Tíminn - 12.06.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.06.1968, Blaðsíða 16
Hinir nýútskrifuSu stúdentar. „ISLENDINGAR OG HAFIГ TIL 23. JÚNÍ EJ—Reykjavík, þriSjudag. ÁkveSið hefur verið a8 fram- Iengja sýninguna „íslendingar og hafið“ til sunnudagsins 23. júní en henni lýkur þá um kvöldið. Upphaflega átti sýningunni að ljúka nú í kvöld, en vegna fjiHda áskorana er hún framlengd. Nú hafa rúmlega 35.000 manns FramihaLd á Ms. lð. Fyrstu stúd- entar K. L ötskrifaöir m Blindir tvíburar tóku landspróf með ágætum OÓ-Reykj avík, þriðjud'ag. Blindir tvíburabræður, Arn- þér og Gisli Helgasynir, luku í vor landsprófi frá gagnfræða skólanum i Vestmannaeyjum. Hlutu þeir báðir framhalds- einkunn og er Arnþór með hæstu meðaieinkunn þeirra sem þreyttu próf í landsprófs deild skóians, eðá 8,36. Mcðal einkunn Gísla er 6,61. í lands prófsdeild skólans voru 21 nemandi í vetur og náðu allir framhaldseinkunn. Mun eins- daemi að blindir unglingar gangi undir Iandspróf og ljúki því með slíkum ágætum sem raun ber vitni. Bræðurnir hafa verið blindir frá fæðingu. Eyjólfur Pálsson, skólasljóri tlagnfræðaskólans í Vestmanna eyjum sagði Tímanum í dag, að hann væri mjög ánægður með frammistöðu þeirra bræðra og hefðu þeir sýnt mik inn dugnað við námið. Þeir hafa flestar sínar kennslubæk ur á blindraletri. Hefur Einar Halldórsson, blindrakennari, yfirfært kennslubækurnar á blindraletur, og hefur Arnþór aðstoðað hann að nokkru leyti við þetta starf. Bræðurnir hafa fylgt öðrum nemendum eftir í tímum, en fengið nokkra aukahjálp hjá kennurum í nokkrum greinum. Eyjólfur kvaðst vilja taka sérstaklega fram, að þótt þræðurnir hafi notað tiltölulega háværar vél- ar í tímum til að prenta blindraletur hafi aldrei komið fyrir að bekkjarsystkini þeirra hafi mirmst á það einu orði að það hefði truflandi áhrif á kennslu. Prófin tóku tviburarnir að öllu leyti skriflega nema hluta af stærðfræði og eðlisfræði. sem þeir tóku munnlega. Skil- uðu þeir verkefnum sínum á blindraletri og voru úrlausnirn ar sendar Einari Halldórssyni blindrakennara í Reykjavík, sem þýddi þær og sendi aftur til Eyja, þar sem kennarar gagnfræðaskólans fóru yfir þær. Verða lausnirnar síðain sendar til landsprófsnefndar til endurmats, eins og reyndar öll prófverkefni landsprófs- cleilda. Er rétt að taka fram, að fyrrnefndar einkunnir eru þær sem skólinn í Vestmanna eyjum hefur gefið. Bræðurnir nota einnig ritvélar, en Eyjólf- ur skólasljóri ákvað, að í þessu þýðingarmikla prófi skyldu þeir eingöngu nota blindralet- ur til þess að þeir hefðu sjálf- ir aðstöðu til að fara yfir svör sín og verkefni og leiðirétta þau áður en lausnirnar voru afhentar kennurum og próf- dómurum. í skyndiprófum hafa Framhala i bls. 14. GÞE-Reykjavík, þriðjudag 6ð. starfsári Kennaraskóla íslands lauk á mánndaginn 09 var skólanum þá slitið vfð hátíðlega athöfn í Há- skólabiói. Þetta 60. starfsár skólans markaði veruleg fcímamót í sögu hans, þvf að imi ntskrifaði hann stúdenta. 26 nngmenni, sem í fyrra hilni almennu kennaraprófi vlð skólann fengu nú hvíta kolla og rétt tfl háskóla- náms. Ken rtaraskólinn útskrifaði jafnframt 1S1 ennara, 75 úr ahnennri kennaradeild, 11 úr handavinnudeTld og 65 úr sfcúdentadeild. Atls stunduðu 671 nemandi rtém við Kennaraskólann í vetur og skiptust þeir í 27 bekkj Framhald a bls. 14 Ægir til Rvíkur í dag KJ-Reykiavik, þriðjudag. Nýja varðskipið Ægir er komið upp undir íslands- strendur og var við Vest- mannaeyjar í morgun, og er væntanlegt á ytri-höfnina í Reykjavík fyrir hádegið á morgun, miðvikudag. Varðskipið hefur ekki fengið sem bezt veður á heimleiðinni, og hefur því íokkuð reynt á sjóhæfni þess, en allt hefur gengið mjög vel, og allt er f bezla lagi um borð. Gert er ráð fyrir að skipið leggist að Ingólfs- sarði klukkan fimm síðdeg is. og fer þá fram móttöku athöfn um borð í skipinu í boði dómsmálaráðherra. Skipið verður til sýnis al- menningi á fimmtudaginn eftir hádegi frá kl. 3. Skipherra á Ægi er Jón Jónsson og fyrsti stýrimað ur Bjarni Helgason. 1. vél stjóri er Andrés Jónsson og 2. vélstjóri Bjarni Guð- Framhald á bls 12. SAS BÝÐUR MÖRGUM BLAÐA- MÖNNUM HINGAÐ TIL LANDS Milli 50—,60 blaðamenn, ferða- skrifstofumenn og opinherir full- triiar frá mörgum löndum Evrópu, munu dvelja hér á landi á veguni SAS í 3—4 daga. Þeir komu til Keflavíkur í gær með áætlunarflug vél SAS frá Kaupniannahöfn, en héldu áfram eftir stutta viðdvöl til Grænlands. Þaðan komu þeir aftur á fimmtudaginn og munu þá dvelja hér í nokkra daga, eins 09 áSur segir. Þeir munu ferðast víða um landið, fara í miðnætur flug o.s.frv. SAS hóf vikuiegt áætlunarflug milli Kau'pmannatoafnar og Kefla víkur á fyrra þriðjudag. Þá fóru utan í boði SAS um 20 opinberir fulltrúar, blaðamenn og ferðaskrif stofumenn. Þeir fóru fyrst til Kaupmannahafnar, en síðan til Álaborgar, Stokkhólms og Osló. Þeir komu heim með áætlunar- flugvél SAS í gær. Ætlun SAS er að hefja mikla áróðursstarfsemi fyrir ferðum til íslands og Grænlands, en flugið héðan til Grænlands mun Flugfé- lag íslands annast. Ekki verður sízt lagt kapp á að fá Þjóðverja, Frakka, Svisslendinga og ítali til að koma hingað og eru þvi blaða menn og frétlaslofumenn frá þess um löndum í umraxldu boði SAS. Fulllrúi SAS hér er Birgir Þór hallsson og var hann fararstjóri í för fslendinganna á vegum SAS. Þeir róma mjög leiðsögn hans, enda er hann þaulreyndur á þessu sviði. Viðtökur voru hinar beztu. BridgemóHð ÍSLAND í FIMMTA SÆTI Hsíin,—þriðjudag. íslandj gekk mjög vel á ölympíh mótinu f bridge í Frakklandi í dag, og er eftir fjórtán umferðif í fimmta sæti, af 33 þátttökuþjóð um. f þrettándu umferð spilaði ís lenzka sveitin við Þýzkaland <'9 vann 18:2 og í fjórtándu umferð vann ísland Suður-Afríku 20:0. í í dag var nokkuð um óvænt úr- slit, þannig unnu t.d. Filipsevjar ítaliu með 16:4, og Jamaica vann Bandaríkin. Eftir þessar 14 um- ferðir var staðan þannig sam- kvæmt töflu, sem sett var upp a mótsstað 1. ftalía 211 stig. 2. Hol land 199,3. Ástralía 197,4. Banda ríkin 195, ísland 189 6. Kanada 188. 7. Sviss 182. 8. Venezuela 175 ísland spilaði við Frakkland I kvöld og lýkur þeim leik um eitt- Framhald á bls. 14. Surtur „sofið" í eitt ár KJ—Reykjavík, þriðjudag. Gos hefur nú legið niðri í Surtsey i eitt ár, en það mun hafa verið um þetta leyti í fyrra, sem síðast var vart við gos í Surisey. Síðan Surtscyjar gosið hófst hefur það aldrei legið niðri eins langan tíma og nú, og má þvf búast við að ekki gjósi þar meira í bráð, þótt aldrei skyldi neilt fullyrða uni liað, því Siirliir karlinn gæti svo sem allt eins látið á sér kræla á morgun cnijþá einu sinni. Tíminn hafði í dag tal af Steingrími Hermannssyni fram kvæmdastióra Rannsóknarráðs ríkisins sem jafnframt er for- maður Surtseyjarfélagsins og ræddi lilillega við hann um Surtsey. Steingrímur sagði að eftirlits tnaður hefði farið um síðustu helgi út í eyna og myndi hann hafa þar aðsetur i sumar. Eftir litsmaðurinn í sumar er Stein- ar Árnason læknastúdent úr Vest.mannaey.ium. Auk hans er nú við athuganir í eynni sænskur vísindamaður og svo aðstoðarmenn. Aðalverkefni Svíans er að fylgjast með breytingum á strandlengjunni frá j a rðfræðisj ón arm i ði. Þá sggði Steingrínnir nð þetta væri aðeins hyrjunin á sam- felldum rannsóknum i Surtsey í sumar, eins og undanfarin sumur, og mætti þar t. d- nefna rannsóknir dr. Sturlu Friðrikssonar og dr. Sigurðar Jónssonar, svo eitthvað væri nefnt. Ekki sagði Steingrímur a® vitað væri um neinar meirihátt ar jarðhræringar í Surtsey um langan tíma. en hinsvegar rvki að sjálfsögðu enn úr gignum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.