Tíminn - 04.05.1968, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.05.1968, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 4. maí 1968 (ÞROTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR 13 Lögreglan bjargaði íslenzka landsliðinu Æstur múgur réðist að ísl. landsliðsmönnunum í handknattleik, þegar þeir fylgdust með knattspyrnuleik á Spáni. Sluppu við illan leik af vellinum. Það f6r nærri illa fyrir ís- lenzku landsliðspíltunum í handknattleik, þegar þeir fóru að horfa á knattspyrnu á Spáni. Múgur og margmenni gerði sig líklegan til að ráðast á þá, þegar þeir hvöttu ítalska liðið Torino, sem þarna var að leika gegn heimaliðinu Atl etico Madrid. Leikar stóðu jafn lr, 1:1, þegar Spánverjarnir skoruðu vafasamt mark. Létu íslenzku piltarnir óánægju sína í Ijós með köllum, en þá skipti engum togum, að mannfjöldinn, hinir æstu áhangendur Atletico Madrid, hópuðust í kringum þá og gerðn sig líklega til að lumbra á þeim. Heilt lögreglulið dreif að og, sló skjaldborg umihverfis ís- lenzku leifcmennina og forðaði þeim út af vellinum, en æstur mittgurinn fylgdi á eftir. „Okk- nir leizt ekki á blikuna, þegar lögregilumennirnir smelltu upp byssuihulstrunum" sagði Gunn- laugur Ejálmarsson, þegar við ræddum við hann í gær, en landsliðið kom heim í fyrra kvöld. „Spánverjarnir voru al- veg óðir og lömdu án afláts á gluggana á langferðabílnum, sem við vorum í. Við þökkuðum okkar sæla að sleppa iifandi úr þessum darradansi", bætti Gunnlaugur við. Já, það gekk á ýmsu í Spán- arför handknattleiksmanna. Fyrst skellur í landsleiknum í Alicante, eimhver stærsti lands leikjaósigur íslands. Síðan uppreisn með sigri í síðari landsleiknum í Madrid. Loks óeirðir á knattspyrnuvelli. Við spurðum Gunnlaug, hvort ekki hafi verið nokkur ieið að forða hinu stóra tapi í Ali- cante, þrátt fyrir erfið skilyrði, en eins og kunnugt er, var leikið utanhúss - í. steikjandi hita. : ,,Jú, ég myndi segja það", sagði Gunrfaugur. „Þegar okk ur var orðið ljóst, að við yrð- um að leika við þessar aðstæð ur, ákváðum við að reyna að halda knettinum sem mest. Þetta gekk bærilega til að byrja með og eftir 20 mínútna leik voru Spánverjar aðeins einu marki yfir. En þá hljóp skyndilega allt í baklss- Ótíma bær skot reynd æ ofan í æ. Við vorum flestir undir sömu sök seldir með þétta. Hefðum við hins vegar .^ilýð áfram eins og lagt var fyrir, héfði leikurinn aldrei endað með þessum ósköpum. Sennilega hefðum við þó tapað, en aldrei með 12 marka mun." — Og svo var það síðari leik urinn? | — Já, hann var miklu já- kvæðari. Það var leikið innan húss í hinni glæsilegu íþrótta höll í Madrid. Áhorfendur voru ekki ýkja margir, eitthvað um tvö þúsund, en leiknum var sjónvarpað beint um allan Spán. Spánverjarnir voru stað ráðnir í að endurtaka hinn glæsilega leik í Alicante en það tókst þeim ekki. Við vorum staðráðnir í því að hleypa þeim ekki of langt í byrjun og gáf um.aldrei eftir. Fyrri hálfleikn um lauk með jafntefli, 9:9, eh í síðari hálfleik náðum við okk ur enn betur á strik og náðum þá ágætu forskoti, 16:13. Nokkrar mínútuf voru til leiks Ioka og við ákváðum að halda rknettinum sem mest, méð öðr um orðum að tefja, en ekki tókst betur til, að við misstum knöttinn tvisvar eða þrisvar og Spánverjum tókst í öll skiptin að skora. Var staðan þá orðin jöfn aftur, 17:17, og ^ðeíns mín úta tií leiksloka. Irigólfur Ósk arsson sagði siðasta orðið í þessari viðureigri, en sigurmark ið skoraði hann með föstu gólf skoti. Við vorum sannarlega fegnir, þegar flauta tímavarðar ins gall við skömmu síðar. Fyrsti sigur á heimavelli and- stæðings var staðreynd. Framhaia a bls. 14. Og enn Guðmundur setti sitt 99. ísl.met! Alf-Reykjavík. — Sundfólkið okkar slær ekki slöku við þessa dagana. í fyrrakvöld fór fram hið svokallaða Sigurgeirsmót í Sund- hölPnni á vegum Sundráðsins og voru þá sett þrjú ný íslandsmet. Sigrún Siggeirsdóttir úr Ármanni byrjaði á því að setja met í 400 metra fjórsundi, synti á 6:04,0 mín. En ekki stóð þetta íslands- met, nema í 8 minútur, því að f síðari riðlinum synti Hrafnhild 6-0! Breiðablik burstaði Hafnfirð- inga i Litlu bikarkeppninni á flmmtudaginn, en leiknum lauk 6:0. Koma þessi úrslit sannarlega á óvart. Hvað er að, Hafnfirðing- ar? ur Guðmundsdóttir, ÍR, á nýju og enn glæsilegra meti, 5:45,7 mín. Gamla metið í þessari grein átti hún sjálf, en það var sett árið 1964 og var 6:16,4 mínútur. Þess má geta, að Hrafnhildur Kristjáns dóttir, Ármanni, synti einnig und- ir gamla metinu, en tími hennar var 6:07.0 mín. Þá var röðin komin að Guð- mundi Gíslasyni, Árm-anni, en hann setti nýtt íslandsmet í 200 metra baksundi, synti á 2:24,8 mín útum. Fyrra metið var 2:25,1 mín. Til gamans má geta þess, að þetta var 99. íslandsmetið, sem Guðmundur setur á ferli sínum. Eru þá ekki meðtaldar metajafn j anir. Árangur í öðrum greinum, sem jkeppt var í, var nokkuð góður. T. d. synti Ellen Ingvadóttir, Ar manni, á 2:57,3 mínútum í 200 metra bringusundi, en árangur Guðmundur 99. metiS! hennar er nýtt stúlknamet. Þessi árangur Ellenar er mjög athygl- isverður, en íslandsmetið í grein inni er 2:54,7 mínútur og er ekki ólíklegt, að Ellen eigi eftir að slá það. Þá setti Vilborg Júlíusdóttir, Ár manni, telpnamet í 400 metra fjór sundi, synti á 6:53,5 mínútum. Námskeið fyrir íþróttakennara Dagana 28. júlí til 3. ágúst 1968 fer fram íþróttakennaranámskeið á vegum danska íþróttakennara- sambandsins. Námskeiðið verður haldið í Sönderborg og verður boð ið íþróttakennurum frá öllum Norðurlöndunum. Námskeiðið er bæði fyrir karla og konur, og tíu fslendingum er boðin þátttaka.., Aðalviðfangs&fni "y.erður kynn- ing á hinu enska leikfimikerfi Educational Gymnastics. Kennari Mr. Percy Jones Lancashire Education Authority England. Aðr ar greinar verða: Fyrir konur: Körfuknattleikur I. og II. stig. Kennari Birthe Lem berg. Áhaldaleikfimi Sonja Niel- son. Rytmisk leikfimi (Kit Kruse). Sund (Kaj ' Warming). Prjálsar íþróttir (Karen Inge Halkier). Or ientering. (Ivar Berg Sörensen). Fyrir karla: Blak. Kennari Per Göran Person. Áhaldateikfimi. Kennari Ole Rasch': Frjálsar íþrött ir. Kennari Flemming Wesfch. Ryt- misk leikfimi. Kennari Verner Jörgensen. Sund. Kennari Kaj Warming. Einnig verða flutt erindi ðg hringborðsumræður o. fl. Danska íþróttakennarasambandið styrkir tvo íslendtnga (íþr.kenn.) um 500 kr. ctenskar hvorn. Væntanlegir þátttakendur til- kynni þátttöku til Jónínu Tryggva dóttur, sími 84324 eða Árna Njálssonar sími 32805 fyrir 8. maí n- k. (Stjórn fþróttakennarafélags¦• íslands). Hrafnhildur — stérbaetti metlS Kornungur og efnilegur sund- maður úr KR, Kristbjörn Magnús son, setti nýtt sveinamet í 200 metra baksundi, synti á 2:58,5 mín útum. Er þetta í fyrsta sinn, sem Kristbjörn syndir 200 metra bak sund og á hann áreiðanlega eftir að bæta sig í þessari grein. f lok mótsins fór fram úrslita leikur Sigurgeirsmótsins i sund knattleik. KR og Ármann léku til úrslita og var leikurinn mjög jafn og spennandi. Fyrsta hluta lauk með jafntefli, 2:2. Öðrum hluta lauk einnig með jafntefli, 1:1, en í þriðja hluta sigruðu KR- ingar, 2:0. Fjórða og síðasta hluta lauk 1:1 og lauk leiknum þvi með tveggja marka sigri KR, 6:4. Beztur hjá KR var fyrirliðinn, Sig- mar Björnsson, en hann skoraði 3 mörk. Þá sýndi Valdimar Valdi- marsson ágætan leik. Hjá Ármanni var Stefán Ingólfsson einna bezt- ur. Annars eru bæði liðin skipuð nokkuð jöfrium leikmönnum. „Krftiskt" atvlk úr lelk KR og Vík- ings. Magnús, markv. KR, stbkk á HafliSa, miohorja Víkings, innan vítateigs, eins og myndin sýnir. Greinlleg v(taspyrn«, en dómarinn lokað'i augunum. (Tímam.: Róbert) Knattspyrna um helgina Rvfkurmótinu og Litlu bikar- , keppninni verður haldið áfram um helgina. Tveir leikir fara j fram í Litlu bikarkeppninni í dag. í Kópavogi leika heimamenn gegn iKeflavík kl. 3 og f Hafnarfirði mætn heimamenn Akranesi kl. 4. jKeflavik hefur hlotið 6 stig, Framhald a bls. 14 StUTTAR FRÉtTlR § Dundee og Leeds léku fyrri leikinn í undanúrslitum f Borgakeppni Evrópu í fyrra- kvöld. Fór leikurinn fram á velli Dundee og lauk með jafntefli, 1:1. —0— # Enska landsliðið (leik- menn undir 24 ára) sigraði Ungverja 4:0 í leik, sem háður var í Liverpool f fyrrakvöld. Er þetta fyrsti sigur liðsins f þessum aldursflokki gegn Ung- verjum. —0— # f undanúrslitum í Evrópu- bikarkeppni bikarhafa sigraði SW Hamburg Cardiff í síðari leik liðanna 3:2 og er þýzka liðið þar með komið i úrslit en fyrrf leiknum Iauk með jafn- tefli. _0— # Úrslit á Englandi í fyrra kvöld: Arsenal - Sheff. W. 3:2 Fulham • Stoke 0:2, WBA - West Ham 3:1. í 2. deild vann Ipswich Crystal Palace 3:1 og er með því líklegur sigurvegari í deildfnni. Badminton Islandsmeistaramót í badminton verður sett i íþróttahúsi KR í dag kL 1,30. Mót þetta mun verða fjölmennasta badmintonmót sem farið hefur fram á landi hér til þessa. Keppendur eru M Reykjavík, ísafirði, Akranesi, Siglufirði, — Keflavík, Stykkishólmi og Grund arfirði. Keppt verður í meistaraflokki og fyrsta flokfci — og í fjórum af fimm greinum fþróttarinnar í FramihaM á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.