Tíminn - 12.06.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.06.1968, Blaðsíða 7
MpVIKUDAGUR 12. júní 19G8 TIMINN Eitt stærsta ævintýrið að vera hér á fslandi Rastt við Maríu Bayer Juttner tónlistarkennara á Akureyrr Einn hinna þriggja tónlistar- kennara við Tón'listarskólann á Akureyri er kona frá Vínarborg, Maria Bayer Jiittner. Hún er fiðluleikari og vel menntuð í sínuna fræðum. Hlún er komin sf l'éttasta skeiði, klæðir sig eftir ■veðrinu, leggur oft leið sína til fjalla, er víðförul með aflbrigðum °S hefur ratað í liirn furðuleg- ustu ævintýri og hefur dvalizt h-ér á landi í iþrjú ár. Hvers vegna til íslands? Við höfum gaman af að ferð- ast og fyrst kom ég hingað sem ferðamaður í stutta heiinsókn. Þá gá ég margt, sem vakti at- hygli mína og mér geðjaðist vel að. Nokkru síðar ráðlagði læknir mér, að fara á eimhjvem þann stað, þar sem hetra loftsiag væri, einkum hreiimna loft. >á kom mér ísland í hug og ég kom hing- að öðru sinni. En þá hafði ég m.a. verið kennari í menntaskóla heima í ýmsum námsgreinum, t.d. i þýzkri máifræði og landafræði. Það var árið 1962, sem ég kom fyrst, síðan 1964 og inú hefi ég verið hér á landi í 36 mánuði. Hófstu strax kennslu hér við Tónlistarskólann? Nei, nei, ég var á mörgum Stöðum áður. Til dæmis vat ég á Hnappavöllum í Öræfum, kynnt- ist þá Páli alþingismanmi og mörgu öðru ágætu fólki og hinni furðulegu náttúru þess landshluta. Ég var líka á Eiðum og málaði þar töluvert og gekk áð ýmsum störfum, sem fyrir kom.u .Mér er ekkert þvert um geð að óhreinka núg á höndum og leggjia stund á t>au störf, setn fyrir koma. Moid- arvinna getur verið skemmtileg, ég tala nú ekki um heyskapinn. Ég hef farið á hestum um Aush firðina, já meira að segja til Mjóafjarðar. Það er ekki ónýtt að kynnast mönnum eins og Vil- hjálmi Hjálmarssyni eða Sveini Bj'örnssyni á Víkingavatni í Keldu hverfi og hans ágætu konu Guð- rúnu Jakobsdóttur, sem var svo dugleg að kenna mér íslenzkuna, jafnvel þegar ég kom þreytt heim af engjunum. Þá þótti mér nú ®vintýri að lenda í selveiðiferð- um og sjá lifnaðarhætti sela í Húsey og Skaftafelli og að fara í tveg©ja daga göngur með Sunn- lendingum. Það yrði of langt að tylja upp nöfn á góðu fólki. En þú ert fædd í Vín, borg söngva og liljómlistar? Já, ég er fædd í Vínarborg og élst upp í sárri fátækt. Það voru góðir dagar þegar maður fékk Bændur Nú er mikil eftirspurn eft ir dráttarvélum og öSrum íandbúnaðartækjum. Nauð synlegt er að tækin séu til sýnis á sölustað. Sendið e®a hafið samband við °kkur sem fyrst. Bíla- og búvélasalan v/Miklatorg. Sími 23136. nóg að borða. Það er mikil fá- tækt þar en líka auðlegð. Ferðn- menn velja leiðir um bredðstræf.i dýra skemmtistaði, l.ista og hljóm- leik'ahallir o.s.frv. Það er aðeins önnur hliðin á borginni. Hina hliðina þekkjum við, sem höfim a'lizt þar upp. Einhver forvitinn ferðamaður gægist kannski fyrir húshorn og sér hænsnakofa á bak við skrauthýsi. Hann er viss um að þetta sé hænsnakofi. En vera má, að hann hafi verið að horfa á vistarverur stórrar, fátækrar fjölskyldu. En Vínarborg er engu síður horg söngs og tóna og það veit al.lur heimurinn og nýtur þess. Byrjaðir þú isnemma að leika á fiðlu? Já, þegar ég var bann lærði ég svoiítið á fiðlu hjá skóaranum. En þegar ég fór svo að spila fyrir afa minn, fussaði hann og sveiaði. Hann var allur í vdrðulegri músik og hneyksilaðist á danslögunum minum. Hann og bræður hams þrír voru allir tónlistarmenn og iéku saman í þekktum kvartett. Afi iék á fyrstu fiðlu og var mjög fær. Það var nú ekki nóg að langa á skóla. Ti.l þess þurfti i'íka peninga. Margir tónlistarnem eindurnir léku á götum úti fyrir aiura til að geta satt sárasta sult-i inn. Þá hafði maður nú ekki alltaf veizlumat að borða. Já. ég var háif hrædd við hann afa minn. Hann var svo ósköp strang ur. Það er mikið atvinnuleysi heima nún’a og erfitt að lifa. Ég var mjög kuinnug fátæktinni þang að til ég kom til íslands og fór að vinna ýmis störf í svei-tum. Ég var svo ánægð að fá fæðið, ágæt- an mat. Ég gat varla hugsað mér meira. En það var hvergi við annað koimandi en að ég fengi líka kaup, greitt í peningum. Það var hreinm munaður. Svo eiinu sinni hringdi Jakob Tryggvason til mín oig sagði að Tóniistarskól- ann vantaði kennara í fið-luleik. Og ég kom him.gað. Og lieilsan? Hef aðeims einu sinni fundið til þess, að heilsan væri ekki í full komnu lagi, en það var af of- þreytu, m.a. vegna þess að það var svo mikil ófærð í bænum og ég þurfti að ganga á mi.lli kenmslu staðainria í ó'færð, og tauga- spenna bæflist þar ofan á. Mér skilst að þér líki við land og fólk? Ég er búim að lifa tvær heims- styrjaldir. Þeir, sem það hafa gert kunna að meta friðinn, mann- helgina og jafnréttið á íslandi, þar sem engin stéttarskipting er til, enginn aðall eða réttlausir fátæklingar og engin vopn. Hér eru allir hjálpsamir. hver sem í hlut á. Og svo virðist mér þjóð- in á ýmsan hátt vel þroskuð. Ég þekki börnin bezt og hér í fá- mehninu eru svo mörg börn gædd svo ágætum hæfileikum að miklu stærri hluta en heima. Hér verður maður ekki var við hatur eða megna óánægju, sem gegnsýrir allt og gerir lífið kvalræði. Hér á Akureyri minna fjöllim mig á fjöilin heima og eiginlega er þetta land eins ko-nar himnaríki, miðað við það sem maður hefur heyrt og séð víða úti um lönd. Það er áreiðanlega gott að vera íslemd- ingur, hvort sem allir skilja það eins vel o-g þeir ættu að skilja það. María Bayer Jiittner Ég hef heyrt að þú liafir gaman af fjallgöngum? Já, og ferðalögum yfirleitt og margs konar ævintýrum, sem því fylgir að ferðast mikið meðal framandi þjóða. Ég hef gengið á jökla Austur-Grænlands og far- ið fjallaferðir í nokkrum öðrum löndum. Já, og hér er nú stutt til jökia, þar sem Vimdheimajök- ulJrnn er. En ég hef komizt í mestan háska í Abesseiníu. Við fónum einu sinni þangað nokkr- ar kennslukonur. Við veiktumst alla-r og hinar sneru heim, en ég hélt ferðiirni áfram og var þrisv- ar varpað í fangelsi í landi hans hátignar, Abesseníukeisara. Þar varð ég íyrir þeirri reynslu að vera harðlega bundin á höndum og þurfti að horfast í augu við svertingja með blikandi hníf. Ég veit naumast hvemig ég slapp iif- andi. Það er iömg saga, sem nóg er að lifa einu sinni. Skug.ga- myndirnar mínar og kvikmyndir sýna ýmislegt merkilegt úr ferð- um mínum. En óg hef enn verið löt að skrifa, ,hvað sem seinna verður. Og æfintýraþráin vakir enn? Vissulega, en það er eitt af stærstu æfintýrunum mínum að vera hér á landi, ekki sízt hér á Akureyri, segir koman frá Vínar borg, Maria Bajær Juttner, að lok um og þakka ég samtalið. Hjúkrunarkona Hjúkrunarkona óskast til starfa, í skurðstofu sjúkrahúss Hvítabandsins, frá 20. júlí n. k. vegna sumarafleysinga. Upplýsingar gefur yfirhjúkrun arkonan í síma 13744. Reykjavík, 11. 7. 1968 Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. VELALEIGA Simonar Símonarsonar. Simi 33544. önnumst múrbrot, og flesta loftpressuvinnu. Einnig skurðgröft.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.