Tíminn - 12.06.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.06.1968, Blaðsíða 14
14 TIMINN MIÐVIKUDAGTJR 12. júní 1968 J Úrslit á Fiskemótinu Þegar biðaið fór í prentun í ■gærkvðldi, vóru þessi úrslit kunn á Fiske-mótinu: Taimanóv Vann Jóhann, Friðrik gerði jafntefli við Addison, svo og Freysteinn og Szabo, Irtgi og Guðm. Öðrum skiákum var ekki lokið rétt fyrir miðnætti. Jón Kristinsson hefur hætt þátt töku í mótinu sökum veikinda. LEIKFÖR Framhaid af bls. 3. fcólf sinnum fram á syiðið með dynjándi lófaklappi. Á Norske- Teatrét í Oslo mættum við áhorf- endum sem fullir vor.u af áhuga og lögðu sig alla fram um að skilja leikritið, og þrátt fyrir blíð- skaparveður var leikhúsið nær fullsetið. í leikskrá hafði verið þrentaður úrdráttur úr leikritinu á sænsku, og það gerði það að verkum, að yfirleitt voru all- ir léikhúsgestir með á nótunum. Ög ails staðar tókst að ná upp stérkri „leíkhiisstemmingu". — Mörg blöð á Norðurlöndum birtu leikdóma Um sýninguna á Galdra-Lofti og ýfirleitt voru all- ir sammála um, að leikritið sé snilildarvefk, en auðvitað voru dómar á túlkunaratriðum mis- munandi. — Þeir, sem sóttu leikhúsin f þessari leikför okkar voru að'al- lega leikarar og leikhúsfólk, fræði ménn í íslenzkum fræðum, ís- landsvinir, sem eru margir á Norðurlöndum, fulltrúar Utanrík isiþjónustunnar í viðkomandi lönd um, fjölmargir íslendin.gar, sem búséttir éru í þeim borgum er við heimsóttum og að éíðustu þó nokkuð af ailmennum leikhúsgest um. — Ég átti tal við einn helzta leikritahöfund Finna, Wallentin Ghorell, eftir sýninguna í Helsing fors. Sagði hann, að leikritið væri í sínum augum stórkostlegt og framúrskarandi leikur Gunnars Eyjólfssonar í hlutverki Lofts hefði verið hreint undur. — Tilg’angur þessarar ferðar var fyrst og fremst að vekja at- hygli á íslenzkri leiklistarmenn- ingu og leiklistarsögu, en einnig að veita leikurunum tækifæri til þess að reyna sig á alþjóðavett- vangi og fá samanburð við er- lenda leikara. Þetta próf hafa þeir að mínu áliti staðizt með mikl- um sóma og sýnt er eftir þessa för, að íslenzkir leikarar standa stairfsbræðrum sínum á Norður- löndum á engan hátt að baki. 1 þessari ferð fengu íslenzkir leik- arar líka að kynnast og ræða við ,,kollega“ sína, auk þess, sem þéir sáu nokkur leikrit bajði í Ktokk- hólmi og Osló. — Ég varð þess greinilega var í þessari för að stórt átak verð- ur að gera í kynningu á íslénzk’i nútímamenningu og þeim fjiársjoð um sem íslenzk menningasaga hef ur að geyma á Norðurlöndum Blaðamenn, gagnrýnendUr og margir aðrir málsmfetandi menn viðurkenndu fúslega fyrir mér, að íslenzk leikritun og leiklist væii algjörlega óiþekkt fyrdrbæri a Norðurlöndum. Einu fregnirnar, sem bærust til þeirra væru fregn- Ír af úrslitum í boltaleikjum, en þeir hefðu fúllan hug á að kynn- ast ísl. nútímamenningú betUr, ekki s'ízt ef hún hefði marga shita fjársjóði sem Galdra-Loft að geyma. — Þjóðleikhúsið lagði sitt að mörkum tiil þess að kynna leik- listarstairfsemi sína. Öllum blöðum og útvarpsstöðvum var sent kynn ingarbréf um starfsemi leikhúss- ins. Einnig var sýnd 15 mín. heim- ildaiikvik'mynd um Þjóðleikhúsið í sjónvarpinu í Helsingfors, en mynd þessi var gerð af leikhúsin'j í samráði við finnska sjónvaroið. Þessarri myiid verður sjónvarpað síðar í Svílþjóð og Noregi. — Frammistaða leikaranna i þes'su ferðalagi var með mestu ágætum hvað leik snerti og hinn nauðsynlega samstarfsanda, sem ríkja þarf á ferðalögum, sem þess um, sem vissulega eru ströng og erfið, þó gaman sé að þeim í Útför eiginmanns míns, Jónasar Þorbergssonar fyrrverandi útvarpsstjóra, fer fraiii frá Dómkirkiunni, fimmtudaginn 13. þ. m. kl, 14. Fyrir hönd barna minna barnabarna og tengdabarna, Sigurlaug K. Jénasdóttir. Hjartans þakkir til Eyfellinga og allra annarra, sem auSsýndu Elínu Kjartansdóttur Nordal vináttu og tryögS, baeSI Íífs og llSinni. Vandamenn. Hugheilar þakkir fyrir auSsýnda hluttekningu og samúS, vegna andláts og jarðarfarar Sigríðar Blandon Halling. Charlés W, Háiling óg sýnir, Þorbjörg og Árni E. Blandon, deetur, tengdasynlr og barnabörn. Hughellar þakkir færum vlS vlnum og vandamönnum fyrlr auS- sýndan vinarhug við andlát og jarSarför, móSur, tengdamóSur og ömmu okkar Jóhönnu M. Sigurðardóttui', börn tengdabörn og barnabörn. FaSlr minn tengdafaSlr og afi Árni Jónasson fyrrverandi ullarmatsmaSur, Bárugötu 35 andáSist aS heimiii sínu þ. 10. þ. m. ÞuríSur Árnadóttir, Einar Magnússon og börn. aðra röndina. Yngri leikararnir í sýningunni og þeir sem með minni hlutverk fóru hjáilpuðu til við að koma upp sviðsútbúnaði í hvert skipti og tókst það alltaf vel. — Að síðustu skal þess getið, að ég óskaði eftir þvii að Sænska leikihúsið í Helsingfors kæmi hing að til lands i leikför, helzt á næst'a ári, í boði Þjóð’leikhússins. Leikflokki Þjóðleikhússins var sýndur margvíslegur heiður í leik íörinni. 1 lok hverrar sýningar afhentu forráðamenn aillra leik- húsanna Guðlaugi Rosenikranz, lár viðarsvelg og fluttu ræðu. ÞjúS- leikihúS'Stjóri þakkaði með ávarpi. Leikfiokkurlnn sat margar veizl- ur í boði ieikihú.sanna og einnig hjá sendiiherrum og ræðismönn- um íslands. Loks buðu tveir góð- kunningjar islenzkra leikhús- manna, þau Gerda Ring og Thor- björn Eigner, íslenzku leikurunum til veizlu að heimilum þeirra sitt hvoi't kvöldið. KENNARASKÓLINN Framhald af bls. 16 ardeildir. Próf þreyttu 668 nemendur og stóðust 617. 19 eiga ólokið prófum, en 32 gengu frá prófi, ellegar stóðust ekki. Hæstu einkunn á Stúdents prófi hlaut Guðfinnur P. Sigurfinnsson 8.96, úr stúd entadeiid var hæst Júlíana Lárusdóttir, 8,91 en efst á almen.nu kennaraprófi var Kristín Aðaistein.sdóttir með einkunina 8.96. Starfandi kennarar við Kennaraskólann voru 26 auk skólastjóra. Sundkenn arar voru 54, en lausir æf ingakennarar 81. Talsvert hefur verið bryddað upp á nýjungum í k'ennsíuháttum við kennaraskóla íslands. Auk hinnia föstu bekkjar- deilda skiptust nemendur við nám oé Stafcf í misstóra starfshópa. M. a. má nefna 16 fyrirlesti-arfiokka 32 gengi, sem ei-U fámennir vinnuflokkar, er vinna að fræðilegum athugunum ur.d ir handleiðslu kennara sinna. Einnig má nefna 17 flokka í bóklegum og verk legum kjörgreinum. SKÁK Framhald af bls 3. hlotið 3V2 vinning og á þrjár bið skákir. í dag, þriðjudag, tefidi hann enn biðskák sína við Benóný og fór skákin í þriðja sinn í bið. Auk þess á hann biðskák við Guð rnund, þar sem Friðrik á einnig betra. Úrslit í 8, umferð urðu ann- ars þessi. Addison vann Benóný, Taimanov vann Jón Kr. Byrne vann Andrés og Ingi R. vann Jó hann. afnframt gerðu Bragi og Freysteinn, svo og Guðmundur og Vasjúk'ov. Skék Ostojic og Frið riks var spennandi og gat Friðrik fengið vinningsstöðu á tima, en rataði ekki rétta leið — eins og Isvo oft síðasta hálftímann í skákum á þessu móti — og fékk í staðinn lakara tafl, þótt ekki sk'uli hér fullyrt, að hann tapi biðskákinni. Tíunda umferð verður tefld í kvöld og eigast þessir þá við. Guðm. og Taimanov, Ostojic og Ingi, Addison og Vasjukov, Uhl- man og Friðrik, Freysteinn og Benóný, Byrne og Szatoo, Andrés og Bragi, Jón Kr og Jó- hann. Af þessu sést. að margar skákir ættu að geta orðið skemmtilegar í kvöld. BRIDGE-MÓTIÐ Framhald ai bls 16 leytið í nótt. Á morgun, miðviku dag, spilar ísland við Berinuda og ísrael en annað kvöld, fimmtudags kvöld, við Danmörk. í 12. umferð spilaði fsland við ítölsku heimsmeistarana og beið herfilegan ósigur — ekki nóg með það, að íslenzka sveitin tapaði hin uta 20 stigum til heimsm'eistaranna heldur fékk hún einnig fjogur mín usstig í leiknum, og eíns og kom fram í blaðinu í gær, eru einnig stigin frá fríleikjunum umreiknuð eftir hýerja umferð, samkvæmt hlutfallstölu við'komandi sveitar i mútinu. Hlutfallstala íslands rask aöist um tvö stig þannig, að sveit in var sex stigum iægri eftir 12 umf-erð en þá elleftu. Sveitin var þá með 150 stig, en lækkaði niður í 146 stig og skipaði þá ellefta sæt ið af hinu.m 33 þjóðum, sem spila á mótinu, þó með um 60% vinn ingshlutfall. í leiknum við ítali var það einkum slemmutæknin, sem réð úrslitum, og svo virtist sem sumir íslehzku spilaranna haifi verið hræddir við að segja slemmurnar. Þetta má auðvitað rekja til taugaspennunnar, sem ríkjandi er á mótinu, sem gera menn stundum vanmóttuga, þeg ar þeir spila gegn þeim, sem tví mælalaust eru beztirj eins og þess ir ítölsiku spilarar hafa sýnt sið asta ératuginn. VEIZLUFERÐIR Framhald ai bls. 3. mun með þægilegri aðbúnaði fyrir fanþega _ á leiðunum, Skandinavía — ísland —UISA og USA — ísland — Skandi- navía. LoftleiðUim er það mjög til hagsbóta og geta fengið að nota Rollce Royce flugvélar í Skandinaváuferðir sínar, og geta þannig tátið farþega á þessum leiðum ferðast með sömu vél alla leið í stað þess að iáta þá sklpta um vél á íslandi. Var sú ráðstöfun far- þegum til ama og Loftleiðum fjárhagslega óhagstæð. Rollee Royce flugvéiin Þor- valdur Eiríksson er keypt af The Flying Tiger Line í Los Angeles, en innréttingar í hana voru gerðar á Formósu. 120 farþegasæti eru í vélinni, en farangursrýmið rúmar 400 kúibikfet, en hægt er að breyta því í farþegarými með 20 við- bótarsætum, Að öðru leyti er vélin eins og aðrar vélar Loftleiða voru áður en þær voru lengdar. Fréttamönnum var boðið í Skandinavíuferð með þessari vél s.l. laugardag og dvöldu þeir í Kaupmannahöfn í tvo daga, Nánar verður sagt frá þeirri lerð í blaðinu síðar. BLINDIR TVÍBURAR Framhald af bls. 16 bræðurnir oft notað venjuleg- ar ritvélar, en þegar um mikils verð próf er að ræða, verða þeir sjálfir að geta leiðrétt, því villur geta slæðst inn í og þarf ekki annað en slá á rang- an staf á ritvél til að villa komi fram, sem blindir verða ekki varir við, og þarf ekki að stafa af kunnáttuleysi. Stærðfræði og eðlisfræði eru þau fög sem erfiðast hef- ur verið að kenna tvíburunum, sagði Eyjólfur: Það var i sjálfu sér ekki svo erfitt að fá þá til að skilja. heldur lágu miklir erfiðieikar i þvi hjá kennaranuiti að vita hvernig hann ætti að útskýra ýmis verk efni fyrir þá. í þessu tilfelli hafði kennarinn ekki not af töflu til að teikna dæmin á. eins og gera verður þegar kennd er til dæmis flatarmáls- og rúmmálsfræði. Við kennar- arnir höfðum ekkert að styðj- ast við nema brjóstvitið. því engin.n okkar hafði áður reynslu af því að kenna blind um. En með sameiginlegum vilja og átaki haifðist þetta. Ég er eftifc átvikuWi ttljög áttsfegð- ur mfeð háihsáraiigúr þeirta beggja. Ög ékki fflá gléyma að hlút'úr móður bræðranna er rttikii: Hiún hefiir hj'Siþað þeirn mikið mcð heimavinnú ög búið þá úhdir titna. Sótt var um til landsprófs- nefndar að þeir Arnþór og Gísli fengiju að taka landspróf og skila lausnum á blindra- letri og að þeir fengju að taka hluta prófsins munnlega. Formaður nefnöarinnar, Andri ísaksson sýndi máli þessu góð an skilning og var þetta frá- vik á reglum nefndarinnar góðfúslega leyft. Arnþór sagði, í viðtali við Tímann í dag, að þeir bræður hafi ákveðið að sækja um skölavist í menntas'kólanum við Lækjargötu í Reykjavik. — Við hófum nám í skólanum í Vestmannaeyjum haustið 1964 og fórum þá i sjötta bekk barna skólans. — Áður stunduðum við nám í Blindraskólanum í Reykjayik. — Ég get varla sagt, að okkur hafi fundizt þetta mjög erfitt, nema nú síðari hluta vetrar að nóimið varð nokkuð strangt. — Við höfum stuðzt við kennslubækur á blindraletrit og það sem á vantar les móðir okkar fyrir olckur. Slíkar kennslutoækur eru ekki til í nær öllum þeim fögum sem læra þarf til lamdsprófs O'S hefur m'ó'ðir okkar því þurft að lesa meira fyrir okkur með hverjum vetri. Er Arnþór var spurður hver af fögunum það væru, sem erfið ast væri að læra fyrir blinda, svaraði hann, að það væru reikningurinn og eðlisfræði. — Annars fengum við ákaf lega góða aðstoð við reikning- in.n í vetur ,og þökk sé Eyjólfi skólastjóra fyrir það. Og hefur hann raunar lagt mikla alúð við að kenna okkur öll fög. Reikningskennarinn okkar lærði blindraletur að nokkru leyti til að geta kennt okkur, og hefur hann jafnvel stund- um skrifað próf fyrir okkur, miðsvetrarpróf og jafnvel vor- próf. — íslenzka og mannkyns- saga voni okkar beztu fög. Við höfutn kennslubækur í allri ís' lenzkunni og helming mann- kynssögunnar. Það sem á vant aði las móðir okkar. Landsprófinu skiluðum við á blindraletri, en stundum áð- ur höfurn við skilað prófverk- efnum skrifuðum með ritvél, en það er erfiðara, nema að maður mumi þær villur seva við kannski höfum gert. Lítið sem ekkert mun vera til af kennslubókum í íslenzku sem notaðar eru við menntaskóla a blindraletri. Verður að skrifa þær í sumar og í vetur. Einar Halldórsson og kona hans vin.na nú að því verki og vera má að ég vinni eitthvað a því líka. f — Enn vitum við ekki hv o móðir okkar á þess kost a vera með okkur í Reykja''1 Höfum við verið að tala um- að ef hún ekki kemur meo okkur „lesi hún kennsluhækuin ar inn á segulband f sumar og við notuin það siðan við heima nám. Við höfum not.að segm- band talsvert undanfarið og er það að mörgu lejdi þægim? ' þar et hægt sð geyma narns- efnið og spila það aftur aftur. En það er ekki bægt 3 spyrja segulband og fá svar. Foreldrar þeirra Arnþórs o Gísla eru hjónin ^'j5rUp. Stefánsdótt.ir og Helgi ®en diktsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.