Alþýðublaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 20
20 Laugardagur 30. des. 1989 Jón Sigurösson viöskipta- og iönaöarráöherra skrifar Árið 1989 hefur verið viðburðarikt. Þótt oft sé erfitt að meta mikilvægi atburðanna á liðandi stund leikur enginn vafi á þvi að árið sem senn er á enda ber sögulegt ártal: 1989. Ósigur kommúnismans Ekkert ár á þessari öld hafa orðið jafnmiklar breytingar á stjórnar- háttum jafnmargra Evrópuríkja án styrjaldar. Á nokkrum haustvikum hafa kommúnistaflokkar misst völd- in í hverju Austur-Evrópuríkinu á fætur öðru. I Póllandi, Ungverja- landi, Austur-Þýskalandi, Tékkó- slóvakíu og Búlgciríu hefur almenn- ingur hrist af sér stjórn kommúnista án teljandi átaka og loks á síðustu dögum ársins hr.undið áratuga harð- stjórn Ceauseseus í Rúmeníu með blóðugri uppreisn, þar sem tugþús- undir hafa týnt lífi. Þar í landi ríkir nú mikil óvissa en eitt er víst harð- stjórinn er allur. Flóðbylgja frelsis hefur farið um Austur-Evrópu. Berlínarmúrinn er hruninn, járntjaldið rofið. Á sama tíma gætir einnig sterkrar hreyfing- ar í átt til lýðræöislegra stjórnar- hátta og þjóðlegs sjálfstæðis í ein- stökum ríkjum innan Sovétríkjanna — ekki síst í Eystrasaltslöndunum. Stjórnskipulag Sovétríkjanna í heild er að breytast í átt til frjálslegri og opnari stjórnarhátta. Yfirlýsing Gorbatsjovs forseta Sovétríkjanna á þingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1988 að Aust- ur-Evrópuríkin veldu hvert sína eig- in leið virðist hafa orðið áhrínsorð. Þótt enn sé vissuiega langt í land til lýðræðis innan Sovétríkjanna sjálfra en stefnan hefur verið mörkuð. í Kína stefndi þróunin einnig í sömu átt þar til ódæðisverk stjórnarhers- ins á Tiananmen-torgi; þegar mót- mælahreyfing stúdenta var kæfð með grimmdarlegum hætti; stöðv- uðu frelsisþróunina þar í landi að minnsta kosti um sinn. Engum blöðum þarf um það að fletta að ársins 1989 verður minnst sem ársins þegar kommúnisminn varð að játa ósigur sinn og klaka- bönd kaldastríðsins brustu. Á slííc um tímamótum er ástæða til að fagna sigri lýðræðisaflanna en um leið er ljóst að framundan eru marg- vísleg vandamál og ný viðfangsefni. Árið 1989 verður eitt þeirra ára — sem koma kannski eitt eða tvö á öld — þegar heimsmyndin breytist tii frambúðar. Evrópska efnahagssvæðið Á fyrri hluta ársins voru það þró- unin innan Evrópubandalagsins í átt til sameiginlegs innri markaðar og samskipti EB og EFTA-ríkjanna sem voru efst á baugi í fjölmiðlum Vestur-Evrópu. Þessi mikilvægu málefni blikna þó og fölna hjá frétt- unum af fjörbrotum kommúnism- ans í Austur-Evrópu á síðari hluta ársins. Hér er ekki einvörðungu um fréttamat að ræða heldur er ljóst að efst á dagskrá evrópskra stjórnmála á fyrstu árum tíunda áratugarins verður glíman við þaö reyna að stjórna afleiðingum hins pólitíska jarðskjálfta sem breytt hefur stjórn- málalandslagi álfunnar austan- verðrar í einni svipan. Þannig virðist til dæmis Ijóst að Vestur-Þjóöverjar muni beita sínum kröftum — pólitískum og efnahags- legum — í auknum mæli að því að styðja lýðræðisþróunina og breyt- ingar á hagskipulagi í Austur-Þýska- landi og öðrum Austur-Evrópuríkj- um. Þetta hlýtur að draga úr stuðn- ingi EB við hin fátækari ríki innan bandalagsins — þ.e. Spán, Portúgal, Grikkland og írland. Slík þróun mun án efa gera samstarfið innan EB og við EFTA-ríkin örðugra. Á hinn bóginn er Ijóst að forystu- ríki EB teggja metnað sinn í það að Ijúka áætluninni um myndun sam- eiginlegs innri markaðar fyrir árs- lok 1992 og reyndar einnig að Ijúka á sama tíma samningum um mynd- un sameiginlegs evrópsks efnahags- svæðis með EFTA-ríkjunum. Þessi ásetningur var undirstrikaður með yfirlýsingunni á sameiginlegum fundi utanríkisráðherra EB og EFTA-ríkja í Strasbourg hinn 19. desember sl. Enginn vafi er á því að áfram verður haldið með þessi áform enda ótvíræður ávinningur af þeirri þróun fyrir alla Evrópu. ísland og Evrópa________________ íslendingar fagna auknu frelsi og lýðræði í Austur-Evrópu. Við eigum einnig mikilla hagsmuna að gæta í þeim breytingum sem fylgja mynd- un innri markaðar Evrópubanda- lagsins og sameiginlegs evrópsks efnahagssvæðis. Islendingar hafa að undanförnu haft forystu fyrir EFTA-ríkjunum í sameiginlegum könnunarviðræðum við Evrópu- bandalagið sem leiddar hafa verið farsællega til lykta þannig að eigin- legar samingaviðræður geta hafist á næsta ári. Þessi samningagerð verð- ur afar umfangsmikið verk og ríður á miklu að lslendingar haldi vel á sínum málum. Þaö var merkur áfangi sem náðist á leiðtogafundi ERA-ríkjanna fyrr á þessu ári þegar samþykkt var að innleiða fríverslun með fisk og fisk- afurðir á EFTA-svæðinu fyrir mitt næsta ár. Eitt meginmarkmið okkar í væntanlegum samningaviðræðum verður að ná sambærilegri niður- stöðu fyrir hið sameiginlega evr- ópska efnahagssvæði til þess að tryggja aðgang helstu útflutnings- greinar okkar að mörkuðum Evr- ópu. En þróunin í Vestur-Evrópu snýst ekki eingöngu um efnahagsmál þótt þau séu vissulega snar þáttur í henni. Framtíðartengsl okkar við Evrópu varða einnig menningar- og menntamál því íslensk menning er hluti af hinni evrópsku menningar- hefð. Ég er sannfærður um að þjóð- arvilji er fyrir því að svo verði áfram. Framundan eru einhverjar mikil- vægustu viðraeður og ákvarðanir um samskipti íslands við umheim- inn sem á dagskrá hafa verið á lýð- veldistímanum. Það er mikilvægt að þjóðareining náist um stefnuna í þessum málum. Jöfnun starfsskilyrða___________ Aðlögun að sameiningarþróun- inni í Evrópu snýst ekki nema öðr- um þræði um beina samninga við Evrópubandalagið heldur felur hún einnig í sér einhliða og innri breyt- ingar af okkar hálfu sem miða að því að jafna samkeppnisskilyrðin og styrkja íslenskt atvinnulíf. Það gefur auga leið að með auknu frjálsræði í viðskiptum eykst mikil- vægi þess að íslensk atvinnufyrir- tæki búi við sambærileg starfsskil- yrði og erlendir keppinautar þeirra. Þetta á ekki sist við um aðgang að fjármagni og fjármálaþjónustu. A þessu sviði höfum við verið og erum enn eftirbátar grannþjóðanna. Hins vegar hefur síðustu árin markvisst verið unnið að því að færa skipulag fjármagnsmarkaðarins í átt til þess sem gerist í helstu viðskiptalöndum meðal annars í því skyni að geta opnað hann fyrir samkeppni er- lendis frá sem er raunhæfasta leiðin til að tryggja sem lægstan kostnað af fjármagni og fjármálaþjónustu. Mikilvæg skref á þessari umbóta- braut voru stigin á þessu ári. Ég nefni fyrst samþykkt laga um verð- bréfasjóði og eignarleigur á vor- þingi sem fela í sér styrkan ramma um verðbréfaviðskipti og leggja grundvöll að frekari breytingum á þessu sviði meðal annars auknum viðskiptum með verðbréf milli ís- lands og annarra landa. Á árinu voru gefnar almennar heimildir til að taka vörukaupalán við innflutn- ing og þær færðar til samræmis við það sem algengast er í alþjóðavið- skiptum. Unnið víu að undirbúningi reglna sem heimila innlendum aðil- um að fjárfesta í erlendum verðbréf- um og fasteignum og er stefnt að því að þær taki gildi á næsta ári. Sameining fjögurra viðskipta- banka í einn með stofnun íslands- banka er sögulegur áfangi í þeirri viðleitni að bæta skipulag íslenska fjármagnsmarkaðarins. Það hafði verið rætt og ritað um fækkun og stækkun íslenskra banka í meira en tvo áratugi án þess að nokkuð hefði áunnist í því efni fyrr en á þessu ári að Alþýðubanki, Iðnaðarbanki og Verslunarbanki keyptu hlut ríkisins í Útvegsbankanum í þeim tilgangi að sameina alla bankana fjóra nú um áramótin. Nú þegar þetta er rit- að eru einnig horfur á því að Lands- bankinn taki yfir rekstur Samvinnu- bankans með einum eða öðrum hætti á nýju ári. Þessi sameining bankastofnana gefur færi á stór- felldri hagræðingu í rekstri með minni kostnaði við bankaþjónustu. Jafnframt er fækkun og stækkun bankanna skilyrði þess að þeir standist samkeppni við erlendar fjármálastofnanir í framtíðinni. Á þessu sviði eru enn mikil verk- efni framundan. Ég hef áður nefnt viðskipti með verðbréf og fjármála- þjónustu milli íslands og annarra landa. Efling viðskipta með hluta- bréf og aukin eiginfjármyndun í fyr- irtækjum er annaðen í nýsamþykkt- um skattalagabreytingum felst skref í þessa átt. Þá vil ég nefna samruna fjárfestingarlánasjóða þannig að úr verði alhliða fjárfestingarlánastofn- anir þar sem ekki ræður ríkjum sú sundurhólfun eftir atvinnugreinum sem nú einkennir sjóðakerfið. Loks vil ég nefna nauðsyn þess að draga úr og jafnvel afnema ríkisábyrgð á starfsemi ríkisviðskiptabanka og fjárfestingarlánasjóða. Efling íslensks atvinnulífs Engum fær nú dulist nauðsyn þess að styrkja meginstoðir íslensks atvinnulífs. íslendingar hafa á und- anförnum árum dregist aftur úr helstu viðskiptalöndum hvað varð- ar þjóðartekjur. Hér er því miður ekki eingöngu um að kenna tíma- bundnum afturkipp í sjávarafla heldur skortir á að undirstaða hag- vaxtar og framfara sé nægilega traust. Úr þessu þarf að bæta. Það er ákaflega mikilvægt að menn átti sig á því að þetta gerist ekki fyrirhafn- arlaust. Við eigum ekki von á happadrættisvinningi hvorki í sjáv- ^ arútvegi né stóriðju né á öðrum * sviðum. En tækifærin eru fyrir hendi ef við kunnum og berum gæfu til þess að nýta þau. Við þurf- um að taka til hendinni og bæta skipulag og stjórnun í hefðbundn- um atvinnugreinum — í sjávarút- vegi og landbúnaði. Og við verðum að vinna markvisst að því að laða erlenda aðila til samstarfs um að breyta orku fallvatnanna í atvinnu og tekjur. Sjávarútvegur Sjávarútvegurinn hefur verið og „Ég fer ekki dult meö þá skoðun mina að við mörkun fiskveiðistefnu langs tíma eigi að skoða róttækari tillögur en uppálöppun á núverandi kvótafyrirkomulagi. Ég á hér fyrst og fremst við almenna sölu á veiði- leyfum. Þetta er ekki einfalt mál en í fljótu bragði virðist veiðileyfasala taka kvótafyrirkomulagi fram aö minnsta kosti að tvennu leyti. í fyrsta lagi yrði auðveldara að taka á þeim sérstaka vanda sem sambýlið viö sjávarútveginn er fyrir aðrar at- vinnugreinar sem ekki ganga í ókeypis náttúruauðlindir einkum iönaðinn. I öðru lagi samrýmist veiðleyfasala betur en kvótafyrir- komulag því grundvallarsjónarmiði að fiskstofnarnir eru sameign þjóö- arinnar. Það er framtíöarverkefni að vinna þessum sjónarmiðum fylgi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.