Tíminn - 23.05.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.05.1968, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. maí 1968. Sölutjöld á þjóöhátíðardag Þeim, sem hyggjast sækja um leyfi til aS setja upp sölutjöld á þjóðhátíðardaginn 17. júní n.k. ber að hafa skilað umsóknum fyrir 3. júní mk. á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð. Umsóknareyðublöð liggja frammi á sama stað. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND ÞAKKARÁVÖRP Þökkum hjartanlega öllum vandamönnum, vinum og sveitungum, sem sýndu okkur hlýhug á gullbrúð- kaupi okkar 14. maí s.l. Lifið heil. Elín Kolbeinsdóttir Þorgeir Bjarnason, HæringsstöSum Innllega þökkum v!8 öllum, sem sýndu hluttekningu viS andlát og jarfiarför föður okkar, tengdaföSur og afa, Jóns Þorsteinssonar, Holtsmúla. SigríSur Jónsdóttir, Ingvar Loftsson, Elías Ingvarsson, Óskar Jónsson, Þorsteinn Jónsson. ElglnmaSur minn, faSir, tengdafaSir og afi, Ingólfur Indriðason, frá Húsabakka, s«m andaSist 18. þ. m. verSur jarSsunginn laugardaginn 25. þ. m. aS Nesl f ASaldal kl. 2. María Bergsveinsdóttir, börn, tengdabörn, og barnabörn. ______TÍMINN____________________ i HEIMSFRÉTTUM Framtialo at 8 síðu lúta stjiórn kommúnista, reyndu þegar að ná einhverri stjórn yfir aðgerðum verkamanna — og talsmenn samt’akanna lýstu einnig yfir andstöðu við stúd- entana, þótt varlega væri það orðað. Þótt margir telji, að mjög mikið sé í veði fyrir kommún- ista að ná einhvers konar stjórn á verkfallsaðgerðunum, pá telja fréttamenn, að það hafi þeir enn ekki gert nema að mjög takmörkuðu leyti. Annars er það athyglisvert varðandi atiburðina í Frakk- landi, að hagsmunir bæði komm únista og ríkisstjórnarinnar fara saman, og eru andstæðir áðgerðum stúdentanna Stúdent arnir gera fyrst og fremst upp- reisn gegn valdiboði og skrif- stofuveldi, og verkalýðssamtök- in, undir stjórn kommúnista, eru hluti þess skrifstofuveldis. Og eins og stúdentaleiðtogarn- ir í París og víðar myndu orða það, „býrókratarnir fallast í faðma, þegar frelsisalda ris“. Fréttamen.n telja því, að þótt Gaullistar græði ekki á átökum síðustu vikna pólitískt, þá muni stjórnarandstaðan, kommúnist- ar og sósíalistar, ekki heldur gera það. í augum þeirra, sem leita út á göturnar til að ná fram kröfum sínum, eru þeir allir hiver öðrum líkir. Breytingar á stjórn Pompidous? Stjórnarandstaðan lagði fram í franska þinginu vantrauststil- lögu á stjórn Pompidous, og var hún til umræðu á þriðju- dag og miðvikudag, en at- kvæðagreiðsla átti að fara fram seint á miðvikudagskvöld, eft- ir að þetta er ritað Aftur á móti var talið sennilegt. að stjórnin héldi velli, þótt iitlu myndi muna. Samt sem áður er talið senni legt, að um breytingar á frönsku ríkisstjórninni verði að ræða. Þá er einnig talið fullvíst, að stjórnin verði að veita verka- mönnum verulega úrlausn, eigi þeir einfaldlega að fást til þess að hefja vinnu á nýjan leik. Nánar mun þetta væntanlega skýrast á föstudagskvöldið, en þá mun Oharles de Gaulle for- seti væntanlega hálda ræðu í sjónvarpi t;1. þjóðarinnar. En þótt líkur séu litlar á að stjórnin fari frá völdum, er stjórnarandstaðan þegar undir þann möguleika oúin að nokkrn leyti. Síðustu dagana hefur hún m. a. litazt um eftir j heppilegum torsætisráðherra J vinstri Stjórnar ef tækifæri J gæifist. Hefur helzt Verið staldr- að við gam'.an og reyndan síjórnmálamann, og einn snjall astá aind.stæðng de Gau'les — Pierre Mendes-France Elías fónsson. HA5TARÉTTARLÖGMAÐUR AUSTURSTRJCTl 6 SlMI 11354 TELPA 13 tii 14 ára barngóö telpa óskast út á land. Sími 33694. Keflavík Keflavík Auglýsing um aðalbrautir, einstefnuakstur, bifreiðastöðu- bönn o.fl. í KEFLAVÍK, sem taka gildi frá og með 26. maí 1968: Hafnargata og Hringbraut hafa aöalbrautarrétt gágnvart öllum götum, sem að þeim liggja. Aðalbrautir: Flugvallarvegur milli Hafnargötu og Hring- brautar. Víkurbraut frá Haínargötu að Vitastíg. Faxabraut. Vatnsnesvegur Skólavegur, sem hefur aðalbrautarr.étt gagn- vart Faxabraut. Tjarnargata Aðalgata. Vesturgata Vesturbraut. Einstefnuaakstur: Suðurgata til suðurs frá Tjarnargötu að Skúlavegi. Aðalgata til austurs frá Kirxjuvegi að Túngötu Klapparstígur til austurs frá Kirkjuvegi að Túngötu. Ránargata til vesturs frá Hafnargötu að Suðurgötu. Heiðarvegur til austurs frá Sólvallagötu að Suðurgötu. Akstur úr Klapparstíg yfir í Hafnargötu er bannaður. Akstur úr Heiðarvegi ofanverðum yfir í Hafnargötu er bannaður. Bifreiðastöðubönn: Við Hafnargötu: að vestanverðu frá Flug- vallarvegi að Vesturgötu, að undanskild- um auðkenndum bifreiðastæðum. Við Tjarnargötu: beggja vegna frá Hafnar- götu að Hringbraut, að undanskildum auð- kenndum bifreiðastæðum. Við Faxabraut: frá Hafnargötu að Suðurgötu, beggja megin. Við Faxabraut: frá Sólvallagötu að Hring- braut, sunnanmegin. Tímatakmörkun á bifreiðastæðum: Við Hafnargötu: frá nr. 27 að nr. 33 og við nr. 36, og við Tjarnargötu: framan við nr. 2 til nr. 4, 30 mín. Frá kl. 9—18 alla virka daga nema laugardaga, þá frá kl. 9—13. Biððstaðir almenningsvagna: Á leið til Reykiavíkur: Við símstöð, Vatns- nestorg Aðalstöð. Á leið frá Reykjavík: Við verzl. Helgafell, — Vatnsnestorg og símstöð. BÆJARFÓGETINN í KEFLAVÍK NAUÐUNGARUPPBOÐ Eftir kröfu innlánasjóðs, Sigurðar Sigurðssonar hrl. Gunnars Sæmundssonar hdl., Páls S. Pálsson- ar hrl. o.fl., verður haldið opinbert uppboð á vél- um og tækjum, sem talin eru eign Galvano- tækni h.f., Borgarnesi, í verksmiðjuhúsi félagsins við Rorgarbraut, Borgarnesi, laugardaginn 1. júní 1968 kl. 14. Það sem selt verður er fyrst og fremst: Tvær rafmagns galvaniséringar samstæður, smíð- aðar af Riedel & Co. Bielefeid, sem eru á 2. hæð hússins. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Ólafur St. Sigurðsson, settur uppboðshaldari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.