Alþýðublaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 V i ð t a I ■ Jón F. Hjartarson er skólameistari Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki og skipar 1. sætið á lista Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra. í samtali við Alþýðublaðið ræðir hann líf sitt og starf, uppbyggingu Fjölbrautaskólans og kynnin af stjórnmálum Að byggja upp framtíðarsýn fyrir fólkið á landsbyggðinni Jón Karlsson: Alþýðuflokkurinn hefur aldrei farið með forsjá landbúnaðarmála og mistökin sem hafa verið gerð í þeim málaflokki hafa verið gerð undir forystu Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og einstaka sinnum Alþýðubandalagsins. ■ Jón Karlsson,formaður Verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki, skipar heiðurssætið á lista Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra. í samtali við Alþýðublaðið ræðir Jón um verkalýðsmálin, árangur Alþýðuflokksins í ríkisstjórn og stöðu jafnaðarmanna í kjördæminu Miklu skiptir að Jón F. Hjartarson nái á þing Jón Karlsson formaður Verka- lýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki er í heiðurssæti framboðslista Alþýðu- flokksins á Norðurlandi vestra. Jafn- framt því að vera sá formaður verka- lýðsfélags innan Alþýðusambands- ins sem hefur setið lengst, frá árinu 1967, hefúr hann verið varaformaður Verkamannasambands Islands frá 1989. Þá hefur hann setið í stjóm Verkamannasambandsins frá 1981. Hvað flnnst þér hafa áunnist í málum verkalýðsins á kjörtímabili þessarar ríkisstjórnar? „Ég tel að ýmislegt haft skilað sér miðað við óvenju erfiðar kringum- stæður. Við íslendingar höfúm geng- ið í gegnum óvenju langa og djúpa efnahagslægð. Það er auðvelt að halda því fram að ríkisstjómin hefði átt að gera meira í atvinnumálunum, en miðað við aðstæður þá er ljóst að ástandið væri miklu verra ef vamar- aðgerðir ríkisstjómarinnar hefðu ekki komið til. En auðvitað er það at- vinnuleysi sem við búum við í dag algerlega óviðunandi. Stærstu afrek- in em auðvitað þau að hafa náð að halda verðbólgunni niðri. Sú vinna hófst vitaskuld í tíð síðustu ríkis- stjómar og engin ástæða til að draga fjöður yfir það. f öðm lagi að ná samningunum um Evrópska efna- hagssvæðið og að opna þá markaði sem þar em og em að skila sér nú. í þriðja lagi því að ná niður fjármagns- kostnaði haustið 1993. Varðandi ný- frágengna kjarasamninga þá er ljóst að stjómmálamenn, verkalýðsleið- togar og jafnvel vinnuveitendur gáfu ýmislegt í skyn sem skapaði ákveðn- ar væntingar hjá fólki. Þeir vom bún- ir að segja að það væri mikið til skipt- anna. Með samningunum var súgið jákvætt skref. Það var farið inn á nýj- ar brautir sem fela í sér kjarajöfnun. Einnig var kauptryggingarsamningur fiskverkunarfólks lagfærður og er það til mikilla hagsbóta fyrir þá sem starfa við fiskverkun og veitir þeim meira starfsöryggi.“ Hver er staða Alþýðuflokksins í kjördæminu? „Ég held að sóknarfærin séu góð. Það er áberandi í umræðunni hér hvað komin er mikil þreytusvipur á þingmannastóðið hér, þar sem marg- ir hvetjir hafa átt sæti á þingi áratug- um saman. Alþýðuflokkurinn hefur upp á að bjóða nýtt, frískt og hörku- duglegt fólk. Jón F. Hjartarson skóla- meistari, sem skipar efsta sætið á list- anum, hefur orð á sér fyrir dugnað og því er eftir miklu að slægjast fyrir íbúa kjördæmisins að hann verði þingmaður þeirra. Það gæú skipt sköpum í baráttunni fyrir stöðu kjör- dæmisins. Þetta hefur verið erfitt kjördæmi fýrir flokkinn. Hér lifa margir á landbúnaði og rætumar í sveitunum eru sterkar. Andstæðingar Alþýðuflokksins hafa náð að koma því inn hjá fólki að flokkurinn sé höf- uð óvinur landbúnaðarins, sem er einfaldlega rangt. Alþýðuflokkurinn hefur aldrei farið með forsjá land- búnaðarmála og mistökin sem hafa verið gerð í þeim málaflokki hafa verið gerð undir forystu Framsóknar- flokksins, Sjálfstæðisflokksins og einstaka sinnum Alþýðubandalags- ins. Talsmenn þessara flokka sam- einast um að sýna sveitafólki óvin í Alþýðuflokknum, en geta þó ekki bent á hans verk máli sínu úl stuðn- ings. Miðað við þetta ástand hefur vöm Alþýðuflokksins oft á tíðum verið klaufaleg og fremur hert hnút- inn en leyst hann. Þessu þarf að breyta.“ Hver eru brýnustu úrlausnar- efni kjördæmisins? „Út frá því sem er á valdi þing- manna þá em það samgöngumálin. Það þarf að gera átak í því að tengja þéttbýlisstaði kjördæmisins saman. Það er þingmönnum úl skammar hvað þetta hefur gengið hægt. Vegur- inn til Siglufjarðar er óviðunandi og það sama má segja um leiðina á milli Blönduóss og Skagastrandar. Þetta er brýnt úrlausnarefni. Þingmennimir hafa reynt að halda uppi málsvöm á þann hátt að framkvæmdaféð hafi allt farið í þjóðveg núrner 1, en þau rök halda ekki. Það hafa verið í gangi ýmsar framkvæmdir sem ekki hafa verið á þjóðvegi númer 1.“ Ertu bjartsýnn á gengi flokksins í kosningunum? „Ég sé enga ástæðu til svartsýni. Baráttan hefur verið sérkennileg hingað til og hefur markast talsvert af náttúruöflunum. Menn komast varla á milli bæja vegna snjóþyngsla. Þetta skapar vissan vandræðagang í barátt- una hjá öllum." Jón F. Hjartarson er fæddur 29. júlí 1947, einn fjögurra sona hjón- anna Hjartar F. Jónssonar og Vig- dísar Einarsdóttur. Jón er skóla- meistari Fjölbrautaskólans á Sauðár- króki. Eiginkona hans er Elísabet Kemp hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahús Skagfirðinga og eiga þau þrjú böm. Jón, þú hefur verið skólameist- ari Fjölbrautaskólans frá því skól- inn var settur á laggirnar 1979. Hvað varst þú að sýsla áður en þú komst á Krókinn? „Ég fór reyndar í Háskólann til að læra læknisfræði, en hætú í miðhluta og ákvað að fara í kennsluréttinda- nám. Ég var að stofna íjölskyldu og kennslan höfðaði til mín, enda hef ég aldrei séð efúr að hafa farið þessa braut. Frá 1973 var ég í kennslu á Suðumesjum og frá 1976 í Fjöl- brautaskóla Suðumesja í tvö ár en síðan varð ég aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands í eitt ár. A þeim tíma fór ég að skipta mér af félagsmálum og varð formaður Kennarasambands Vesturlands. Einnig var farið að róta í mér að fara til Vestmannaeyja og var það upp- hafið að því að Jón Böðvarsson kom að máli við mig. Þessi mikli gúrú kom víða við í ráðningarmálum og það varð úr að ég sótú um skóla- meistarastöðuna hér. Og hana fékk ég“ Hvernig var síðan að byggja upp skólastarfið? „Þegar ég kom höfðu verið hér starfræktur iðnskóli og framhalds- deild í tvö ár, en þessu var steypt saman. Allt var í óvissu um fram- haldið og þegar ég mætti á staðinn lágu fyrir átta fyrirspumir um nám. Eg var ekki einu sinni með ömgga kennara. Ég lýsti þvt yfir að nú væri að hrökkva eða stökkva að skólinn yrði stofnaður. Það var stokkið og vom nemendur lyrst 80 talsins, en nú em þeir 470.“ Það hefur einnig mikið verið byggt utan um skólastarfið? „Já, það má segja. Hér var fyrir heimavist, en skólinn tók hana yfir og stækkaði þrefalt og úr varð verk- námshús fyrir málmiðnað og tréiðn- að. Strax 1982 hófst síðan undirbún- ingur undir bóknámshús en það reyndist erfitt mál að klára bygging- una. Sveitarfélögin í kjördæminu lágu ekki á liði sínu, en það var hörð barátta og samkeppni um fjármagnið úr ríkissjóði. En þetta hafðist loks því við tókum bóknámshúsið í gagn- ið í haust.“ Hvenær var það síðan sem póli- tíkin hreppti þig loksins? „Pólitíkin var reyndar að gelta ut- an í mér þegar ég var ráðinn hingað. Það var Ragnar Amalds sem réð mig og það átti hreinlega að drepa Ragn- ar fyrir að gera það. Bróðir eins um- sækjandans bankaði uppá hjá Ragn- ari og kona hans kom til dyra. Hún neitaði að Ragnar væri heima og réðst þá hinn óvelkomni gestur á plöntugarð hjónanna. Ragnar skarst þá í leikinn og kom til stympinga. En frúin sprautaði þá úr vatnsslöngu á þá báða og hefúr atburður þessi ver- ið kallaður Vatnsslagurinn í Varma- hlíð síðan. Gesturinn var ekki flokksbróðir Ragnars heldur sjálf- stæðismaður. Seinna varð svo full samstaða um skipan mína. En það má síðan segja að ég hafi gengið Al- þýðuflokknum formlega á hönd þeg- ar Jón Baldvin Hannibalsson kom hingað 1982 í svokallaðri hundrað- funda- ferð. Ég hef alltaf liúð á mig sem sósíaldemókrata og þegar Jón Baldvin var hér gerði hann mig að fundarstjóra. A þeim fundi var sjálf- stæðismaður að gera hróp að mér. Bryndís Schram gekk að borðinu sem sjálfstæðismennimir sátu. Einn þeirra hrópaði andstyggðarorðum að henni. Hún gerði sér líúð fyrir og gaf honum kinnhest með flötum lófa. Maðurinn hvarf á braut og segir ekki meira af honum, nema hvað hann var talinn miður sín. Síðan höfum við Jón Baldvin verið nokkurs konar skjólstæðingar Bryndísar." Það er hinsvegar nýlega skeð að þú sért orðinn frambjóðandi ekki satt? „Jú. Ég hafði tekið þátt í ýmsum nefndarstörfum, til dæmis um smíði nýs framhaldsskólafrumvarps. Ég var hins vegar í fyrsta sinn á lista þegar ég var í fimmta sæti f bæjar- stjómarkosningunum á Sauðárkróki 1994. Mér var reyndar boðið sæti á lista Alþýðuflokksins fyrir þing- kosningamar 1983 minnir mig en þá var svo mikið að gera í skólamálum að ég varð að afþakka það. Nú hins vegar skipa ég fyrsta sætið og er úl- búin til að starfa fyrir þjóðina á AI- þingi.“ Var sósíaldemókratisminn kannski fyrir í ættinni? „Það má segja að ég hafi kratablóð í æðum. Jón Gíslason múrarameist- ari, afi minn, var einn af þeim sem byggðu Alþýðuhúsið í Reykjavík og tók þátt í Hvíta stríðinu um rúss- neska drenginn með Ólafi Friðriks- syni. Ég held við eigum enn hluta- bréf í Alþýðuhúsinu." Snúum okkur að öðru. Hver eru stóru málin á næsta kjörtimabili? „Það er erfitt að gera upp á milli sviða en ég nefhi þó sjávarútvegs- mál, landbúnaðarmál og skólamál. Eitt stærsta málið nú er að byggja upp framtíðarsýn fyrir fólkið á lands- byggðinni. Það þarf að gera ýmislegt í kjördæminu, það þarf að bæta sam- göngumál Siglfirðinga. Hofsós á mikla möguleika í ferðamálaiðnaði og þar hefur verið rætt um að koma upp sorpeyðingarstöð fyrir Norður- land vestra en um það eru reyndar skiptar skoðanir. Á Sauðárkróki sé ég fyrir mér Steinullarverksmiðjuna á fúllum afköstum, með möguleika á stækkun og frekari þróun á steinull- inni sjálfri. Þá eru uppi áform um stórfelldan vatnsútflutning. Þannig gætum við breytt sandinum í gull, vatninu í silfur." Hverjar eru áherslur þínar í sjávarútvegsmálum? Eru sjó- menn í kjördæminu ánægðir með þróun mála? „Nei, sjómenn hér eru mjög óánægðir með Þorstein Pálsson og þeim finnst Jón Baldvin vera skel- eggari baráttumaður fyrir sig og fisk- verkunarfólkið. Sighvatur Bjamason í Vestmannaeyjum hefur bent á hversu EES-samningurinn er mikil búbót fyrir sjómenn og fiskverkunar- fólk á landsbyggðinni. Ég treysti á að sjómenn sjái að Alþýðuflokkur- inn er besti málsvari þeirra á þingi. Sjómenn kunna að meta þá skeleggu málsvöm sem Jón Baldvin hefur haft uppi fyrir hagsmuni sjávarútvegsins í Smugudeilunni. Afdráttarlaust svar hans við erindi Kanada er Ijós vitnis- burður um hið sama. Alþýðuflokkur- inn vill allan afla á land án þess að sjómenn og útgerðarmenn verði beittir refsiákvæðum. Alþýðuflokk- urinn mun aldrei fyrirgera rétú ís- lands til að stjóma fiskveiðum í ís- lenskri lögsögu." Og landbúnaðarmálin? „Með samþykki allra flokka á Al- þingi íslendinga á GATT-samningn- „Jón F. Hjartarson skólameistari, sem skip- ar efsta sætið á listanum, hefur orð á sér fyrir dugnað og því er eftir miklu að slægj- ast fyrir íbúa kjördæmisins að hann verði þingmaður þeirra. Það gæti skipt sköpum í baráttunni fyrir stöðu kjördæmisins." „Á þeim fundi var sjálfstæðismaður að gera hróp að mér. Bryndís Schram gekk að borð- inu sem sjálfstæðismennirnir sátu. Einn þeirra hrópaði andstyggðarorðum að henni. Hún gerði sér lítið fyrir og gaf honum kinn- hest með flötum lófa. Maðurinn hvarf á braut og segir ekki meira af honum, nema hvað hann var talinn miður sín. Síðan höf- um við Jón Baldvin verið nokkurs konar skjólstæðingar Bryndísar." „Við treystum bændum sjálfum til að stjórna eigin málum. Við teljum að full- vinnsla landbúnaðarafurða fyrir erlenda markaði hafi hvergi verið reynd að fullu. Fullunnar vistvænar afurðir geta átt greiða leið á hollustumarkaði fyrir gott verð ef rétt er á málum haldið. Ríkissjóði ber að standa straum af kostnaði við auknar rannsóknir, þróunarstarf og markaðsleit fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.