Alþýðublaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 S k o d a n Fiskveiðistjórn er hagstjórnartæki Pallborðið Kosningamar snúast meðal annars um hvort við íbúar Norðurlands vestra njótum sambærilega lífskjara og íbúar velferðamkja Evrópu. Hvort atvinna verður næg í boði og hvort við höfum efni á að greiða matarreikn- inginn. Hvort hag- ur heimilanna batnar og hvort við getum horft til framtíðar af bjart- sýni og tilhlökkun. Hvort bændur verða leystir undan áratuga íjötrum kvóta og hafta. Enginn einn flokkur eða ein ríkisstjóm mun taka ákvörð- un um hvaða kjör Islendingar sætta sig við í samningum við Evrópusam- bandið; í samningum við aðrar Evr- ópuþjóðir. Það mun þjóðin gera milliliðalaust í þjóðaratkvæða- greiðslu. Það er írumskylda íslenskra stjómmálamanna að gæta hagsmuna okkar Islendinga gagnvart viðskipt- um við erlendar þjóðir. Þjóðin verður að fá vitneskju um hvaða kostir em í boði í þeim efnum. Og meirihiuti þjóðarinnar vill það, enda er það háskalegur blindingsleikur að láta sem mál þetta sé ekki á dagskrá. Framferði Sjálfstœðisflokksins í máli þessu á sér hliðstœðu í afstöðu Ulbrichts gamla í Austur-Þýska- landi sem sagði að ferðalög til vest- urs vœru ekki á dagskrá. Ohindraður aðgangur að mörkuð- um Evrópusambandsins er mikið hagsmunamál íslensku atvinnuveg- anna, einkum íyrir sjávarútveginn. Með umsókn að Evrópusambandinu er engin áhætta tekin: við fáum ein- ungis ífam hvað okkur stendur til boða. Ef þjóðinni líst vel á það sem við náum fram sker hún úr um aðild eða ekki aðild í þjóðaratkvæða- greiðslu. Við megum ekki loka augunum íyrir tækifæmm: við verðum að hoifast í augu við þau og nýta þau. Skammsýni þeirra þingmanna sem reyndu að leggja stein í götu samn- ingsins um Evrópska efnahagssvæð- ið er umhugsunarefni fyrir kjósendur í ljósi þess ávinnings sem fengist hef- ur. Fjölmörg fisk- vinnslufyrirtæki hafa breytt frarn- leiðslu sinni vegna tækifæra á hinum nýja EES-markaði og má í því sam- bandi benda á hvemig framsýnir stjómendur sjávar- útvegsfyrirtækja - meðal annars á Norðurlandi vestra - hafa nýtt sér þessa nýju möguleika hér í kjördæm- inu. Nettó skilaverð útflutnings sjáv- arafurða til Evrópusambandsins var um 100 milljónum krónum hærra á síðasta ári en ef EES- samningurinn hefði ekki komið til. EES-samning- urinn hefur gert okkur fært að fá meira verð fyrir sjávarafurðir og við hefðum annars þurft að veiða meira til að ná sömu tekjum. Þannig má segja að með samningum við aðrar þjóðir erum við óbeint að vemda fiskistofnana og sama má segja um væntanlega aðild íslendinga að Evr- ópusambandinu. Fiskveiðistjóm er hagstjómar- tœki og án samhengis við viðskipta- kjör okkar erlendis verður liún ómarkviss. Heildarávinningur okkar af þessum samningi er samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar 2,5 til 3,0 milljarðar króna. Ef ráðum Páls á Höllustöðum og fleiri um að gerast ekki aðilar að Evrópska efnahags- svœðinu hefði verið fylgt, þyiftum við nú að veiða mun meira til að ná sömu verðmcetum. Ráð hans vom andstœð fiskvemdunarsjónarmið- Höfundur er skólameistari og 1. maður á framboðslista Alþýðu- flokksins á Norðurlandi vestra. „Óhindraður aðgangur að mörkuðum Evrópusambandsins er mikið hagsmunamál íslensku atvinnuveganna...Með umsókn að ESB er engin áhætta tekin...Ef þjóðinni líst vel á það sem við náum fram í samningum sker hún úr um aðild eða ekki aðild í þjóðaratkvæða- greiðslu. Við megum ekki loka augunum fyrir tækifærum." m e n n Það var hins vegar annað hljóð þegar ég gerði mér að leik að hringja og kynnti mig sem Einar í Stakkahlíðinni, grjótharðan Valsara, þá fékk ég þær upplýsingar að ég mætti koma strax og kaupa miða. Magnús Már Þorvaldsson KA-maður um baráttuna um miðana á leikinn að Hlíðarenda í gær. Mogginn í gær. Karlpeningurinn á mínum bekk átti ekki í neinum vandræðum með að skilja það og skilja af hverju þessi stúlka tekur þátt í fegurðar- samkeppnum. En eins og tuggan segir: fegurðin kemur að innan, og Júlía eys henni upp þaðan líka sem hið Ijósa man. Guðbrandur Gíslason áhugaleikhús- dómari um íslandsklukkuna, leiksýningu Leikfélagsins á Selfossi. Mogginn í gær. Með Internetinu og síðar Vefnum hefur íbúum heimsins opnast alþjóðleg og að- gengileg hraðbraut upplýsinga, segir í frasanum. En hvernig í ósköpunum nálg- ast maður þetta dót? Miðheimar hf. bjóða aimenningi og fyrirtatkjum myndrænan aðgang að Internetinu með SLIP/PPP- tengingu og forritinu Netscape- Mosaic; dóti sem hefur valdið straumhvörfum í þessum samskiptum. Til þess að vera gjaldgengir fyrir tengingu þurfa menn að fá sér að minnsta kosti 14.400 bauda mó- tald við tölvuna sína og kostar slikt tæki f kringum 15 þúsund krónur. I pakkanum frá Miðheimum er síðan alit annað sem til þarf. Stofngjaldið er 3.900 krónur og er innifalin áskrift fyrsta mánuðinn, 30 klukkustunda notkun, handbók á ís- lensku. öll nauðsynleg forrit, netfang og pósthóif. Fastagjaldið er annars 1.992 krónur á mánuði og er innifalin notkun í 30 kiukkustundir, en umfram það eru greiddar 2,50 á mínútu. Miðheimar inter- net-þjónusta á íslandi er í Tæknigarði við Dunhaga og símanúmerið þeirra er 694933. Að lokum skal þess getið, að skemmtilegustu tölvurnar til að vinna með á Vefnum eru 66 megaherza (eða fleiri megaherza) Pentium-tölvur. Penti- um-tölvurnar eru náttúrlega rándýrar, en 66 megaherzin eru í öllu falli nauðsyn- leg ædi menn eitthvað að geta leikið sér og notið myndrænna möguleika útí ystu æs- ar... Náttúrulaga- flokkurinn sendi fjölmiðlum eftirfarandi orð- sendingu í gær: „Okkur hefur fundist að ekki ríki mikill skilningur meðal frétta- manna landsins, á gildi vísindarann- sókna sem við í Náttúrulagaflokkn- um vitnum í, í okk- ar stefnuskrá. Við vonum að með- fylgjandi skeyti gefi ykkur dýpri skilning á því hvað það í raun þýðir að rannsókn fáist birt í virtu vísindatímariti." Skeytið sem fylgdi með þessari orðsendingu var upp á fjór- ar blaðsíður - að vísu á ensku. Hætt er við að þess- ar sendingar Náttúrulaga- flokksins hafi dýpkað til muna skilning fréttamanna á því hvað það þýði „að rannsókn fáist birt í virtu vísindatímariti"... Asunnudagskvöldið kemur (2. apríl) mun gullöld íslenskra dægur- laga verða gerð góð skil í Kaffileikhúsinu skemmti- lega í Hlaðvarpanum. Sópransöngkonurnar Ág- ústa Sigrún Ágústsdótt- ir og Harpa Harðardóttir hafa að undanförnu kafað í glatkisturnar eftir gömlum dægurlögum og mun af- rakstur leitar stallnanna verða til áheyrnar í Kaffi- leikhúsinu frá og með klukkan 21:00 á sunnu- dagskvöldið. Á dagskránni eru margar þær perlur sem urðu vinsælar um miðbik aldarinnar, en á þeim árum tók dægutónlistin mikinn kipp hér á landi. Sér til full- tingis hafa söngkonurnar ungu síðan fengið gamlan ref úr heimi dægurtónlist- arinnar: sjálfan Reyni Jón- asson - harmónikkusnill- inginn góðkunna, einsog einhversstaðar stendur skrifað... "FarSide" eftir Gary Larson. Þegar fermingarveisla Halldóru var hálfnuð var útidyra- hurðinni skyndilega sparkað upp af miklu offorsi og tryllt hross komu beinustu leið inná stofugólfið. Með nasa- vængina þanda, augun á stilkum og bylgjandi faxið, gripu þau Friðfinn traustataki og drógu hann á braut. F i m m f ö r n u m Hvað finnst þér um 20% launahækkun til kennara? Sturla Pálsson, hagfræðingur: Hækkunin er í góðu lagi ef aðrir op- inberir starfsmenn fá það sama. Steinunn Óskarsdóttir, borg- arfulltrúi: Ef þetta eru raunveru- lega 20% þá mega kennarar vel við una. En ég efast um þessa tölu fyrr en ég sé endanlega útkomu. Haukur Karlsson, atvinnulaus: Mér finnst þetta óréttlátt gagnvart öðrum starfsstéttum sem nýlega sömdu um sex til sjö prósent launa- hækkun. Jóhanna Kristjánsdóttir, versl- unareigandi: Kennarar eru burð- arás í uppeldismálum og eiga þetta því skilið. Ragnheiður Þengilsdóttir, nemi: Mér finnst þetta mjög gott. Spjallið við Arnheiði var ákaflega þarft mótvægi við móðgandi dömubindaauglýs- ingar sem tröllriðið hafa íslensku sjónvarpi síðustu misseri, auk þess sem dömu- bindaframleiðslan er ákaflega áhugaverð nýjung í smáiðnaði hér á landi. Guðrún Helga Sigurðardóttir, skeleggur fjölmiðlarýnir. DV í gær. Við erum á móti öllum afvega- Ieiddum hvötum mannsins. Árni Björn Guðjónsson, efsti maður Kristilegrar stjórnmálahreyfingar í simalesendayfirheyrslu. DV i gær. f því sambandi bendum við á TM-hugleiðslu, en gagnvart samfélaginu bendum við á City-kerfið sem máttuga vitundaraðferð til að hreinsa samvitundina undan streitu og eyða þrúgandi áhrifum í andrúmsloftinu. Jón Halldór Hannesson, foringi Náttúrulagaflokksins í símalesendayfirheyrslu. DV í gær. Við tókum því illa þegar Hrafn Gunnlaugsson var rekinn fyrir að láta í ljós það álit sitt i sjónvarpsþætti að það ætti að spara í rekstri Sjónvarpsins. Davíö Oddsson sjálfstæðismaður í símalesendayfirheyrslu. DV (gær. Vist dagsins Manni sem mundi vígsluræðu séra Hjálmars Jónssonar, 1. manns Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi vestra, varð að orði þegar hann sá og heyrði séra Hjálmar á ffamboðs- fundi: Þegarsteig í stólinnfyrst stœldi Hjálmar Jesú Krist. Skelfing hefur maðurinn misst með því að lenda í íhaldsvist.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.