Alþýðublaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 1
■ Við aðild að Evrópusambandinu lækkar matarverð hér um 35-45% Stöndum fyllilega við þessa útreikninga - „enda hefur enginn hrakið þá útreikninga með neinum rökum," segir Guðmundur K. Magnússon, prófessor og forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla íslands. JJ „Við stöndum fyllilega við það sem kemur fram í skýrslu Hagfræði- stofnunar, að við aðild að Evrópu- sambandinu lækkaði matarverð til neytenda hér um 35-45% enda hefur enginn hrakið þá útreikninga með neinum rökum. Við styðjumst við neyslukönnun í OECD löndunum frá 1990 sem er framreiknuð til verðs í febrúar 1994 og lækkun matar- skattsins hér er tekin inn í okkar út- reikninga," sagði Guðmundur K. Magnússon, prófessor og forstöðu- Málshöfðun vofir yfir oddvitum meiri- hlutans í Hafnarfirði „Nóg komið af þessari geggjun - segir Sverrir Ólafsson. .„Mér varð nóg boðið þcgar fjöl- skylda mín og börn fóru að vcrða fyrir aðkasti á götum í Hafnarfirði vcgna ummæla þcssara manna. I’cir sitja bæði í sæti ákærcnda og dómara í öllu sínu kærubrjálæði og mér finnst cin- faldiega nóg komið af þessari gcggj- un,“ sagði Sverrir Olafsson, myndiistar- maður í Hafnarfirði, í samtali við Al- þýðublaðið. Svcrrir íhugar málssókn á hendur Magndsi Jóni Amasyni bæjar- stjóra í Hafnarfirði og Magnúsi Gunn- arssyni oddvita Sjálfstæðisfiokksins í bænum. Astæðan eru ummæli þcirra um Sverri og störf hans í þágu Listahá- tíðar í Hafnarfirði auk annarra starfa að mcnningarmálum í bænum svo scm einsog starf hans seni forstöðumanns menningarmiðstöðvarinnar Straums. „Þctta cr orðin slík gcggjun að þcir cru ckki aðeins búnir að stórskaða ímynd Hafnarfjarðar hcldur cru blásaklausir einstaklingar farnir að gjalda fyrir þennan skcpnuskap. Lögmaður minn er að fara yfir málið og cndanlcg ákvörðun um málshöfðun vcrður tekin á næstu diigum," sagði Sverrir. Neytendasamtökin Matarkarfan 52% ódýrari í Danmörku Ef marka má verðsamanburð Neyt- endasamtakana þá er verð á matvælum 52 prósent lægra í Danmörku en á ís- landi. Þetta styður þá niðurstööur Hag- fræðistofnunar Háskóla Islands sem telur að matarverð á Islandi geti lækkað um 35-45% ef ísland gengur í Evrópu- sambandið. Neytendasamtökin gerðu þessa könnun til þess að benda á áform landbúnaðarráðherra unt að leggja of- urtolla á innflutning erlendra landbún- aðarafurða. Þegar verðið er hins vggar skoðað án innflutningstolla kemur til dæmis í ljós að svfnalæri með beini er 68 prósent ódýrara í Danmörku en á ís- landi og verð á kalkún er 77 prósentum lægra í Danmörku. Islenska matarkarf- an í heild sinni er 52 prósent dýrari en sú danska. maður Hagfræðistofnunar Háskól- ans, í samtali við Alþýðublaðið. Svo sem kunnugt er hafa forystu- menn Alþýðubandalagsins haldið því fram að tölur í skýrslu Hagfræði- stofnunar um ávinning Islands að ESB-aðild séu marklausar. Þær séu byggðar á fímm til sex ára gömlum gögnum og þar sem miðað sé við þróun framfærsluvísitölu í gögnun- um geti það gefið ranga mynd sem nemi tugum prósenta. „Séu tölur OECD notaðar beint þá er matarverð á íslandi 55% hærra en að meðaltali í löndum Evrópusam- bandsins. Síðan kemur til lækkun matarskattsins hér og mismunandi neysluvenjur. En það kemur líka fram hjá OECD að framleiðenda- verð hér er 50% hærra en að meðal- tali í löndum ESB. Við öfluðum gagna gegnum Hagstofuna við gerð skýrslu Hagfræðistofnunar. Það mun hafa verið haft eftir starfsmanni Hag- stofunnar að það sé hæpið af okkur að nola framfærsluvísitölu til að upp- reikna verðlagið frá 1990 til 1994. En ég vil benda á að þetta er það sem OECD gerir sjálft. Þessi verðmunur sem ég gat unt á matvöru stendur enn þrátt fyrir matarskattinn, en munur- inn er nær 35% en þeim 55% sem ég n e f n d i , “ sagði Guð- mundur. Hann sagði að það væru mismunandi Guðmundur K. neysluvenjurMa son;Við i hverju landi A.. . x .... ogþærkæmu stondum fyll. ega til með að v.ð þaö sem kemur breytast með fram ‘ skVrslu Ha9' verðbreyting- fræðistofnunar. um. Það væri síðan athugunarefni út af fyrir sig. En aðalatriðið væri að Hagfræðistofnun stæði fyllilega við þá útreikninga sem birtir væru í skýrslu stofnunarinnar og sýndu þá mikiu lækkun matarverðs sem aðild að ESB hefði í för með sér. Framvarðasveit Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra Aiþýðu- blaðið í dag er helgað Alþýðuflokknum á Norðurlandi vestra. í blaðinu eru meðal annars viðtöl við Sól- veigu Zophoníasdóttur, Jón F. Hjartarson, Ólöfu Kristjánsdóttur og Steindór R. Haraldsson sem standa hér keik á myndinni sem stolt framvarðasveit jafnaðarmanna í kjördæminu. Kennarafélögin samþykktu miðl- unartillögu ríkissáttasemjara Þessi lausn kom á síðustu stundu -segir Jón F. Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskóla n n Norðurlands vestra. „Þessi lausn á kennaraverkfallinu kom á síðustu stundu. A þessari stundu er ekki vitað með hvaða hætti lok skólaársins verða en við munum gera allt sem kraftar okkar leyfa tii að hjálpa nemendum skólans að komast yfir þá erfiðleika sem þessa langa stöðvun skólahalds hefur í för með sér,“ sagði Jón F. Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki, í samtali við Alþýðu- blaðið. Fulltrúaráð kennarafélaganna hef- ur samþykkt miðlunartillögu sátta- semjara í deilu ríkisins og kennara. Nú sér loks fyrir endann á verkfalli kennara sem staðið hefur yfir frá 17. febrúar. 1 tillögu sáttasemjara er gert ráð fyrir 15% beinni launahækkun til kennara á samningstímabilinu sem er tvö ár. Einnig lækkar kennslu- skylda kennara nokkuð og er það metið til 4-5% kjarabóta. Launaút- gjöld ríkisins til kennara hækka í kjölfarið um 1.400 milljónir miðað við eitt ár. „Eg er ákaflega ánægður með að loks sé komin lausn á þessari deilu og þetta voru síðustu forvöð til að bjarga skólunum frá meiriháttar skakkaföllum. í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra voru samtals 470 nemendur fyrir verkfall. Auk skól- ans hér á Sauðárkróki, þar sem eru um 400 nemendur, er einnig kennt í útibúum skólans á Siglufirði og Blönduósi. Eg veit ekki hvort nem- endur skila sér allir að loknu verk- falli en hef ástæðu til að ætla að ein- hverjir fresti námi til haustsins. Sum- ir eru komnir til sjós og eiga eftir ein- hvem tíma til að komast í land. Þá er ekki víst að allir þeir sem stóðu höll- um fæti í námi skili sér, en ég hef von um að það takist að bjarga meg- inþorra nemenda," sagði Jón. Við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra starfa 37 kennarar og sem fyrr segir em nemendur hátt í 500 talsins. Jón Hjartarson skólameistari sagði að mikill meirihluti nemenda væm úr kjördæminu en einnig væm dæmi þess að þeir kæmu víðar að af land- inu. Matarverð í Evrópu Ljúga Flugleiðir og ferðaskrifstofur? ur. Samkvæmt bæklingum ferða- skrifstofa er verðið 320 krónur í Lúxemborg, 160 krónur í Hamborg, 300 krónur í Vínarborg, 160 krónur í London og 196 krónur á Benidorm. Kfló af nautakjöti kostar 430 krónur í Glasgow, 660 krónur í Hamborg, 750 krónur í Vínarborg og 740 krón- ur í Stokkhólmi, svo dæmi séu nefnd úr bæklingum ferðaskrifstofanna. „Ætla Alþýðubandalagið og Fram- sóknarflokkurinn að saka ferðaskrif- stofumar og Flugleiðir um að falsa þessar tölur?“, spyr Alþýðuflokkur- Upplýsingar sem Alþýðuflokkur- inn hefur lagt fram urn verðmun á matarkörfu stórmarkaða í Evrópu og á Islandi hafa vakið hörð viðbrögð Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks sem ásaka Alþýðuflokkinn unt falsanir. Alþýðuflokkurinn hefur nú sent frá sér upplýsingar um verð á matvöru í nokkrum borgum Evrópu og em þær teknar upp úr bæklingum íslenskra ferðaskrifstofa. Þar kemur fram sláandi verðntunur. Verð á kjúklingum má taka sem dæmi um verðmun. I stórmarkaði í Reykjavík kostar eitt kfló af kjúklingi 667 krón- Fyrirhugaðir ofurtollar á innfluttar landbúnaðarvörur í kjölfar samningana um GATT „ Tilrædi við almenning og bjamargreiði við landbúnað - segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtak- anna og telur íslensk stjórnvöld ekki komast upp með það til lengdar að hunsa GATT samninginn. „Rannsókn sem Hagffæðistofnun gerði fyrir Neytendasamtökin hefur sýnt að samningurinn um GATT get- ur leitt til þess að matvæli lækki um 15% til neytenda. Ef hins vegar sú ætlun stjómmálamanna að láta ofur- tolla koma í stað innflutningsbanns búvara nær fram, er það tilræði við almenning og bjamargreiði við ís- lenskan landbúnað," sagði Jóhannes Gunnarsson formaður Neytenda- samtakanna í samtali við Alþýðu- blaðið. Jóhannes sagði að niðurstaða Hag- fræðistofnunar um lækkun á verði matvæla með GATT samningum væri sambærileg við niðurstöður rannsóknar sem gerð var fyrir norska Neytendaráðið. Bæði á Islandi og í Noregi væri rekin jafn fomeskjuleg landbúnaðarstefna. „Þetta fer hins vegar allt eftir því hvemig stjóm- málamenn koma til með að fram- kvæma GATT-samninginn. Eg minni á þá staðreynd að það er grundvallarhugsun GATT-samning- anna að auka viðskipli landa á milli með landbúnaðarvömr og örva sam- keppni við sölu á þessum vörum,“ sagði Jóhannes. „Við horfúm með ákveðnum ugg til þeirra tolla sem em í umræðu að nýta hér á landi og em allt upp í 719%. Við höfum til að mynda reiknað það út að ef að stjóm- málamenn ætla að beita tollígildum að fullu mun innflutt smjör frá Dan- mörku vera á sex földu verði við inn- lent smjör. Meira að segja með lág- marksaðganginum sem á að tryggja enn frekari samkeppni kostaði danska smjörið 2,5 sinnum meira en innlent. Þegar stjómmálamenn gengu frá GATT samningi segir í gögnum sem fylgdu áliti utanríkis- málanefndar, að í tollkerfi sem verði komið á, verði gert ráð fyrir að stjórnvöld geti með breytingum á tollum dregið úr eða tak- markað inn- flutning á bú- vömm ef hann sam- ræmist ekki eða stefni í tvísýnu ár- angri þeirrar landbúnaðar- stefnu sem fylgt er hér lendis, þar a meðal fram kvæmd bú- Jóhannes Gunnars- son: Ef sú ætlun stjórnmálamanna að láta ofurtolla koma í stað inn- flutningsbanns bú- vara nær fram, er það tilræði við al- menning og bjarn- vörusamn- argreiði við íslensk- ingsins. Á an landbúnað. sama hátt A-mynd: E.ÓI. verði gert ráð fyrir að með lækkun tolla verði unnt að tryggja innflutning á búvömm að því marki seni innlend framleiðsla nær ekki að uppfylla eftirspum með eðlilegum hætti. Hvað em menn að segja? Þeir em að segja að það skulu ekki verða neinar breytingar með GATT samningi. í stað innflutnings- banns skuli byggja tollmúra í kring- um Island. Þama em menn að sjálf- sögðu að taka beina afstöðu með þröngum framleiðendasjónarmiðum og hagsmunum en varpa sjónarmið- um neytenda fyrir róða,“ sagði Jó- hannes. En hver er krafa Neytenda- samtakanna í þessu máli? „Neytendasamtökin hafa ekki far- ið fram á meira heldur en að innflutta varan verði jafndýr þeirri innlendu. Þá þarf íslenskur landbúnaður ekkert að óttast því hann keppir á gmndvelli gæða og við treystum íslenskum landbúnaði til þess. Hins vegar yrði lágmarksinnflutningurinn, það er 3% í upphafi en færi upp í 5%, til þess að tryggja samkeppni. Auk þess sem þær lækkanir á tollum sem eiga að verða á GATT tímanum mundu tryggja frekari samkeppni og kröfu urn nauðsynlega hagræðingu í ís- lenskum landbúnaði. Við emm með vannýtt bú um allt land og hvað kost- ar það? Við emm með mjólkurfram- leiðslu með helmingi meiri fram- leiðslugetu helduren mjólkurmagnið gefur tilefni til og hvað kostar það? Er það ásættanlegt sem eitthvað lög- mál að það kostar um tífalt meira að slátra einu lambi hér heldur en í Skotlandi? Það er hægt að hagræða á öllum stigum framleiðslunnar. Eg spái því að við komumst ekki upp með að hunsa GATT samning- inn eins og stjómvöld virðast ætla að gera. Það þýðir að þegar við verðum knúin til að framkvæma hann verður sá niðurskurður í íslenskum landbún- aði miklu sársaukafyllri heldur en ef við grípum strax til nauðsynlegrar hagræðingar. Að ætlað að loka ís- land af með ofurtollum er tilræði við almenning og bjamargreiði við ís- lenskan landbúnað. Við skulum ekki gleyma því að GATT skapar okkur líka möguleika á erlendunt mörkuð- um en til að nýta okkur það þarf hag- ræðingu til að lækka verðið," sagði Jóhannes Gunnarsson að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.