Tíminn - 23.05.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.05.1968, Blaðsíða 8
8 TÍMINN FIMMTUDAGUR 23. maí 1968. í HEIMSFRÉTTUM ■ -wl „BYLTING" í FRAKKLANDI í Frakklandi var gizkað á í gær, að a. m. k. 10 milljiónir verkamanna hefðu lagt niður vinnu sína og mörg hundruð vinnusitaðir voru á valdi verka- mannanna; þ. e. þeir settust að þar og tryggj a þannig stöðvun þeirra þar til kröfum um bætt kjör verður mætt. Frakkland hefur aldrei upplifað slíkt áð- ur síðan 1936, að svipuð alda gekk yifir landið, en þó í mun smærri stíl. En þá var iíka alþýðustjórn við völd undir forystu Leon Blum, og öldin önnur. Síðasta vika í Frakklandj var „vika stúdentanna“. Þeir voru þá enn athafnamestir. Þessi vika, sem nú er að líða, er aft ur á móti vika verkalýðsins. Aðgerðir stúdentanna gerðu aðgerðir verkalýðsins möguleg ar, og það eru ekki aðeins stjórnvöld Frakklands sem ekki ráða við eitt eða neitt; verka lýðssamtökin hafa einnig litla stjórn á málunum. Verkamenn stiórna sér sjólfir. Segja má að Frakkland sé nú svo til einangrað. Samgöng- ur innanlands eru í molum. Allt atviinnulíf er stöðvað, þar sem verkamenn hafa ekki far- ið í verkfall hafa atvinnurekend ur sjálfir lokað. Þjónustufyrir- tæki sömuleiðis. Verkamenn segjast ekki hverfa aftur til vinnu sinnar fyrr en kröfum þeirra verði mætt. Á morgun mun Gharles de Gauile, forseti Frakklands, halda ræðu til þjóðarinnar, og mun þá væntanlega koma í ljós í hve ríkum mæli hann kemur til móts við verkalýðinn. Ljóst er, að eftirgjöfin þarf að vera m,iög veruleg; annars sitja verkamenn áfram inni í lokuðum atvinnufyrirtækjum. „Stúdentavald" Átökin í Frakklandi eru að vissu leyti þáttur þróunar, sem á upphaf sitt í Bandaríkjunum, en hefur farið víða um lönd beggja vegna járntjalísins. Það eru kröfugerðir stúdenta og annarra námsmanna í æðri skól um um breytta kennsluhætti og aukin áhrif nemenda á skó'l- ana og kennsiuna. Fjöldaðgerðir stúdenta hóf- ust í Bandaríkjunum, og í sam bandi við annáð og óskyit mál, banáttuna fyrir auknum borg- araréttindum til handa blökku mönnum. Þessar mótmælaaðgerðir stúd entanna vöktu athygli, og stúdentar urðu sér allt í einu meðvitandi um vald sitt ef beitt væri mótmælaaðgerðum. Þeir tóku því bróðlega að snúa atorku sinni að öðrum mólum; fyrst og fremst gegn styrjöldinni í Vietnam, en eins gegn stjórnendum háskóla sinna í Bandaríkjunum. Árið 1964 kom til hinna miklu á- taka* við Berkeley háskólann í Kaliforníu, og nýtt hugtak varð til: „Stúdentavald". í Banda- ríkjunum voru Berkeley-átökin mestu aðgerðir bandarískra stúdenta þar til hin miklu á- tök urðu við Columbíu-háskól ann í New York fyrir fáeinum vikum, er lögreglan var kölluð út til að fjarlægja stúdentana úr háskólabyggingunni, en þar höfðu þeir komið sér fyrir og lokað sig inni. Aðgerðir stúdenta í Banda ríkjunum fregnuðust fljótlega víða um heim, eins og aðrir atburðir nú á tímum, og þær höfðu mikil áhrif á stúdenta og samtök þeirra í Evrópu. Oánægjan Það hefur haft mikil áhrif til aukinnar óánægju meðal stúdenta hversu 1%,'ög tala þeirra hefur fjölgað undanfar in ár án þess að húsnæði og kennslulð háskólanna þróaðist að sama skapi. Á aðeins 10 ár- um fjölgaði t. d. stúdentum í Bandaríkjunum úr 2.6 milljón um í 7 miljónir. Árið 1950 var tala stúdenta í vestur-iþýzk um háskólum 110 þúsund, en er 250 þúsund í dag. f Frakk- landi voru 200 þúsund háskóla stúdentar árið 1961, en þeir eru nú 515 þúsund. Allt hefur þetta haft áhrif á skólakerfið til hins verra, ekki sízt í Frakklandi, en einnig í morgum öðyim löndum. Margt annað kemur einnig fram, sem stúdentarnir eru óánægðir með, ekki sízt prófkerfið. Stúdentarnir í Vestur-Berlín voru einna fyrstir evrópskra stúdenta til að grípa til fjölda mótmæla gggn háskólayfirvöld um, en það gerðist árið 1965, og hélt áfram árið eftir. Það ár breytti barátta þeirra aftur á móti nokkuð um svip; hún varð einnig pólitísk. Ári'ð 1967 hörðnuðu enn aðgerðir stúd- enta, og lögregluaðgerðir. gegn þeim að sama skapi, þar til upp úr sauð fyrir alvöru um síðustu páska, er nazistaspíra skaut stúdentaleiðtogann Rudi Dutschke. Af Vestur-Evrópuríkjum, sem einnig hafa orðið fyrir barðinu á stúdentaaðgerðum, má nefna Holand, Bretland og Ítalíu. Belgía með tungumála- vandamál sitt er kafli út af fyrir 6ig. En mótmælaaðgerðirnar eru ekki takmarkaðar við Vestur- lönd. Bæði hefur komið til slkra aðgerða, og það mjög kröftugra, í sumum ,yþriðja heims“-ríkjum, en þó á mun áhrifaríkari hátt í nokkrum Austur-Evrópuríkjum, sértak- lega þó í Póllandi og Tékkósló vabíu, en í síðarnefnda landinu áttu aðgerðir stúdenta veruleg an þátt í að magna þá frjáls- ræðisöldu, sem virðist nú flæða yfir landið. Upphafið Oft veltir lítil þúfa stóru hlassi, segir máltækið, og það sannaðist í Frakklandi. Upphaf þeirra miklu atburða, er þar hafa átt sér stað undanfaríð, var óánægja stúdenta í nýleg- um háskóla í fátækra-hverfinu Nanterre vestan Parísar. Þar mynduðust samtök stúdenta, er gagnrýndu harðlega „fornald arlegt" skólakerfi, sem þeir töldu einkum eins konar verk- smiðju til framleiðslu á „varð- hundum og leppum." Eftir nokkurra mánaða ó- læti í Nanterre var háskólan um lokað fyrr í mánuðinum, og þá hófust mótmæli í Sorbonne- háskóla sjálfum, en Nantorre skólinn er tengdur Sorbonne. Stúdentar söfnuðust saman í háskólanum og settust þar að. Eftir nokkra umþóftun gripu frönsk yfirvöld til þess van- hugsaða ráðs að senda lög- regluna inm í hásfkólanm og fjar lægja stúdentana, en skólanum var síðan lok’að. Þetta leiddi að sjálfsögðu til mikilia átaka stúdemta og lög- reglu 1 París og beitti lögreglan geyslegri hörku við stúdent- ana, sem brátt urðu um 10 þúsund talsins. Tveimur dög- um eftir lokum Sorboinine hafði lögreglam sært 1000 þeirra eft- ir götuibardaga, er voru þeir mesitu frlá því árið 1944. Hið þekkta Latínuhverfi var helzti vÆ'gvöllurinn. Hinar hiörkulegu aðgerðir lög reglumniar vöktu mikla reiði, og stúdentar víða um Frakklamd — og í öðrum löndum — sýndu stúðming við Parísarstúd entana. Brátt sáu yfirvöldLn að sér, og sneru við blaðmu; álkváðu að verða sem minnst í vegi stúdentamna. Sovét í skólum Stúdemtarmir tóku yfir Sor- bonne og settust þar að og mynduðu sérstakt stúdemtaráð eða Sovét, og inn'an nokkurra daga böffðu stúdentar tekið yfir háskóla og aðra æðri skóla um alt lamdið. Mynda þeir þar sín ráð og halda stöðuga fundi, þar sem rætt er endalausit ekki aðeins um skólamálim, heldur þjóðfélagsmjál, stéttastríð og byltimgu. Ýmis samtök stúdenta stjórn uðu þessum aðgerðum, eða reyndu að stjórna þeim. Það hlaut því að þvi að koma, að tl ágreinimgs kæmi þeirra á milli um áframhaldandi aðgerð ir. Og merki eru um, að bæði sé nú um slíkan ágreining að ræða, og eims um að mestu að- gerðir stúdenta séu liðnar hjá. Verkamenn rísa upp Em eitt tekur við af öðru. Þegar svo virtist, sem draga tæki úr aðgerðum stúdenta — ekki sízt eftir ræðu Georges Pompidous forsætisráðherra, rétt fyrir vikulokim, þar sem hann kallaði út aukalið og sagð ist myndi verja lýðveldið — fór byltingarandi sem eldur í sinu meðal verkamanna Frakk- lands, Það voru verkamennirnir sjálfir, sem hófu verkföllin. Þeir ákváðu að leggja niður vimnu og settust að á vimnu- stöðum sínum. Sums staðar lok uðu beir jafnvel framkvæmda- stjóra fyrirtækjanma inmi á skrifstofum þeirra. Þáð byrjaði hjá stóru ríkis- fyrirtækjum — Renault, sem framleiðir hima þekktu frönsku bíla með sama nafni, og flug- vélaverksmiðjumum Sud-Aviat- ion, ibœði í Namtes og St. Naz- aire — en á fyrra staðmum hóffu verkamennirnir aðgerðir sínar á þriðjudag í síðustu viku. Þá viku breiddust venkflöll út og er líða tók að vikulokum. var áætlað að um. hálf miljóm. verkamanma vœru í slíkum verkflölum. M strax var ástamdið orðið mjiög alvaríegt — svo alvarlegit, að Charles de Gaulle, forseti, sem var í opimberri heimsókn í Rjúmenáu, stytti heimsókmina um eimn dag og kom til Parísar á laugardaginn. Það voru eink- um samgöngutæki, sem urðu fyrir stöðvunum vegna verkfall anna, og um helgina var Frakk- land að mestu eimangrað. En um og eftir síðustu helgi breiddust verkföllim út með miklum hraða. Á mánudag var áætlað að um sex milljón verkamemn væru í verkfölum og á þriðjud’aginn var áætluð tala a. m. k. 10 milljónir ef ekki hærri. Kröfur verkamannanna voru yfirleitt þær sömu, hærri laun, styttri vinnutími og raunhæf- 'ar aðgerðir gegn atvinnuleysi. Auk þess voru háværar raddir um einhvers konar atvimmulýð- ræði, þ. e. aukin áhrif verka- fólks á rekstur fyrirtækjanna, sem það vinnur við. Bökum snúið saman Þótt verkamenmirnir játúðu, að aðgerðir stúdentanna hefðu gert þeim fært að hefja þessar verkfallsaðgerðir, vildu þeir sem mi-nnst samibamd hafa við þá. Þeir töldu, að nú væri tími verkamianmanna konunn, og málefni verkamanma gætu þeir sjá'lfir bezt annazt. Verkalýðssamtökin OGT, sem Framhald á bls. 14. Renault-bílaverksmiðjurnar, sem eru ríkiseign, voru hvað fyrstar til að falla í hendur verkfallsmanna. Á þessari mynd sjást verkfalls- menn uppi á veggjum verksmiðjanna, en fyrlr utan er fjöldi stúdenta er sýndi þelii stuðning slnn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.