Tíminn - 22.03.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.03.1968, Blaðsíða 8
8 TÍMINN FÖSTUDAGUR 22. marz 1968 Leikfélag Akureyrar sýnir: Loksins lifandi leikhús Á Akureyri hafa umdanfarið staðið yfir sýningar á írska lekiritinu ,,Gísl“, eftir Brendan Behan. Sviðsetningu leikritsinís annaðist Eyvindur Erlendsson, þýðandi er Jónas Árnason, en leikmynd og búninga gerði Una Co'llins. Leiksýning þessi markar tímamót í sögu Leik félágs Akureyrar. Fyrir tveim ur árum fullyrti ritstjóri eins Akureyranblaðsins í leikdómi, að leiklist á Akureyri hefði ekki tekið framförum í 30 ár. Og þó segja megi með sama bessaleyfi, að leikdómar norð- anblaðanna séu allajafna lítils virði fyrir leikfélagið og leik- hússgesti, lætur nærri, að þessi fullyrðing ritstjórans standist. Ekki þarf annað en að renna augunum yfir verk- efnaskrá L.A. frá liðnum árum tii þess að sjá, hversu dæmi- gert meðalmennskuleikhús hef ur verið á Akureyri. En nú vaknar L. A. loks af Þyrnirósar svefni sínum og rekur af sér slyðruorðið svo um munar. Sýn ing þess á „Gísl“ er virkilega lif andi leikhús, fyllilega samboð- in grónu áhugamannaleikhúsi, hvað leik snertir og skarar jafn vel framúr sambærilegum sýn- ingum höfuðborgarinnar með sviðsetningu, leikmynd og bún ingum, Lifandi leikhús er leik- hús, sem túlkar sámtimann eða fer nýjum höndum og ferskum um gömul leikhúsverk. Það get ur haft að tilgangi að skemmta, vekja til umhugsunar, breyta heiminum eða vera listin fyrir listina. L. A. hefur nú loksins uppgötvað nútím.ann, nútíma- list og ungt listafólk, og það hefur fætt af sér merkisvið- burð, sem enginn Akureyring ur má fara á mis við. Það blandast engum hugur um það sem sér „Gísl“ L. A. að nú er leikfélagið í framför. — — — ^ Eftir Brendan Behan liggja aðeins tvö leikrit, „The Quare Fellow" (1956) og ,,Gísl“ eða „The Hostage" (1958), en þó að dagsverkið sé smátt í sniðum nægði það honum til töluverðr ar frægðar. Þegar Behan and aðist fyrir tveim árum eða svo, var hann orðinn þjóð- sagnapersóna á meðal íra. Sög ur af uppvexti hans í einu af fátækrahverfum Dubiinar, frá- sagnir af drykkjuskap hans og skaphita, sumar ófagrar. og gamansögur af glettni hans og kaldhæðni ganga fjöllunum hærra í írlandi. Ölkærum íra þykir það hámark síns drykkju mannsferils að hafa setið að sumbli með „íranum vit- skerta" eins og Behan var stundum kallaður. Ungur tók Behan virkan þátt í baráttu Lýðveldishersins, sem var ólöglegur leyniher og barðist fyrir fuillu sjálfstæði ír lands. Sem uppreisnarmaður og óróaseggur var Behan oft fang elsaður og sat lengi í enskum og írskum fangelsum. Leikrit Behans eru sannköll uð baráttuverk og í þeim lýsir hann lífi og umhverfi, sem hann gjörþekkir. Líf þetta er ekki hægt að flokka með einkunn eins og rómantískt, ógeðsiegt, sorg’legt eða skemmtilegt. Það er þetta alll í senn, en ber einn helzt keim af viðbrenndum hafra- graut, sem duglega þyrfti að hræra í, ef hugsandi menn ættu að kyngja. Allar viðtekn- ar skoðanir, lög og gömul lífs- sannindi, sem menn hafa að hlífisskildi og gera að trúar- setningum sínum án minnstu gagnrýni, verða að hjómi í ham förum skáldsins. Leikrit hans eru vægðarlaus ádeila og fylli- lega í samræmi við það, að Behan hafði óbeit á öllum þjóð félagsmálum að þeim Undan- skildum, er miða að því að gera líf smælingjans hamingju samrar og léttbærara. Sviðsetning Eyvindar Er- lendssonar á „Gísl“ ber vott um, að hann er vel menntaður í sínum fræðum. Þjóðleikhúsið sýndi „Gísl“ 1963, en í þeirri uppsetningu virtist mest á- herzla vera lögð á ærsl og rómantíska hlið leikritsins. Ey- vindur styðst á engan hátt við þessa uppfærslu, heldur leggur sinni eigin skilning í leikritið og hefur með textabreytingum og harðskeyttari leikmáta brýnt höggtennur leikritsins svo um munar. Það er sem hann vilji sýna okkur leikritið sem kvikmynd tekna af raun- verulegum atburðum. Senurnar rjúfast sífellt af sveiflum bar- áttunnar og margbreytileik mannlífsins. sem við höfum fyr ir augum. Öll leikstjórn Ey- vindar miðast að því, að leik húsgestir afgreiði ekki leikinn með svofelldum orðum: „Já, þetta var náttúrlega stórvel gert, en skrítið og óttalega orð ljótt“ Sýning þessi hlýtur að vekja til umhugsunar um e-ð, eðli og fáránleika baráttu og stríðs, írsku þjóðina og svo allt eftir því, sem menn hafa skyn semi til. Leikritið Gíisl er skopmergj- aður harmleikur með söngva- ívafi og persónur þess eru lit ríkar og margbrotnar. Eyvindi tekst furðu vel að samtvinna hina ýmsu eiginleika leikrits ins og að laða fram nýjar og öþekktar hliðar leikendanna. Samstilling leikaranna í hópatr iðunum, sem eru nokkuð mörg og allofsafengin á stundum, er slík, að þau heppnast næstum því — og er það mikið sagt, því að alla skortir þá undir stöðu í leiksviðshreyfingum. Ýmis leikbrögð notar leik- stjórihn og eru þau flest mjög frumleg. Notkun vasaljósa í stað ljóskastara í tveimur atr- iðum jók á öðrum staðnum þokka, en á hinum spennu sýn ingarinnar, þó að lýsingin væri varla nægileg í seinna atriðinu. Kröfugangan og kröfuspjöldin — írlandi allt — írland svart — Styttið meðgöngutímann — o. s. frv. var dæmalaust gött atriði og kemur leikhúsgestum skemmtilega á óvart. Leik- stjórn Eyvindar er talandi dæmi um, hversu langt áhuga mannaleikhús getur náð, ef það hefur yfir góðum leiðbein endum að ráða. Una Collins hefur lagt ís- lenzkum leikhúsmálum mikið lið undanfarið. Skerfur henn- ar til þessarar sýningar er hvorki meira né minna en gerð leikmyndar og búninga að öllu leyti. Leikmyndin er í senn nýstárleg og vel við hæfi, þó að húskumbaldinn væri varla nógu sóðalegur. Meira af gráum lit í stað þess gyllta hefði kannski bætt úr. Arnar Jónsson leikur Gísl- inn. Fyrsti Akureyringurinn, sem gert hefur leiklist að ævi- starfi sínu, hóf sinn eiginlega feril sem leikari á fjölum Þjóð leikhússins í þessu sama leik- riti, þá enn leiknemi. Leikur hans nú einkenndist af hóf- stililingu í svo miklum mæli, að hann skar sig á engan hátt úr heildarsvip sýningarinnar. Stundum hefur mér fundizt Arnar hella ótæpilega úr skál- um hæifileika sinna, og hér stendur gryfja stjörnuleiksins honum opin, en hann velur yf- irvegaðan og hnitmiðaðan leik. Meðferð hans á söngvunum, og þó sérstaklega á söngnum .,Er írsku augun brosa", var einnig sérlega góð og áihrifamikii: Og senurnar milli gíslins og ungu stúlkunnír, sem leikin var á mjög geðfelldan hátt af Guð- laugu Hermannsdóttur, voru einfaldar og yfirmáta fallegar. Arnar er mikið „naturtalent", en það eitt er ekki nóg, og ánægjulegt er að sjá, sjálfsög- un hans og þroska aukast ár frá ári. Jón Kristinsson, faðir Arn- ars, vinnur leiksigur í veiga- miklu hlutverki Pats, frelsis- hetjunnar gömlu, sem raupar gjarna af afrekum sínum og fær fyrir bragðið eitruð skeyti frá konu sinni, en er raunar bezti karl og smáglettinn. Jón skapar trúverðugan Pat og tekst að sýna fleiri en eina hlið á karlinum án þess þó að missa hann nokkurntíma úr höndunum á sér. Meg Dillon er hálfgert skass, kaldhæðin og laus við allan tepruskap og siðavendni, en býr þó yfir heitri ættjarðarást og djúpum tilfinningum. Kristjönu Jóns- dóttur tekst vel að sýna skap- ofsa Meg, en gekk ver að lýsa vergirni hennar og snöggum skapbrigðum. Þess ber að gæta, að Kristjana fékk mjög stuttan æfingartíma, og hefði mótun Arnar Jónsson í hlutverki sínu. henn’ar staðið lengur, myindi hún líklega hafa gert hlutverk inu betri skil. „I. R. A offiser" er leikinn af Þráni Karlssyni. Hlutverk þetta er frábrugðið öllum öðrum innan leiksins. Þessi einstrengingslegi hug- sjónagepill verður nokkurs Kon ar samnefnari yfir flest það, sem Behan hefur andstyggð á í þjóðfélaginu. Þráinn skapar sterka og mjög ógeðfellda manngerð. Þarna er leikari, sem L.A. mætti vel veita meiri atihygli en gert hefur verið. Af öðrum leikurum skulu nefndir Kjartan Ólafsson í hilutverki Mulledys, Björg Baldivinsdótt- ir sem Miss. Gilehrist, Sigtrygg ur Stefánsson sem sjálfboðaliða Marinó Þorsteinsson í hinu kostulega gerfi Monjurs og síðast en ekiki sízt Ólaf Axels son sem kynvillingurinn Rio Rita. Það er ekkert Halleilúja, að allir þessir leikendur hafi aukið hróður sinn í þessum hlutverkum. Það vakti raunar furðu mína, hvað leikur allur var jafngóður og persúnusköp un skýr, það er sannarlega ann að en maður á að venjast. Leikskráin olli mér vonlbrigð um. Það er vitað mál að þorri Akureyringa fylgist lítt með bókmenntum og leiklist samtím ans (Þar hefur L. A. t. d- brugð izt algjörlega hingað til.) Þess vegna hefði átt að gefa út vand aða leikskrá með raékilegri kynningu á höfundi, nánari frá sögn af frelsisstríði íra og greinum um nútímaleiklist til þess að hjálpa áhugasömum mönnum til skilnings á þessu leikriti og þeim sem vonandi koma á eftir í svipuðum dúr. Það er ómetanlegt leikhúss- lífi Akureyringa að hafa fengið að kynnaist starfi, hugmyndum og hæfileikum ungs og mennt- aðs listafólks. Leikendunum sjálfum hefur samstarfið við Eyvind, Arnar og Unu verið ný reynsla, sem eftir á að bera ríkulegan ávöxt. Þeir hafa kynnzt nýjum hugmyndum, ný stárlegum leikstjórnaraðferð- um, ofsalegum kröfum og leik máta þeirra hefur verið gjör- bylt. Með þessari sýningu hef ur líka myndazt viðmiðunar- möguleiki, svo að nú þýðir L. A. ekki að bjóða upp á hvað sem er. Vonandi verður starf hins unga leikhússfólks til nýrrar vakningar í leibhússmál um Akureyringa. Sýningar á „Gísl“ eru nú orðnar átta. Aðsókn var ekki nógu góð framan af, en um síðustu helgi var fullt hús. Næstu sýningar verða um helg ina. Verða það að líkindum síð ustu sýningar, nema að Akur- eyringar séu nú búnir að átta sig á hvílíkt fágæti þessi sýning er, og sæki leikhúsið stíft um helgina. Einar KarL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.