Tíminn - 22.03.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.03.1968, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 22. marz 1968 TÍIVSBNN 7 AK-Roykjavík, fimmtodag. í gær héldu áfram í sameinuSu þingi umræður um framkvæmd vegaáætlunar ríkisins á síðasta ári og vegamál almennt. Lauk umræðunni ekki. Sigurvin Einarsson svaraði sam göngumálaráðherra og kvartaði yfir því, að hann hefði fengið lítil og óskýr svör við spurningum sínum fyrr í umræðunum.. Hann íslenzkt kjarnfóður úr nýmöluðu korni verð mjög hagstætt Hænsnamjöl Varpfóður, kögglað Blandað korn Maískurl Hveifikorn Bygg Ungafóður fyrir varp- og holdakjúklinga. Kúafóður. mjöl og kögglað Maismjöl, nýmalað Byggmjöl Hveitiklíð Grasmjöl Sauðfjárblanda. köoqluð Svínafóður, kögqlað Hestafóður. mjöl og kögglað Hafrar MJÓLKURFÉLAG REYKJAVlKUR Kornmylla • Fóðurblöndun kvaðst t.d. enga skýringu Lafa feng ið á því, hvers vegna ekki hefði verið unnið fyrir allt það lánsfé. sem heimilt hefði verið að taka til vegagerða og benti á nokkra vegi á Vesturlandi í því sambandi, einkum á Þingmannaheiði. Hann minnti og á í þessu sam- bandi. að Vestfjarðaáætlun sú, sem ríkisstjórnin gumar oft af, væri alls ekki til, eins og vitnis- burður úr Efnaihagssto'fnuninni væri skýrastur um og rakti hann í þessu sambandi ræðustúf eftir Hannibal Valdimarsson. Samkv. vitnisburði Jónasar Haralz væru aðeins til drög að samgönguáætl- un fyrir Vestfirði og þau á norsku og ekki hefði einu sinni unnizt tími til að þýða þau. Al- gert bann ríkisstjórnarinnar virt ist liggja við því, að þessi drög eða aðrir punktar kæmu fyrir sjónir nokkurs manns allra sízt þingmanna kjördæmisins. Síðan 1965 hefði bókstaflega ekkert ver- ið unnið að þessari Vestfjarða- óætlun og Efnahagsstofnunin teldi sig hafa öðrum hnöppum að hneppa. Þá kvartaði Sigurvin yfir því, að samgöngumálaráðherra hefði ekki gefið nein svör um það, ihvernig viðhaldsféð hefði skipzt á síðasta ári milH einstakra ve.ga. Væri það kynlegt, ef ekki væri unnt að greina frá slíkri skipt- ingu. þar sem búið væri að gerá viðhaldskostnaðinn upp og unnt að nefna heildartölur ’ hans. Þá fengjust ekki heldur nein svör við því. hvernig snjómokstrarkostn aður hefði skipzt 1967. né heldur hverjar væru gildandi reglur um hann. t.d. á hvaða vegum snjó- mokstur væri' greirldur af ríkinu að fullu og bvar að hálfu. Þetta væri allt á huldu og samgöngu- málaráðherra teldi sér víst ekki skylt að gefa þingmönnum upp- lýsingar um þetta. Síðan ræddi Sigurvin nokkuð um vegaáætlunina eins og hún j er fvrir þetta ár og sagði. að: útlitið væri satt að segja heldur óglæsilegt. Til nýbygginga vega ætti að verja 57.5 millj. kr. en búið væri að taka svo mikil lán til vegagerða undanfarin ár að vextir og afborganir af þeim ein-1 um næmu 60—70 millj. kr. og; það fé yrði að taka af nýbyggingar j fénu. Væri vandséð. hvernig ætti að leggja nýja vegi. ef allt ný-j byggingarféð og mei.ra til. færi í j afborganir og vexti af lánum til verka. sem búið væri að vinna. j Væri skuldabyrði vegagerðarinn-j ar orðin 368 millj. og á þessu j ári væri gert ráð fyrir 138 millj. kr. lántöku og yrðu lánin þá 518 millj. Ef þau væru öll til 10 ára mundi þurfa 85—90 millj. kr. til þess að standa í skilum með þau. Auglvsið í Tímanum V 0 G I R — og varahlutir i vogir. ávallt fvrirlicrrriandi. Rit og reiknivélar, Sími 82380 Yrði þá lítið úr nýbyggingarfé bvers árs, ef til þess er lagt eins og í ár. Að sjálfsögðu væri það réttmætt að taka lán til vegagerða, þegar svo stæði á og nauðsynlegt væri vegna sérstakra verkefna. en þá yrði að ætla fé til greiðslu þeirra lóna og auk þess eitthvað meira til vegagerðar. Spurði Sigurvin toenær menn héldu, að hringveg- ur kæmizt á um landið með þess um fjárveitingum. Vilhjálmur Hjálmarsson kyað það eðlilegt, að allmiklar umræð ur yrðu um þessi mól, því að þau væru meðal stærsto vandamála þjóðarinnar og í því ástandi að fullkomin vá væri fyrir dyrúm. Þungaflutningar hefðu mjög auk- izt á vegunum. og vegna aukins álags hefði vegakerfið bókstaflega 'brotnað niður víða um land. og viðhald engan veginn nægilegt til þess að halda í horfi. Nefndi hann sem dœmi veginn inn fyrir Berufjörð, en sá kafli væri ein- hver veikasti hlekkurinn í vega- kerfinu öllu frá Reykjavík norð- ur og austor allt ti.1 Hornafj;rðar. Þá kivað hann það ástand alveg óviðunandi, að meginhluta við- haldsfjárins væri varið til við- gerða á vorin, þegar klaki er að fara úr jörðu. Reynt væri að fá vegina færa eins fljótt á vorin Og unnt væri og oft væri bað nauðsyn, en þá væri ekið ofaní- burður í svaðið' og þar hyrfi hann og yrði að mjög litlu frambúðar- gagni. Þegar sá timi kæmi svo á sumrin, að unnt væri að vinna að vegábótum til frambúðar, væri viðhaldsféð þorrið að mestu. Á þessu yrði að verða breyting og finna þyrfti ráð til þess að vinna mætti meira að viðgerðum þegar þær geta orðið að meira fram- búðargagni. Þá vítti Vilhjálmur það, að ríkis stjórnin skyldi ekki nota þær lánsheimildir, sem hún hefði til vegagerða. þegar þessi mikla vönt un væri á vegagerðarfé. Það væri sök sér að nota ekki lánsheimild- ir ,sem fengnar væru, ef venda mœtti á, að lánsfjárins hefði ekki orðið þörf, en því væri ekki að dreifa og fólkið, sem vantaði veg- ina ætlaðist áreiðanlega til. að þessar heimildir væru notaðar, ekki sízt þegar beinlínis væru gerð ar tímabundnar áætlanir um fram kvæmdir fyrir það. Kvaðst hann álíta, að fullkomin ástæða væri til þess. að samgöngumálaráð- herra gerði skýra grein fyrir þvi, hvers vegna lánsheimildirnar hefðu ekki verið notaðar. Þá kvaðst hann og hafa. vænzt þess. að ráðberrann lýsti því nán ar. hvað ríkið hyggðist gera í þess um vandamálum, en því hefði ekki verið að heilsa. Nú stæði fyrir dyrum endursamning vegaáættun- ar og væri talað um að breyta henni í fimm ára áætlun. Kvaðst hann leggja áherzlu á að ríkis- stjórnin gæfi stjórnarandstöðunni gott færi á .að fylgjast með því máli og fyndi form til þess, að hún gæti átt hlut að endurskoð- un þessara mála. Birnufelli Þriðjudaginn 19. des. s.l. rann upp bjartur og kaldur eins og svo margir dagar hafa gert á þess- um vetri. Síðla þennan dag þeg- ar skammdegisskuggarnir huldu lóð og lög barst sú frétt hér um sveitiina. að Friðrik Helgason bóndi að Birnufelli væri látinn. Hann varð bráðkvadd- ur nefndan dag á heimleið fra Ekkjufelli. Okkur sveitunga hans hér í Fellshreppi setti hljóða við þessa andlátsfrétt, því þótt við. gengum þess ekki duldir, að Frið- rik var veill til heilsu him síð- ari ár, var ekki búizt við að k'all- ið kæmi svona fljótt. En hér sannaðist, sem oftar. Milli lífs og dauða er aðeins eitt fótmál. Friðrik var bæði duglegur og vinsæll bóndi, sem vildi hvers manns vandræði leysa. Að honum er því mikill sjónarsviiftir fyrir okkur, sem þetta hreppsfélag byggjum. En heimili hans hefir þó misst enin meira. í sambandi við það, hvað Birnufellsheimilið hefur misst, kom mér, sem þessar línur ritar orð skáldsins í hug. „Skjótt hefur sól brugðið sumri.“ Friðrik var frábær heimilisfað- ii Skyldirækinn og fórnifús. Yfir velferð heimilisins Iogaði á lampa hans dag og nótt. Ifanm vann heimilisstörfim af miklum dugn- aði og bar mjög umhyggju fyrir heimilisfólkinu. Hann vildi greiða því leið á þau mið, þar sem lífssól þess mætti skína skært, skína í heiði án skýjafars. Friðrik Ilelga son var fæddur 11. júlí árið 1903 að Hallgil'sstöðum í Amarnes- hreppi við Eyjafjörð. Foi'éldrai' hans voru hjónin Helgi Þórðar- son og Halldóra Ágústa Tómas- dóttir. Með foreldrum sínum ólst hann upp, lengst af á Akureyri. Kaupstaðalífið heillaði ekki Frið- rik. Á unga aldri fór hann að stunda ýmis störf' út í landsbyggð inni. Bústörf hjá bændum skógar- vinnu, vegavinnu o.fl. Var hann eftirsóttur til stai’fa sökum dugn- aðar og verklægni. Hann aflajði sér fræðslu í héraðsskólamum að Laugum veturinn 1925—26. Frá Laugum ló leið hans að Birnu- fellf hér í sveit, þar sem hann dvaldi æ síðan. Friðrik kvæntist 'heitmey sinni Birnu Ólafsdóttur 6. nóv. 1931. Var sambúð þ?ir'-s með ávæ'um. svo hvergi bar skugga á. — Enda var Birna manni sínum samhent í öllu. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, þau eru: Þóruinm búsett í Vopnafirði giift Ármanni Kristjánssyni og Ólafur Bessi, sem dvelur heima. Ólafur bóndi að Birmufelli, faðir Birnu var Bessason bónda að Birnufelli Ólafssonar hreppsstjóra hér í hreppi Ólafssonar bónda Skeggja- stöðum. Móðir Birnu, fyrri kona Ólafs Bessasonar var Þórunn Bjarnadóttir bónda að Hafrafelli Sveinssonar s. st. Guðmunds- sonar bónda í Fannadal, Magnússonar. Kona Sveims Guð- mundssonar var Guðrún Bjama- dóttir úr Hellisfirði, (Viðfjarðar- ætt). Friðrik og Bima hófu búskap að Birnufelli árið 1932, á nokkr- um hluta jarðarinnar í tvíbýli við Ólaif föður Birnu. Eins og áður hefur verið tekið fram var Friðrik Helgasom mikill atorkumaður til al'lra verka. Stund aði búskap sinn með elju og dugn aði — enda stóð bú hans ætíð föstum fótum. Fjármaður var hann góður og gætti þess jafnan, að eiga nægi- legt fóður fyrir búfé eitt og í eðli sinu var nann mikill dýra- vinur. Friðrik vildi ógjarnan taka að ’sér opinber störf, var á þeim vettvangi fremur hlédrægur. Þo voru honum falin trúnaðarstörf fyrir sveit sína, sem hann leysti tmlega og vel af hendi. Ég sem þetta rita, var oft með Friðriki á heiðum uppi, að fram- kvæma fjallskil. Var hann í þeim ferðum ákjósanlegur félagi, glað- ur og hreifur, því hjá honum ríkti starfsgleði í ríkum mæli. Var hann jafnan foringi í þess- um ferðum og lét sér mjög annt um það, að félagar hans sigldu heilu skipi í höfn. Þeir sem kynntust Friðriiki eiga um hann góðar minningar. Minn- ingar sem varpa ljósi yfir sam- starfið við ósérhlífinin drengskap- armann. Við fráfall Friðriks er þvi sár harmur kveðinn að eftir- lifandi konu hans börnum og öðr- um vandamöinnum. En huggun má þeim það vera, að handan við móðuna miklu, þegar leið þeirra liggur til sigurhæða an'narar til- veru mun þau skynja vininn á ný Þar sem þeim mætir, mildin enn, brosið enn, ástin enin. Friðrik var jarðsettur í heima- grafreit að Birnufe'lli fimmtodag- inn 28. des. s.l. að viðstöddu miklu fjölmenni. 16. febrúar 1968. E.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.