Alþýðublaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 30. des. 1989 11 þjóðfélagskerfi sé á leiðinni án þess að upp úr sjóði. Og ennfremur verð- ur að hafa i huga að þótt Gorbatsjov sé stjórnmálaskörungur og hafi vaidið byltingu í mannkynssögunni með umbótastefnu sinni, er öldung- is óvíst hvort sovéska þjóðin kýs að gera hann að leiðtoga í nýju, lýð- ræðislegu fjölflokkaríki. Sagan hef- ur oft sýnt hið gagnstæða. Churchill vann síðari heimsstyrjöldina en Bretar kusu hann ekki sem forsætis- ráðherra að styrjöldinni lokinni. Breytt hlutverk hernaðarbandalaga Nú verður spurt um framtíð hernað- arbandalaga. Sameinuð Evrópa mun að öllum líkindum fara smám saman fram á brottflutning herliðs Bandaríkjamanna og Varsjárbanda- lagsins. Hernaðarbandalögin munu fá nýtt hlutverk; i stað varna og vopna munu bandalögin snúa sér í auknum mæli að pólitískum verk- efnum. Ekki er ósennilegt að í nán- ustu framtíð kunni þessi þróun aö hafa áhrif á lslandi. I nýrri Evrópu þar sem hernaðarbandalögin fá minna vægi, hlýtur að vera spurt um áframhaldandi nauðsyn á veru bandaríska hersins eða hlutverk NATO-hers á Ísíandi. Verður sama þörf á hernaðarumsvifum og hern- aðarmannvirkjum á Islandi eins og áður? Þurfum við í reynd nýjan vara- flugvöll? Búast má við umræðum um endurmat á veru hersins á Is- landi i Ijósi breyttra aðstæðna í Evr- ópu og í heiminum öllum. Heimsvaldastefnan á undanhaldi Ný Evrópa vekur ennfremur upp spurningar um heimsvaldastefnuna sem slíka. Er hún að líða undir lok? Fall Austur-Evrópu hefur veikt heimsvaldastöðu Sovétríkjanna geysilega og á eftir að veikja hana enn meir þegar og ef Rauði herinn hverfur allur af evróspskri jörð. Itök Bandaríkjamanna munu einnig minnka í Evrópu. Áhrif Sovétmanna í Þriðja heimin- um hafa farið þverrandi á undan- förnum árum og áratugum. Hin kommúníska fyrirmynd hefur verið að hrynja heimafyrir og hefur ekki þótt vænleg til útflutnings. Bandaríkjamenn lærðu sína lexíu í Víetnam. Uppákoman í Panama um jólin sýnir þó að Bandaríkin eru reiðubúin eð leika alheimslögreglu ef svo ber undir. Samt verður að ætla að Bandaríkin muni skipta sér minna af innanríkismálum erlendra ríkja með fallandi heimsvaldastefnu Sovétmanna. Þeir verða pólitískt og siðferðislega neyddir til þess. í kjölfar hverfandi hernaðarlegrar heimsvaldastefnu má ætla að nýrri tegund af heimsvaldastefnu muni skjóta upp; viðskiptalegri og menn- ingarlegri. Banadaríkjamenn hafa reyndar allt frá stríðslokum teflt fram ógnarsterkri menningarstefnu Ný, sameinuö Evrópa mun þýða minnkud umsvif hernaöar- bandalaga eöa jafnvel endalok þeirra. Viö taka sameiginleg verkefni allra þjóöa; umhverfismál, fólks- fjölgunin, barátta gegn útbreidslu fíkni- efna, sulti, fátœkt og atvinnuleysi. á alheimsvisu; menningarheims- valdastefnu í formi sjónvarpsþátta, bíómynda, kókakóla og annars neyslumynsturs og lífsstíls á amer- íska vísu. En nú mun sameinuð Evrópa, sér- staklega eftir sameiningu hins innri markaðar Evrópubandalagsins 1992, að öllum líkindum hefja sína evrópsku heimsvaldastefnu í við- skiptum og menningu. Sömu sögu má segja af Asíu. í Ijósi stöðugt vax- andi upplýsingastreymis, alþjóða- fjölmiðla eins og gervihnattasjón- varpsstöðva o.s.frv. verður tekist á um yfirráöin yfir hugsun manna og neysluvenjum. Lykilhlutverk EB_________________ Lítum aðeins til vesturs. Hin mikla bylting 1992 mun sameina Evrópu í einn sameiginlegan, innri markað. Þar verða EFTA-ríkin að spila með ef þau eiga ekki að dragast aftur úr og einangrast. Hinar miklu viðræð- ur milli EB og EFTA sem Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur stýrt að undnaförnu með ein- stakri prýði og sóma, sýna að mikill vilji er fyrir hendi hjá báðum aðilj- um að samstarf bandalaganna verði sem mest og farsælast. Það er ekki óraunhæft að ætla, að EFTA og EB verði meira og minna sem ein heild í náinni framtíð. Með hugsanlegri aðild og þátttöku Austur-Evrópu- ríkja í EB í framtíðinni, er því að vænta öflugrar Stór- Evrópu. EB kemur til með að gegna lykil- hlutverki í nýrri Evrópu. EB verður sameinginlegt markaðssvæði jafnt sem sameinandi þáttur Evrópu- ríkja. Sterkustu aðildarlöndin eins og V-Þýskaland og Frakkland hafa byggt hagkerfi sitt á lýðræðislegri jafnaðarstefnu. Það er ekki óraun- hæft að ætla að sú jafnaðarstefna verði hin sameinandi pólitíska stefna Evrópu. í þá átt þróast Aust- ur-Evrópa og nýfrjálshyggjan sem Bretland hefur heiðrað í stjórnartíð Thatchers er á miklu undanhaldi, ekki aðeins í Bretlandi heldur einn- ig í Bandaríkjunum. Skipbrot nýfrjáls- hyggjunnar Bandaríkin hafa reyndar átt við mikla efnahagsörðugleika að stríða undanfarin ár. Þrátt fyrir uppatima áratugsins sem er að kveðja og írjálshyggju repúblikana undir dyggri forystu Reagans forseta, hef- ur ekki tekist að koma efnahag landsins í viðunandi form. Sömu sögu er að segja af Bretum. Á sama tíma hefur allri félagslegri þjónustu farið hnignandi, sem t.d. hefur leitt til aukinna óvinsælda Thachers á Bretlandi. Hlutirnir hafa snúist held- ur betur við í Bandaríkjunum; í upp- hafi níunda áratugarins voru Bandaríkin stærsti lánadrottinn ver- aldar, i dag eru þau stærsti skuldu- nauturinn. í dag tala bandarískir hagfræðingar um „mexíkanskt ástand" í bandarísku efnahagslífi. Það er því full ástæða til að taka undir með John K. Galbraith hag- fræðiprófessor þegar hann segir, að tvær pólitískar heimsspekistefnur hafi beðið skipbrot: Hinn stalíníski kommúnismi og nýfrjálshyggjan. Okkur er með öðrum orðum óhætt að afskrifa bæði Marx og Adam Smith (eða þess vegna Stalín, Milton Friedman og Friedrich von Hayek). Það er því ástæða til að ætla að efnahagsstefna tíunda áratugarins verði hið blandaða hagkerfi jafnað- arstefnunnar þar sem tekið er bæði tillit til opins hagkerfis og sam- keppni annars vegar og velferðar gegnum skatta’kerfi hins vegar. Hvenær fellur Kúba? ____________ Spyrja verður að leikslokum kommúnismans utan Sovétríkj- anna. Nú þegar Austur-Evrópa er fallin; fylgja önnur ríki í kjölfarið? Angóla, Mósambik, Nicaragua og Kúba; hvað verður um þessi ríki? Svarið hlýtur að vera, að þegar heimsveldið Sovétríkin hætta að halda hlífiskildi sínum yfir þessum ríkjum, hernaðarlega og efnahags- lega, muni þau falla líkt og spila- borgir. Þetta er þegar að koma í Ijós. Kúba Kastrós hefur til skamms tíma verið dýrkuð sem fordæmi hrjáðra þjóða Suður-Ameríku í bak- garði Bandaríkjanna. Þessi mynd hefur breyst verulega. Vinir Kastrós hafa flestir snúið við honum bakinu. Á sama tíma og marxistar Suð- ur-Ameríku hafa horfið til lýðræðis- legs sósíalisma, hefur Kastró orðið æ forhertari í íhaldssömum komm- únisma. Og það sem Kastró og félag- ar óttast mest nú, er að Sovétríkin snúi við þeim baki. Sovétmenn kaupa 75 % af útflutningsvörum Kúbu, og gera það að sjálfsögðu af pólitískum ástæðum. Helsta fram- leiðsla á Kúbu er sykur og Sovét- menn kaupa um 80 % af öllum sykri á Kúbu á miklu yfirverði. Þar að auki fá Kúbubúar að endurselja sov- éska olíu með miklum hagnaði. Ka- stró á allt sitt undir Sovétmönnum. Stuðningur Sovétmanna við Kúbu er um sjö milljarða dollara á ári. En nú heyrast sterkar raddir í Moskvu sem vilja minnka aðstoðina við Kúbu verulega. Slíkt þýddi endalok- in fyrir Kastró. Og þá verður stutt í nýja byltingu, sem vafalítið fengi stuðning æfra flóttamanna frá Kúbu sem bíða álengdar í Flórída. Hvað með Kína, Norður-Kóreu og Albaníu? Eflaust verða þessi ríki síð- ustu kommúnistaríkin. En hætt er við að lýðræðisþróunin spretti upp á nýjan leik í Kína þegar öldugaveldið fellur. Um leið og kommúnisminn í Kína líður undir lok, er sfutt í fall Kim 11 Sungs og félaga og Albaníu- kommúnistanna. Ný bandalög gætu myndast Sameining Evrópu og endalok kommúnismans setja fram knýjandi spurningar um jafnvægið í heimin- um; viðskiptalega sem hernaðar- lega séð. Ný bandalög geta hæglega mynd- ast. Fréttaskýrendur eru þegar farn- ir að tala um hugsanlegt viðskipta- bandalag hins nýja Þýskalands og Japans. Nefnt hefur verið að Gor- batsjov Sovétleiðtogi gæti hugsan- lega haft „japanskt spil" á hendi. Hér er átt við að Sovétmenn gætu hafið mikla samvinnu við Japani í framtíðinni. Gorbatsjov þyrfti í raun ekki að gera annað en að afhenda hinar umdeildu eyjar sem tilheyrðu Japan fyrir heimsstyrjöldina síðari til að bæta samband Japans og Sov- étríkjanna. Slík samvinna myndi setja verulegan skrekk í ráöamenn í Washington. En vonandi og reyndar raunhæf- ara er að ætla, að kalda stríðið hafi kennt öllum lexíu, og að það sé öll- um þjóðum fyrir bestu aö mynda ekki nýjar blokkir sem kalla á aðrar blokkir og setja þjóðir gegn þjóðum. Ný verkefni þjóöanna1 Það er fyrst og fremst hin sameig- inlegu vandamál og verkefni jarðar- búa allra sem kalla á samvinnu fremur en sundrungu. Nú, þegar kalda stríðið er á enda runnið og heimsálfur hafa fallist í faðma, koma berlega í Ijós ýmis vandamál sem hafa dvalið í skugga fælingar- stefnu stórveldanna og ógna kjarn- orkuvopna. Umhverfisvandinn með ósonlag- inu sem þynnist stöðugt, útrýming regnskóganna, eiturefni og gróður- húsáhrifin svonefndu; allt er þetta knýjandi vandi allra þjóða. Önnur sameiginleg verkefni eru barátta gegn sulti, fátækt, atvinnuleysi og aukinni útbreiðslu eiturlyfja. Stærsta vandamálið er þó kannski mannfjölgunin í heiminum. Mann- kynið hefur tvöfaldast frá 1950 til dagsins í dag og telur nú 5.2 millj- arða manna. Getspár leiða lyktir að því að árið 2025 verði 8.2 milljarðir manna í heiminum, e.t.v. 9 milljarð- ir. Og mannfjölgunin er mest þar sem aðstæðurnar eru verstar; í Þriðja heiminum. Aukin mannfjölg- un mun einnig kalla á aukna fólks- flutninga sem aftur geta orðið kveikjan að kynþáttahatri og átök- um milli manna. ■ Nú þegar kalda stríðinu er lokið, skulu menn því ekki halda að svart- nættinu sé létt og aðeins hamingja og friður framundan. Á næsta ára- tug bíða margvísleg verkefni og því er mikilvægt að þjóðir heims geri áætlanir og standi saman að lausn- um sem eru öllu mannkyninu til heilla.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.