Tíminn - 11.04.1968, Page 3

Tíminn - 11.04.1968, Page 3
FIMMTUOAGUR II. aprfl »68. TÍMINN 19 Hinn 12. apríl næst komandi, iöstudaginn langa, á Valdimar Kr. GuSmundsson, prentari og um- bro'tsmaður við Tímann, sjötU'gs- af.mæli, Hainn er Aíustfirðingur að ætt, fæddur að Hmitbjörgum í Jökulsárhlíð 12. apríl 1898. For- eldrar hans voru Stefanía Benja- mínsdóttir og Guðmundur Ólafs- son, síðar veitingamaður á Seyð- isfirði. Valdimair hóf prentnám 6. júní 1011 í Prentsmiðju Austra á Seyðisfirði. Að prentnámi loknu fluttist hann til Reykjavíkur og hefur starfað þar að pr.eintverki síðain. Fyrst í stað vann hann í Félagsprentsmiðjunmi, en árið 11922 hóf hann vinnu í prentsmiðj- unni Acta. Þar starfaði hanin í 14 ár, en fylgdi öðru starfsliði þeirrar pren.tsmiðju, er fyrirtæk- ið var selt nýstofnuðu prentsmiðju- fyrirtæki, Eddupren.tsmiðju. Þar hefur hann starfað allt fram á þennan dag og nær eingöngu við umlbrot á dagblaðiinu Tímanum. Það er þvií orðin.n langur starfs- dagur hans við þetta blað. Valdimar er kvæntur Vilborgu Þórðardóttur prests frá Söndum í Dýrafirði, systur Sigurðar Þórð- arsonar, tónskálds og söngstjóra. Eiga þau hjón tvo uppkomna syni, Sverri, prentara og prentsmiðju- eiganda, og Þórð, þjóðréttarfræð- ing' , ^ Samstarf okkar Valdimars hef- ur nú staðið í nálega 20 ár. Ég minnist þessara ára m.eð gleði og þatoklæti í huga. Það er svo margt, sem þar kemur til. Til einskis manms er betra að leita en Valdámars og hann er allra manna fljótastur að rétta hjálpar- hönd, þegar með þarf. Það er gott áð vinna með slfkum mönn- um og vita |>á í návist simni. TÍMINiN færir í dag þessum trausta og samvizkuisama stacfs- manni sínum, sem svo lengi hef- ur starfað við blaðið, þakkir sín- ar fyrir vel unnin störf og sendir honum og fjölskyldu hans beztu ármaðaróskir við þessi támamót í ævi hans. Eiinnig færa prentarar og aðrir starfsmenn honum þakkir fyrir samfylgdina og vona, að enn megi þeir njóta hennar um ókomin ár. Valdimar mun verða staddur á afmælisdagmn sinn í félagsheimili prentara, EDverfisgötu 21, milli kl. 2—6. öðinn Rögnvaldsson. Ég vil nota taskifærið og segja nokkur orð við þessa gömlu hetju, nú, þegar hún fyilir sjöunda tug- inn. Valdimar hefur unnið manna lengst og bezit við Tímann. Hann er eins konar afi okkar allra hérna á blaðinu. Menn koma og fara, starfa í nokfcur ár kannski, og alltaf er Valdimar þarna í pren.t- smiðjunni, ef maður lítur inn eftir fjarvistir. Þannig menin setja staðfestuna í fyrirtækin og gera þau að hluta úr lífi sínu. MiMl gamanmál eru oft á lofti, þegar Valdimar er í essinu sínu í prentsmiðjiuinni, og stundum fljúga hnútur um bekki, alveg eins og í veizlunni á Glæsivöll- um forðum. Allt fýkur það át i vimdinn jafnóðum. eða það stimpl ast út á stimpilklukkunni Stund um eru þetta alvarlegir hluitic, eins og þegar afmælisbarnið tek- ur kannski upp á bvi að spyrja manin, hvort maður kunnd Gunn- arshóíma. Og þegar mann rekur i vörðurnar út af svona prófspurningu, þylur sá gamli ljóðið. hnykkir á orðum. eins os hann vilji nú reka betta nógu rækilega ofan í mann, og allan tímann má maður standa við niið hans og skammast sín. Eins “r um marga fleiri hluti. Valdimar kamn fleira en Ijóð. Hann er harí- ur og úrræðagóður í prentsmiðiu sker út í við og hefur ákaflega gaman að gððum bókum. Stund- um gefst tími til að tala um þetta SJOTUGUR Á MORGUN: VALDIMAR GUÐMUNDSSON allt, ljóðin, útsikurðinn og skáld- sögumar, og þá rennur hýr svip- iur á andlitið og augun, sem hafa lengi horft á blýið, og hafa mögl- unarlaust orðið að sjá á eftir margri bölvaðri vitleysunni út til almenmings. En bannig er trú- mennskan. Hún tekur vægt á brekumum og kinkar kolli framan í kostiina. Það er gott að vita af honum Valdimar á sínum stað, og þó er alltaf bezt að vita, að hann kann j Gunnarshólma utarn að, og ótal i önnur Ijóð. Með því kennir hann j manni, að það er ekki nóg að kunna handverkið til hlítar. Mað urinn er ekki allur þar. Hann er lífca í andamum, og það gerir stritið léttara. Þakka þér fyrir ýmsa snúninga og handtök, gamli minn. og megi fólk þitt njóta samvista við big lemgi enn. IGÞ. Fundum okkar Valdimars Guð- mundssonar bar fyrst sáman fyrir 35 árum. Ég var þá að byrja feril minn sem blaðamaður, ung- ur og óreyndur. Valdimar var orðinn reyndur og ráðsettur prent ari. Störfum okkar var þannig háttað. að við höfðum strax mikið saman að sælda. Svo hefur verið jafnan síðan. Þegar ég lít yfir farinn veg, skipa ég Valdimar Guð- mundssyni hiklaust i fremstu röð þeirra manna. sem ég hefi kynnzt um dagana Þá hefi ég það ekki fyrst. * huga, að hai.n hefur verið frábær starfsmaður í grein sinni. fljótvirkur og mikilvirkur og allra manna iðjusamastur. Hitt er mér enn minnisstæðara hve góður fé- lagi hann hefur verið alla tíð. tryggur og hollráður hlýr og innilegur. Það hefur síður en svo skyggt á þetta, þótt hann hafi verið óragur við að segja mór og öðrum til syndanna, þegar honum hafa þótt verkin ganga of sei.nt, Um Valdimar verður það aldrei sagt, að hann hafi krafizt meira af öðrum en af sjálfum sér. Þess vegna var svo gott að þola áminn- ingar hans. Jafnan hefur líka slík- um árekstrum okkar Valdimars lyktað þannig, að við höfum orðið meiri vinir eftir en áður. Ég sagði áðan, að ég hefði verið að byrja starf mitt ungur og ó- reyndur, þegar við Valdimar hitt- umst fyrst, en hann var orðinn reyndur og gnóinn í starfi sínu. Þetta kom n:€'r fljótt að góðu haldi. Það var þá oft verk mitt að semja fyrirsagnir, en verk Valdimars að handsetja þær. í fyrstu fékk ég oft áminningar hjá Valdimar fyrir viðvaningsleg vinnubrögð. Ég fann á því, að það myndi góður kostur að leita ráða Valdimars, þegar mér gekk erfið- lega við fyrirsagnirnar. Þetta reyndist líka þannig. Ég fékk ,'afn an góð ráð hjá Valdimar, því að hann er orðhagur í bezta lagi. Þetta tryggði jafnframt góða sa.m- vinnu við prentarann. Ég er í mikilli þakkarskuld við Valdimar fyrir það að hafa getað farið þann ig í smiðju til hans í 35 ár Þær úrlausnir, sem ég hef fengið þar, eru óteljandi, bæði varðandi fyrir- sagnir og annað efni. Ég vil nota þetta tækifæri tiJ að færa Valdi- mar sérstakt þakklæti mitt fyrir þessa ómetanlegu aðstoð hans. ValdiÁiar hefur verið óvenju- legur afkastamaður um ævina. Hann hefur alltaf haft langan vinnudag í prentsmiðjunni en jafn hliða því hefur hann rækt mörg sförf önnur Hann er frábær út- skurðarmaður og liggja oftir hann mörg góð verk á því sviði. Þó hefur Valdimar ekki vanrækt heimili sitt, heldur jafnan verið boðinn og búinn til að þjóna því. konu, börnum. tengdadóttur og barnabörnum. Mig hefur oft undr að hve miklu Valdimar hefur get- að afkastað. Oft hlýtur svefntími hans að hafa verið lítill. Hann hefur i senn verið gæddur ein- stöku starfsfjöri og hæfni til að skipuleggja störf sín. Hann hefur líka átt góðan hauk i hörni, þar sem hin ágæta kona hans hefur verið Og nú er Valdimar að verða sjötugur. Það sér ekki á vinr.u- brögðum hans. En kirkjubókunum verður að trúa. Ég þakka Valdi- mar skuggalaust og skemmtileet samstarf i 35 ár. þakka honum drenglyndi hans. tryggð hans og góðgirni. fullviss þess. að vinfengi okkar mun aldrei þverra. Þ. Þ. DOMUR ATHUGIÐ SAUMA SNÍÐ, ÞRÆÐI — og máta kjóla. — Upp- lýsíngar : síma 81967. 5 herbergja íbúð á 2. haofl við Hvassaleiti, er til sölu. fbúðin er um 117 ferm. Tvöfalt gler er í gluggum, teppi á gólfum og harðviðarinnréttingar. — Sameiginlegt vélaþvottahús í kjallara. Bílskúr fylgir. 2ja herbergja kjallaraíbúð við Rauðalæk, er til sölu fbúðin er um 65 fer- metrar Tvöfalt gler i glugg um. Teppj á gólfum tnn- gangur er sér hitalögn einn ig sér fhitaveita). Málflutningsskrifstofa VAGN E. JÓNSSON GUNNAR M. GUÐMUNDSS. Símar 21410 og 14400 Utan skrifstofutíma 32147. Aðalfundur Aðalfundur H.F. Eimskipafélags íslands verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykja- vík, föstudaginn 24. maí 1968 kl. 13.30. Dagskrá samkvæipt 13. grein samþykkta félagsins. Tillögur til breytinga á samþvkktum félagsins samkvæmt niðurlagi ákvæða 15. greinar samþykktanna (ef tillögur koma fram). Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins. Reykjavík 21.—22 maí. Reykjavík, 8. apríl 1968. S T J Ó R N I N

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.