Alþýðublaðið - 30.12.1989, Qupperneq 23

Alþýðublaðið - 30.12.1989, Qupperneq 23
Laugardagur 30. des. 1989 23 Pétur Pétursson er einn þeirra íslensku knattspyrnumanna sem hafa gert garöinn frœgan erlendis. Bjarni A. Fridriksson júdókappi varð í 5. sœti á Evrópumeistaramóti í greininni og aðeins hársbreidd frá því að keppa um 3. sœtið. Á myndinni leggur Bjarni Danann Carsten Jensen. AR IÞROTTTR 1989 íslenska þjóðin og handknattleiks- unnendur tóku þó gleði sína á ný eftir glæsilegan sigur í B-keppn- inni í Frakklandi, óvænt en glæsi- legt. Margir fleiri góðir sigrar unn- ust á árinu, m.a. varð íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 ára og yngri í fimmta sæti í heims- meistarakeppni. Valur varð Islandsmeistari í karlaflokki og Fram í kvenna- flokki. Stjarnan í Garðabæ varð síðan bikarmeistari, bæði í karla- og kvennaflokki. Almennur áhugi á handknattleik er stöðugt mikill og vaxandi. Fað leikur vart á tveim tungum, að þýðingarmesti atburður á vett- vangi handknattleiksins á næsta ári er A-heimsmeistarakeppnin sem haldin verðuríTékkóslóvakíu í febrúar. Þar ræðst það hvort ís- land vinnur sér rétt til að taka þátt í handknattleikskeppni Olympíu- leikanna í Barcelona 1992, en þá dugir ekkert minna en 6. sætið, nema ef Spánverjar verða meðal 6 bestu, þá nægir 7. sæti. Formaður HSÍ er Jón Hjaltalín Magnússon. Spjótkastarar á______________ heimsmælikvarða______________ FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR hafa alla tíð frá því að skipulagt íþróttastarf hófst hér á landi verið í fremstu röð hjá okkur. Á síðasta ári var spjótkast mest í sviðsljósinu eins og verið hefur undanfarin ár. Sig- urður Einarsson var valinn í Evr- ópuúrvalið í heimsbikarkeppn- inni, en ofar á heimsafrekaskránni 1989 var þó Einar Vilhjálmsson eða í 5. sæti, kastaði lengst 84,66 m. Ymis önnur góð afrek voru unnin á árinu, sem of langt er upp að telja, en rétt er að benda á ung- an mann, Jón Arnar Magnússon, sem er til alls líklegur, sérstaklega í tugþraut. Margt stendur til á næsta ári, Evrópumeistaramót í Glasgow innanhúss 3.-4. mars og utan- húss í Split, Júgóslavíu síðustu helgina í ágúst. HM unglinga einn- ig í Júgóslavíu í borg sem heitir Plovdiv. Hér heima fer m.a. fram landskeppni við íra og Skota fyrstu helgina í júlí, auk fjölmargra annarra móta. Formaður FRÍ er Magnús Jakobsson. Ágætur árangur sundfólks SUNDÍÞRÓTTIN hefur ávallt not- ið vinsælda hérlendis, bæði sem keppnisíþrótt og almennings- íþrótt. Álmenn sundiðkun hér vekur stöðugt athygli og aðdáun erlendra. Á síðustu árum hefur sundafreksfólk náð athyglisverð- um árangri og svo var einnig á ár- inu 1989. Sérstaka athygli vakti frábær árangur íslensks sundfólks á íþróttamóti smáþjóöa á Kýpur, sem kom heim með 17 gullverð- laun af 23 mögulegum. Einnig hlaut sundfólkið 12 silfur og 4 brons. Af þessum 17 gullverölaun- um hlaut Ragnheiður Runólfdóttir 6 og var auk þess kjörinn íþrótta- maður leikanna. Ragnheiður varö einnig 5. í 100 m bringusundi á Evrópubikarkeppni í Sabella á Spáni nýlega. Mikil gróska er í sundíþróttinni víða um land, sér- staklega á Akranesi, Suðurnesj- um, Hafnarfirði, Sundfélaginu Ægi og víðar. Stórmót í sundi fara fram næsta sumar, um miðjan ágúst verður opið bikarmót í Róm, sem segja má að sé einskonar óopinbert heimsmeistaramót. Hið opinbera heimsmeistaramót fer aftur á móti fram í Ástralíu fyrstu daga ársins 1991. FormaðurSundsambands ís- lands er Guöfinnur Ólafsson. KÖRFUKNATTLEIKUR er í stöð- ugri sókn hér og á þessu hausti hefur aðsókn að leikjum aukist til muna og trúlega vegna þess að er- lendir leikmenn fá nú að leika með liðum hér á ný. Samskipti við útlönd voru ekki mikil á árinu og árangur rétt þolanlegur. Á Norður- landamótinu sem fram fór hér heima varð ísland í 4. sæti. Á smá- þjóðaleikunum varð kvennalið Is- lands í 2. sæti en karlaliðið þriðja. íslensku stúlkurnar eru í framför í körfubolta og hlutu fjórða sæti á sterku móti í Luxemborg í haust og unnu m.a. Wales. íslandsmótunum lauk þannig, að Keflavík sigraði bæði í karla- og kvennaflokki. Njarðvík varð bik- armeistari karla, en Keflavík bik- armeistari kvenna. Á næsta vori í byrjun maí tekur kvennaliðið þátt í Norðurlandamóti. Formaður Körfuknattleikssambandsins er Kolbeinn Pálsson. Bjarni áfram á toppnum JÚDÓ er tiltölulega ung íþrótta- grein hér á landi, en þrátt fyrir það hefur hún náð ótrúlegri útbreiðslu og er nú iðkuð í öllum landshlut- um, nema á Vestfjörðum. Mestan þátt í þessari öru útbreiðslu júdó- íþróttarinnar á örugglega liinn frá- bæri árangur Bjarna Friðriksson- ar undanfarin ár. Bjarni er enn í fullu fjöri og náði lengst júdó- manna á sl. ári, er hann varð 5. á Evrópumeistaramóti og var að- eins hársbreidd frá því að keppa um 3ja sætið. Þessi viðfelldni íþróttamaður vann ýmis önnur ágæt afrek. Fljótlega eftir áramót- in eöa í febrúar fara bestu júdó- mennirnir utan til keppni, annars- vegar til Frakklands til þátttöku í opna franska mótinu og hinsvegar til Kaupmannahafnar en þar fer fram Copenhagen Open. Bæði þessi mót eru mjög sterk. Formað- ur Júdósambandsins nú og undan- farin ár, er Hákon Örn Halldórs- son. Siglingaliðið undirbýr OL SIGLINGAR sem keppnisíþrótt hafa aldrei náð mikiili útbreiðslu hér hjá þessari miklu siglingaþjóð. Dugmikil stjórn Siglingasam- bandsins hefur þó unnið mark- visst starf. Árið 1989 hefur veriö rólegt ár eftir þátttöku í OL í Seoul. Nýtt landslið er í deiglunni og nú eru stúlkur með í fyrsta sinn af ein- hverri alvöru. íslenskir unglingar voru með í Noröurlandamóti í Es- bjerg og náðu viðunandi árangri eða best 4. sæti. Á næsta ári hefst raunverulegur undirbúningur fyrir OL í Barce- lona, en fyrsti jsáttur þess er þátt- taka í móti í Kaupmannahöfn í vor og æfingar í tengslum viö það. For- maður Siglingasambandsins er Ari Bergmann Einarsson. BADMINTON er vinsæl íþrótt og hefur verið lengij sérstaklega sem trimm. En á undanförnum árum hefur þó komið fram harðsnúið keppnisliö. Þátttaka í mótum er- lendis var lítil 1989, en badmin- tonfólk keppti í Scottish open og stóð sig mjög þokkalega. Á næsta ári keppir íslenskt bad- mintonfólk i „Finlandiá-mótinu í Austurríki í lok janúar og síðan verða sendir keppendur á Evrópu- mót unglinga í Póllandi fyrstu helgina í mars. Formaður Badmin- tonsambandsins er Magnús Jóns- son. BORÐTENNIS er vaxandi íþrótt í íslensku íþróttalífi og stjórn Borð- tennissambandsins leggur áherslu á útbreiðslustarfið. A síðasta ári tók borðtennisfólk þátt í Evrópu- keppni landsliða og náði þokka- legum árangri. Ekki hefur verið gengið endanlega frá þátttöku í mótum erlendis á þessu stigi, en margt er í undirbúningi. Formað- ur Borðtennissambandsins er Gunnar Jóhannsson. FIMLEIKAR eru fögur íþrótt og Fimleikasambandið vinnur að uppbyggingu íþróttarinnar af miklum krafti og stöðugt næst betri árangur á mótum, bæði Norðurlandamótum og Evrópu- mótum. Formaður Fimleikasam- bandsins er Margrét Bjarnadóttir. Skíðaiðkun er vinsæl hérlendis SKÍÐAÍÞRÓTTIN er ein vinsæl- asta almenningsíþrótt lands- manna, enda fátt betra og hollara en skíðaferðir til fjalla. Sem keppnisíþrótt hefur gengiö upp og niöur eins og gengur. Skíðafólk hefur tekið þátt í Olympíuleikum undanfarna áratugi og oft náð þokkalegum árangri. Erfitt er að stunda æíingar hérlendis vegna veöráttunnar og þess vegna æfir landsliðsfólkið oft langtímum saman erlendis. Formaöur Skíða- sambandsins er Siguröur Einars- son. BLAK hefur átt eríitt uppdráttar í samkeppninni viö aðra knattleiki, en þó hefur stundum náðst allgóð- ur árangur. Á smáþjóöaleikunum varð íslenska liöiö í fimmta sæti. Það vann tvo leiki og tapaði tveim- ur. Á Eyjaleikunum svokfilluðu í Færeyjum sigruðu íslensku stúlk- urnar en karlarnir urðu í þriðja sæti. íslandsmeistarar í blaki 1989 varð lið KA í karlaflokki og Vík- inga í kvennaflokki. Stúdentar (1S) varð bikarmeistari karla og Vík- ingur sigraöi í kvennaflokki. Formaður Blaksambandsins er Kjartan Páll Einarsson. Golf æ vinsælla en gliman á undanhaldi SKOTÍÞRÓTTIN er stunduð af fá- mennum en harðsnúnum kjarna hér á landi. Skotmenn taka ekki mikinn þátt í mótum erlendis, en liafa stundum náð góðum árangri. Á smáþjóðaleikunum voru skot- menn tvívegis í fjórða sæti og ör- skammt frá verðlaunum. Formað- ur Skotsambandsins er Þorsteinn Ásgeirsson. GLIMAN, blessuö þjóðaríþróttin, er næst fámennust allra íþrótta- greina hvað iðkendur varðar. Heldur hefur þó lifnað yfir glím- unni undanfariö og einhvern þátt í því á vafalaust samband við er- lend fangbragðasamtök. Vonandi eykst áhugi á þessari þjóðlegu íþrótt í framtíðinni. Formaður Glímusambandsins er Rögnvaldur Olafsson. KARATE nýtur töluverðra vin- sælda víöa um land og íþróttina æfa á annað þúsund manns, bæði karlar og konur. Góður árangur hefur náðst á mótum erlendis og karate er í sókn á íslandi. Formað- ur Karatesambandsins er Kjartan Gauti Hjaltason. GOLFÍÞRÓTTIN hefur náð stór- kostlegri útbreiðslu hér og senni- lega almennari en í nokkru öðru landi. Þetta er íþrótt, sem hentar öllum aldursflokkum. Stærsti hluti golfiðkenda eru trimmarar, sem taka miklu ástfóstri við þessa skemmtilegu íþrótt. Harðsnúiö keppnislið æfir golfið af miklum kraíti hér á landi og árangur þess á mótum erlendis hefur vakiö at- hygli og ekki er aö efa, að framfar- ir eiga eftir aö verða örar í náinni framtíð. Formaður Golfsambands ís- lands er Konráð Bjarnason. LYFTINGAR eru býsna vinsælar hér á landi, sérstaklega svokallað- ar kraftlyftingar. Mun færri iðka hinar olympísku lyftingar þó að ís- lenskir lyftingarmenn hafi oft gert garðinn frægan, t.d. Guðmundur Sigurðsson, sem varö 7. í sínum þyngdarflokki á Olympíuleikun- um í Montreal 1976. Vonandi tekst Lyftingasambandi Islands að lyfta grettistaki hvaö varöar framtíð þessarar íþróttagreinar. Formaður Lyftingasambands Islands er Birg- ir Þór Borgþórsson. Yngstu sérsamböndin starfa vel TENNISSAMBAND ÍSLANDS OG HESTAÍÞRÓTTASAMBAND ISLANDS eru yngstu sérsam- böndin. Tennissamband íslands var stofnað í nóvember 1987 og Hestaíþróttasamband Islands var stofnað í maí 1989. Þau starfa af fullum krafti, þrátt fyrir ungan ald- ur og hafa nú þegar gefiö fyrirheit um mikil og góö afrek. Formaöur Tennissambandsins er Guðný Ei- ríksdóttir, en formaður Hesta- íþróttasambandsins Pétur Jökull Hákonarson. íþróttasamband FATLAÐRA hef- ur unnið frábært starf á liðnum ár- um og sigrar fatlaðs íþróttafólks eru fjölmargir og glæsilegir. Er óhætt að segja, að afrekin hafi bæði vakiö athygli og aödáun. Formaöur íþróttasambands fatl- aöra er Ólafur Jensson. Örn Eiðsson skrifar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.