Tíminn - 23.05.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.05.1968, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 23. maí 1968 TIMINN Kirkjutónleikar í Hall- grímskirkju Kór Hallgrímskirkju í Reykja vík heldur samsöng í kirkjunni í dag, uppstigningardag, kL 5 síðd. Á söngskránni verða 12 lög og 2 kantötur. Sönglögin heyra til öllum helztu hátíðum kirkjuársins, en þar að auki eru sumarkomu- og haustsálm ar, morgun- og kvöldsálmar. — Lögin eru m.a. eftir Friðrik Bjarnason, Jónas Tómasson, Björgvin Guðmundsson, Helga Pálsson, Sigvalda Kaldalóns og Þórarin Jónsson. Önnur kant- atan heitir „Syngið Gnði sæta dýrð“ og er ef'tir Aksel Ander sen, organleikara í Kaupmanna höfn. Einsöngvari í he.nni er Maríus Sölvason. Hin er eftir Egil Hovland organleikara í Friðriksstað í Noregi. Hún ber heitið „Ó, fagnið, syngið lof- söngsljóð" og er tileinkað kristniiboðsstarfi. Bjarni Eyj- ólfsson ritstjóri íslenzkaði text ann. Þar koma fram með kórn um fimm gestir, þ. e. Ruth Magnusson sópransöngkona, Kristinn Hallsson, bassasöngv- ari, Jósef Magnússon, flautu- leikari, Jónas D’agbjartsson fiðluleikari og Páll Kr. Páls- son organleikari, en hinn síð astnefndi leikur einoig undir í öðrum lögum. Söngstjóri er Páll Halldórsson. Jalcob Jónsson, dr. theol flyt ur ávarp milli söngatriða. — Öllum er heimill aðgangur. Gefa Hægri-merki GÞE-Reykjavík, þriðjmlag. Karnabær, tízkuverzlun unga fólksins hefur ráðizt í það ný- mæli, að gefa viðskiptavinum sínum merki til áminningar um hægri umferðina. Merki þetta er það sama að stærð og lögun og hin misjafnlega ræmdu merki með enskum slag orðum, sem Kamabær hefur selt í vetur. Gestur Þorgrímsson erind- reki Framkvæmdanefndar H- umferðar, kom nýlega að máii við eigendur Karnabæjar og fór þess á leit við þá, að þeir reyndu á einhvern hátt að minna hina ungu viðskiptavini sína á umferðarbreytinguna nú í maí. Tóku eigendurnir vel í þetta, og varð það að ráði hjá þeim að setja H-stimpil á umrædd merki. Ragnheiður Gestsdóttir 14 ára gömul teikn aði merki þetta, sem er blátt á gráum fleti. Framkvæmdanefnd hægri umferðar hafði vitaskuld í hyggju, að greiða allan kostn- að við gerð merkjanna, sem fer fram í London, en Karna- bær bauðst til að taka allan tostnaðinn á sig, og var að sjálfsögðu að því gengið. Bangsimon í síðasta sinn Hið vinsæla barnaleikrit „Bangsimon" verður sýnt í síðasta sinn kl. 15,00 í dag, uppstigningardag. Aðsókn að leiknum hefur verið góð. Þessi vinsæla saga um Bangsimon og vini hans hefur náð miklum vinsældum hjá yngri kynslóð- inni, fyrst sem framhaldssaga í barnatímum útvarpsi\s og nú í leikritsformi á leiksviði Þjóð leikhússins. Leikstjóri er Bald vin Halldórsson, en aðal'hlut- verkið, Bangsimon, er leikið af Hákon Waage. Umferðarfræðslan í skólunum Vegna umferðarbreytingar- innar á sunnudaginn verða um ferðafræðsludagar í barna- og gagnfræðaskólum landsins dag ana 24. og 25. maí, og svo daginn eftir H-dag 27. maí. Á þessum umferðarfræðsludög- um verður nemendum gerð grein fyrir umferðarbreyting- unni, og hegðun í hægri um- ferð. Meginuppistaðan í þessum Umferðarfræðsludögum verður skólaútvarpið, og verður tilhög un þess svipuð og á s.l. vetri þegar útvarpað var umferðar- fræðslu beint inn í skólastof- urnar. Skólaútvarpið verður sem hér segir 24.f 25, og 27. maí: Gagnfræðaskólar: Kl. 8,40—9,25 Barnaskólar 10—12 ára: Kl. 9,10—9,25 Barnaskólar 7—9 ára: Kl. 9,50—10,05. Utsendingarnar verða endur teknar föstudaginn 24. og mánudaginn 27. maí, sem hér segir: Gagnfræðaskólar: Kl. 13,30—13,45 Barnaskólar, 10—12 ára: Kl. 13,50—14,05. Barnaskólar, 7—9 ára: Kl. 14,10—14,25. Samstarfsnefnd um umferða fræðslu í skólum væntir þess að allir nemendur í barna- og gaghfræðaskólum sæki þessa kennslu umferðarfræðsludag- ana, og hafa með sér bókina Hægri umferð, sem hefur verið send á öll hcimili landsins. Listdahsskóli Þjóðleikhúss- ins efnir fcil nemendasýningar í Þjóðleikhúsinu á laugardag- inn. Á sýningunni koma fram 110 nemendur, sem bún- ir eru að vera í skólanum frá 2 í átta ár samfleýtt. Stjórn andi skólans og nemendasýn- ihsáiihháf einhig ef Fay Wcrner, sem hér hefur vcrið í 4 ár. Skóíjhn liefur hins veg- ar starfað í 18 ár. Fay Wern- er til að’toðáf er Ingibjörg Björnsdóttir. Á sýningunni verða ýmsir dansar, en sýn- ingin tekur 2 tíma. Myndina tók Gunnar á æfingu nú fyrir skömmu. Búvinnu námskeið fyr- ir börn og unglinga FB-iReykj'avík, iþriðjudiag. Æskulýðsráð Reykjavíkur efnir í næstu viku til búvinnunámskeiðs fyrir borgarbörn, og stendur Bún- aðarfélagið að þessu námskeiði með Æskulýðsráði. Námskeiðið er fyrir börn 11 til 14 ára, sem áhuga hafa á sveitaistörfum, eða ætla sér í sveit í sumar, en eins og fram kom í frétt í blaðinu á sunnudag hefur aldrei verið jafn mikil eftir spum eftir sveitavinnu og einmitt nú í vor. Búvinnunámskeiðið hefst á mánudaginm kl. 13,30 í Gamla bdói en innritun fer fram á föstudag kl. 2 til 8 og á laugardag kl. 10 til 2 eftir hádegi að Fríkirkjuvegi 11. Tilihögun námskeiðsins er sú, að ráðunautar frá Búnaðarfélag- inu ræða um sveitastörf, búfé, garðrækt og búvélar og sýna kvik myndir og litskuggamyndir til skýringar. í sumum greinum verð ur vertkleg kenhsla. Þá verður börminum einnig kennd blástursaðferð, slysahjálp, og rætt er um öryggi við sjó og vötn. Bjiöngunarstóll verður í notk un. Þessa fræðslu annast Sliysa- varnafélagið. Sérnámskeið í með- ferð drátitarvéla verður haldið fyrir unglinga 15 til 17 ára og fer það fraim 29. maí miðvikudag. Bönniin faj-a í kynnisferð í Skóg rækitarstöðlnia í Fossvogi og með- ferð hesta verður kennd á Skeið velli Fáks. Námskeiðimu lýkur með kynnisferð d Garðyrkjuskóla ríkisims í Hveragerði, Mjölkurbú Fióamranna, Selfossi og tilrauna- stöðina að Laugadælum. Nám- skeiðsgjald er 50 krónur og kynn isferðin austur kostar 80 krónur. Umsjóna.rmenm með námskeiðinu eru Jón Pálssoti og Jóhamnes Eiríksson. eldis og menningarkostmað barna, sem eldri eru en 16 ára og gjald- andi annast greiðslu á. 4. Elli- lífeyri. 4. Örorkuildfeyri. 6. Ekkju lifeyri og ekkjubætur. 7, Útsvör s.l. árs, ef þau hafa verið greidd fullu fyrir s.l. áramót. Eftir að tekjuútsvarsstofn hef- ur verið ákveðinn samkvæmt þessu er veittur sá persónufrá- dráttur, sem áður er getið. Tekjuútsvör verða þá sem hér segir fyrir einstaklinga og hjón: Af fyrstu 25.800,00 greiðast 10%. Af 25.800 til 77.400 greiðast 2.580 krónur af fyrstu 25.800 kr., en 20% af afganginum. Og af 77.400 krónum og þar yfir greiðast 12.900 krónur af 77.400 og 30% af af- ganginum. Tekjuútsvör félaga verða sem hér segir: Af fyrstu 75 þúsund- unum greiðast 20%. Af 75 þús. og þar yfir greiðast 15 þús. af 75 þús. og 30% af afgangi. Álags stuðlarnir eru óbrej’ttir fár fyrra ári. Eignaútsvarsstofn er hrein eign samkvæmt skattskrá, eins og áður segir, en fasteignir eru þó taldar á níföldu gildandi fasteignamati. Eignarútsvör einstaklinga ákveð- ast samkvæmt eftirfarandi stiga: — Af fyrstu 200.000 krónunum greiðist ekkert eignarútsvar. Af því sem þar er timfram greiðist: Af fyrstu 500 þúsundunum greið ist 5%. Af 500—1000 þús. greið- ast 2.500 krónur af hálfri milljón i og 9% af afgangi. Af einni milljón og þar yfir greiðist 7 þúsuud af milljóninni og 12% af afgangin- um. Framlalsnefnd segir, að af út- svörum, sem jafnað hafi verið niður samkvæmt þessum reglum, hafi að þessu sinni verið veittur 6% afsl'áttur, en útsvör, sem nema 1500 krónum eða lægri uppihæð eru felld niður. Álögð aðstöðugjöld í Reykja- vík nema á þessu ári 174.239.000 krónum. Þá skýrir framtalsnefnd frá því að álagningarseðlinum, sem bor- inn verður til gjaldenda næstu daga, geti verið um 11 tegundir gjalda að ræða, auk gjalda til borgarinnar. FRANSKA STJÓRNIN Framnaio ai o,.- . menn þessir sér sjálfir fyrir fæði dregst fæðiskostnaðurinn frá tekjum þeirra, kr. 54.00 pr. dag. 8. Helming af skattskyldum tekj- um sem gift kona vinnur fyrir, enda sé þeirra ekki aílað hjá fyrirtæki, sem hjónin, annað hvort eða bæði, eiga eða reka að verulegu leyti. Auk þessara liða, sem nú hafa Verið taldir, veitir framtalsnefnd eftirtalda liði til frádráttar tekju- útsvarsslofni: 1. Sjúkrakostnað, ef hann má telja varanlegan. 2. Kostnað vegna slysa, dauðsíalla eða ahnarra óhappa, sém orsaka verulega skérðingu á gjaldgetu, þ.m.t. mikil tekjurýrnun. 3. Upp- SKAMMBYSSUR Framhald aí Dis. 16 þurfa eigendur þessara vopna ekki að óttast refsingu. En eftir 1. júnl verður gerð gangskör að bví að leita uppi skammbvsur og óskráð skotvopn og verða allir þeir, sem haf'a slíkt í fórum sin- úm látnir svara til saka, og ligg- úr refsing við því einu að hafa þessi verkfæri undir höndum. Bjarki Elíassoin, yfirlögrcglu- þjónn, sagði Tímanum í dag, að lögreglan hefði vitneskju um fjöl margar skammbysur sem menn hafa í fórum sínum enn, en fólk hefur iðulega látið lögregluna vita um menn sem eiga skamm byssur þó svo að þeir hafi e iki skilað þeim inn sjálfir. Ef þessum vopnum verður ekki skilað fyrir 1. júní, verða þau sótt heim til viðkomandi aðila, og .þeir látnir gera grein fyrir hvernig þær e u fengnar og ef byssurnar fi-nnast ékki verða eigeridur þeirra að gera viðhlítándi grein fyrir hvað af þeim hefur orðið. Lögreglan veit þegar um álíka margar skamrnbyssur, sem ekki eni komn a~ fram og þær sem þegar hef- ur verið skilað. Skaimmibryssurnar sem þegar eru kommar í lei-tirinar eru af ýmsum stærðum og gerðum. Sum ar hafa verið hlaðnar þegar lög- reglan fékk þær í hendur og aðr- ar ónýtar. Margar þeirra eru síð an í fynri heimstyrjlöld og sum- ar jafmvel enn eldri. Vélbyssan, sem skilað var til lögregiunnar í Kópávógi er banda risk að gerð og var notuð af her- mönnum í sei-nina stríði. Maður- inn, sem skilaði vélbyssunni hef ur haft hana undir höndum síðan á sitríðsárunum. Einnig hefur lög- reglan í Kópavogi verið skilað nokkrum skammlbyssum. Giísli Ólafsson, yfirlögreglu- þjónn á Akureyri, sagði Tíman- um, að búið væri að skila nokkr um skammibyssum til lögreglunn- ar þar. Hins vegar hefði lögregl- an vitneskjiu um að fleiri hefðu skammibyssur í fórum sínum, og eru það eindregin tilmæli lög- reglunnar að þeir skili vopnun- um áður en fresturinn rennur út 1. júní, til að ekki þurfi að ná í þau til þessara aðila, og draga þá fyrir dómstól. Einnig hefur Akureyrarlögreglan skráð fjölda af rifflum og haglabyssum, sem meon áttu áður í óleyfi. Þót.t lögreglumenn um allt land hafi tekið á móti álitlegu safni ólöglegra skotvopna undanfarnar tvær vikur og hafi vitneskju um enn meira af slíkum verkfærum, er ásteeða til að ætla að öll kurl séu enn ekki komin til grafar. I Reykjiavik einni hefur verið skil- að ucn 50 skammbyssum og vitað er um annað eins magn sem ekki hefur enn verið skilað, og er von- ast til að eigendur þessara vopna skili þeim fyrir 1. júní. En hætt er við að samt kunni að leynast eittJhvað af þessum ’manndráps- tækjum í borginni, þrátt fjrir að þeim hefur verið gefinn kostur á að losna við þau til réttra að- ila án þess að hljóta refsingu fyrir að hafa þau undir höndum. STJÓRNVÖLD Framhald ad ols. L byggðar á þeim niðurstöðum. Þá ftiuri nefndin einriig vilja, að kannað verði, hvernig hægt sé að framkvæma þungaflutninga . lofti t.d. frá Akureyri og Egils- staðaflugvölium. Heligafell og Anna Borg sigla fyrir Horn um Húnaflóa í kvöld, í allmiklum ís, en skipi-n fengu bæði upplýsingar frá leiðbeining- arílUgi Landheleisgæziunnar, og var þetta til mikillar hjálpar, sam kvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk í kvöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.