Tíminn - 21.01.1968, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 21. janúar 1968.
TÍMINN
9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjórl: Krlstján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helfjason og IndriOi
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Ang-
lýsingastjóri: Steingrimur Glslason Ritstj.skrlfstofur 1 Eddu-
búsinu, símar 18300—18306 Skrifsofur: Bankastræti 7 Af-
greiðslusími: 12323 Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrlfstofur,
sími 18300. Ásikriftargjald kr 120.00 á mán. Innanlands — f
lausasölu kr 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Deila um útvarpsþátt
Deila er nú risinn út af því, að meirihluti útvarps-
ráðs hefur, eftir krókaleiðum, fellt niður hljóðvarpsþátt,
sem Magnús Torfi Ólafsson sá um. Látið er í veðri vaka,
að þátturinn sé felldur niður vegna þess, að hann hafi.
misheppnazt og þótt leiðinlegur. Um það mat skal ekki
dæmt hér, enda geta útvarpshlustendur gert það sjálfir.
Megin ástæðan til þess, að þátturinn er felldur niður,
mun líka sú, að Magnús vék, í seinasta þætti sínum, eitt-
hvað að réttarhöldum í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum
á þann veg, sem „vinum“ Bandaríkjanna líkaði ekki.
Þeir, sem heyrðu þennan þátt, geta hver um sig
dæmt um það, hvort Magnús hafi þar brotið gegn reglum
útvarpsins um óhlutdrægni. En til gamans skal þess
getið í þessu sambandi, að síðastl. mánudag birti „Inter-
national Herald Tribune“, sem er gefið út í París, í sam-
vinnu við „New York Times“ og „Washington Post“
tvær forustugreinar úr „New York Times“, sem voru
skrifaðar í samhengi. Fyrri forustugreinin fordæmdi dóm
ana yfir rússnesku skáldunum og þau málamyndarréttar-
höld, sem fóru fram í sambandi við þá. Síðari forustu-
greinin átaldi hinsvegar stjórnarvöld Bandaríkjanna fyrir
að neita júgóslavneska skáldinu Vladimir Dedijer um
vegabréf, en hann hafði óskað eftir að mega koma til
Bandaríkjanna- „New York Times“ komst svo að orði,
að með þessu virtust Bandaríkin vera ákveðin í því að
sýna, að kommúnistaríkin hefðu ekki neinn einkarétt á
gjörræði.
Því er hér vakin athygli á þessum tveimur forustu-
greinum „New York Times“, að þær eru glöggt dæmi
um það frjálsræði og víðsýni í fréttum og málflutningi,
sem einkenna ekki aðeins mörg helztu blöð Bandaríkj-
anna, heldur einnig fréttaflutning fjölmargra sjónvarps-
stöðva þar. í þeim efnum eru Bandaríkjamenn á eftir-
breytnislegan hátt að losa sig úr viðjum kalda stríðs-
ins. Og jafn ákveðið og margir vilja fordæma fram-
ferði þeirra í Vietnam, þá er jafnskylt að halda því á lofti,
hve frjálslega og einarðlega er rætt um þessi mál í Banda
ríkjunum. Þar gefa Bandaríkjamenn fordæmi, sem allur
heimurinn getur dáðst að.
Því er ekki að neita, að íslenzka útvarpið hefur enn
ekki losnað við áhrif kalda stríðsins í fréttaflutningi
sínum um útlend málefni. Það finna þeir bezt, sem hafa
átt kost á að fylgjast með bandarískum sjónvarpsfrétt-
um um nokkra hríð. Þær skýra málin frá sem flestum
hliðum og frá sem flestum sjónarmiðum. Þátturinn
„Efst á baugi“ er spor í rétta átt, því að þar er oft
greint frá málum af víðsýni og óhlutdrægni. En slíkir
þættir mættu vera fleiri og flytjendur fleiri. Á þeim
vettvangi ætti maður eins og Magnús Torfi vel heima,
því að hann er manna fróðastur á því sviði og vill segja
rétt frá, eins og málin koma honum fyrir sjónir.
Varðandi innlend efni hefur nokkuð þokazt í rétta
átt hjá útvarpinu hin síðari ár, hvað það snertir að skýra
málin frá sem flestum hliðum. Þó stendur þar enn margt
til bóta. Varðandi alþjóðleg mál hefur hins vegar ríkt
að miklu leyti stöðnun og jafnvel afturför frá því sem
áður var.
Þetta þarf að takast til endurskoðunar. Sú endur-
skoðun á ekki að beinast að því að útiloka fréttir. sem
Bandaríkjamönnum eða öðrum bandalagsþjóðum okkar
geta verið óþægilegar, heldur að því að taka til fyrir-
myndar hinn frjálsa og víðsýna fréttaflutning þeirra
bandarískra blaða og sjónvarpsstöðva, sem fremst standa
í þeim efnum.
ROMNEY RÍKISSTJÓRI:
Stefna verður að tryggðu hlut-
leysi beggja Vietnamríkjanna
og brottflutningi alls erlends herafla frá báðum ríkjunum.
ROMNEY ríkisstjóri, sem
keppir að því að verða fram-
bjóðandi republikana í for-
Setakosningunum, er nýlega
kominn heim úr ferðalagi til
Suður-Vietnam. Síðastliðinn
mánudag flutti hann ræðu, þar
sem hann gerði grein fyrir
því, hvernig haun vill vinna
að því að koma á friði í Viet-
nam. Rétt þykir að birta þann
kafla úr ræðu Romneys, sem
fjallar um þetta atriði, þar sem
líklegt er, að hann mæli fyr-
ir munn hinna frjálslyndari
republikana.
VIÐ segjumst vilja samn-
ingaviðræður og fallast að
nýju á grundvallaratriði Genf-
arsamlþykktarinnar, en við höf
um ekki hafzt nægilega að, til
þess að sannfæra Hanoi-menn,
íbúa umheimsins eða jafnvel
Bandaríkjamenm sjálfa um að
okkur sé alvara.
Litið hefir út fyrir, að við
breyttum skilyrðum okkar fyr-
ir samningaviðræðum, sem
leitt gætu til samkomulags, og
við virðumst hafa misst af
tækifærum til þess að fá samn
ingaviðræður hafnar, hvort
sem verið hefir af ásettu ráði
eða mistökum. Afstaða okkar
hefir þótt benda of mikið til
þess, að við værum að krefj-
ast skilyrðislausrar uppgjafar.
Við ættum fremur að taka
jákvæða afstöðu til þe9s á-
stands, sem nú ríkir í alþjóða-
málum, en að sýna þverlyndi.
Nýframkomnar breyttar um-
sagnir Norður-Vietnama um
samningaumleitanir gætu lof-
að góðu. Vera má, að afstað-
an hafi breytzt, og þeim gæti
verið alvara með að óska eft-
ir raunverulegum viðræðum.
ÉG hefi um nokkurt skeið
verið að hugleiða uppástungu
að alvarlegri ákvörðun um
Vietnamdeiluna. sem leiða
myndi til tryggðs hlutleysis
þess landsvæðis, sem beinan
hlut á að máli. Ég hefi bent
á, að þetta væri aðeins ein
margra hugsanlegra leiða til
að hefjast handa, en þó vel
þess verð, að hún væri athug-
uð af gaumgæfni.
Með tryggðu hlutleysi á ég
við, að Norður- og Suður-
Vietnam, Laos og Cambodia
væru losuð við íkveikjuhættu
af völdum átaka kalda stríðs-
ins, eyðandi nærveru hinmar
svonefndu „þjóðfrelsisstyrjald
ar“ og frá þeim tekin beit-
ing ofbeldis og ógnanir um
beitingu þess, sem aðferðir til
að leysa deilur eða koma fram
pólitískum áformum innan
marka þessa landsvæðis.
Ef að þessu væri horfið,
yrðu erlendar hersveitir oa
herstöðvar fjarlægðar af svæð-
inu og ekki yrði um nein
bandalög að ræða milli þjóða
á svæðinu og valdasamsteypa,
hvorki austrænna né vest-
rænma Sjálfsákvörðunarréttur
inn vrði aflið, sem úrslitum
réði innanlands á svæðinu.
Ríkin á hlutlausa svæðinu ættu
■» - —B>W
George Romney
að vera frjáls að því að vinna
að efnahagslegri framþróuin
innan sinna marka í samvinnu,
og ættu að njóta aðstoðar til
að ná því marki.
Með tryggðu hlutleysi ætti
að vera unnt að ná því tak-
marki, sem olli í upphafi af-
skiptum Bandaríkjanna í Viet
nam, eða rétti Suður-Vietnama
til þess að ákveða sjálfir sína
stjórnarhætti, án afskipta er-
lendra afla.
ÞRENNT þarf að gera til
þess að unnt sé að koma á
tryggðu hlutleysi. En þessi
þrjú atriði eru hvert öðru háð.
í fyrsta lagi þarf að ná al-
þjóðlegu samkomulagi um Suð
ur-Vietnam.
Valdhafarnir í Saigon og
þjóðlega frelsisfylkiingin yrðu
að koma sér saman um aðal-
atriði þessa samkomulags, bera
á því höfuðábyrgð, en utan
að komandi öfl gætu haft sam-
vinnu um að beita áhrifum
sínum í þessu augnamiði. í
samkomulaginu ættu að vera
ákvæði um niðurfellingu bar-
daga af beggja hálfu, burt-
flutning hvers konar erlends
herafla og hernaðartækja. auk
endurreisnar innlends valds
og þjóðhollustu.
Valdhafarnir í Saigon yrðu
að vera fúsir til að veita aðil-
um að Vietcong sakaruppgjöf
og frelsi til þátttöku í stjórn-
málastarfi í landinu. Viet-
cong-menn yrðu að vera fús-
ir að hverfa frá ofbeldi og
þvingunum, sem aðferðum til
að ná stjórnmálamarkmiðum.
Samkomulag yrði einnig að
vera um aðferð til lausnar
þeim vanda að sameina Viet-
nam-ríkin tvö að nýju.
í ÖÐRU lagi yrðu stórveld-
in að ná samkomulagi um
málið. Með því móti yrði unnt
að hverfa fró vopnuðum átök-
um milli Suður- og Norður-
Vietnam og erlendra banda-
manna hvers um sig, afnema
stjórnmála- eða hernaðaraf-
skipti erlendra velda á hlut-
lausa svæðinu og tryggja var-
anlega frið og kyrrð þar.
Þessu væri unnt að koma í
kring fyrir atbeina aðildar-
ríkja Genfarsamþykktarinnar,
en ef til vill mætti njóta að-
stoðar sérstakrar nefndar, sem
þau skipuðu, og falið yrði að
semja um sameiginlega sam-
þykkt þeirra.
Bandaríkjamenn ættu þarna
aðild að sem þátttökuþjóð í
Genfarráðstefnunni frá 1954.
Vonandi tækju Kínverjar einn
ig þátt, í þessu, en synjun
þeirra um aðild ætti ekki að
þurfa að koma í veg fyrir
framkvæmdir meðan samvinna
aðildarríkja Genfarsamþykkt-
arinnar væri nægilega einlæg
og áhrifamikil til þess að
tryggja starfihæft ábyrgðar-
kerfi.
í ÞRIÐJA lagi þyrfti vendi-
lega samræmt kerfi alþjóðlegr
ar umsjónar, eftirlits og fram-
kvæmdar samkomulagsins milli
Saigon-manina og þjóðlegu
frelsisfylkingarinnar og meðal
aðildarveldanna að Genfarráð
stefnunni. Þetta kerfi gæti
náð til margs konar starfa, svo
sem löggæzlu á landamærum,
eftirlits með vopnahlésákvæð-
um, endurreisnar innlends
valds og brottflutnings erlends
herafla. Þá miá og nefna stjórn
mála- og hernaðarlega nær-
veru til þess að tryggja stað-
bundið öryggi og reglu, könn-
un á hlutleysisbrotum og var-
úðarráðstafanir gegn þeim,
stjórn og opinbera þjónustu
til bráðabirgða, eftirlit með
framkvæmd kosninga og sér-
íræðilega aðstoð og leiðbein-
ingar við efinahagsþróun á á-
kveðnum svæðum.
Sérstök, aiþjóðleg sendi-
nefnd gæti skipulagt þessi
störf og falið þau ákveðnum
aðilum, ef til vill undir yfir-
stjórn Sameinuðu þjóðanna,
sem notfærðu sér framlög
þjóða eins og íra, Svía og
Ethiopíumanna, sem hafa
reynslu í friðargæzlu eða al-
þjóðlegu eftirlitsnefndarinnar,
sem þá yrði að efla með auknu
valdi og búnaði, — og jafn-
framt að losna við lömun neit-
unarvaldsins.
EIG-I að takast á við vand-
ann með þessum hætti. þarf
sameinað átak þjóða, sem láta
stjórnast af sameiginlegri ó-
beit á styrjöldum og ást á
friði. Gagnkvæm snerting, sam
skipti og umræður verða að
fara fram á mörgum mismun-
andi sviðum samtímis. Sér
stök atriði áætlunarinnar yrðu
svo að ákveðast nánar jafn-
óðum og þau kæmu til fram-
kvæmda.
Bandaríkin gætu tekið að
sér að hafa forystu í þessu
éfni og beitt áhrifum sínum
á aðra.
Væri ég forseti. léti ég ekk-
ert tækifæri ónotað til þess
að hefjast handa um að hrinda
þessu í framkvæmd.