Tíminn - 23.04.1968, Síða 8

Tíminn - 23.04.1968, Síða 8
8 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 23. apríl 1968. Opið bréf til frú Sigurlaugar Bjarnadóttur vegna sjónvarps- þáttar um unglingavandamálin AD BRUA BILID MILLI KYNSLÓÐANNA Æskufólk minnir á sig. Þessi bréfstúfur á ekki að vera neitt skítkast, heldur að- eins framhald af þvií, sem við vorum að ræða í sjónvarpiinu hjó honum Haraldi Hamar. Við vorum rétt að komast að efninu, þegar þættinum lauk. Fjöldi fólks, sem skynjaði, að stóra bilið milli kynslóðanna, sem séra Árelíus minintist á, var einmitt þarna á milli okk- ar, hefur farið þess á leit við mig að ég skýrði meiningu mína á tveimur atriðum. í fyrsta lagi var það varðandi viðtal við mig í Tímanum, sem þér minntust á, og í annan stað, ef ég treysti mér til, að benda á leið til að brúa þetta bil milli kynslóðanna. Ég vil taka það fram, að ég vissi ekki, áð- ur en þátturinn hans Haralds hófst, að þér eruð kennari og í bamaverndarnefnd. Ég hélt, að þér væruð aðeins áhyggju- fullt foreldri. Auðvitað berið þér í minum augum mun meiri ábyrgð gagnvart ungu fólki nú en áður. SEKTARKENND FORELDRA OG ÞROSKI UNGS FÓLKS. Eins og þér vitið fannst mér þér reyna að rangtúlka orð mín í fyrrnefndu blaðaviðtali. Fyrirsögn greinarinnar í Tím- anum um þetta efni: Að græða á sektarkennd foreldra. Þetta voru alls ekki mín orð, held- ur fyrirsögn blaðamannsins, — Veiztu af hverju foreldr- ar láta krakkana fá peninga. Það er af því að þau eru svo ósjálfstæð og finna til sektar gagnvart þeim. Þau eru svo gersamlega sýkt af þessum vel ferðarsýkli, sem er að drepa niður allt heimilislíf, og mega ekki vera að því að sinna bless uðum börnunum, vegna þess . að þau hafa gleymt sér í gull- æðinu. En til að friða sam- vizkuna sletta þau peningum krakkana. —• Það, sem foreldrar og yf- irvöld virðast ekki vera sér grein fyrir, — segir Guðlaug- ur, er að unga fólkið er stöð- ugt að verð-a eldra, ef svo má segja. Það er þroskaðra og þar af leiðandi kröfuharðara held- ur en ungt fólk fyrir nokkrum árum, eins og fossafl, óvirkjað fossafl, og krafturinn býzt Út í öskrum, háváða og óstýri- læti. Þetta er ekki þeim sjálíf- um að kenna, heldur foreldr- unum og samtíðinni, sem ger- ir ekki minnstu tilraun til að virkja þau, láta þau taka á sig ábyrgð og finna, að þau geti staðið við hana. Það er einmitt þetta, sem þessir krakkar vilja, en fá ebki. — Jú, jú, þetta er alt sam- an gott og blessað, en er það nú rétt, að ala uipp í krökK- unum, að þau séu öðruvísi en aðrir einhver sérstakur þjóð- fiokkur, og þeirra sé máttur- inn og dýrðin? — Hvað er það, sem krakk- ar hafa? Fjárráð? Jú, jú, þau hafa miklu meiri peninga eo ungir krakkar hafa yfirleiit haft, en fjöldinn af þeim vinn- ur fyrir þessum peningum og aðrir fá þá hjá foreldru'num. sem eru að kaupa sér frið hjá börnunum og fyrir samvizk- una. — .En er þá rétt að reyna að græða á þvi? — Það er nú það. Þetta er bara hið gamla lögmál um framboð og eftirspum. Nú það er markaður fyrir táninga tízkuna núna og honum þarf að svara. Bf ég gierði það ekki, myndi bara einhver annar gera það, svo að enginn væri neitt betur settur, þótt ég hætti þessu. Við höfum fengið harðan dóm frá mörgum aðil- um og okkur er jafnvel kennt um heimtufrekju unglinganna. Það þarf alltaf að kenna ein- hverjum um, eins og til dæm- is í verkfalli, allir keppast um að skella skuldinni, hver á annan. Ætli það sé ekki sönnu nær, að við séum öll undir sömu sökina seld. Við reynum öll að hrifsa til okkar og sá sem er duglegastur við það, er dáður og lofaður fyrir að koma sér áfram. En þegar i óefni er komið harnast allir við að finna sökudólginn. Þannig var það nú. Yður fannst ég vera að skjóta mér undan ábyrgð með því að segja, að einhver ann- ar myndi bara stunda þessa tegund verzlunar, ef ég gerði það ekki, en kæra frú Sigur- laug, ef foreldrar eru það ó- sjálfstæð að láta unglingana fá peninga, þótt þau vilji það alls ekki, á ég þá að vera íor- eldrið fyrir þau, og banna þeim að 'verzla? Mundi slíki ekki vera harla erfitt í fram- kvæmd, og er ekki réttara að ætlast til þess af foreldrum að þau viti hvað þau vilji eða beri þá ábyrgð að vera foreldr ar. Nú, þá er það auglýsinga- sferumið, allt gert til að æsa unglinga upp og gera foreldr- um erfiðara fyrir eins og yður fannst. Takið þér einnngis eft- ir þeim auglýsingum, sem túlk aðar eru til ungs fólks? Ég verð nú að halda því fram, að mikill meiri hluti auglýsinga fyrir alls konar vöru og þjón- ustu séu gerðar fyrir okkur, fullorðna fólkið til að æsa það uipp og yfirleitt virðist það hafa tekizt allvel. Það sýna fallegu heimilin, bílarnir, snurðulausi fallegi fatnaður inn, skemmtistaðirnir, sem okkur eru yfirleitt ætlaðir. vín föngin og kræsingarnar, sem þar eru á boðstólnum, að 6 gleymdum öllum utanlands- ferðunium,, þaðan sem við kom um svo kljdjuð af varningi að- einsdæmi er í heiminum um þvílíkt verzlunaræði. Ég verð nú að segja. að ég held, að fullorðna fólkið haíi ekki bara æstst upp, heldur gjörsamlega tryllzt. Áfram með smjörið. Mitt i þessu á svo unglingsgreyið að halda fullkomnu jafnvægi og gera engar kröfur. Auðvitað er unglingurinn ekkert annað en stimpill af okkur á vissan hátx. Hunrn gerir bara aðrar kröfur, kröfur um verðmæti, sem flest ir fullorðnir vanmeta, svo úð til háborinnar skammar er. Svona væri hægt að halda á- fram endalaust, og innst inni veit ég, að við vitum þetta öll, erum aðeins bjargarlaus, reyn um aðeins að kenna hvert öðru um, heimtum að ábyrgðin sé tekin af herðum okkar Það er þetta ábyrgðarleysi, sem er gjörsamlega að sliga þjóðina, — enginn vill taka ábyrgð á neinum hlut. Þetta er ekki unglingavandamál, heldur þjóðfélagsmein á mjög háu stigi. Áður en leogra er hald ið vildi ég einnig skýra út misskilninginn um þroska ungs fólks. Yður fannst ég vera að gera minna úr eldri kynslóðinni, þá er þið voruð ung, jafnvel held ég, að yður hafi fundizt ég vanvirða ykk- ur, en því fer víðs fjarri. Það sem ég átti við var það. að ungt fólk er fullorðnara en áður, og það út af fyrir sig er vandamálið Frseðimenn hafa m.a. bent á þetta. Ég minntist á útvarpserindi. sem ftutt var um kynferðismál. Þar var það sögð , vísindaleg stað- reyind, að kynlþroski hjá ung- lingum nú á tímum kæmi allt að 5 árum fyrr en áður, og með honum auðvitað löngun til margs annars þroska. Ég vit virkja þetta unga fólk, frú Sigurlaug, ekki sýna því af- skiptaleysi. Ég tel afskipta- leysi af uiniglingunum ganga glæpi næst. Ef við hættum nú að kenna hvort öðru um ábyrgðarleysið og reynum áð finna lausn, hvar skal þá hafizt handa, og hvernig á að brúa þetta stóra bil. Það mætti nóttúrulega segja, að það sé mikið færzt í fang við að reyna slikt, en bæði erum við sammála um, að álbyrgðarleysið sé ríkjandi, og síðan tel ég, áð ábyrgðarleys- ið sé þjóðarböl. Svo um leið og við brúum bilið, vœri mik- ið af meinimi læknað, hvorki meira né minna. Frumskilyrð- ið fyrir „brúarsmíðinni", hlýt- ur.. að vera umræðugrundvöH- ur. Við verðum að láta alla fordóma tönd og leið og reyna að skilja hvert annað. Ég er þess fullviss, að yngri kynslóð- in er tilbúin til þess, svo fremi að fordómamir séu úr sögunni, hennar skoðanir virt ar, þó ekki sé meira, og hún taíin viðræðuhæf. f stað álbyrgð arieysis verður að koma á- byrgð, en þar verða einmitt þeir fullorðnu að hafa frum- kvæðið og gefa síðan yngri kynslóðinini tækifæri til að taka á sig ábyrgð. Talið er, að helmingur íslendinga sé 25 ára og yngri, svo að æskan í dag, er þjóðin á morgun, eins og landsprófsnemar rituðu á kröfuspjöld sín, héma um dag inin. Þér hljótið að hafa orðið var ar -við þá byltingu, sem örlar á hjá ungu fólki alls staðar í heiminum. Þetta er ekkert einsdæmi hér, heldur fylgir það nútímanum með öllum hans hraða. Unga fólkið er orðið eldra og það heimtar að fá aukna hlutdeild í þjóðfélag inu og heimsmálunum yfir- leitt. Það fordæmir þessi ei- lífu stríð. Það boðar nýja tíma. Fortíð og nútíð skapa framtíð. Unga kynslóðin og eldri kynslóðin verða að taka höndum saman og gera þenn- an nýja tíma að raunveruleika. Hver og einn verður að láta í eigin barm og finna sína sök og taka síðan ábyrga afstöðu til mála. Ef við reynum öll að leggjast á eitt með ábyrgðar hugsjón að baki, mun sá á byrgi prestur, séra Árelíus Ní- elsson sjá bilið stóra milli kyn slóðanna hverfa innan skamms tíma. \ Að lokum vona ég, að þér takið þetta ekki óstinnt upp við mig, því að þótt bréfið sé stílað til yðar, er það þó fullt eins skrifað til eidri kynslóð- arinnar í heild. Guðlaugur Bergmann.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.