Alþýðublaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 30. des. 1989 9 um, hækkaði um 100 milljónir milli áranna 1987 og 1988. Hækkunin varð 30% umfram verðbólgu. í DAGVISTARMÁLUM komu upp deilur um hvaða ráðuneyti ætti að hafa forræði með þeim málum. Dagvistarmálin hafa heyrt undir menntamálaráðuneytið en Jóhanna Sigurðardóttir taldi eðlilegt að dag- vistunarmál heyrðu undir félags- málaráðuneytið, ráðuneyti sveitar- stjórnarmála, enda stæði til að þau mál færu alfarið til sveitarstjórn- anna með breyttri verkaskiptingu ríkisins og sveitarfélaga. ALÞÝÐUFLOKKURINN kynnti nýjar tillögur um gerbreytta skipan landbúnaðarmála. Sagði Olafur Ragnar fjármálaráðherra sumar af tillögum Alþýðuflokksins fara sam- an við hugmyndir Steingríms J. landbúnaðarráðherra í þeim efnum. _________OKTÓBER DAVÍÐ ODDSSON var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi eftir að hafa látið bíða eftir ákvörðun sinni um framboð fram á síðustu stundu. JÚLÍUS SÓLNES var kjörinn for- maður Borgaraflokksins á lands- fundi hans. ÞRÍR NÝIR ÞINGMENN tóku sæti á Alþingi í stað annarra sem hætt höfðu þingmennsku í sumar. Þetta eru þau Anna Ólafsdóttir Björnsson (Kvl.), Ásgeir Hannes Ei- ríksson (Bfl.) og Rannveig Guð- mundsdóttir (Afl.). INGIBJÖRG R. GUÐMUNDS- dóttir var kjörin formaður Lands- sambands verslunarmanna í stað Björns Þórhallssonar sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Hún er Mrttarrínd Fralddandtfertatt bm í heimtákn. Hann er hár átamt Jáni Baldvin Hannibalttyni ej Steingrími Hermannttyni. VIRÐISAUKASKATTURINN olli miklu fjaðrafoki á þingi og ekki síð- ur í fjölmiðlum. Innan ríkisstjórnar- innar kom upp ágreiningur um það hvort hann skyldi vera í einu þrepi eða tveimur, hversu hár hann skyldi vera og hvort unnt væri að koma honum á um áramót. Samkomulag náðist að lokum um eitt þrep, 24,5% en niðurgreiðslur til að ná lækkun- aráhrifum á vissar tegundir mat- væla. Skatturinn gengur í gildi um áramót. „AUKAVINNA“ starfsmanna Borgarverkfræðings í Reykjavík var stöðvuð með sérstakri samþykkt borgarráðs. Framvegis þurfa starfs- menn Borgarverkfræðings sérstakt leyfi byggingarnefndar og slík leyfi verða háð ákveðnum skilyrðum. FÆÐINGARHEIMILI REYKJA- víkur varð fréttaefni í nóvember landi. Viðræðum um þetta verður þó haldið áfram og bandarískt fyrir- tæki hefur nýverið sýnt málinu áhuga. BROTTVIKNING Magnúsar Thoroddsen úr embætti hæstarétt- ardómara var staðfest með dómi Hæstaréttar. JÓN ÓTTAR RAGNARSSON lýsti því yfir í samtali við Alþýðu- blaðið að til greina kæmi að hann seldi hlut sinn í Stöð 2. Nokkur þekkt stórfyrirtæki hafa að undan- förnu haft til athugunar að kaupa meirihluta í fyrirtækinu, sem þrátt fyrir velgengni, skortir fjármagn. UMHVERFISMÁLARÁÐU- neytið átti að taka til starfa um ára- mót. Af því verður ekki. Afgreiðslu málsins var frestað á þingi, einkum vegna harðrar andstöðu fyrrum flokksbræðra Júlíusar Sólnes, verð-. NICOLAI CEAUSESCU, fyrrum einvaldur í Rúmeníu, og Elena kona hans voru skotin á jóladag eftir að hafa verið leidd fyrir herrétt. JÓN BALDVIN HANNIBALS- son utanríkisráðherra lét af for- mennsku í ráðherraráði EFTA um áramótin. Það kom í hans hlut að undirrita samkomulag milli EFTA og EB um formlegar samningavið- ræður á næsta ári. Samkomulagið var undirritað 19. desember og þar með lauk könnunarviðræðum sem staðið hafa yfir allan síðari hluta árs- ins. fyrsta konan sem gegnir þessu starfi. UPPLÝSINGALEKI úr skýrslu yf- irskoðunarmanna ríkisreiknings varð tilefni mikillar fréttaumfjöllun- ar í október bæði vegna þeirra upp- lýsinga sem þannig komust á fram- færi og einnig vegna þess að Geir Haarde, sem kom upplýsingunum á framfæri áður en Alþingi hafði feng- ið að sjá skýrsluna; hann var talinn hafa misnotað aðstöðu sína til að koma höggi á pólitíska andstæð- inga. NÝTT BORGARLEIKHÚS var formlega opnað í Reykjavík. ALÞYÐUBLAÐIÐ átti sjötugsaf- mæli 29. október og minntist af- mælisins m.a. með útgáfu veglegs afmælisblaðs. KAUPSÝSLUMENN í HONG Kong spurðust fyrir um það hjá við- skiptaráðuneytinu hvað það kosti að fá sér íslenskt ríkisfang. Sumir þeirra óttast yfirvofandi valdatöku Kínverja og eru reiðubúnir að greiða háar upphæðir í öðrum lönd- um í formi fjárfestinga, til að fá að setjast þar að. INIÓVEMBER SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fær langmest af þeim ríkisstyrkjum sem ætlaðir eru til útgáfumála. Þessi styrkjamál voru nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum fyrri hluta nóvembermánaðar, en gagnrýni á þetta styrkjakerfi hefur einmitt helst komið úr röðum sjálfstæðis- manna. ÓLÖGLEG HEIMASLÁTRUN komst í fréttirnar í nóvember. Upp komst um tvo lögregluþjóna í Bol- ungarvík sem áttu kindur en ekki kvóta og slátruðu heima. í viðtali við Alþýðublaðið sagði Arnþór Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Félags kjötiðnaðarmanna, að áætla mætti að birgðir af heimaslátruðu kjöti af kindum og nautgripum svöruðu til 2—3 mánaða sölu. STEINGRÍMUR SIGFÚSSON felldi Svanfríði Jónasdóttur úr vara- formannssæti Alþýðubandalagsins á landsfundi sem einkenndist af býsna hörðum átökum. Almennt þótti „flokkseigendafélagið" hafa rétt nokkuð hlut sinn frá siðasta landsfundi. TAKMARKAÐ FRELSI til sam- keppni var innleitt í innanlands- flugi, þegar Steingrímur Sigfússon samgönguráðherra gaf út ný flug- rekstrarleyfi sem gilda frá áramót- um. FRANCOIS MITTERRAND Frakklandsforseti kom til íslands til viðræðna um samvinnu EB og EFTA. Mitterand lýsti yfir skilningi á sérstöðu íslands m.a. í veiðiréttar- málum. GJALDÞROT FISKELDISFYR- irtækja voru mjög til umfjöllunar í nóvember í kjölfar gjaldþrots ís- landslax. Fiskeldið hefur átt í mikl- um erfiðleikum og gjaldþrot hafa orðið allmörg í greininni og fleiri tal- in í vændum. BERLÍNARMÚRINN hrundi nán- ast í bókstaflegri merkingu. Ársins 1989 verður trúlega lengst minnst í veraldarsögunni vegna lýðræðis- þróunarinnar í Austur-Evrópu. Al- ræðisstjórnirnar féllu hver á fætur annarri. Táknrænu hámarki náði þróunin þegar austur-þýsk stjórn- völd ákváðu að opna Berlínarmúr- inn. LÖGREGLAN lokaði af stórum hluta Vogahverfis í Reykjavík með- an verið var að handtaka „byssu- mann“ í íbúð þar i hverfinu. Vik- ingasveitin mætti á staðinn og mað- urinn var handtekinn. Hann reynd- ist þó byssulaus með öllu en var engu að síður færður á lögreglustöð og húsrannsókn framkvæmd. Vopn fyrirfundust ekki. SILDIN seldist loksins þegar langt var liðið á nóvember eftir langa óvissu. Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra sætti gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir að skrifa undir olíu- kaupasamning við Sovétmenn áður en síldarsölumálin komust á hreint. Sjálfur taldi Jón þvert á móti að þetta flýtti fyrir síldarsamningum. MAGNÚS MAGNÚSSON var að- laður í Bretlandi. Af því að hann er útlendingur þar í landi má hann þó ekki nota titilinn ,,sir“. BENSÍN, alls nærri 10 tonn, lak úr geymum Skeljungs við Öskjuhlíð í Reykjavík. Talið er að eitthvað af þvi gæti endað í Tjörninni. REYKJAVÍKURBORG skattlegg- ur nágrannasveitarfélögin. Þetta kom fram í sambandi við tillögu- flutning Guðmundar Oddssonar á Alþingi. Nágrannasveitarfélögin kaupa orku af Hitaveitu og Raf- magnsveitu Reykjavíkur en hagnað- urinn rennur að hluta til beint í borgarsjóð. Fjármálaráðherrann, Ólafur Ragnar Grímsson, átti ekki alltaf sjö dagana ssela, þegar virðisauka- skatturinn var til umrseíu. vegna áforma um að leigja út stærst- an hluta þess undir almennar lækn- ingastofur. DESEMBER VANTRAUSTSTILLAGA á ríkis- stjórn íslands var felld á Alþingi á fyrstu klukkustund desembermán- aðar. GORBATSJOV OG BUSH áttu með sér fund á Miðjarðarhafi, rétt undan ströndum Möltu og ræddu heimsmálin. Engar ákvarðanir voru teknar. Gorbatsjov lagði fram hug- myndir um afvopnum í höfunum en hinn bandariski starfsbróðir hans tók ekki undir þær. „Viðbrögð Bush óskiljanleg" var haft eftir Steingrími Hermannssyni á forsíðu Alþýðu- blaðsins af þessu tilefni. OFBELDI i miðbæ Reykjavíkur varð tilefni frétta. Líkamsárásir ger- ast þar nú æ algengari. ALUSUISSE dró sig út úr viðræð- um um aukna álframleiðslu á ís- andi umhverfisráðherra, en þeim mun ósárt um að Júlíus verði enn um sinn að kalla sig Hagstofuráð- herra. HAFÍS varð landfastur á Strönd- um. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1917 sem ís leggst að landi svo snemma vetrar. BORGARSPÍTALINN og stjórn un hans varð bitbein milli ríkis- stjórnar og borgarstjórnar síðustu daga fyrir jól. Stjórnarsinnar sök- uðu sjálfstæðismenn um að halda uppi málþófi á þingi af þessum sök- um og höfðu á orði að Davíð Odds- son væri farinn að stjórna þing- flokki sjálfstæðismanna. Samkomu- lag náðist að lokum um óbreytta stjórnun spitalans að sinni. FJÁRLOGIN voru samþykkt á Al- þingi með u.þ.b. 3,7 milljarða króna halla. BANDARÍKIN gerðu innrás í Panama til að handtaka einvaldinn Noriega. Hann slapp þó og baðst hælis í sendiráði Páfagarðs. Ný ríkisrtjóm wr myndui í byijun septamber. SEPTEMBER ATVINNULEYSI reyndist þrefalt meira í september en á sama tíma árið áður og mældist rúmlega 1%^ Síðar átti þó talan eftir að hækka. í nóvember mældist atvinnuleysið 1,7%. NÝ RÍKISSTJÓRN settist að völd- um, þegar Borgaraflokkurinn gekk til liðs við stjórnarflokkana. Oli Þ. Guðbjartsson varð dómsmálaráð- herra og Júlíus Sólnes ráðherra Hagstofu, en hann mun væntanlega síðar taka við umhverfisráðuneyti. Þessi stjórn er sú þriðja á kjörtíma- bilinu. SALA SAMVINNUBANKANS til Landsbankans olli talsverðum vær- ingum. Lúðvík Jósepsson lýsti því yfir að hann teldi vinnubrögð Sverr- is Hermannssonar bankastjóra ekki Þtrataimi Rúlsson Ftldt nýjan wraftrmann vií hlib lár á landtfundi Sjó(fsto»ðisflokksins í aktábar. í samræmi við lög, þar sem það væri hlutverk bankaráðs að kaupa og selja eignir bankans. JÓN BALDVIN HANNIBALS- son utanríkisráðherra viðurkenndi á fréttamannafundi að hafa gert mistök, þótt hann hefði á hinn bóg- inn ekki brotið neinar reglur, þegar hann hélt ritstjóra Alþýðublaðsins veislu á fertugsafmæli hans. Á fund- inum kvaðst Jón Baldvin hafa greitt ÁTVR áfengi það sem veitt var í veislunni á fullu verði. ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI gekk í störf rafiðnaðarmanna í verkfalli. Með þessu tókst leikhúsinu að halda áætlun varðandi sýningar á söng- leiknum Oliver. FRÉTTAANNÁLL alpýðublaðsins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.