Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 16. febrúar 1985 sem sameinar okkur Framsöguerindi Jóns Sœmundar Sigurjónssonar á stofnfundi Málfundafélags félagshyggju fólks, að Hótel Borg 6. febrúar 1985 Ég vil byrja á að óska okkur til hamingju með hið ný- stofnaða málfundafélag félagshyggjufólks. Þetta á að verða vettvangur félagshyggjufólks úr öllum flokkum til skoðanaskipta. Það er fyrir löngu kominn tími til að vinstri menn og konur eigi sér einhvern skipulegan, sam- eiginlegan samastað, þar sem fólk getur talast við, án þess að lenda strax í flokkslegu hanaati. Við verðum að tala okkur niður á einhvern sameiginlegan grundvöll, rækta með okkur það sameiginlega, sem í okkur býr, það sem gerir okkur að vinstra fólki-félagshyggjufólki- eða, við verðum að læra að búa við þann ágreining, sem hingað til hefur stíað okkur í sundur. Eitt sinn var félagshyggjufólk sameinað í einum flokki, sem var pólitískt baráttutæki hinnar fag- legu verkalýðshreyfingar. Sú rauna- saga, hvernig félagshyggjufólki var tvístrað í sundur hvað eftir annað, hvernig samtök klufu sig út úr i því augnamidi að sameina, en upp- skáru lítið nema meiri sundrungu — sú raunasaga verður ekki rakin hér. Við höfum einnig reynsluna af því, hvernig til tekst þegar forystu- menn taka sig til og ætla að sameina liðið þeim megin frá án þess að verulegur hljómgrunnur hafi verið fyrir því meðal fólksins. Nú síðustu dagana höfum við lika séð, hvernig sumir vilja út meðan aðrir vilja suð- ur. Það er því mikil þörf og löngu tímabært að almennt félagshyggju- fólk stofni sín eigin samtök og í þetta sinn ekki til að sameina, ekki til að sundra, heldur aðeins til að tala saman. Hver veit þá nema að okkur takist með tímanum að skapa þann hljómgrunn, sem er nauðsynlegur til að nánari sam- vinna vinstri manna megi takast. Söguleg slys Ég er ekki að biðja um að við hefjum leit að hinum eina, hreina tóni. Það tekst aldrei. Ef okkur tekst að skapa hljómgrunn, þá er mikið unnið. Það er auðveldara að sundra en sameina. Þrátt fyrir góð- an vilja eru ágreiningsefnin örugg- lega mörg. Ég álít t. d. að klofningur Jón Sœmundur Sigurjónsson. kommúnista á þriðja og fjórða ára- tug aldarinnar hafi í stórum drátt- um verið egótripp menntamanna, sem vildu fyllast eldmóði fyrir ein- hverju sem þeir álitu æðra og um leið fjarlægu. Halldór Laxnes segir í Skáldatíma, að fyrir hugsandi menn hafi ekki verið hægt annað en hrífast. Ég álít, að þetta stórkost- lega sögulega slys, sem olli sundr- ungu vinstri manna, og sem veldur því í dag, að enn — hálfri öld síðar- — stöndum við stofnanalega í sömu sporum, hafi verið óþarfi. Hið sama má segja um aðrar smá- flokkastofnanir á vinstri vængnum síðar. Þó vil ég gera eina undantekn- ingu. Ég álít, að kvennaframboð hafi verið söguleg nauðsyn og ég álít, að það verði enn um langa hríð. Við í þessu félagi eigum örugglega eftir að ræða málefni kvenna og fyrir félagshyggjufólk er það engin spurning, að við styðjum þeirra málstað, hvar í flokki sem við stöndum. Öryggismálin Eitt viðkvæmasta ágreiningsefni vinstri manna er sennilega afstaða þeirra til öryggismála. Einsog meirihluti alþýðuflokksmanna er ég t. d. fylgjandi varnarsamstarfi vestrænna ríkja í NATO og mér finnst þ. a. 1. rökrétt, að NATO liafi aðslöðu hér á landi. Ég veit að við verðum ekki sam- mála um þetta. En ef við erum sam- mála um, að þetta eigi ekki að skilja okkur, ef við erum sammála um að leggja áherslu á það, sem sameinar okkur, en ekki sundrar, ef við leggj- urn ekki t. d. áhersluna á baráttuna fyrir friði, sem við viljum öll — þá erum við á réttri leið. Sameiginleg baráttumál Við eigum mörg og miklu fleiri sameiginleg baráttumál, sem móta lífsbaráttuna sjálfa hér í þessu landi. Ég vil í þessu sambandi vekja athygli á firnagóðri blaðagrein eftir Bolla Héðinsson, sem birtist í Þjóð- viljanum og ber heitið: Raunsæ félagshyggja. Þar var bryddað upp á mörgum þörfum málum þar sem félagshyggjufólk getur fundið sér sameiginlegan grundvöll til að byggja á. En svona til að minna á lánleysi okkar vinstri manna, þá var þessari góðu uppbyggjandi grein, stillt upp við hliðina á nafnlausri Rauðhettugrein á ábyrgð ritstjóra blaðsins, einni ömurlegri lágkúru í íslenskri blaðamennsku, þar sem vinstri menn ata hvern annan auri úr launsátri. Vinstri menn eiga að gera mál- efnalega út um ágreiningsmál. Þetta félag setur metnað sinn í að svo verði. Hér verða ekki spilaðar neinar grammófónplötur, þar sem enginn veit hver syngur. Bolli sagði mjög svo réttilega i grein sinni, að meginmarkmið vinstri manna hljóti að vera að skapa atvinnuvegunum viðundandi starfsgrundvöll svo að þeir séu þess umkomnir að veita mörgum vinnu, greiða hátt kaup og skila hagnaði. Hann er með þessu ekki að hvetja til pilsfatakapítalismans, sem við þekkjum svo vel hér á landi, eða til velferðarríkis fyrirtækjanna, held- ur er hér um að ræða forsendur fyr- ir velferðarríki fólksins og betrum- bætur á því. Um það á félagshyggja Framhald, á nœSJii síðu mfezðínní ? / IUMFERÐAR VirsIINH-IWt SAWl>XISI r\AÐ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.