Tíminn - 21.01.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.01.1968, Blaðsíða 14
14 TÍMINN SUNNUDAGUR 21. janúar 1968. Aöalfundur Framherja er í dag ASalfundur Framherja, sunnudaginn 21. janúar, og um stjórnmál og launamál. félags launþega, verSur hefst hann kl. 14,30 síSd. Mætið stundvíslega og haldinn í Framsóknarhús- Fundarefni: 1. Venjuleg með nýja félaga. inu á Hringbraut 30, í dag, aðalfundarstörf. 2. Rætt Stjórnin. FYRSTIR með STÆRRA rými 320 lítra DJÚP- FRYSTIRINN STÆRRA geymslurými miðað við utánmál,ryð- frír, ákaflega öruggur í notkun, fljótasti og bezti djúpfrystirinn. KPS-djúpfryst er örugglega djúpfryst. Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. Vesturgötu 2 Verzlunin Búslóð við Nóatún. Baldur Jóns*son s/f, Hverfisgötu 37. [nskukennarar Mr. Jeremy Westwood frá University of London Press, mun kynna kennslubækur í ensku í bóka- verzlun okkar í Hafnarstræti 9, mánudaginn 22. janúar. ÞAKKARÁVÖRP Innilegar þakkir vil ég færa sveitungum mínum í Reykholtsdal og Flókadal og félögum úr Garðyrkju- félagi Borgarfjarðar, fyrir höfðinglegar peningagjafir, við fráfall eiginmanns míns, Magnúsar Jóhannessonar. Sigurborg Þorleifsdóttir, Björk. Innilegt þakklæti til allra sem gerðu mér ógleym- 'anlegan sjötugasta afmælisdaginn, með heimsóknum, gjöfum og s-keytum. Óska ykkur allrar blessunar á nýbyrjaða árinu. Bjarni Sigvaldason. EiginmaSur minn, faSir, fósturfaSir, tengdafaSir og afi, Sigurður Ólafsson Snorrabraut 40, verSur jarðsunginn frá Fossvogskapellu, miSvikudaginn 24. janúar kl. 3 e. h. Ágúslína SigurSardóttir, börn, fóstursynir, tengdabörn og barnabörn. Utför, Guðmundu Björnsdóttur, som lért 16. þ. m. aS Elliheimilinu Grund í Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju, miSvlkudaginn 24. janúar kl. 13.30 e. h. F. h. vandamanna, Jónas Pálsson Mikil aðsókn hjá leikfélaginu Feikileg eftirspurn er eftir miðum að Koppalogni Jónas-ar Árnasonar, sem Leikfélag Reykjavíkur fru-msýndi milli jóla og nýárs. Hafa þegar verið 9 sýningar á leiknum og upp selt á þær a-llar. Koppalognifi fékk sem kunnu-gt er mikið lof gagnrýnenda, enda er-u undir tektir áhorfenda á sýningum feikn góðar. í síðustu viku hafði Leikfélagið sjö sýningar og var uppselt á þær allar, en auk Koppalognsins er félagið um þessar mundir að sýna gam anleikinn Indíánaleik og barna 1-eikritið Snjókarlinn okkar. eftir Odd Björnsson og Leif Þórarinsson. Iðnskóli á Egilsstöðum JK-Egilsstöðum, þriðjudag. í vetur heimilaði mennta- málaráðuneytið, að fyrsta bekkjar iðnfræðsla færi fram á Egilsstöðum á þessum vetri. Þessi ráð-stöfun er meðal ann- ars gerð vegna skorts á að- stöðu við iðnskólann í Nes- kaupstað til þess að taka á móti þeim nemenduim. sem þarna er um að ræða. Iðnskól inn hér á Egilsstöðum var síðan settur 15. þ.m., og eru í honum 16 nemendur héðan frá Egilsstöðum og nágrenni. Kennarar við skólann eru Páll Lárusson húsasmíðameist- ari og séra Ágúst Sigurðsson prestur í Vallanesi. FYLGZT MEÐ MANNA- FERÐUM Framhald af bls 1. hann hefur ekki fundizt hér. Það er það eina. Það var ekki nefnd nein sérstök ástæða fyrir því, að maðurinn gæti verið hér, heldur óskuðu þeir aðeins eftir að við kynntum okkur þetta hér. Ásgeir Pétursson, sýslumaur, Borgarnesi: Lögreglan í Reykjavík hefur beð ið okkur að kan-na hvort ákveðinn maður sé finnanlegur hér. Við höfum gert það, og við höfum ekki fundið hann. Við höfurn ekki fund ið neitt grunsamle-gt hér á ok-kar svæði. Gylfi Jóhannsson, lögregluþjónn, Ólafsvík: Það hefur ekki verið leitað til okkar um aðstoð, eftir því sem ég bezt veit. Hér he-fur bara verið fylgzt með mannaferðum. Friðjón Þórðarson, sýslumaður í Stykkishólmi: Það Hefur ekkert verið leitað til okkar u-m aðstoð. Halldór Jónmundsson, yfirlög- regluþjónn, ísafirði: Þáð hefur ekkert verið leitað til okkar hér, og ekkert k-omið fram hér, sem ástæða þykir til að koma áleiðis til lögreglun-n-ar í Reykja vík. Gísli Ólafsson, yfirlögregluþjónn, Akurcyri: Ekki hefur verið leitað beinlínis til okkar, við höfum auðvitað frétt af þessu, og fregnað, eins o-g aðrir, og fyl-gzt með þvi á þann hátt. En ekkert hefur verið talað við mig sérstakle-ga i sambandi við rann sókn hér eða leit, en það gæti ver ið eftir Við reynum að fylgjast vel með öllum fréttum, því að eng inn veit, hvar hins sek-a er að leita. Framleiðendur Thalidomids fyrir rétt NTB-Aacfien, föstud-ag. Framleiðendur Thalidomids, ró- andi lyfsims, sem talið er hafa valdið því að þúsundir barna fædd ust vansköpuð, verða leiddir fyrir rétt í borginni Aachen seinni hluta m-aímánaðar næst komandi. Thali- domid og áhrif þess eru einhverj- ar verstu hörmungar, sem orðið hafa af völdum lyfja frá því er sögur hófust. Alls verða níu ráðamenn og tækni-fræðingar vesturJþýzka fyrir- tækisin-s Gruenthal leiddir fyrir réttian, en það var fyrirtækið, sem hóf framleiðslu og sölu á lyfinu árið 1957, umdir nafninu Contergan. Verði sakborni-ngarnir sekir fundmir, ei-ga þeir allt að tíu ára fangelsisdóm yfir hö'fði s-ér. í ákæruskj-alinu, sem er 952 blaðsíður, er mönnuinum níu, þeirra á meðal framkvæmdastjóra fyrirtækisins, gefið að sök að hafa valdið fólki líkamstjóni að yfir- lögðu ráði, að hafa gert sig seka um vítaverða óvarkárni og morð að óyfirlögðu ráði, svo og að hafa brotið lög um framleiðslu læknis- lyfja. Allt varðar þetta við lög. Sala Thalidomids náði hámarki árið 1960, þegar milljónir taflna voru teknar inn af ófrískum koin- um, komnum skammt á leið. Börnin urðu va-nsköpuð á ýmsa vegu, allt frá örlítið vansköpuðum handleggjum upp í það að útlimi vantaði gersamlega. Talið er. að um fimm þúsund börn hafi fæðzt vamsköpuð í Vestur-Þýzkalandi vegna þess að mæður þeirra höfðu neytt lyfsins. í Bretla-ndi er talið að þrjú hundruð börn hafi fæðzt vansköpuð vegna þessa og í Sví- þjóð tvö hundruð og fimmtíu. Rannsóknir leiða og í ljós, að rösklega fimm þúsumd mann-s hafa beðið tjón á tauga-kerfi sínu vegna neyzlu Contergangs, þ. e. Tha-li- domids. í ákæruskjalinu segir, að áður en lyfið var sett á mai’kaðinn hafi tilrau-nir sýnt, að það væri skað- legt taugakerfinu. Þetta er eitt veigamesta ákæruatriðið, og sann ist það á sakborningana, eru þeir fundnir sekir um að valda fólki líkamstjóni að yfirlögðu ráði, sagði saksóknarinn, Heiinrich Gier- lioh, í fyrra, er ákveðið var að lögsækja mennina níu. Dr. Gier- lich sagði, að fyrirtækið hefði átt að taka lyfið af markaðnum, þeg- ar í stað, er uppvíst var um skað leg á-hrif þess. Gierlich sagði, að þetta m-ál yrði ef til vill einstætt í réttarsögunni sakir allra kring- umstæðina og sérkennilegra mála- vaxta. Hlaðrúm henta alhtaSar: i bamaher- bergib, ungUngaherbergitt, hjónaher- bergiS, sumarbústabinn, veUlihúsill, bamaheimili, heimavutarshóla, hótcl. Helztu kostir hlaSrúmanna eru: ■ Rúmin má nota eitt og eitt sér eða hlaða þeim npp í trær eða þijár hæðir. ■ Hægt er að ö aukalega: Náttborð, stiga eða liliðarborð. ■ Inn.inin.il rúmanna er 73x184 sm. Hægt er að fá rúmin með baðmull- ar og gúmmídýnum eða án dýna. ■ Rúmin hafa þrefalt notagildi þ. e. kojur.'einstaklingsrúmoghjónaiúm. ■ Rúmin eru úr tekki eða úr brenni (brennii-úmin eru minni ogódýrari). ■ Rúmin eru SU i pðrtum og tekur aðeins um tvær mlnútur að setja þau saman eða taka i sundur. HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVlKtfR BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI11940 MENN OG MALEFNI Framhalci ai ó siðu tryggingabætur, honum að þakka. Á þessu tókst honum að vinna ofurlítið á. Rétt fyrir kosningarnar ritaði einn af yngri boðberum flokksins grein í blað sitt um tryggingar og upplýsti þar m.a., að ísland hefði á síðustu árum dregizt mikið aftur úr hinum Norð- urlöndunum í fjölskyldubótum. Sagði hann, að nýtt stórátak þyrfti að gera til þess að rétta þennan hlut, og mátti gerla skilja, að ekk; þyrfti lengi að bíða þess, ef Alþýðuflokkurinn réði einhverju eftir kosningar. Nú er Alþýðuflokkurinn enn á valdastóli, en í haust efndi hann þetta heit sitt fyrst með því að afnema verðtryggingu á Fræðslufundir Iðnnema „Iðnnemasam-band íslands hef- ur ákveðið að gangast fyrir mán- aðarlegum menningar- o-g fræðslu fundum, sem opnir verði ölluim al menningi, þótt iðnnema séu sér- stakl-ega hvattir til þess að mæta. Á fundu-m þessum verða tekin til umræðu ýmis félagsmál sem ofar- le-ga eru á bau-gi. Fyrsti fundurinn í þessu formi verður haldinn í Tjarnarbúð uppi í dag, og mun Haraldur Steinþórs son varaformaður B.S.R.B., hafa þar framsögu. Erindi sitt kallar hann, Hverjir borga, hverjir sleppa, hugleiðingar um skattamál. Fundurinn hefst kl. 14 o.g er að- gangur ókeypis. Kaffiveitingar verða á fundinum.“ laun, en hún var eitt skásta haldreipi barnafjölskyldna, en síðan með því að hækka í engu fjölskyldubætur til jafns við dýrtíð, og lætur þær standa í stað, en skellti ófeiminn þunga neyzluvöruhækkunarinnar af gengisfallinu affallalausum á barnaheimilin, en sammæli er, að hann kom þar langsamlega þyngst niður. Stendur svo nú um afreksverkin í þessum sér- kennilegu efndum kosningalof- orða „góðmálaflokksins“ í rík- isstjórninni við barnaheimilin í landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.