Alþýðublaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 V ALÞÝÐUBLAÐIÐ 17 i d t a I Friðrik Friðriksson skipstjóri: Ríkisstjórnin hefur verið að skila af sér ýmsum góðum hiutum og þá vil ég fyrst og fremst nefna stöðugleikann og lága verðbólgu. þjóðfélaginu. Annars er munurinn á hægri og vinstri að minnka eftir fall kommúnismans og flokkamir hafa færst mikið saman. Ég tel að það sé nokkuð breið sátt um öflugt velferð- arkerfí í anda þess sem jafnaðar- menn hafa boðað og beitt sér fyrir í áranna rás. En auðvitað eru þama takmörk. Það er ekki hægt að gefa öllum allt. Það er mín sannfæring að í þessum efnum sé það Alþýðuflokk- urinn sem þekkir best takmörkin. Ég vil því hvetja fólk til að kjósa Al- þýðuflokkinn og stuðla þannig að því að hann verði áfram við völd.“ ■ Sólveig Zophoníasdóttir er leiðbeinandi við grunn- skólann á Blönduósi og skiparfjórða sætið á lista Alþýðu- flokksins. I samtali við Alþýðublaðið ræðir hún brýnustu verkefni stjórnmálanna Það þarf að bæta lífskjörin Sólveig Zophoníasdóttir er fædd 5. júní 1965. Hún er giít Guðmundi Engilbertssyni húsasmið og verk- stjóra og eiga þau tvo drengi. Sól- veig er leiðbeinandi við grunnskól- ann á Blönduósi og skipar fjórða sætið á lista Alþýðuflokksins. I sam- tali við Alþýðublaðið ræðir hún brýnustu verkefni stjórnmálanna. Sólveig. Hver eru brýnustu verkefnin framundan á landsvísu? „Fyrst og fremst þarf að bæta lífs- kjörin. Launin em of lág og kaup- máttinn þarf að auka. Það er einkum hægt að gera með aukinni verð- mætasköpun og þá ekki síst á sviði landbúnaðar, þannig að með aukinni fullvinnslu afurðanna aukist verð- mætin. Það sama má segja um sjáv- arútveginn. Við emm að fá minna en áður upp úr sjó og því þurfum við að nýta betur það sem fæst og það ger- um við með aukinni fullvinnslu. Um leið þarf að efla alla samkeppni og viðskiptafrelsi. Og það er líka hægt að bæta Ii'fskjörin í gegnum skatta- kerfið. Nú þegar rofar til í efnahags- málum er brýnt að hækka á ný bama- bætur og vaxtabætur. Með betri tíð ættum við að hafa efni á því.“ Hvað þá með kjördæmið og þitt byggðarlag? „Það þarf að hlúa að atvinnulífinu og styðja nýsköpun í atvinnumálum. Og þar komum við aftur að nauðsyn þess að auka fullvinnslu afurðanna í fmmgreinunum. Við þurfum að standa svo að málum að þessar vömr verði samkeppnishæfar á erlendum mörkuðum og þar á ég einkum við Evrópumarkaðinn. Með fullvinnslu Sólveig Zophoníasdóttir leiðbeinandi: Aðalatriðið er að batinn komi fram í lífskjörum fólksins. Það getur gerst ef menn byggja á þeim grunni sem stöðugleikinn hefur fært okkur. „Fyrst og fremst þarf að bæta lífskjörin. Launin eru of lág og kaupmáttinn þarf að auka. Það er einkum hægt að gera með aukinni verðmætasköpun og þá ekki síst á sviði landbúnaðar, þannig að með aukinni fullvinnslu afurðanna aukist verðmætin. Það sama má segja um sjávarútveginn." og annarri slíkri framþróun eykst þörfin á fagþekkingu, þörfin fyrir vinnuafl sem hefur einhverja grand- vallarmenntun. Hér um slóðir er út af fyrir sig ýmislegt að gerast í nýsköp- un. Ég nefni til dæmis að vélsmiðjan okkar er að setja á markað þvottavél- ar fyrir fiskkör sem þeir hafa hannað sjálfir. Þeir em að hugsa um Evrópu- markaðinn, þar sem við getum að- eins boðið upp á það besta og þá verður hráefnið að hafa fengið bestu meðferð. Því miður hafa slíkir vaxt- arbroddar ekki fengið nægilegan stuðning hingað til að mínu mati.“ Þú nefndir fullvinnslu í iand- búnaði. En það hefur reynst nokk- uð þungt í vöfum að breyta land- búnaðarkerfinu, ekki satt? ,Jú og það þarf nauðsynlega að létta af bændum þá ánauð sem þeir hafa verið hnepptir í með þeirri stefnu sem hefur verið ríkjandi um árabil. Bændur hafa ekki haft nægi- legt frelsi og það er einmitt framtaks- semi og skynsemi bændanna sjálfra sem þarf að ráða ferðinni. Ég er ein- faldlega að tala um heilbrigða við- skiptahætti í þágu bænda.“ Þú ert leiðbeinandi í grunnskól- anum, fulltrúi kennara í skóla- nefnd og átt sæti í stjórn Ung- mennafélagsins. Hvað vilt þú sjá gerast í menntamálum? „Fyrst er til að taka að það er nauðsynlegt að breyta námslánakerf- inu, þannig að allir hafi jafnan rétt til náms. Þar komum við um leið inn á stöðu kvenna, því eins og málum er nú háttað er ekki hægt að vera í 70% nánii og fá fullt námslán. En það er einmitt oft hlutskipti kvenna að geta ekki stundað fullt nám vegna bama og heimilis. Þetta er stórt réttlætis- mál sem þarf að ráðast í að bæta. Ég nefndi áður þörfina fyrir aukna fag- þekkingu og tel að mjög brýnt sé að auka alla verkmenntun. En það er af nógu að taka í menntamálum.“ Ertu bjartsýn á frainþróun mála á næsta kjörtímabili? ,Já. Það er ýmislegt jákvætt sem liggur eftir ríkisstjómina og þá nefni ég einkum bætt umhverfi atvinnu- lífsins. Ríkisstjómin hefur sýnt ábyrgð við stjóm efnahagsmála og það á eítir að skila sér á næstu ámm. Aðalatriðið er að batinn komi fram í h'fskjömm fólksins. Það getur gerst ef menn byggja á þeim gmnni sem stöðugleikinn hefur fært okkur. Ég hef stunduð verið spurð að þvf hvemig ég þori að leggja Alþýðu- flokknum lið mitt hér á þessum framsóknarslóðum. Það þarf kannski kjark til þess. En það þarf einmitt kjark til að knýja fram þær breyting- ar sem nauðsynlegar em á næstu ár- um. Og Alþýðuflokkurinn segir: Sigur kostar kjark. Við skulum tryggja nauðsynlegar breytingar og umbætur og kjósa Alþýðuflokkinn í það verk.“ Erlendur Hansen sendi Alþýðu blaðin u eftirfarandi vísu Slökktu Málfríður f Skmddu Ragnars Asgeirssonar er að finna eftirfar- andi: „Sagan gerðist vestur á Mýmm í bemsku minni. Þá bjuggu þau hjón Gils og Málfríður í Krossanesi. Þau áttu margar myndarlegar dætur. Ein þeirra fór suður til Reykjavíkur og tmlofaðist þar stúdent sem var í Presta- skólanum. Um haustið fór hún heim til að sýna foreldr- um sfnum hinn verðandi tengdason. Þau komu heim að kvöldi þegar dimmt var orðið og gengu til baðstofu, þar sem görnlu hjónin vom. Þegar hún hafði kynnt unnust- ann segir Gils: „Kveiktu Málfn'ður." Málfríður kveikti og Gils leit framan í guðfræðinginn og sagði eftir augna- blik: „Slökktu Málfiríður." Þegar ég las þetta kom þessi vísa: Illa tókst með unnustann, ekkert nemafroðan. Eins var það með Þjóðvakann, þegar égfór að skoð ’ann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.