Tíminn - 22.03.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.03.1968, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323 Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Rockefeller ROCKE- FELLER ER ÚR LEiK! NTB-New York, fiintudag. Nelson Rockefeller, ríkis- stjóri, hélt fund me3 frétta mönnum í New York í dag, og þar lýsti hann því yfir, að hann myndi ekki gefa kost á sér sem frambjóðandi Republikanaflokksins í for setakjörinu í nóvember. „Ég Iýsi því hér með yfir, að ég er ekki frambjóðandi, og vinn hvorki beint né ó- beint að þvi að verða Banda ríkjaforseti" sagði Rockefell er. Nú virðist Nixon því einn um hituna, sem eini stjórn málamaðurinn sem gefið hefur kost á sér til forseta framboðs. Rockefeller kvaðst álíta það vilja flestra leiðtoga Republikana, að Nixon yrði í framboði. Hann sagðist ekki telja sig eiga nægu fylgi að íagna til að bera sigur af hólmi í forsetakosn ingunum, auk þess sem hann vildi umfram allt forð Framhald á bls. 14. INNRAS ISRAELSHERS HARDLEGAGAGNRÝND NTB-Tel 4viv og Amiman, fimmtudag. jc í dag ruddust ísraelsmenn inn í Jórdaníu með mikið herlið og drápu rúmlega 150 arabíska skemmdarverkamenn í átökum, sem stqðu í tólf stundir. ísraels- menn sprengdu og fjölda herbæki- stöðva og hernaðarmannvirkja í loft upp, og þegar lið þeirra hélt undan í kvöld, tilkynnti talsmaður herstjórnarinnar í Tel Aviv: Allir flokkar okkar hafa lokið verkefn- um sínum. •k Jórdaníumenn halda því fram, að fsraelsmenn hafi beðið mikið afhroð í árásinni og að jórdanskir hermenn hafi hrakið þá aftur yfir Jórdanfljót, eflir að hafa greitt þeim atlögu frá tveim hliðum. fsraelsmenn hafi misst 200 menn fallna og særða, 42 skriðdrekar þeirra hafi verið eyðilagðir og þrjár ísraelskar orrustuþotur hafi verið skotnar niður. ir Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna fordæmdi árás fsraelsmanna dag og er það í fyrsta skipti, sem þeir finna svo stranglega að við fsraelsmenn. Árásin hefur mælzt illa fyrir viðast hvar í heiminum. í opinberri tilkynningu um árás fcia segja jórdönsk yfirvöld, að í iinnrásarliðÍTiu hafi verið 12.000 manns. Her þessi hafi orðið að láta uindan síga fyrir látlausri stór skotaihríð jórdanskra flokka. „ísra- elsmenn hörfa nú yfir ána Jórdan, og lið vort rekur flóttann. Óvin- urinn hefur misst flesta j>á skrið- dreka sina og brynvagna, sem hann beitti í árásinni", segir í yfir lýsingunni. Talsmaður herstjórnarinnar í Tel Aviv sagði, að þær jórdönsku hersveitir, sem snúizt hefðu til \-arnar, hafi beðið afhroð, að minnsta kosti 15 jórdanskir skrið- drekar hafi verið eyðilagðir og tveir herteknir. Hanm sagði ísraels menn aðeins hafa misst lð menm fallna og 70 særða. Sex brynvagin- ar hafi skemmzt af sprengjuhríð, og eim flugvél hafi verið skotim niður, en flugmaðurinm lent í fall hláf sinni á ísraelsku yfirráða- svæði, heill á húfi. fsraelska herliðið, sem hafði Skriðdreka og þotur sér til styrkt- ar, hélt yfir Jórdanfljót á tveim stöðum um hálf þrjú leytið í nótt að ís'lenzkum tima. Tólf stundum Framhald á bls. 14 EH-Akureyri, fimmtudag. Bæjarráð Akureyrar hélt sinn þúsundasta fund í dag. í upphafi fundarins kvaddi bæj arstjóri, Bjarni Einarsson, sér hljóðs og drap á helztu atriði í sögu bæjarráðs. f fyrsta bæj arráði áttu sæti fjórir menn. Tryggvi Helgason, Indriði Helgason, Friðjón Skarphéðins son og Jakob Frímannsson. Bæjarráð hóf starfsemi sína árið 1946.Fjölgað var um einn í ráðinu 1950, og þannig hefur Framhald á bls. 14. Bjarn Einarsson afhendir foreldrum Gumundar blómakörfu aS gjöf frá Bæiarstjórn Akureyrar. 1000. fundur bæjarráðs Akureyrar í gær: 10.000. borgarinn fékk 10. þús. kr. B.S.R.B. krefst endur- skoöunar á samningum EJ-Reykjavík, fimmtudag. ★ Stjórn B.S.R.B. ákvað í gær a8 krefjast endur- skoðunar á gildandi samning- um um kjör ríkisstarfsmanna vegna samninga þeirra, sem Alþýðusamband íslands gerði eftir helgina við atvinnurek- endur um verðtryggingu launa. Eru gerðar kröfur um sömu atriði, og ASÍ samdi um, að því undanskildu. að sleppt er skerðingu verðlagsbóta við 16—17 þúsund króna grunn- laun. ★ í fréttatilkynningu frá stjórn B.S.R.B. segir, að þessi undantekning sé gerð þar sem opinberir starfsmenn hafi sérstöðu hvað launakerfið snertir. Tilkynningin fer hér á eftir í heild: „Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja samþykkti á fundi sínum 20. þ.m. með öllum atkvæð um. að krefjast endurskoðunar á gildandi samningum uim kjör ríkisstarfsmanna, sibr. 7. gr. laga nr. 55/1962 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Er þessi krafa gerð með hliðsjón af breyt ingum í kjörum, sem orðið hafa hjá öðrum. Fjármálaráðherra hefur verið afhent kröfugerð samtakanna vegna ríkisstarfsmanna. Er þar um að ræða samning Alþýðusam- bandsins við vinnuveitendur að því undanskildu, að sleppt er skerð ingu verðlagsbóta við 16—17 þús. króna grunnlaun. Launakerfi það. sem opinberir starfsmenn búa við er miðað vjð skiptingu m.a. eftir menntun og ábyrgð. sem mundi fljótlega hverfa á tilteknu svæði launa- stigans, ef skerðingarákvæðin héld ust. Hafa þannig opinberir starfs menn sérstöðu að þessu leyti."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.