Alþýðublaðið - 19.02.1993, Page 11

Alþýðublaðið - 19.02.1993, Page 11
r Föstudagur 19. febrúar 1993 11 Myndlistai'skóli Kópavogs á 5. starfsán p t? 17 I t? :]k yming i iL8pam hjliii pasma o: liaTList norræn JJcðl 1 segirSólveig Helgadóttir skólastjóri Myndlistarskóla Kópavogs „Skólinn hefur gengið mjög vel frá því að við stofnuðum hann fyrir 5 árum“, sagði Sólveig Helgadóttir, sem nú stýrir Myndlistarskóla Kópavogs sem er til húsa í Iþróttahúsinu Digra- nesi. Sólveig sagði í samtali við Alþýðu- blaðið að skólanum hefði verið afar vel tekið jafnt af bæjarbúum sem og bæjar- yfírvöldum. Aðsókn að skólanum væri mjög góð og hann væri orðin fastur lið- ur í menningarstarfsemi Kópavogs. Hún sagði að í skólanum væru 11 bama- og unglingadeildir, þar af 6 fyrir böm en auk þess væru við skólann deildir fyrir fullorðna. Það væri boðið upp á námskeið málun, módelteikn- ingu, teikningu, vatnslitamálun og svo væri námskeið í leirmótun. { vetur hafa um 140-150 nemendur sótt skólann en þeir hafa verið flestir um 180. „Starfsemi skólans hefur blómstrað á þeim fimm ámm sem skól- inn hefur starfað", segir Sólveig. „Margir foreldrar er mjög ánægðir með það nám sem bömum þeirra er boðið upp á héma en þeim fínnst stundum að of lítið sé boðið upp á myndlist í skyldunáminu eða þau vilja að bömin sín fái meiri kennslu í myndlist en þar er í boði. Um þetta gildir því það sama og tónlistina, sumir vilja meira“. Þá sagði Sólveig að það væri ýmis- legt á döfinni varðandi fimm ára af- mæli skólans. Fyrirhuguð væri sérstök afmælissýning um páskana þar sem fé- lagsmenn skólans og kennarar sýndu í sýningarsal hjá fyrirtækinu íspan. Við inntum Sólveigu nánar eftir því hvað hún ætti við með félagsmenn skólans og þá kom í ljós að skólann rekur sjálfseignarstofnun. Það vom þær Sólveig og Sigriður Einarsdóttir myndlistarkennari og bæj- arfulltrúi í Kópavogi sem stofnuðu skólann á sínum tíma. Honum hefur nú Stýrendur Mvndlistarskolans Sólveig og Sigríður leiöbeina framtíöarlistamónnum Kópavogs. A-mynd E.ÓI. verið breytt í sjálfseignarstofnun þar sem Kristján Guðmundsson fyrrver- andi bæjarstjóri er í formennsku. Ann- ars em í félaginu ýmsir listamenn og á- hugamenn um myndlist og myndlistar- nám. I haust verður heilmikil uppákoma í tengslum við þing Norrænu félaganna sem haldið verður í Kópavogi að sögn Sólveigar. Myndlistarskólinn mun þá standa fyrir listasmiðju þar sem 2-3 nemendur frá hverju hinna Norður- landanna verða þátttakendur auk nem- enda úr Kópavogi. Skólinn mun hafa allan veg og vanda að undirbúningi listasmiðjunnar. Sigríður og Sólveig hafa skipt skóla- stjóminni á milli sín í vetur þannig að Sigríður stýrið skólanum á haustönn- inni en Sólveig stýrir honum nú á vor- önninni. Sólveig segir að það sé baga- legt hversu ótrygg húsnæðismál skól- ans séu. Hann hafði verið á þremur stöðum þau fimm ár sem hann hefur starfað. Þau séu að vísu í ágætu hús- næði núna, í íþróttahúsinu Digranesi, en húsnæðið sé þó engan veginn sniðið fyrir starfsemi skólans og óvfst hversu lengi hann fær þar inni. „Það er lýjandi að þurfa alltaf að vera að flytja sig um sef‘, segir Sólveig. Sólveig segist binda miklar vonir við að Listasafn Gerðar Helgadóttur eigi eftir að verða lyftistöng fyrir menningu og listir í Kópavogi. Hún kvaðst vona að í safninu yrði lifandi starfsemi sem biði upp á samvinnu við listaskóla auk þess sem þangað gætu nemendur skól- ans sótt sýningar og uppörvun við list- sköpun sína. + ALLTFYRIR SKYNDIBITANN FRYST GÆÐAVARA Grænmeti - franskar kartöflur pizzur - djús o.fl. g n r i n n d Eldhústœki fyrir skyndibitastaði og hóteleldhús | WBAKERS PRIDe| l'IZZAIHA XIC-IMMil WIUHWII DREIFINGHF Skipholti 29 - Sími 61 23 88 Stjórnsýsluhús á Skaganum: Kostar 300 milljónir Bæjaryfirvöld á Akranesi og fulltrúar ríkisins ræða nú um byggingu stjómsýsluhúss. Viðræð- ur eru á lokastigi, segir í Skaga- blaðinu. Fyrir liggja tillögur að hönnun hússins og reiknað er mað að framkvæmdir hefjist fljótlega. Kostnaður er talinn verða um 300 milljónir króna. Stjómsýsluhús þeirra Skaga- manna verður að Stillholti 16-18 þarsem vom Akraprjón og Máln- ingarþjónustan, en auk þeirra húsa verða gerðar breytingar og endur- bætur. Þama verða til húsa skrifstofur Akraneskaupstaðar, skattstjóra Vesturlands, sýslumanns, og auk þess trúlega Vinnueftirlit ríkisins og Rafmagnseftirlit ríkisins. íslensk fyrirtœki Kennitölur kontnar á hreint Bókin íslensk fyrirtæki hefur öðlast fastan séss á flestum skrif- stofum landsins. Nú er bókin kom- in út í 23. sinn, en útgefandi er Fróði hf. Að þessu sinni er gerð veiga- mikil breyting sem án efa verður vinsæl, því ffemst í bókinni er að finna nýja skrá þarsem er að finna kennitölur á nær öllum starfandi fyrirtækjum og stofnunum lands- ins. Á augabragði má því fmna kennitölur fyrirtækja, sem og símanúmer og faxnúmer. Bókin geymir margháttaðar upplýsingar um fyrirtæki landsins í fyrirtækjaskrá og á gulu síðunum. Þá er einnig í henni að finna útflytj- endaskrá og umboðaskrá. Um síðustu mánaðamót tók ný ritstjóri við íslenskum fyrirtækjum, þegar Hildur Kjartansdóttir leysti Hönnu Eyvindardóttur af hólmi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.