregluþjónn, sk ýrir blaðamönnum frá gangi málsins um hádegið
I gær. (Tímamynd: GE).
MADUR HAND-
TEKINN í GÆR
OÓ-Reykjavík, laugardag.
Enn er ekki búið að upp-
lýsa hver myrti Gunnar
Tryggvason, leigubflstjóra, að
morgni fimmtudags s.l. Unnið
er af fullum krafti að málinu
og mjög viðtæk leit hefur stað-
ið yfir að þýðingarmiklu vitni
allt síðan á fimmtudagskvöld,
en það er ekki komið í leit-
irnar enn. I>á hefur Tíminn
frétt að búið sé að úrskurða
Bandaríkjamann í gæzluvarð-
hald vegna morðsins. Rannsókn
arlögreglan vill þó ekki stað-
festa að svo sé, en neitar ekki
að maður liafi verið handtek-
inn. Tekið skal fram, að lög-
reglan vill ekki láta annað
uppi en að um sé að ræða
mikilvægt vitni í málinu.
Maðurinn sem hvað mest er
leitað að er ungur að árum,
en hefur oft áður komizt í kast
við lögin. f gær gengu lögreglu
menn á allar bílastöðvar borg-
arinnar og sýndu bílstjórum
mynd af manninum, ef þeir
kynnu að kannast við að hafa
ekið honium eftir að morðið
var framið. Þá foru hengdar
upp ljósprentaðar myndir af
honum á bílastöðvunum, en
það var ekki gert á vegum
rannsóknarlögreglunnar, eða
með hennar vitund, og voru
þær teknar niður í gærkvöldi.
í bíl Gunnars fannst stubb-
ur af sígarettu sem er af teg-
undinni John Silver. Þessar
sígarettur eru ekki seldar hér
á landi. en eru framleiddar í
Svíþjóð. Vitað er ,að maðurinn,
sem fcvað ákafast er leitað að,
hafði slíkar sígarettur í fórum
sínum og var að reyna að selja
þær, en sígarettunum var smygl
að til landsins. Fleiri atriði
koma þó til greina í sambandi
við mann þennan, sem benda
til að varpað geti ljósi á morð-
málið.
Um kl. 6 á fknmtudags-
morgni sáu tveir menn, sem
voru að keyra út dagblöð, að
maður var á flækingi á Rauða-
læk, skammt frá þeim stað sem
Gunnar fannst myrtur nokkru
síðar. Sáu þeir ekki framan
í þennan mann, enda sneri
hann í þá baki. Veittu þeir
honum ekki mikla athygli. en
atburðurinn rifjaðist upp fyrir
þeim þegar þeir fréttu um
moröið. Mennirnir óku bíl sín-
um suður Laugalœk og beygðu
upp Rauðalæk. svo að
þeir fóru eteki framlhjó bíl
Gunnars, sem stóð rétt sunnan
vegamótanna.
Þá hefur maðurinn sem gekk
framhjá bílnum rétt f-yrir klukk
an 6 borið að honum hafi
sýnzt sem einhver hafi legið
í hnipri í aftursæti bílsins. Þó
er hann ekki viss um að svo
hafi verið, enda veitti hann
bílnum litia athygli, eins og
komið hefur fram í fréttum.
Enginn aðili hefur enn gefið
sig fram, sem ekið hefur með
Gunnari milli kl. 4.05 og 4.50,
en á því tímabili var Gunnar
ekki við Laugarnesstaurinn,
eða frá 4.50, en þá sást hann
Framhald á bls. 15.
VITNÍ VANTAR
Rannsóknarlögreglan leitar
mú að manni, sem talið er
hugsanlegt að hafi tekið sér
fari með R-461. á þeim tíma
nœturinnar, sem enn hefur ekki
tekizt að fá upplýsingar um.
Þetta vitni hefur ekki fundizt,
þrátt fyrir töluverða leit. Vindl
ingsstubbur af sænskri tegund
famnst í bílnum, og er talið að
vitnið kunni að gefa einhverj-
ar skýringar varðandi það.
Tegund þessi er John Silver,
en vitað er að vit.nið var með
slíka vindlinga til sölu. Nauð-
synlegt er fyrir lögregluma að
þrengja hringinn sem mest
varðandi ferðir Gunnars um
nóttina. Þetta vitni er liður í
því að brengja þanm hring. Við
birtum mynd hér til hliðar af
hinu eftirlýsta vitni, fólki til
glöggvunar.
Lögreglus itjórar og
syslumem með ferð fylgjast um manna
FB-Reýkjavík, laugardag.
Morðið á leiguWílstjóranum hefur vakið mikla *thygli
utan Reykjavíkur, og víða hér í nágrenninu, fyrir vestan og
fyrir norðan, eru yfirvöld á verði fyrir öllum ókennilegum
mannaferðum. Tíminn hafði í dag samband við sýslumenn og
lögreglustjóra á þessu svæði. Má um þessa aðila hafa orð
yfirlögregluþjónsins í Reykjavík, að þeir hafa „bæði augu og
eyru opin“. En frá honum höfum við þær upplýsingar, að
rannsóknarlögreglan hafi verið að leita að ákveðnum manni
í Keflavík í sambandi við málið. Annars eru yfirvöldin mjög
þakklát fyrir þann mikla stuðning, sem almenningur er fús
að veita í málinu, og kemur m.a. fram í því, að rannsóknar-
lögreglunni eru alltaf að berast upplýsingar, sem kannski
gætu orðið að gagni. En einhverjar þessar upplýsingar geta
orðið mjög mikilsverðar. Hér fara á eftir samtöl Tímans við
yfirvöld á hinum ýmsu stöðum.
Sigtryggur Árnason, yfirlögreglu-
þjónn, Keflavík:
Það hefur verið leitað til okk-
ar hér, en við höfum ekki enn
getað komið með neitt, sem hald
er í. Það hefur verið að koma hing
að maður og maður með uppó-
stungur og upplýsingar um ferðir
manna og byssueign og annað
slíkt Við höfum verið beðnir um
að leita að ábveðnum manni,
hann mun hafa fundizt, en þó
ekki hér hjá okku-r, heldur kom
hann fram í Reykjavíik og á
heima hér i Keflavík. Við erum
að taka hér skýrslu-r og annað
slífct, þessu varðandi og höfum
bæði augu og eyru opin.
Ingibergur Sæmundsson, yfirlög-
regluþjónn í Kópavogi:
Við höfum komið til skila öll-
um þeim upplýsingum, sem borizt
hafa okkur til eyrna, en við get-
um ekiki gumað af þvi, að það
hafi verið neitt mikið. Fólk hefu-r
hringt til okfcar, og helzt sagt
okkur frá mönnum, sem hafa átt
byssur. í sumum tilfellum höf-
um við látið það ganga beint til
lögreglunnar í Reykjavík, en öðr-
uim höfum við athugað það sjálf-
ir. Ég er ekki viss um, að neitt
af þessu hafi verið sams konar
byssur, og sú, sem um er að
ræða í þessu tilfelli, en þori þó
ekki að segja um það fyrir víst.
Steingrímur Atlason, lögreglu-
þjónn, Hafnarfirði.
Við höfum vakandi augia á öllu,
og fylgjumst með því sem fram
kemur bæði frá lögreglunni í
Reykjavík og í blöðunum, og
þær upplýsingar, sem við fáum
látum við ganga áleiðis til þeirra
í Reykjavík. Við látum þá vinsa
úr því, sem okkur berst. Fólk hef
ur haft samband við okkur, t. d.
var okkur sagt frá því, að skotið
hefði verið á bíl fyrir þremur til
fimm árum úr húsi í Laugarnes-
hverfinu, og komizt var að því úr
hvaða húsi var skotið, og við gáf
um það upp. Eins hefur okkur
verið sagt fró mönnum, sem eiga
byssur, eins og þá, sem auglýst
hefur verið eftir, og því höfum
við sömuleiðis komið á framfærL
Jón Guðmundsson, yfirlögreglu-
þjónn, Selfossi:
Það ern að sjálfsögðu allir lög-
gæzlumenn í landinu beðnir um
að hafa augun opin í sambandi
við þetta, og við þar með. Mér
vitanlega er enginn ákveðinn grun
aður enniþá, svo það er ekki mikið
hægt að gera. Við tökum við þeim
upplýsin-gum, sem kunna að berast
og hingað til hefur ekkert borizt,
sem við mundum telja athyglis-
vert.
Stefán Bjarnason, yfirlögreglu-
þjónn, Akranesi:
Við vorum beðnir um að svip-
ast um eftir ákveðnum manni, og
Framhald á bls. 14.
ÁFENGI
ST0LID
ÚR LIDÓ
EJ Reykjavík, laugardag. •
í nótt var brotist inn í veit
ingahúsið Lidó og þar stolið
víni, sennilega 15—20 flöskum.
Er hér um Genever og Gin að
ræða. Mál þetta er nú f rann-
sókn.
Kristján Sigurðsson, lögreglu
þjónn, tjáði blaðinu í dag, að
rannsókn væri rétt að hefjast
Hefði þjófurinn, eða þjófarnir,
sparkað upp hurð á víngey-mslu
í Lídó og haft á brott með sér
ofangreint magn af áfengi.