Alþýðublaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 2
"2..... k 'itVtitVtVi iViV.'4-.Vi'lVri-m'iV*W|-S'l\,<%sl>,l'\'«'1'V'41H'V'l,t'Vll'4'«V'*'l 'íi'iViV.ViViV.Ví'úVl'l'ÚVúV! I ai inarrlani ) \ [A.i . WiViWWi MHMIIIHIIII Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. ARATUGUR MIKILLA UMSKIPTA Arið 1989 mun varðveitast í sögu mannkyns sem frelsisár, í líkingu við árin 1918 og 1945 þegar fyrri og síðari heimsstyrj- öldunum lauk. Arið 1989 er árið þegar kalda stríðinu lauk og Austur-Evrópa leystist undan áþján hins stalíníska kommún- isma. Árið sem Berlínarmúrinn hrundi og nýjar vonir og fram- tíðarhorfur blöstu við. Árið 1989 var ár hraðra atburða og óvæntra, þegar pólitískt heims- veldi hrundi til grunna á örfáum vikum. Lýðræðisþróun Austur-Evrópu hófst fyrir alvöru árið 1985 þeg- ar Gorbatsjov Sovétleiðtogi komst til valda. Umbótastefna hans, perestroika, og hin opna umræða, glasnost, hefur haft meiri áhrif á gang mannkyns- sögunnar á síðari hluta þessarar aldar en nokkur önnur pólitísk hugsun. Tilraun Gorbatsjovs til að breyta stöðnuðu einræðis- kerfi stalínismans í opið og lýð- ræðislegt þjóðfélag sósíalisma er enn ekki lokið. Kannski tekst Sovétleiðtoganum aldrei það ætlunarverk sitt. Óvæntir at- burðir geta alltaf gerst og at- burðarásin tekið aðra stefnu en ætlað var þegar jafnstórar þjóð- félagslegar umbreytingar eiga sér stað. Tilraun Gorbatsjovs hefur engu að síður leitt til ákvarðana sem skipta allan heiminn máli og munu hafa mik- il áhrif á þróun mannkyns í framtíðinni. Það eitt að gefa Austur-Evrópu frelsi til að ráða yfir eigin framtíð er ekki aðeins afturhvarf frá fyrri nýlendu- og heimsvaldastefnu Sovétríkj- anna, heldur leggur ennfremur grunninn að allri uppstokkun Evrópu. Við kveðjum ekki aðeins árið 1989, heldur heilan áratug um leið. Níundi áratugurinn hefur verið einn merkasti áratugur þessarar aldar. Þar ber hæst um- bótastefnu Gorbatsjovs en enn- fremur þær hugmyndir sem lagt hafa grunninn að sameiginlegri Evrópu, undirbúninginn að hin- um sameiginlega innri markaði Evrópubandalagsins 1992 og viðræðum EFTA-ríkjanna við EB. Við Islendingar getum verið stoltir af því að hafa átt utanrík- isráðherra sem stýrt hefur um- ræðunum fyrir hönd EFTA á þessu mikilsverða og sögulega skeiði. Jón Baldvin Hannibals- son formaður Alþýðuflokksins hefur sýnt og sannað eftir eld- skírnina sem formaður EFTA, aö hann er stjórnmálamaður af alþjóðlegri stærðargráðu. Ní- undi áratugurinn var ennfremur uppgangstími frjálshyggjunn- ar, einkum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Efnahagur þessara tveggja ríkja er nú mjög bágur, félagsleg velferð í rústum og frjálshyggjan sjálf á undanhaldi. Á sama tíma hefur efnahags- stefna ríkja jafnaðarmanna blómstrað, t.d. í Vestur-Þýska- landi, Frakklandi og í Svíþjóð. Stefna jafnaðarmanna stendur því með tvöfaldan pálma í hönd- unum í lok áratugarins; í vestri hefur nýfrjálshyggjan beðið skipbrot en hið blandaða hag- kerfi staðið af sér alla storma, og í austri hefur hinn ómannúðlegi kommúnismi Leníns og Stalíns dagað uppi meðan hin lýðræðis- lega jafriaðarstefna hefur styrkst og eflst gegnum tíðina. Það er hin hugmyndafræðilegi og efna- hagslegi grunnur sem hin nýja Evrópa mun byggja á. Þessi stað- reynd á að vera hinum íslenska jafnaðarmannaflokki, Alþýðu- flokknum, mikil lyftistöng og hvati á komandi árum. Níundi áratugurinn hefur verið áratugur mikilla sveiflna i ís- lensku efnahags- og þjóðlífi. Góðæri fyrri hluta áratugarins var glutrað niður í pólitískri van- stjórn. Ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar sem við tók 1987, rétti að mörgu leyti við stöðuna en skorti úthald og forystufestu að koma málum í höfn. Ríkisstjórn- ir Steingríms Hermannssonar hafa lyft grettistaki og bjargað atvinnumálum þjóðarinnar frá því algjöra hruni sem við blasti á haustmánuðum 1988. Hinar ytri aðstæður hafa hins vegar verið afar erfiðar og ríkisstjórnin þurft að taka á sig miklar óvinsældir fyrir björgunaraðgerðir sínar. Alþýðuflokkurinn hefur komið veigamiklum málum í höfn og ráðherrar flokksins eiga miklar þakkir skilið fyrir fórnfúst og heillarikt starf í ríkisstjórnum landsins frá árinu 1987. Enn er þó langt í land til að tryggja megi jafnari hagvöxt og skapa stöð- ugra jafnvægi í efnahagslífi. Um þetta markmið þurfa allir lands- menn að mynda samstöðu á næsta áratug. Alþýðublaðið ósk- ar lesendum sínum og lands- mönnum öllum gleðilegs árs og þakkar árið og áratuginn sem er að líða. - Ára-tugur, engla-tugur Tugurinn kvaddur Hvort ber að kenna tuginn, sem nú er að kveðja, við ára eða engla? Ekki byrjaði hann björgulega, Sov- étmenn nýbúnir að ráðast inn í Af- ganistan og Kanarnir gnístu tönn- um. Og nokkrum árum síðar bjuggu menn sig undir kjarnorku- stríð og kjarnorkuvetur. Um sama leyti birtist nýr ári á sviðinu, eyðni-árinn. Og enn spáðu menn heimsslitum, innan tíðar yrði mannkynið aldauða úr alnæmi. „Sitja haudar sorgarvörd sólarraudar gtódir þegar aud er ordin jörd eftir dauöar þjódir. “ Ekki voru menn fyrr búnir að ná úr sér versta eyðnihrollinum er þriðji árinn birtist, í þetta sinn á himnum, og var hér kominn óson- árinn. Ósoneyðing og umhverfis- spjöll önnur ógna gjörvöllu mann- kyni segja spakir menn. Bjargvættur í grasinu En viti menn! ,,A sídustu stund ertu halaöur upp hinir þá týna huer sér því þó þú gleymir Guöi þá gleymir Guö ekki þér. “ (Megas) Uppreis austur í Rússíá erkieng- ill Sergeison Gorbasjov og hóf að friðmælast við Bandaríkjamenn. Svo tóku Austur-Þjóðverjar og Tékkar af honum ómakið og bundu enda á kalda stríðið fyrir eigin rammleik. Raunsósíalisminn er að mestu fyrir bí, sovéska heimsveldið hrunið, og menn telja friðaröld í vændum. Samt brýna menn víða kutana, í frumskógum Kambodiu og löndum Islams. Of- stækisfullir múslimar hóta rithöf- undinum Salman Rushdie lífláti samtímis því sem Tékkar lyfta starfsbróður Rushdies, Vaclav Havel, í æðsta tignarsæti Tékkó- slóvakíu. Tækni og hugsun Ég minntist á umhverfisspjöll og má rekja þau að hluta til tækni- væðingar. Þessi tugur er tugurinn þegar framtíðin hófst. Tækni, sem ég las um í Tom Swift-bókum barn, er orðin að veruleika. Enginn er maður með mönnum nema hann eigi einkatölvu og vélmenni fram- leiða bíla og myndbandatæki. Aðrar tölvur skapa undraheima á hvíta tjaldinu og skjánum heima. Hvort þær eru englar eða árar skal ósagt látiö en víst er um að tölva, sem nota má til ritstarfa, er óblandin blessun. En hvað skrif- uðu menn þá á tölvuskjáinn þenn- an tuginn? Jú, menn skrifuðu m.a. einhver reiðinnar býsn um ,,póst- módernisma", þá stefnu eða stefnuleysu sem leysa á nýstefnu í listum af hólmi. Nýstefnan er að þrotum komin, það er orðið ófrumlegt að vera frumlegur. Listamaðurinn á í staðinn að vera flökkuhirðingi á víðum lendum listasögunnar, stela smá hér og pinku þar. Ljótharður (Jean-Fran- cois) helsti páfi „póst-módernista" í Frakklandi, segir að við eigum ekki að segja miklar sögur um Sannleika og Sögu með stóru essi. ,,Mig hefur dreymt þetta áður." Júrgen Habermas ver hið nú- tímalega og skammar ,,póst-mód- ernista" fyrir skynsemishatur og alvöruleysi. Skynsemin er ekki að- eins einnar gerðar heldur þriggja, segir Habermas. Frjálshyggju- menn vilja tala máli skynseminn- ar iíkt og Habermas en eiga tæp- ast pólitíska samleiða með heim- spekingnum róttæka. Habermas er hljóður um frjálshyggju en skoðana- og starfsbræður hans á vinstrikantinum svara frjálshyggj- unni fullum hálsi. Fremstir í þeirra flokki eru Richard Norman, Mich- ael Sandel, og nafni hans Walzer („Menntamennirnir" í Aulabanda- laginu hafa að sjálfsögðu aldrei heyrt þessara manna getið enda yrkja þeir ekki!) Samt hefur mark- aðshyggjan unnið umtalsverða sigra á þessum áratug. Hún er að verða „sensus communis" frá Vladivostok til Nýju Jórvíkur. Eðlisfræðin náði að vekja at- hygli almennings í fyrsta skipti síð- an Einstein leið. Kenningin um að heimurinn hafi haft þetta frá níu og upp í tuttugutvær víddir í ár- daga varð að vísindaskáldskap. Litlu minni eftirtekt vakti tilgátan um ofurstrengi en samkvæmt henni eru öreindir ekki einvíðir punktar heldur tvívíðir strengir. Listir og lífshættir Fáa veit ég árana og litlu fleiri englana í listsköpun tugarins. Nýja málverkið var hálfgildings klám- högg, tilraun til að höggva í þann hinn sama knérunn og express- jónistarnir hjuggu í forðum. En listamennirnir gáfu hugarfluginu lausan tauminn og er það vel. Það gerðu rithöfandarnir líka í ríkum mæli og var „töfraraunsæi" töfra- orð áratugarins. Englarnir hétu Einar Már, Gyrðir, Patrick Súss- kind, og Dísa Gríms. Táknræn fyr- ir „póst-móderníska" tíma var skáldsaga Umbérto Ecos, „Nafn fósarinnar", hlaðin tilvísunum og líkust kínverskri öskju. Ljóðin blómstruðu á Islandi þótt enginn nennti að lesa þau. Og engu minni blómgun varð úti í hinum stóra heimi eins og sjá má af þessu er- indi úr „stafrófsljóðum" (alfabet- digte) dönsku skáldkonunnar Ing- er Christensen: „Kœrligheden findes, kœrligheden findes sá glemsomt du putter din hánd i min og döden umulig at huske ..." Kvikmyndir voru aftur á móti í lakara lagi. Athygli mína vöktu einna helst léttgeggjaðar kómed- íur um ruglað nútímafólk eftir nýja leikstjóra á borð við Almova- dar, Beineix, Jim Jarmusch og Steven Sonderbergh. Nokkrir eldri meistarar gerðu áhrifamiklar myndir, Milos Forman „Ama- deus", Bertolucci „Síðasta keisar- ann“, Wim Wenders „Himinn yfir Berlín" og Werner Herzog „Fotz- carraldo". Ekki er löng leiðin frá kvik- myndum til lágmenningar. Sú merking er fljótafgreidd, fátt markvert gerðist á hennar vett- vangi. Forvitnilegasti geiri hennar var tvímælalaust hipp-hoppið sem skóp brekdans og nýja veggjalist. Hipp-hoppið hafði minni áhrif á lífshætti en pönkið og hippa- mennskan. Níundi áratugurinn var tími uppanna, velklæddra efn- ishyggjumanna og ekki síst kvenna. Tugurinn var nefnilega ekki bara tugur Kvennaframboðs- ins heldur tugurinn þegar konur fengu sér stresstöskur. Það er ekki örgrannt um að árar þeir sem hrjá mannkynið hafi breytt lífsháttum þess. Kynlífsbylt- ingin er búið spil og hefur alnæm- ið þar um vélt. Og vistspjöllin gerðu margan manninn að græn- ingja. Lokaorð Níundi áratugurinn minnir á væmna ástarsögu sem hefst á því að piltur og stúlka skilja fyrir mis- skilning. En á síðustu síðunni finna þau hvert annað og allt fellur í Ijúfa löð. En áður en við gleymum okkur í fögnuði yfir endurfundum elsk- endanna ber oss að minnast þess að árarnir og englarnir búa innra með óss. Gleðilegan áratug! Stefán Snaevarr \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.