Tíminn - 22.03.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.03.1968, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 22. marz 1968 TÍMINN 9 Otgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri Kristján Benediktsson Ritstjórar- Þórarltm Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. .lón Helgason og indrið) G Þorsteinsson Pulltrúi ritstjórnar' Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrlmur Gislason Ritstj.skrifstofUT ) Eddu búslnu. símai 18300—18305 Skrifsofur' Bankastræti 7 Af- greiðsluslmi- 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrlfstofur sími 18300 Askriftargjald kr 120.00 á mán Innanlands - t iausasölu kr 7 00 elnt - Prentsmiðjan EDDA h. t. Verkfallið og Alþýðuflokkurmn ^ Öllum er nú ljóst, að verkfallið var háð til að hnekkja því gerræði ríkisstjórnarflokkanna og þingliðs þeirra að nema verðtryggingu úr gildi, og ólí'klegt verður að telja, að ríkisstjórnin höggvi í þennan sama knérunn eftir reynsluna áf samstöðu verkafólksins. Þetta er mik- ill réttlætissigur — sigur í baráttu um meginreglu. En athyglisverðasti þáttur þessa verkfalls og ef til vill lærdómríkastur er þáttur Alþýðuflokksins. Ráðherrar Alþýðuflokksins og þingmenn tóku fullan þátt í því að stofna til verkfallsins með afnámi verðtryggingarinnar og riðu þar meira að segja allan baggamun. Þar sem Alþýðuflokkurinn telur sig verkalýðsflokk var sú gerð fullkomið hnefahögg í andlit alþýðu manna, þar sem sá hjó, er hlífa skyldi. En Alþýðuflokkurinn utan ráðherra- stóla og þings, jafnt verkalýðsforingjar sem félagsfólk, hafði manndóm til þess að láta Alþýðuflokksráðherrana ekki rétta sér slíka köku þegjandi. Það fór í verkfall og vann málefnalegan réttlætissigur. Blöð Alþýðuflokksins úti á landi, svo sem Skutull á ísafirði og Alþýðumaðurinn á Akureyri tóku og hiklaust afstöðu með verkafólkinu en gegn ráðherrunum og þing liðinu. Eftir verkfallið gefur svo einn reyndasti og bezti verkalýðsforingi Alþýðuflökksins, Jón Sigurðsson, for- maður Sjómannafélags Reykjavíkur eftirfarandi yfirlýs- ingu í Alþýðublaðinu s. 1. miðvikudag: „Að sjálfsögðu hefur verkfallið kostað atvinnutap fyr- ir marga, sem þátt tóku í því, en þar var hnekkt þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fella úr gildi verðlags- uppbætur á laun, en sá var einmitt tilgangurinn með aðgerðum verkalýðshreyfingarinnar. Ef það hefði verið gert og þolað, að verðlagsuppbætur á laun hefðu verið felldar niður, er það álit mitt, að minni áherzla hefði verið lögð á að halda verðlagi í skefjum, og tel ég alveg víst, að kaupmáttur — eða verðgildi launanna hefði sífellt minnkað og þá um leið virkað til kjaraskerðingar.“ Þannig svarar Jón Sigurðsson spurningu Alþýðublaðs ins um það, hver árangur hann telji að orðið hafi af verkfallinu, og það svar er; afdráttarlaust. Verkfallið var háð til þess að hnekkia ákvörðun ríkisstjórnarinnar um afnám verðtryggingarinnar. Á þessu sést einnig vel, hvers vegna þingsályktunartil- laga stjórnarandstöðunnar um lausn verkfallsins mátti ekki koma til umræðu og afgreiðslu. Það var vegna þess, að þá hefðu ráðherrar og þingmenn Alþýðuflokksins staðið alveg grímulausir frammi fyrir þjóðinni í opin- beru stríði við flokksmenn sína. * Ihúðalán og verkfall Eggert Þorsteinsson, félagsmálaráðherra, hlaut þó ofurlitla aukagetu sér til frægðar í þessu verkfalli. í samningunum kom í ljós, að verkalýðsstéttirnar höfðu orðið að beita verkfallsréttinum til þess að fá hann til þess að lofa því að sýna einhvern lit á að gegna skyldu sinni um viðleitni til að afla fjár í fjárþrota íbúðalána- kerfi. Stjórnarflokkarnir tala stundum um, að hér sé velferðarríki. í hvaða velferðarríki öðru í heiminum skyldi alþýða manna þurfa að heyja löng og víðtæk verk- föll til þess að ríkisstjórnin sýni viðleitni til að hafa í landinu starfhæft lánakerfi til íbúðabygginga? ERLENT YFIRLIT Rit Myrdals um vandamál Suð- austur-Asíu vekur heimsathygli Sjálfshjálp er höfuðatriðið í boðskap Myrdals GUNNAR MYRDAL UTAN Norðurlanda er eng- inm norrænn hagfræðingur eins vel þefcktur og Svíinn Gunnar Myrdal. Hann vakti fyrst á sér atJhygli 1084, þegar hainn gatf út, ásamt Aliva konu sinni, sem er félagsfræðingiur, mik:ð rit um fækkun barneigna í Sví- þjóð. Þau hjón komust að þeirri niðurstöðu, að ísfcyggileg fólksfækkun vœri yfirvofandi í Svfþjóð og hvöttu því til marg- háttaðra ráðstatfana til að örva fólksfjiölgunina. Þetta rt þeirra varð til þess, að Svíar gerðu ýmsar ráðstafanir til að bæta kjör fjölskyldna, t. d. með lœikkuin húsnæðiskostniaðar og ókeypis máltíðum fyrir skóla- börn. Þetta rit þeirra hjóna vakti atlhygli víða utan Sviþjóð- ar og varð beint og óbe:nt thl þess, að Gunnar Myrdal réðist í það vandaverk að skrifa bók um kynþáttavandamálið í Bandarí'kjunum. Þetta rit Myr- dals kom út 1044 og er síðan talið undirstöðuverk um þessi mál, svo ítarlegt og vel unnið þykir það. Rit þett.a gerði mönn um það enn augljósara en það hafð: verið áður, hvílikt vanda- mál var hér á férðinni, og er það nú fullkomlega komið xram, að aðvaranir MyrdaJs voru orð í tíma töluð, þótt of- lítið væri farið etftir þeim. Þetta verk gerði Myrdal heiims- frægan. Að því lo'knu hélt hann heim og var verzlunarmálaráð- herra Svía á árun'Um 1945—47. Hanm þóttist þá eygja mikla kreppu framundan í Svíþjóð og taldi það vænlegast til að mæta henni að veita Rússum stórlán til kaupa á vélum og vörum í Svíþjóð. Þessi lánshugmynd strandaði bæði á Svíum og Riússum, enda dró það líika úr áhuga Svía, að kreppan, sem Myrdai hafði spáð, kom ekki. Árið 1947 fór MyrdaO úr sænsku stjórninni og gerðist @ forstöðumaður Bfnahagsnefnd- M ar Bvrópu, sem starfar á veg- um Sameinuðu þjóðanna í Genf. Því startfi gegndd MjTdal í ÍO ár. ÁiRIÐ 1057 hótfst Myrdal handa um það verik, sem ef til yill á eftir að gera hann frægastan, en það var að semja stórt yfirlitsrit um efnahagsmál landanna í Suðaustur-Asíiu. Naut hann til þess framlags ýmissa þekktra stofnana, þó einkum amerístou stofnunarinn- ar The 20th Century Fund, sem jafnframt er útgefandi ritsins. Sænskar vísindastofnanir hafa einnig stutt þetta verk, en jafn hliða því hefur Myrdal einnig gegnt prófessorsstörfum í Stokk hólmi. Kona hans var á þess- um tíma um skeið sendiherra Svía í Indlandi, en nú gegnir hún ráðherraembætti og heyra m. a. afvopnunarmál undir ráðuneyti hennar. Hlún tekur þátt i öllum ráðstefnum um af- vopnunarmál, þar sein Svíar hafa fulltrúa. Allra seinustu misserin hef- ur Gunnar Myrdal vafcið á sér - mikla athygli með gagnrýini sinrii á þátttötou Bandariikjaninia í borgarastyrjöldinni í Vietnam. Þó er svo komið, að hann hef- ur orðið að verja Bandarlkiin fiyrir gagnrýind þeirra, sem harð ast fórdœma þau og sjá efckert nýtilegt í fari þeinra. Meðal þeirra, sem þar er einna fremst- ur í flokki, er Jan Myrdal rit- höfundur, sonur þeirra Myrdals h-j'óna. RIT Gunnars Myrdals um ef nahagsmál Su ð austur-Así u, sem hann hefur unmið að sein- ustu 10 árin, ásamt allmörgum aðstoðarmönnum, kom út í Bamdaríkjumum 10. þ. m. og hefur þegar hlotið mikið um- tal. Það er í þremur bindum eða 2284 bls. í allstóru broti. Heiti þess er: Asian Drama: An Imquiry Into The Poverty of Nations. Það nœr til ellefu landa, sem hafa samtals um 750 millj. íibúa, eða til Ind- lands, Pakistans, Indónesíu, Ceylon, Burma, Malaysiíu, Thai- lands, Camibodíu, Laos, Filipps- eyja og Vietnams. Bnn hafa ekki verið birtar nema stuttar frásagnir um efni þessa mikia rits, en samkvœmt þeiim virðast ýmsar niðurstöður Myrdals koma nokkuð á óvart. Hér verða nefmdar nokkrar þeirra, sem i fljótu bragði virð- ast hafa vakið mesta athygli: Aðalmeinsemdin í efnahags- miálum Suðaustur-Asíu er skort ur á félags'legum skyldum og aga. Nýlendukerfið hraut niður hlnar fyrri venj'Ur, en skildi ekkert eftir í staðipn, þegar þessar þjóðir öðluðust sjálf- stæði. Þess vegna skortir nú ábyrgð. vinnusemi, regíu og skipulag. Hijálp utan frá getur ekki ráðið neina bót á þessu ástandi, og það er óraunsæi.að gera ráð fyrir því, að vestrænt lýðræði eigi við undir slíkum kringumstæðum. Þvert á móti getur það leitt til aukinnar upp lausnar. Það verður fyrst og fremst að vera verk þessara þjóða sjálfra að koma bættri ski-pan á mál sín, eða m. ö. o. að hér gildi gamla reglan, að Guð hjiálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur. í atvinnu- og efnahagsmálum ber að leggja höfuðáherzlu á eflingu landbúnaðarins, svo að þessar þjóðir geti sem mest brauðfætt sig sjálfar. Meirihátt ar iðnvæðing verður að mæta afgangi á meðan. Það þarf ekki mikið aukið fjármagn til að auka landbúnaðarframleiðsluina verulega, heldur að nýta betur hið mikla vinnuafl, sem nú er í sveitunum. Þetta viamuafl þarf lika að binda í sveitum fyrst um sinn, því að borgirnar mega ekki vaxa ofhratt meðan ekki eru skilyrði fyrir hendi til að taka á móti fleira fólki þar. Stefna ber að því, að allir bændur verði larðeigendur, en þó má efcki vinna að skiptingu stórjarða af neinu ofurkappi, því að reynslan neíur oft sýnt, að jarðaskipting hefur dregið úr framleiðslunind, þegar vel yrktum stórjörðum hefur verið skipt milli manna, er ekki kunnu nægilega til búskapar. Sú leið getur oft verið heppi- leg, að láta nxeijn fá aðéinis litlá iarðaskika í fyrstu. Efnahagsleg aðstoð við þess- Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.