Tíminn - 22.05.1968, Qupperneq 5

Tíminn - 22.05.1968, Qupperneq 5
/ MIÐVIKUDAGUR 22. maí 1968. TIMINN I SPEGLITIMANS Stúlkan hérna á myndinni heitir Deliah Lavi og lék í kvikmyndinni Lord Jim sem var sýnd í Stjörnubíói fyrir nokkru. Deliah, er frá ísrael, foreldrar hennar eru Gyðing ar, sem fluttu frá Rússl'andi og Þýzkalandi efitir stríð og hún er 25 ára gömul. Reiknað er með að milli fimmtán hundruð og tvö þús- und ungir Bandaríkjamenn hafi flutt frá Bandaríkjunum til Kanada á hálfu ári, til þess að komast hjá því að verða kallaðir í herinn, og gegna her skyldu í Vietnam. Kona nokkur í Texas á sokka band, sem hún hefur lánað þrjú hundruð fimmtíu og fimtn brúðum, en eins og kunnugt er þá getur enginn bandarísk stúlka gengið í fcjónabandið án þess að hafa „something old, somthing new, something borro wed and something blue“. — Sokkabandið uppfyllir þrennt af þessu. Hið fræga safn í New York, Museum of Modern Art féfck fyrir nokkru gefnar tuttugu og sjö kvikmyndir frá fyrirtæk- inu Janus Film, en safnið á eitt mesta og bezta kivikmynda safn í Bandaríkjunum. Allar þessar tuttugu og sjö kvikmynd ir voru erlendar, og voru nítján þeirra Ingmar Bergman kvikmyndir. Karlmenn, sem starfa sem Ijósmyndafyrirsætur á Man- fcattan í New York, fá að meðaltali 50 dollara á tímann þegar þeir eru í vinnu. Stúlk- ur, sem starfa þar sem Ijós- myndafyrirsætur fá hins veg- ar sextíu dollara á tímann. Þar eru engir karlmenn, sem fá hundrað og tuttugu dollara á tímann, en það fá þær Jean Shrimpton, rœkjan öðru nafni, Twiggy og Suzy Parker. Þótt þama virðist um talsvert launa m'isrétti að ræða kemur það þó fyrir, að karlmenn í þessu starfi fái um það bil hálfa milljón dollara á ári. Eru það aðallega þeir karlmenn sem starfa við auglýsingar í sjón- varp. Blómakaupmaður á Long Is land gaf John Lindsey borg- arstjóra New York borgar tólf ketti fyrir nokkru. Hafði kaup maðurinn hugsað sér það, að kéttirnir tsekju þátt í barátt- unni gegn öllum þeim rottum, sem eru í borginni, en það er talið að þær séu um átta millj- ónir. Kettirnir voru þegar í stað endursendir og þakkað kærleea fyrir hugulsemina os var skorað á sendandann að senda ekki fleiri ketti til borg ennfremur sagt það, að hefðu arstjórans. Var kaupmanninum kettirnir verið settir meðal rott anna héfðu þær etið kettina en ekki kettirnir þæ* Á hverjum mánuði fær lög- reglan í Bandaríkjunum fimm tíu þúsund kvartanir um mis- notkun á síma. Nýjasta uppá- tæki þeirra, sem þá iðju stunda sem kallað er símaat, er að hringja heim til fjölskyldna, sem eiga nákomna ættingja í Vietnam og tilkynna að þeir hafi fallið. Japanskur túlkur, sem starf ar við japanska sjónvarpið hef ur móðgað vísna og þjóðlaga- söngkonuna Joan Baez, þar sem hann lagfærði ýmislegt, sem hún hafði sagt í viðtali. Þar sagði Joan, að hún færðist und an að borga skattana sína í Bandaríkjunum, því að Banda- ríkjamenn myrtu fólk í Viet- nam. Túlkurinn túlkaði: Skatt arnir eru háir í Bandaríkjun- um. Þegar hann var beðinn um skýringu á þessu athæfi sínu sagði fcann: Ég hafði fengið skipanir frá æðri stöðum. Bandarískt flugfélag, sem flýgur milli Bandaríkjanna og Mollorka, hefur komið með talsverða nýjung í flugvélar sín ar. Þar sem farþegarnir eru oft með börn sín með sér í flug vélunum og þau eru oft ókyrr, fann stjórn flugfélagsins upp á því snjallræði, að þau börn, sem eru í flugvélinni fá dúkk ur til þess að leika sér að. Eiga dúkkur þessar að tákna flug- freyjur og fylgir þeim ýmiss konar' fatnaður, sem börnin geta klætt þær í, allt frá flug- freyjubúningnum niður í bikini baðföt. Eins og kunnugt er, er hægt að velja úr ýmsum sjónvarps- stöðvum í Bandaríkjunum. Eitt kvöld fyrir skemmstu gátu sjón varpsunnendur, sem ánægju hafa af hryllingsmyndum, setið heima hjá sér og horft stanz- laust á hryllingsmyndir í sjón- varpinu frá klukkan átta. Mynd irnar voru: Ógnun Dragula, kl. átta; Dóttir dr. Jekylls, kl. hálf níu og Gfcidra. þríhöfða ófreskjan, kl. ellefu. Hér sjáum við Ethel og Ro- bert Kennedy og er myndin tekin í Nebraska, þar sem Kennedy er að halda ræðu fyr er sagt, að þau hjónin eigi von ir prófkosningarnar þar. Það á ellefta bami sínu og mun það fæðast um það leyti sem forsetakosningarnar fara fram. Á VÍÐAVANGI Herhvöt í Þjóðólfi, blaði Framsóknar manna á Suðurlandi, segir svo m.a. um iðnaðinn: „í tilefni 60 ára afmælis síns gerði Ungmennafélag Hrunamanna merka ályktun, er vakið hefur athygli að verð leikum, Þar er þjóðin hvött til að taka höndum saman til efl * ingar íslenzkum iðnaði og sam- tök mynduð í því skyni. Eftir skrifum ýmissa Reykja víkurblaða að dæma, hafa margir furðað sig á þessu fram taki eins ungmennafélags aust ur í sveitum. Þctta þarf þó engan að undra. Rætur ungmennafélag- anna eru ófúnar og af þeim hafa áður fyrr og munu enn um langan tíma spretta þeir meiðir er bera menningu og eínahagshfi þjóðarinnar góðan ávöxt. Áskorun Ungmennafé- lags Hrunamanna getur roeð góðum undirtektum orðið ís- lenzkum iðnaði drjúg lyfti- stöng í þeim örðugleikum, sem hann á nú við að stríða. Tertubotnastefna stjórnarinnar Enda þótt landsmenn séu nú — sem rétt og er — hvattir mjög til að kaupa innlendar framleiðsluvörur í stað er- Iendra, er fráleitt að það eitt geti ráðið úrslitum. Meðan inn fluttar iðnaðarvörur eru snöggt um ódýrari en erlendar, stunda menn verzlunarhætti pyngju sinni í óhag. Hér verð ur að koma til stefnubreyting hjá þeim, sem völdin hafa. Tertubotnastefna ríkisstjórn arinnar hefur verið iðnaðinum erfiður þröskuldur, en þó ekki óyfirstíganlegur, hefði ekki komið fleira til. Iðnaðurinn hlýtur í náinni framtíð að verða að taka við fólksfjölguninni í landinu og verða einn af okkar undirstöðu atvinnuvegum. En svo mikið er gæfuleysi ríkisstjórnarinnar að vitandi vits hefur hún með öllum ráð- um þrengt að innlendri iðn- aðarframleiðslu, lánsfjárhöft lama framleiðsluna og hátollað hráefni samhliða vaxtaokri or- sakar ósamkeppnisfært verð á heimsmarkaði. Snúum taflinu við Innflutningshöft eru hvim- leið og ávallt neyðarúrræði. Hjá þeim er líka hægt að kom ast ef stefnt er að því að hlúa að innlendri framleiðslu eftir megni í stað þess að nota hana sem sérsteka tekjulind fyrir botnlausan ríkiskassa. Heilbrigð samkeppni getur ekki átt sér stað, þegar annar aðilinn er skattlagður sérstak- lega. Með því að leggja liáa tolla á innflutt hráefni til iðn aðar og tiltölulega lága á inn- fluttan iðnvarning er verið að vernda erlendan iðnað gegn innlendum. Slíka öfugþróun verður að stöðva. Forusta ungmennafélags- hreyfingarinnar í endurvakn- ingu iðnaðarins er spor í átt að öflugum samtökum er reynt gætu að koma vitinu fyrir ríkis stjórnina, svo hún komist í skilning um í hveft öngþveiti stjórnleysi hennar hefur kom- ið hinum unga, íslenzka iðn- aði“. MQ!' /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.