Tíminn - 21.01.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.01.1968, Blaðsíða 8
TIMINN Þessi mynd var tekln í Reykiavíkurhöfn fyrir rúmri viku, eSa rétt áSur en róSrar hófust. Þótt fiskverS hafi veriS ákveSiS og róSrar hafizt, taka frystihús ekki enn á móti fiski, og ekki hefur veriS samiS viS sjómenn. Er því enn rikjandi mikil óvissa um vertíSina. (Ljósm.: Tíminn G.E.) 3__________________________ Óhugnanlegir atburðir. Síðustu dagana hafa gerzt í 'ainu litla samfélagi okkar svo jhugnanlegir atburðir, að sleg- ð hefur felmtri að fólki, og 3r gild ástœða til. Fyrst hurfu arír menn, svo að segja sam- amis, og hefur ekkert til þeirra vpurzt, þegar þetta er ritað, brátt fyrir leit og eftirgrennsl- an dögum saman. Um miðja vikuna bættist það svo ofan á, íð kaldrifjað morð var framið i Reykjavík, er leiguibifreiðar- itjóri var skotinn til bana und- Ir stýri bifreiðar sinnar. Mann- Iráp með þeim hætti, sem hér varð, er óþekkt að kalla hér á landi; má jafnvel telja, að þetta sé fyrsta ránmorð, sem hér hef- ir verið framið. Það stillir okk- ar andspænis nýjum vanda og h.áska, færir okkur inn í skugga iega veröld, sem við höfum ver .ð svo hamingjusamir að hafa iðeins spurnir af í öðrum þjóð- iöndum. i>urfum við að skrifa á sænsku? Bókmenntaverðlaunum Norð- urlandaráðs hefur verið úthlut- að í sjöunda sinn, og hljómlist- arverðlaunum í annað sinn. Bók menntaverðlaunin hlaut að þessu sinni ágætur sænskur rit höfundur, sem hiklaust verður að telja vel til verðlauna hæf- an. Jafnframt hlýtur það þó að stinga í augu, að nú er svo kom ið, að helmingur þeirra átta höfunda, sem verðlaunin hafa hlotið frá öndverðu, eða fjórir af átta, eru sænskir höfundar, en tvær Norðurlandaþjóðanna, sem þó eru báðar gildar bók- menntaþjóðir með blómlega uppskeru á hverju ári, Danir og íslendingar, hafa ekki enn orðið þessarar náðar aðnjótandi og lengi mun verða munuð sú hneisa nefndarinnar, að skipta verðlaununum milli Heinesens, hins færeyska frásagnarmeist- ara, og Lagerkrantz, hins sænska, að honum ólöstuðum. Svíar eru að sjálfsögðu mik- il skáldskapahþjóð, en þó hlýt- ur að teljast vafasamt, að hún sé sú yfirþjóð í norrænum bók- menntum, sem hlutfall þeirra í verðlaunum þessum bendir til. í dagblaði í Reykjavík var þessi skrítla í fyrradag: „í gamla daga urðu íslenzk- ir rithöfundar að skrifa á dönsku, til þess að verða fræg- ir og fá verðlaun. Nú væri rétt- ast hjá þeim að fara að skrifa á sænsku.“ í þessum gamanmálum felst ef til vill töluverður sannleik- ur um þessi mál. Sænskan hef- ur móðurmálstök á fjórum nefndarmanna, sænsku og finnsku nefndarmönnunum, og ekki er fráleitt að ætla, að það veiti sænskum bókum hægari sóknarstöðu, og þýðingar í þessu skyni, t.d. af finnsku og ís- lenzku, halda að líkindum ekki beim frumtöfrum, sem til þarf, enda stundum unnar aðeins til bess að gefa einhverja hug- mynd um verkið. Sú spuming hlýtur því að vakna, hvort veru leg hætta sé á, að tunguskil bjóði óréttlæti heim í þessu mikilvæga samstarfi Norður- landáþjóða og vinni því ógagn norrænni samvinnu í stað gagns. Að vísu skipta verðlaunin sjálf engu meginmáli, en hitt væri óbætanlegt tjón, ef þetta fæddi af sér það álit meðal íslenzkra rithöfunda, eða skyti stoðurn undir það, að þeim sé lokuð leið til réttmætrar viðurkenn- ingar í þeim löndum, sem næst standa okkur, ef þeir skrifi á íslenzku. Við munum þá tíð, er ís- lenzkir rifihöfundar eins og Gunnar Gunnarsson, Guðmund ur Kamban, Kristmann Guð- mundsson og fleiri töldu sig verða að brjóta sér braut með því að skrifa á dönsku eða norsku, en við höfum á seinni árum viljað liíta á það sem dæmi íslenzks umkomuleysis á fyrri árum, en talið okkur hafa á- stæðu til að ætla, að það heyrði til liðinni tíð. Er nú illt í efni, ef þetta tilbrigði norrænnar samvinnu skýtur nýjum stoð- um undir þetta álit, og mönn- um þyk} sýnt, að þeir verði að skrifa á sænsku, ef verðlauna- hæft á að kallast. Hraðvaxandi at- vinnuleysi Þau vátíðindi hefur nú að höndum borið, að atvinnuleysi er orðið hér töluvert. í höfuð- borginni voru skráðir atvinnu- lausir í vikulokin full þrjú hundruð manna og bætast nokkrir tugir við á hverjum degi. Víða úti á landi hefur ver- ið verulegt atvinnuleysi mán- uðum saman. Þetta er gamall draugur, sem menn vonuðu, að kveðinn væri niður, en birtist nú aftur sem eins konar skipta- ráðandi í „viðreisnar“-gjaldþrot inu mikla. Forsætisráðherra lét svo um mælt á þingi fyrir nokkrum dögum, að „móti atvinnuleysi yrði að berjast með öllum til- tækilegum ráðum“, og hefur Morgunblaðið frægt þau lands- föðurlegu orð á síðum sínum undanfarna daga. En landsfað- irinn bætti við, að enn væru ekki komnar fram nógu glögg- ar skýrslur um þetta atvinnu- leysi, til þess að ástæða væri til að grípa til hinna „tiltæku ráða“. Sú viðbót sýnir gerla, hver hugur fylgir yfirlýsing- unni. Hljóta menn ag spyrja, hvort forsætisráðherrann telji, að atvinnuleysingjarnir þurfi að verða þrjátíu sinnum þriú hundruð, áður en hann telji ástæðu til atlögu við vágestinn. Aðrir muiju líta svo á, að mik- ilvægasta ráð í baráttu gegn atvinnuleysi sé að lesa rétt úr þróuninni og grípa til réttra ráða, áður en atvinnuleysi dyn- ur yfir, og með þeim hætti verði réttar varnarráðstafanir auðveldastar, bæði fyrir hið op- inbera og almenning, svo og atvinnuvegina sjálfa. Að sjálfsögðu verður að ætl- ast til þess, að stjórnendur séu einfærir um að hafa nokkra framsýni og fyrirhyggju um þetta, en fyrst svo var ekki, áttu þeir að taka vel ábending- um um það hvert stefndi, og ekkert vantar á slíkar ábend- ingar. Fjölmargir aðilar, ekki sízt Framsóknarmenn á Alþingi hafa margoft varað við þessari þróun og borið fram margvís- legar tillögur til þess að sporna við hættum hennar, en valda- menn látið sem vind um eyru þjóta. Sést og á orðum for- sætisráðherra, að þeim er ekki í huga að byrgja brunninn. „Viðreisnar“-gjald- þrotið æ hrikalegra. Með hverjum mánuðinum, sem líður, kemur betur í ljós, hve „viðreisnar“-gjaldþrotið er hrikalegt, djúprætt og algert, og jafnframt koma fram í dags- Ijósið nýir og nýir þættir þeirr- ar iðju stjórnarvaldanna, að reyna að dylja fyrir þjóðinni, hvernig komið er, og hverjar eru raunverulegar orsakir þessa ástands. Það verður ekk ert lát á blekkingaaustrinum. Fyrir kosningarnar í vor var öllu tjaldað, sem tækt var, til þess að leyna þjóðina því, hvern ig komið var og öllum vanda. sem unnt var, skotið fram fyrir kosningar með margföldum kostnaði og beinum skemmdar- verkum á hinu sjúka efnahags- SUNNUDAGUR 21. janúar 1968. kerfi, sem hefndu sín grimmi- lega á eftir. Eftir kosningarn- ar í sumar og haust kom svo þessi hluti „viðreisnar“-gjald- þrotsins allur úr kafinu, en þá hófst ný varnarbarátta stjórn- arflokkanna með blekkinguna að vopni, og hún var í þvi fólg- in að reyna að sýkna stjórnar- stefnuna. Þessi sérkennilega varaarbar átta í gjaldþrotsstríði „viðreisn- arinnar“ hefur staðið síðustu mánuðina atf ærnum ákafa, þótt raunar hafi stjórnarliðið orðið að hrökklast þar úr einu víg- inu í annað. Ný strandhögg gjaldþrotsmanna Af öllum boðskap stjómar- herra í nóvember og desember hafði þjóðin ástæðu til að ætla, að morgunverk þeirra á nýja árinu yrði að friða og græða ofurlítið af þeim höggsárum, sem veitt voru á aðventunni, enda var jólaboðskapur þeirra sá. Þeir lofuðu 250 millj. kr. tollalækkunum til þess að milda áhrif verðhækkunar á nauð- sjmjum almennings og draga úr kjaraskerðingu. Nú er kom- ið í Ijós, að þetta voru ómaga- orð ein. Og sömu leið hafa önn- ur betrunarloforð farið. Og af- sökunin er sú, að um jólaleyt- ið hafi komið í ljós, að ástand- ið vœri miklu alvarlegra en sást fyrir jólin, og er helzt að sjá, sem einhverjar nýjar rann- sóknir Efnahagsstofnunarinnar hafi atfhjúpað þetta. Fyrir jól var fullyrt, að gengislækkunin ætti að nægja útflutningsfram- leiðslunni og girða fyrir vax- andi uppbætur, og í samræmi við það, var það fyrirbæri þurrkað út úr fjárlögum, nema hluti niðurgreiðslna og útflutn- ingsuppbóta á landbúnaðarvör- ur. Nú eftir jólin er svo öllum tollum og sköttum haldið í há- marki sem fyrr og fremur bætt við, en gert ráð fyrir um fjög- ur hundruð milljónum í upp- bótum til sjávarútvegs og fisk- iðnaðar. Þetta sýnir gerla, að „viðreisnar“-gjaldþrotið er svo botnlaust, að páfar þess vita ekki lengur sitt rjúkandi ráð. Það er ekki aðeins, að stefna þeirra og gerðir hafi stefnt efnahags- og atvinnulífi þjóð- arinnar í þetta kviksyndi, held- ur er ríkisstjórnin hætt að geta fylgzt með því, sem er að ger- ast, og metið ástandið af nokkru skynsamlegu viti, þennig, að fullyrðingar hennar og ráðstaf- anir blasa við þjóðinni sem upp spuni, óráðshjal og ónytjuverk tveim eða þrem vikum síðar. Þar með er „viðreisnar“-gjald- þrotið orðið bæði málefnalegt og persónulegt. 4f rek góðmála- flokksins. Menn muna, að fyrir kosn- ingarnar forðaðist Alþýðuflokk urinn að lýsa yfir, að hann ætl- aði að stjórna með Sjálfstæðis- flokknum eftir kosningar. og hann gaf hiklaust í skyn, að fhaldið bæri meginábyrgð á efnahagsöngþveitinu. Hins veg- ar væru „góðu málin“, svo sem Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.