Alþýðublaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 21
Laugardagur 30. des. 1989
21
„í Ijós hefur komið að hagræði af stækkun álversins i Straumsvík er ekki eins mikið og talið var og hefur Alusuisse hætt þátttöku i ATLAN-
TAL-verkefninu. Hins vegar er engan bilbug að finna á sænska fyrirtækinu Granges og hollenska fyrirtækinu Hoogovens. Brýnasta viðfangsefnið nú
er að finna nýjan aðila í áliðnaöi til að taka þátt i byggingu nýrrar álbræðslu á íslandi. Ég er bjartsýnn á að það takist snemma á nýju ári þannig að
skýrar línur fáist í þetta mál fljótlega. Fyrr var þörf en nú er nauðsyn."
verður um langa framtíð meginstoð
okkar atvinnulífs. En það liggur
óþægilega Ijóst fyrir þegar loðnu-
vertíð hefur brugðist og draga verð-
ur úr þorskafla þriðja árið í röð að
auðlindir sjávar eru ekki ótæmandi.
Markmið stefnunnar í málefnum
sjávarútvegs er að fiskveiðar og fisk-
vinnsla skili á hverjum tíma miðað
við veiðiþol helstu fiskstofna há-
marksafrakstri í þjóðarbúið. Þetta
hefur ekki tekist á undanförnum ár-
um þótt þokast hafi í rétta átt eftir að
kvótakerfið var tekið upp árið 1984.
Með kvótakerfinu eins og það hefur
verið framkvæmt hefur tekist að
mestu að takmarka heildarveiðina
en ekki að sama skapi að auka
hagvæmni í veiðunum frá þjóðhags-
legu sjónarmiði.
Fiskiskipastóllinn er of stór. Að
hluta tll er því um að kenna að fisk-
veiðistefnan hefur ekki verið mörk-
uð nema til fárra ára í senn. Þetta
hefur orðið til þess að útgerðaraðil-
ar hafa hneigst til þess að halda
óþarflega stórum skipum til veiða
og jafnframt komið í veg fyrir að
veiðiheimildir væru sameinaðar og
skipum lagt.
Ég fer ekki dult með þá skoðun
mína að við mörkun fiskveiðistefnu
langs tíma eigi að skoða róttækari
tillögur en uppálöppun á núverandi
kvótafyrirkomulagi. Ég á hér fyrst
og fremst við almenna sölu á veiði-
leyfum. Þetta er ekki einfalt mál en
í fljótu bragði virðist veiðileyfasala
taka kvótafyrirkomulagi fram að
minnsta kosti að tvennu leyti. í
fyrsta lagi yrði auðveldara að taka á
þeim sérstaka vanda sem sambýlið
við sjávarútveginn er fyrir aðrar at-
vinnugreinar sem' ekki gangá í
ókeypis náttúruauðlindir einkúm
iðnaðinn, í öðru lagi sámrymist
veiðleyfasala betur eu kyótáfyrir-
komulag þvt grundvallarsjónarmiði
að fiskstofnarnir eru sameign þjóð-
arinnar. Það er framtíðárverkefni
að vinna þessum sjónarmiðum
fylgi.
En það er fleira sjávarútvegur en
veiðarnar — vinnslan skiptir ekki
síður máli. Miklar breytingar hafa
orðið á útflutningi sjávarafurða á
undanförnum árum þannig að hlut-
ur ferskfisks og ísfisks hefur aukist á
kostnað unninna afurða. Þessi þró-
un er að ýmsu leyti eðlileg í Ijósi nýj-
unga í flutningum og breyttra mark-
aðsaðstæðna. Þó er ekki laust við
að skipulagsleysi og jafnvel
glundroði hafi einkennt þessa þró-
un.
Það þarf að leita leiða til þess að
tryggja hagkvæmustu ráðstöfun
fiskaflans á hverjum tíma. Ég tel að
í því sambandi þurfi að kanna hvort
ekki er unnt að gera hlut innlendra
fiskmarkaða stærri en hann er nú.
Með því móti mætti koma á betra
jafnræði en verið hefur milli inn-
lendra og erlendra fiskkaupenda án
þess að takmarka með óeðlilegum
hætti athafnafrelsi fiskseljenda.
LandbúnaAur
Landbúnaðarstefnan er í ógöng-
um. Þar er ekki við íslenska bændur
að sakast. Þvert á móti hafa þeir
unnið kraftaverk í matvælafram-
leiðslu í því harðbýla landi sem við
byggjum.
Landbúnaðarstefna stjórnvalda á
undanförnum árum og áratugum er
hins vegar komin í þrot. Það verður
mikilvægt verkefni á næstu árum
að breyta þessári stefnu til hagsbóta
jafnt fyrir neytendur sem framleið-
endur landbúnaðarvara. Öfstjórnar-
stefnunni í landbúnaði verður að
linna og hágkvæmnissjónafmið
verðá að fá áð ráða m'eiru í búskapn-
um. Stuðningur við landbúnaðinn
verður að færast í rikara ma*li yfir í
stuðning Við fólk en ekki fram-
leiðslu vöru sem erfitt er að selja.
Ný stóriðja
Þótt umtalsverð hagvaxtarvon
felist í aukinni hagkvæmni í hefð-
bundnum atvinnugreinum er það
ekki nóg. Við þurfum að ráðast af
stórhug í uppbyggingu nýrra út-
fiutningsgreina. Þar liggur ný orku-
frek stóriðja einkum álbræðsla bein-
ast við.
Eitt tonn af áli frá álbræðslu hér á
landi skilar álíka miklu í þjóðarbúið
og eitt tonn af þorski upp úr sjó. Það
þarf í raun ekki fleiri orð til þess að
lýsa því hversu mikilvæg viðbót við
atvinnulífið í landinu öllu aukin ál-
framleiðsla gæti orðið.
Að þessu máli hefur verið unnið af
fullum krafti á vegum iðnaðarráðu-
neytisins á þessu ári og liggja nú fyr-
ir hagkvæmniathuganir á tveimur
kostum — annars vegar stækkun ál-
versins í Straumsvík, hins vegar
byggingu nýs álvers á svipuðum
slóðum — sem gerðar hafa verið í
tengslum við svokallað ATLAN-
TAL-verkefni. í ljós hefur komið að
hagræði af stækkun álversins í
Straumsvík er ekki eins mikið og
talið var og hefur Alusuisse hætt
þátttöku í ATLANTAL-verkefninu.
Hins vegar er engan bilbug að finna
á Sænska fyrirtækinu Gránges og
hollenska fyrirtækinu Hoogovens.
Brýnasta viðfangsefnið nú er að
finna nýjan aðila í áliðnaði til að
taka þátt í byggingu nýrrar ál-
bræðslu á ísjandi. Ég ér bjartsýnn á
að það takist snemma á nýju ári
þannig að skýrar línur fáist í þetta
mál-fljótiega. Eyrr var j>ör.f en-nú er
nauðsyn.
Viðfangsefni jafnaðarmanna
Jafnaðarmenn sem byggja þjóð-
málastarf sjtt á nútímalegri jafnað-
arstefnu erú vel í stakk búnir til þess
að takast á við viðfangsefni líðandi
stundar og móta samfélag framtíð-
arinnar. Virðing fyrir frelsi einstak-
lingsins og lýðræðislegum ákvörð-
unum samhliða áherslu á skynsam-
legar lausnir í efnahagsmálum eru
gott veganesti í þjóðmálum. Það er
verkefni íslenskra jafnaðarmanna
að finna hinn gullna meðalveg jafn-
réttis og hagkvæmni og rækta gró-
andi þjóðlíf á grundvelli menningar-
legra og félagslegra gilda sem hafa
verið kjarninn í jafnaðarstefnunni
alla þessa öld. Friðsamleg alþjóða-
hyggja jafnaðarmctnna er einnig vís-
asti vegurinn til jtess efla íslenska
menningu og sjálfstæði þjóðarinnar
á þeim umbrotatímum sem við nú
lifum.
Evrópuárið — Evrópuundrið
Þegar umræðurnar um nánara
samstarf EFTA-ríkjanna og Evrópu-
bandalagsins stóðu sem hæst á
fyrstu mánuðum þessa árs var því
oft hreyft að Evrópa væri meira en
auðugu ríkin átján sem standa að
þessu væntanlega viðskiptasam-
starfi. Austan við járntjaldið og Berl-
ínarmúrinn, sem þá var hvort
tveggja heilt ogórofið, væru margar
þjóðir og staðir sem tilheyrðu hinni
evrópsku menningarheild, hefðum
hennar og sögu. Og nú eru þetta
ekki lengur kurteislegar tilvitnanir í
ræðum sem að öðru leyti snúast um
efnahagslegan gróða eða tap af nán-
ara samstarfi EFTA-ríkja — eins og
t.d. íslands — við Evrópubandalag-
ið. Nú er þetta veruleikiS -
Þjóðir AusttmEvrópu vilja á ný
hnýta fjölskylcju — og vihabönd við
þjóðir Vestur-Évrópu á grundvelli
frelsis og lýðræðis. Nú reynir á
$tjórnlist evrópskra stjórnmála-
manna að tapa ekki þræðinum í
starfi sínu að mynöún sterkrar evr-
ópskrar efnahagsheildar í Vest-
ur-Evrópu, en flétta þann þráð við
þann sem nú þarf upp að taka til
þess að endurreisa efnahag Aust-
ur-Evrópu eftir áratuga pfstjórn og
óstjórn kommúnista. Úr þessum
þráðum má flétta sterkt reipi. Takist
það verður ársins 1989 minnst sem
Evrópuársins — ársins þegar Berlín,
Dresden, Varsjá, Búdapest og Prag
bættust á ný í hóp frjálsra evrópskra
menningarborga. Það er hollt að
rifja upp úr landafræðinni að Prag
er strangt tekið beint í vestur frá
Vínarborg. Þar stóð lengi miðstöð
evrópskra stjórnmála og menning-
ar.
Eins og segir í ljóði Bertolts Brecht
um Moldá í leikriti hans um Sveyk í
síðari heimsstyrjöldinni sigrar tím-
inn alla harðstjóra (þýðingin er eftir
Þórarin Eldjárn):
.,/ hyldýpi Moldár er mölin á sveimi
i moldinni i Prag eru keisarar þrír.
Hiö slóra og hid smáa er jafnslopult í heimi
lólf stundir er nóllin, svo ris dagur nýr.
En límarnir breytasl og ráöin og rökin
sem risarnir beita þau enda sill skeib
i blódugum hanaslag Ireysla þeir lökin
en tímarnir bm'tusl og völdin um leiö.
I hyldýpi Moldár er mölin á sveimi
í moldinni í Prug eru keisarar þrír.
Hiö slóra og hið smáa er jafnslopull í heimi
lólf slundir er nóllin, svo rís dagur nýr."
Með nýju ári rís nýr dagur;
dagúr frélsls.