Alþýðublaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 13
Laugardagur 30. des. 1989
13
LAUGARDAGSSPJALL
A
Babbibankann
Hagsmunaárekstur er hugtak
sem ekki hefur mikiö farið fyrir
brjóstið á lslendingum fram að
þessu, en nú virðist eitthvað rofa
til. Það er komið babb í bátinn í
Landsbankaráðinu vegna árekst-
urs og það er ólíkindatólið Sverrir
Hermannsons, sem sker upp her-
örina.
Skýrt og skorinort
Það er umhugsunarefni af ýms-
um ástæðum, að það skuli vera
Kvennalistinn, sem lendir í þess-
um árekstri. Þær hafa nefnilega
alla tíð þóst óskaplega siðprúðar,
og forðast árekstra af öllu tagi,
þrátt fyrir að þær telji sig andkerf-
isflokk. Þær hafa aldrei gert upp-
reisnir gegn kerfinu. Því er það
hlálegt að þegar þær hafa nú
ákveðið að ganga kerfinu á hönd
og kjósa í ríkisbankaráðin, þá
skuli einn af gamalreyndum görp-
um þess ráðast gegn þeim, skýrt
og skorinort.
Garpur þessi hefur lengi ekið á
vegum íslenska stjórnkerfisins og
lent í og orðið vitni að árekstrum
af ýmsu tagi. Hingað til hafa
hvorki hann né aðrir ökumenn
gert út af því rekistefnu, því þeir
hafa verið með sameiginlega
kaskótryggingu, án sjálfsábyrgðar.
Þeir fóru til dæmis án stórra yfir-
lýsinga á réttingaverkstæði eftir
áreksturinn, sem varð þegar
stjórnarformaður stærsta skuldar-
ans varð bankastjóri.
Kerfi í kaskó____________________
Það hefur aldrei þótt góð pólitík
að vera að þrasa út af hagsmuna-
árekstrum. Þegar þá hefur borið á
góma hafa svörin verið til dæmis á
þessa leið: Er virkilega verið að
saka hinn mæta mann, Jón Jóns-
son, um misferli? Eða: Halda
menn því fram, að Páli Pálssyni sé
ekki treystandi? Eða: Það er þvert
á móti til bóta, að menn hafi
reynslu og séu í snertingu við mál-
in.
íslenska stjórnkerfið er auðvit-
að morandi í bullandi hagsmuna-
árekstrum. Sýslumenn rannsaka,
ákæra, dæma og refsa. Dómarar
semja lög og dæma. Alþingis-
menn samþykkja lög og fram-
fylgja, sitja í bankaráðum, sjóðs-
stjórnum o.fl. o.fl.
Venjulegast þykir þetta ekki
vont, heldur vitnisburður um
sæmilega sjálfsbjargarviðleitni.
í gamaldags hugmyndum um al-
ræði flokksvaldsins, sem nú er
verið að hafna í Austur-Evrópu,
hefur þetta þótt eðlileg samteng-
ing valdastofnana og flokka.
Klúður hjá Kvennalista
Það er auðvitað tómt klúður hjá
Kvennalista að kjósa þá mætu
konu Kristínu Sigurðardóttur í
bankaráðið. Svörin um að hún sé
vel menntuð og hafi sérþekkingu
á vaxtamálum eru nákvæmlega á
gömlu árekstrarbókina lærð. Það
getur vissulega verið til bóta að
hún hafi vit á því sem hún á að
gera, en það er ekki og hefur
aldrei verið neitt mál í þessu sam-
bandi. Hún þarf ekkert að vita um
bankamál nema svona rétt eins og
nýráðinn bankastjóri, til þess að
vera gjaldgeng í bankaráðið.
Skynsemis- og þekkingarskortur
hefur aldrei valdið vanhæfi í pólit-
ískum kosningum og þess vegna
verður Kristín Sigurðardóttir ekki
hæf á því einu að vera greind, vel
menntuð og hafa mikla reynslu.
En það er rétt hjá Sverri Her-
mannssyni að atvinnutengsl
hennar gera hana vanhæfa.
En talandi um hvað sé við hæfi.
Líklega er það ekki við hæfi að
Sverrir Hermannsson bankastjóri
tjái sig opinberlega um hæfni
bankaráðsmanna, sem eru hans
yfirboðarar og ráða hann í vinnu.
Og það hefði verið vel við hæfi að
Sverrir Hermannsson hefði lýst
áhuga sínum á hagsmunatengsl-
um fyrr.
Gudmundur
Einarsson skrifar
„Hún þarf ekkert aö vita
um bankamál nema
svona rétt eins og
nýráöinn bankastjóri til
aö vera gjaldgeng í
bankaráöiö. Skynsemis-
og þekkingarskortur
hefur aldrei valdid
vanhœfni í pólitískum
kosningum og þess
vegna veröur Kristín
Siguröardóttir ekki hœf
á því einu aö vera vel
greind, menntuö og hafa
mikla reynsluskrifar
Guömundur Einarsson
m.a. í grein sinni.
STORHAPPDRÆTTI
FLUGBJORGUNARSVEITANNA
Vinningaskrá 1989:
Sómi 660 sportbátur:
42479
Toyota 4Runner:
4241 -41457
Heimilispakkar:
21300-31817-55058-84386
142251 - 151523
EchoStar gervihnattadiskar:
55-2948-8566- 14838- 18605
42675-46258-49144-51458
52999 - 60009 - 66576 - 69202
71371 - 108795 - 124637 - 146009
150665- 151094- 155951
Mitsubishi farsímar:
808-3060-9242- 17466
20165-31080-33698-56150
73724-79351 -90133-93616
98731 - 109281 - 116787- 123836
129340 - 129482 - 134824 - 143112
157020- 157140
Macintosh Plus tölvur:
3433- 16142- 16858-26225
29438-32609-41620-55730
57951 - 59731 - 67980 - 72283
74335-86364-98780- 110174
110645 - 115669 - 120164 - 137742
140258- 155912
Nordmende MS-3001
hljómflutningstæki:
5388 - 8509 - 11367 - 35841 - 41354
43860-48006-57804-75018
75695 - 77044 - 77760 - 80979
81519 - 95208 - 105240 - 107333
114630 - 115650 - 129167 - 132705
139366- 141670
Nordmende 20” Galaxy 51
sjónvarpstæki:
2775- 17692-27753-29905
31254-31418-39901 -40191
41209-42130-42716-57433
71036-74876-77518- 116442
120498 - 125440 - 126452 - 130411
134507- 140401
(Birt án ábyrgðar)
Gleðilegt nýtt ár,
þökkum veittan stuðning!
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík
< Flugbjörgunarsveitin á Hellu
Flugbjörgunarsveitin á Skógum
Flugbjörgunarsveitin áAkureyri
Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíö
Flugbjörgunarsveitin í Vestur-Húnavatnssýslu