Tíminn - 23.05.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.05.1968, Blaðsíða 5
FTMMTUDAGUR 23. maí 1968 TÍMINN Brosandi land Leifehúsgestur skrifar: „íslendingar hafa sannar- lega haft nnargar ánægjustund ir í Þjóðleifehúsinu á undan fömum árum. Vandaðar sýn- iingar á heimsfrægum óperum og óperettum, aufe erlendra gestaleika hafa verið árlega. Efefeert befur verið sparað af leifehússins hálfu, til þess að gera þessar sýningar sem glæsi legastar. Af einhverjum ástæ'ðum hef ur viss hópur manna hér aldrei getað iitið Þjióðleikhús- ið eða forráðamenn þess réttu auiga og gert sitt, til þess að vinna gegn aðsófen að því og þó oftast í þeim tilgangV að valda sem mes<tu tjóni, þegar dýr verk voru á fjölunum. Þessi hatursáróður niáði nú hémarki hjá Jóni Þórarinssyni gagnrýni nú nýlega. Gagnrýni hans er svo rætin og ósann- gjörn að flestum hefur ofboð ið og er mikil furða, að stærsta 'blað landsins skuli hafa léð þeim skrifum í-úm á síðum sín- um. Vœri ég ritstjlóri Morgun- bl. mundi ég biðjast afsökun- ar á þessum ieiðu mistökum. Menn ættu að bera saman gagnrýni Ásgeirs Hjartarsonar, en hann er viðurkenndur heið arlegur og vel dómhær gagn rýnandi á leikmennt. Ánægjuleg kvöld- stund Vegna þessa reiðiiesturs J.Þ fór ég að sjá óperettuna Bros- andi Land. Það var sannarlega ánægjuletg kvöldstund. Glæsi leg sviðsetning, er vafalaust með því besta, sem sézt hef- ur i Þjóðleikhúsinu. Kinverska höllin miinnir einna helzt á sögur úr „Þúsunid og eirani nótt“ Málverk og skrautklæði gefa handverksmönnum okkar sannarlega háa einkunn. Söng- ur Ólafs Þ. Jónssonar er hreinn listaviðburður. Stina Britta Melander er öllum hér að góðu feuinn, enda leysir hún sitt hlutverk af mi'kiili prýði. Þá eru Eygló Viktorsdóttir og Arnar Jónsson mjög góð að ógleymdum Bessa Bjarnasyni, sem nú hefur enn sýnt snjall an leik. Þetta er ósvikin Vinai-óper- etta, umgjörðin er glæsileg, en íva'fið er ástardrama. Mörg þúsund ára erfðir fra lamdi Konfúsiusar falia ekki saman við frelsi hins vestræna heims. Það eru hindr óyfirstíganlegu erfiðleikar milli austurs og vesturs. Það er vel varið einni kvöldstund í Þjóðleikhúsinu til þess að njóta skemmtunar og dæma sjálfur um þessa sýn- ingu“. Umræður um skólamál Þórarinn frá Steintúni, sem oft hefur sent Landfara línu, skrifar: „Mikið er nú rætt og ritað um skólamál. Eflaust er ekki van.þörf á að laða kennsluna að þeim tæknibyltingar aðstæð- um, sem núitíminn krefst. Von andi tekst að leysa þann hnút, enda mikið í húfi. Grikkir hin ir fornu iðkuðu mælskulist og mér er sagt, að í bandarísk- um skólum, að minnsta kosti sumum sé hún skyldunáms- grein. Ekki veit ég tíl, að nokkru slífeu sé hér til að dreifa, nema hvað málfu.ndafélög eru víst í flesitum skólum og þar troða upp í „pontuna" kannski 4—5 nemendur í tíma og ótíma. Allur fjöldinn er ó- VTrfeur og múlibundinn. íslendingar hlédrægir íslendingar eru víst á vissan hátt hlédrægir en hlédrægni fylgir skortur á öryggi. Öryggi í framkomu er meðal annars forsenda þess að komast á- fram og lifa heiltorigðu lífi og vafalausit ígildi margra tauga pi'lla. Ég held að fátt veiti meira öryggi en vissa þess að vera hlutgengur í samfélagi við aðra, en þa'ð byggist meira en marguir hy.ggur bláttáfram á því _að geta komið fyrir sig orði. f viðtali manna á milíi kemur þetta að virðisit nokk- uð ósjálfrátt. Við hugsum um leið og við tölum. En þessu er á anman hátt farið, ef á að halda ræðustúf, mœla fyrir minni eða standa fyrir máli sínu í umræðum, þá þurfa flestir æfingu, ef vel á áð fara. Það er hart að jafn- vel langskólagenignir menn þurfi sumir hverjir að lifa í stöðugum ótta við að lenda : slíkum aðstæðum og lesi af blöðum til að tjá hugsanir sín ar. Ólíkt a-ð tala blaðalaust Erlendur Jónsson kennari tók réttilega fram í grein, sem birtist í Morgunblaðinu á döj- unum að tvennt ólíkt er að tala upp úr sér, sem kallað er sða að lesa af blöðum. Lestur aí blöðum má vera vel „tilreidd ur“ ef hann á að ná at'hygLi áheyrenda á nokkuð svipaðan INNLENT LÁN RIKISSJÓÐSISLANDS1968,l.Fl VERÐTRYGGÐ SPARISKIRTEINI irrKAG Hr.AOOOOl Sala spariskírteina ríkissjóðs 1968 1. flokkur, hefst mánudaginn 20. maí. Skilmálar skírteinanna eru í aðalatrið- um þeir sömu og við síðustu útgáfu og liggja þeir frammi hjá bönkum, stærri sparisjóðum og nokkrum öðrum söluaðilum. SEÐLABANKI ÍSLANDS A hátt og þegar flutit_er án blaða, sem mælt mál. Ég vildi nú benda á hvort ekki væri tíma- bært, þegar vænta má breyt- ingá á fræðslufyrirkomulaginu að bæta mælsfeu og framsagn- arlist við í skólum okkar sem sfcyldunámsgrein og að sú fraeðsla bæfist fyrr en seinna á skólastiginu og undir hand leiðslu góðra kennara gæti það orðið drýgra til málvöndunar en sumt það, sem nú telst góð latína í íslenzkri málfræði- kennslu". Reykingar í lang- ferðabílum Þá er að lokum bréf frá Guðjóni B. Guðlaugssyni; Andrúmsloft er það fyrsta og síðasta, sem maðurmn not- ar af þessa heims gæðum og eitt einasta augnablik þar á md'lli getur hann ekki verið án þess. Það er hans frumstæð- asta þörf. Einstaklingurinn á heimtingu á að fá andrúimsloft ið eins hreint og framast er kostur á og enginn hefur leyfi til að aftra honum þess eða að spilla því á nokkurn hátt. Það gegnir því furðu hve margir leyifa sér að spilla and- rúmsiofti fyrir öðrum, jafnvel telja sig eiga heimtingu á því og hregðast illa við ef a'ð er fundið eða þeir beðnir að sýna tilhlýðilega kurteisi og reykja ekki upp í vitin á fó'lki, sem þolir það ekki eða finnst reykingar ógeðfelldar. Reyk- ingafólki hefur verið sýnt ó- t.rúlega mikið umiburðarlyndi. Ég veit efeki, hvers vegna, trú- lega af því að það hefur ver- ið taldð í meiri hluta og sum- ir ósiðir vinna sér hefð. Reyk- ingar virðast vera einn sá ó- siður, sem unnið hefur sér hefð i þjóðfélagiinu. Svo ramt kveður að því að móðirin skuli óhegnt mega púa tðbaksreyk framan í barnið sitt og dæla nifeótíni inn í æðar þess á með an hún er að gefa því móður- mjólkina. Tóbaksreykingar á undanhaldi Sem betur fer virðist tótoaks reykingar vera heldur á und- amihaldi á almenningsstöðum, t.d. inmi í samkomuhúsum, bíó sölum, sumurn fundarsölum, j strætisvögnum og nokkrum öðrum almenindingstoiílum. Einn er sá staður, sem ekki má lengur láta dragast að banna reykingar á, það eru hópferðabiílarnir og aðrir lang ferðabdlar, þar sem er saman komið fólfe af ýmsu tagi. Það er fjölþinn allur, jafnvel fólk, sem reykir, sem er illa við tó- bakslykt í bdlum. Það hefur verið bent á, að þa'ð er num- i’ð staðar á tveggja til þriggja tíma fresti og að þá geti reyk- ingafólk farið út úr bílnum og svalað nautn sinni og ætti það að vera nóg hverjum og einum, því ef tóbak er svo nauðsynlegt likama þeirra, sem reykja, þá hvað um hina, er neita sér um það ævi- langit. Eldhættan Flestir þeir a.m.k., sem ekki reykja eru m.a. a'ð fara út úr borgarloftinu upp um sveitir og fjöll til að teyga að sér tært loft hinnar hreinu og ó- snortnu náttúru blandað sfeóg- arilmi og blómaangan. Þeim þykir því súrt í broti að verða að anda að sér eitruð- um tóbaksreyk, kannski því sama og þeir eru að flýja frá á vinnustað sínum eða öðru umhverfi. Þá er það önnur á- Framhald a bis. 15. 5 Á VlÐAVANGI Hvernig á að koma börnunum í sveit? Böm hafa lokið eða eru að ljúka skólavist. Mörg móðirin spyr: Hvernig á ég að koma barninu mínu í sveit? Sem fyrr, er það álit foreldra, að það sé bömunum heilsusam- legt bæði fyrir sál og líkama og á allan hátt heppilegt fyrir bæjarböm, að dvelja sumar- langt á sveitaheimilmn, og taka þátt í störfum fólks, að því leyti sem það er við þeirra hæfi og umgangast húsdýr. Það var áður algengt, og oftast til tölulega auðvelt að koina börn unum fyrir. Nú er öldin önnur En nú er öldin önnur í þessu efni. Fjölbýlisbömunum hefur fjölgað en sveitafólki fækkað og vélar hafa komið í stað vinnandi handa I sveitum. Að sækja hesta, færa fólki mat á engjar, fara með heybands- lestir, snúa beyi í flekk með hrífu o.s.frv., eru allt störf sem að miklu leyti heyra nú for- tíðinni til. Það er jafnvel hætt að reka kýrnar í haga, að nokkru leyti. Og sauðburður er oft búinn eða langt kominn þegar börnin Iosna úr skólum. Allt miðar þetta að því, að torvelda börnum að vinna gagn leg störf í sveit, sem var þeim hollasti þáttur sveitadvalarinn ar. Nýir hættir Á allra síðustu árum hafa einstöku bændur tekið mörg börn til sumardvalar, heilan hóp, jafnvel nokkra tugi. Það er ekki til að létta bústörf, lieldur er hér um að ræða barnaheimili. Eflaust getur þetta verið hagkvæmt á báðar hliðar, en krefst starfsfólks, sem kann sitt verk, í stað þess að kaupstaðarbörnin gangi til starfa með heimilisfólkinu, þar sem þau eru eitt eða fá á bæ. Tillaga Ingvars Á tveimur eða þrcmur und- anförnum þingum hefur Invar Gislason, ásamt tveimur öðrum alþingismönnum hreyft tillögu þess efnis, að stjórnarvöldin í iandinu láti athuga þetta mál og gera tillögur um stofnun sumarheimila í sveitum, þar sem m.a. börnunum væri séð fyrir viðfangsefnum við hæfi, cr gæti orðið þeim að sem mestum notum, til alhliða þroska. Bent er á, að þar komi gæzla húsdýra og ræktunar- störf mjög til greina. Ennþá hefur meirihluti Al- þirigis ekki fallizt á að eiga frumkvæði þessa máls. En trú lega kemur að því fyrr eða síðar, að það þyki þess virði. Félög og einstaklingar hafa að vísu sýnt talsvert framtak í málinu. En fleira mun þurfa til að koma. (Dagur).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.