Tíminn - 12.06.1968, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.06.1968, Blaðsíða 13
MHíVIKUDAGUR 12. júní 1968 BBISBIHI ‘ÍMINN Sjaldan hefur orðið eins miKið íjaðrafok út af frestun á leik eins °g skeð hefur með leik Vestmana ^yinga og Fram, sem fórst fyrir 6 _ sunnudaginn. Nú er það engin ®ý bóla, að leikjum, þar sem Vestmannaeyi'n gar eru annars veg ar, sé frestað. Það skeður oft á ári, e-nda hafa Vestmannaeyjar sérstöðu, þar sem samgöngur á milli lands og Eyja eru háðar veð áttunni. En öll þessi skrif þjóna litlum tilgangi á meðan ekki er bent á einhverjar leiðir til að koma í veg fyrir frestanir eða draga úr t>eim. Á það var bent hér á iþróttasiðunini í fyrra, að hyggi- legt væri að hafa Vestmannaeyja Framjhald a bls. 15. _____« imiiNiN __p íslandsmótið í útihandknattleik hefst 20. júní Þátttaka sjaldan verið meiri en nú 13 Alf.—Reykjtvaík. — Gífurleg þátttaka er í íslandsmótinu í úti- handknattleik, sem hefst í Reykja vik síðar í þessum mánuði. Sam- kvæmt upplýsingum sem íþrótta síðan fékk hjá Sveini Kjartans- syni, formanni Handknattleiks- deildar KR, en KR sér um fram- kvæmd mótsins, hafa 13 félög til- kynnt þátttöku, en alls senda þau 25 lið til keppni. Verða keppendur í þessu móti því alls um 275 og er þetta einhver mesta þátttaka í útihandknattleiksmóti til þessa. Mótið verður háð á malbikuðum velli við Melaskólann, en það var fyrst í fyrra, sem sú nýþreytni var tekin upp að leika á malbik- uðum velli utanhúss. Þá fór mót- ið fram í H>afnarfirði og þótti takaist vel. í meistaraflokki karla senda 9 félög lið til þátttöku og er þeim skipt í 2 riðla. Riðlaskiptingin lít- ur þannig út, en tvö efstu lið úr hverjum riðli leika til úrslita: A-riðill: Ármann FH ÞróttuT KR Valur B-riðfll: Fram Vikingur Haukar ÍR Leikdegi breytt Leikur Fram og Akureyringa f 1. deild, sem fram átti að fara laugardaginn 15. júní á Laugar- dalsvellinum, hefur verið fluttur til og fer hann fram þriðjudag- inn 18. júní. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum og hefst hann kl. 20.00. í meistaraflokki kvenna verður einnig keppt í tveimur riðlum, en þar eru þátttökuliðin samtals 6. í kvennaflokki skiptast liðin þannig: A-riðill: Valur Fram Breiðablik B-riðill: KR Ármann Víkingur í 2. flokki kvenna eru þátt- tökuliðin samtals 10. í A-riðli leika Valur, KR. FH._ UMF Njarð víkur og Breiðablik. í b-riðli leika Þór frá Vestmannaeyjum, Völs- ungar frá Húsavik, Vikingur, Fram og Ármann. Áætlað er, að keppnin í meist- araflokki hefjist 20. júní. Hefur mótið ekki áður hafizt svo snemma, en venjulegast hafa úti- mótin verið háð i júlí og ágúst. Búizt er við. að keppninni Ijúki að þessu sinni um miðjan júlí. nema keppninni í 2. flokki kvenna sem lýkur eitthvað fyrr, en keppnin í þeim flokki á að fara fram um eina helgi. Ekki er íþróttasíðunni kunnugt um, hvernig félögin hafa ætft. ftalir unnu 2-0 Hvenær eru næstu leikir? Hvenær eru næstu leikir í 1. deild? Á fimmtudaginn mætast Reykjavíkurfélögin KR og Valur á Laugardalsvellinum og getur orðið um spennandi uppgjör að ræða, þvi að KR-ingar munu áreiðanlega gera allt sem þeir geta til að hljóta sinn fyrsta sig ur í mótinu. Þá leika á laugar- daginn í Eyjum heimamenn og Keflavík, en leik Fram og Akur eyrar, sem fram átti að fara þennan dag, hefur verið frestað til 18. júní, þar sem Laugardals völlurinn reyndist upptekinn á laugardaginn. ítalir urðu Evrópumeistarar í keppni landsliða í knattspyrnu, þegar þeim á mámidagínn tókst að sigra Júgóslavíu 2:0. Fyrri leik liðanna, sem háður var á laugar daginn, Iauk með jafntefli, 1:1, eftir framlengingu. í síðari leiknum skomðu ítal- ir bæði mörtkin í fyrri hálfleik. Og eftir það lögðust þeir í vörn. Þrátt fyrir mikla sókn, tókst Júgóslövum ekki að skora. Þessi úrslit eru mikil uppreisn fyrdr ítalska knattspyrnu, sem eftir heimsmeistarakeppnina 1966 hefur ekki verið eins hátt skrif- uð, en þá töpuðu ftalir m. a. fyrir Norður-Kóreumönnum, og fe-ngu ítölsku leikmennirnir kaldar kv'eðjur, þegar heim komu. Englendingar og Rússar kepptu um þriðja sætið og lauk leiknum með sigri heimsmeistaranna, 2:0. Mörkin skoruðu Bobby Charlton og Hurst. Loks tókst Englandi að sigra, má segja. þvi að tveir Síðustu leikir voru tapleikir. gegn Vestur-Þjóðverjum og Júgóslöv- um. " «*-<*» * * Kári Árnason — markahæstur Kári hefur skorað flest mörk Kári Árnason frá Akureyri hoppaði beint upp í efsta sæti á töflunni yfir markahæstu leik menn 1. deildar, þegar hann skoraði 3 mörk í leiknum gegn KR. Þessir leikmenn hafa skor að mörkin í 1. deild það sem af er keppnistímabilsins: Kári Árnason, Akureyri 3 Helgi Númason, Fram 2 Sigmar Pálsson, Vestm. 2 Reynir Jónsson, Val 2 Guðm. Þórarinsson, Vestm. 1 Valsteimi Jónsson, Ak. 1 Gunnar Felixson, KR 1 Gunnstein Skiiiason, Val 1 Hermann Gunnarsson, Vai 1 Jóhann Reynisson, KR 1 1 - 1 Víkingur og FH greðu jafn- tefli í 2. deild í gærkvöldi 1:1. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. ■' w~' "*»* Undirbúningur undir NM unglinga stendur sem hæst: Islenzka unglingalandsliðiB varí æfíngahúðum í Reykholti Alf-Reykjavík. — Eíns og áð ur hefur komið fram, verður Norðurlandamót unglinga í knattspymu háð á íslandi í næsta mánuði. Æfingaundirbún ingur íslenzka liðsins hefur gengið ágætlega, eftir þri, sem Örn Steinsen, þjálfari ungl- ingalandsliðsins, tjáði íþrótta síðunni í gær. Sagði Öm, að m. a. hefðu Piltarnir dvalið í æfingabúðum í Reykholti um hvítasunnuna. Farið var úr Reykjavík á föstudegi og komið aftur á mánudegi. Alls voru 22 piltar í hópnum. Sagði Örn, að þessi dvöl í Reykholti ætti eflaust eftir að koma að góðu gagni. Að vísu var ekki um neinn eiginlegan grasvöll að ræða. en æft var á stóru túni. Vil- hj'álmur Einarsson var hópnum innaij handar í Reykholti. Varðandi frekari undirbún- ing undir mótið, sagði Örn, að á næstunni myndi fækkað í hópnum, en síðan yrðu leiknir æfing'aleikir, m. a. á Laugar dalsvelinum, en þar hefur lið ið haft einhverja aðstöðu að undanförnu. Örn sagðist vilja geta þess að lokum, að æfinga sókn hefði verið með ágætum og piltarnir sýnt mikinn á- huga. Þriðji bezti á Norðurlöndum Á myndinni hér a3 ofan sjáum viS hinn efnilega sundmann úr Ármanni, Leikni Jónsson, sem nýiega bætti metls í 200 metra bringusundi og skipar nú 3. sæti á afrekaskrá Norðurlanda frá upphafi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.