Alþýðublaðið - 29.03.1995, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 29.03.1995, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15 ■ Steindór R. Haraldsson er verkefnisstjóri og skipar 3. sæti á framboðslista Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra. í samtali við Alþýðublaðið ræðir hann uppvöxt sinn, starfið innan Alþýðuflokksins og helstu stefnumálin Við þurfum að byggja á nýsköpun og iðnaði „Spurningin um framtíðina er spurningin hvort við ætlum að vera áfram hráefnisút- flutningsþjóð eða stíga til nýrrar aldar og hífa landið upp úr framsóknarmennskunni, við þurfum að byggja á nýsköpun og iðnaði, vægi auðlinda hafsins hefur minnkað og við verðum að fá eitthvað annað í staðinn." Steindór R. Haraldsson verkefn- isstjóri er fæddur 26. júnf 1949 á Skagaströnd. Steindór er kvæntur Ingibjörgu Björgvinsdóttur og áttu þau tvær dætur en sú eldri lést í bíl- slysi fyrir nokkrum árum. Hann skipar 3. sætið á framboðslista Al- þýðuflokksins á Norðurlandi vestra. 1 samtali við Alþýðublaðið ræðir hann uppvöxt sinn, starfið innan Al- þýðuflokksins og helstu stefnumálin. Steindór, þú munt hafa verið umvafinn framsóknarmönnum í æsku. Var það ekki erfitt? „Ég læt það nú alveg vera. Ég er fæddur og alin upp á Skagaströnd, í þessu öíluga sjávarplássi. Ég ólst upp hjá afa og ömmu, Steingrími Jónssyni og Halldóru Pétursdóttur. Hann var mikill framsóknarmaður af þessari gömlu hugsjón, en amma var alltaf sjálfstæð kona. I bamæsku var það hins vegar innprentað í mig að stjómmál væm skoðanir en ekki trú- mál og eðlilegt að skipta um skoðun eftir því hvemig menn þroskast. Ég hef farið eftir þessari lffsspeki og er mikill krati. Ef ég lifi næstu jól næ ég silfurbrúðkaupi með ástkærri eigin- konu minni Ingibjörgu. Ég vildi gjaman fá þá gjöf að Alþýðuflokkur- inn standi vel eftir kosningamar, einkum á landsbyggðinni.“ Þú ert með dálítið sérstakt starfsheiti. Hvað gerir þú annars? „Ég er markaðs- og verkefnisstjóri í lausamennsku og hef aðsetur hjá Iðntæknistofnun Islands. Ég hef starfað mikið með stofnuninni að ný- sköpun í matvælaiðnaði ásamt því að vinna við markaðsrannsóknir á hinu Evrópska efnahagssvæði.“ Hvenær gekkst þú Alþýðu- flokknum á hönd? „Ég gekk í Alþýðuflokkinn 1968 og er þvf búinn að eiga silfurbrúð- kaup með flokknum. Ég hef aldrei farið úr flokknum hvorki til hægri né vinstri. Var. hins vegar einu sinni í sameiginlegu framboði hér á Skaga- strönd og þá sem jafnaðarmaður og ekkert annað. Ég fékk ákveðin lífs- gildi í vöggugjöf. Nú stend ég á því fastari en fótunum að þótt Fram- sóknarflokkurinn hafi verið afar merkilegur á sinni tíð þá sé nú öldin önnur. Alþýðuflokkurinn var flokk- ur hins vinnandi manns til sjávar og Framsóknarflokkurinn hins vinnandi manns til sveita. Þannig hugsaði Jón- as frá Hriflu þessi mál. Sumar hug- sjónir Framsóknarflokksins hafa ræst en eins og barnið stækkar en brókin ekki, þannig fór lyrir Fram- sóknarflokknum. Þess má líka geta að gamni að áður en ég gekk í flokk- inn hafði ég verið á sellufundum og fékk pólitíska yfirhalningu hjá Einari Olgeirssyni. Én vegna míns góða uppeldis náði hann ekki að gera mig að kommúnista. Ég hef alltaf haft skömm á þessum öfgum sem fasismi og kommúnismi voru. Ég hóf annars mfn störf innan flokksins þegar ég var í ungliðahreyfingunni á Akureyri og hef haldið tryggð við flokkinn alla götur síðan." Hefur aldrei borið skugga á tryggð þína við flokkinn? „Reyndar var það eitt sinn að ég var þungt hugsi. Þegar minn góði vinur Vilmundur heitinn lenti 1982 í miklum hugmyndafræðilegum árekstri við aðra flokksmenn yfirgaf hann flokkinn og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna. Vilmundur bað mig að koma yfir í BJ. Ég var í vandræð- um, var yngri og ósáttur við ýmislegt steindor Haraldsson: Pess ma lika geta að gamni að aður en eg gekk i flokkinn hafði ég verið á sellufundum og fékk pólitíska yfirhalningu hjá Einari Olgeirssyni. En vegna míns góða uppeldis náði hann ekki að gera mig að kommúnista. í flokknum. Mfn viðbrögð voru þau að draga mig alveg út úr pólitík um nálægt fimm ára skeið. En ég hafði ekki geð f mér til að segja mig úr flokknum." Og þá hefur Þjóðvaki lítið freistað þín? „Þegar Vilmundur stofnaði BJ var það einkum vegna ágreiningsatriða og hugsjóna. Jóhanna bara féll í for- mannskjöri en hugmyndaffæði kom þar hvergi við sögu. Hún hefði vel getað notað kraftinn sem henni fylgdi til að tiyggja sér formennsk- una næst. Hún féll og fór og meira er ekki um það að segja.“ Hver eru þín áherslumál hvað næsta kjörtímabil varðar? „Spumingin um framtíðina er spumingin hvort við ætlum að vera áfram hráefnisútflutningsþjóð eða stíga til nýrrar aldar og hífa landið upp úr framsóknarmennskunni, við þuriúm að byggja á nýsköpun og iðnaði, vægi auðlinda hafsins hefur minnkað og við verðum að fá eitt- hvað annað í staðinn. Norðmenn gengu ekki í ESB, en þeir em forrík- ir af ómældum olíuauð aðstæðumar em því gjörólíkar. Við þurfum að orku fallvatnanna og útflutningi raf- orku. Við þurfum að efla stóriðnað og sama tíma og við gemm okkur grein fyrir því að lítil og meðalstór fyrirtæki skapa flest störf. Við þurf- um að huga sérstaklega að hátækni- iðnaði sem tryggir okkur auknar út- flutningstekjur. Við þurfum að átta okkur á því að sjálfsþurftarbúskapur- inn gengur ekki upp ef við ætlum að halda uppi sömu h'fsgæðum. Við getum litið til frænda okkar Dana. Danir hafa gert mikið átak í nýsköp- unarmálum. Sighvatur hefúr verið að gera góða hluti í samvinnu við Iðn- tæknistofnun. Það þarf að ganga lengra á þeiiri braut. Og það þarf að verða þó nokkur hugarfarsbreyting í landinu. Við þurfum að koma upp smáiðnað sem stenst alþjóðlegan samanburð. Við uppbyggingu í ný- iðnaði verðum við að líta á Evrópu sem okkar heimamarkað, mér finnst reyndar hræðilegt til þess að hugsa hvað menn eiga erfitt með að með- taka þessar staðreyndir." Fjölskyldustefna Alþýðuflokksins „ M j ú k u m á I i n Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á að stjómvöld marki opinbera stefnu í málefnum fjölskyldunnar. Opinber íjölskyldustefna hefur það markmið að styrkja og styðja ijölskylduna til að sinna hlutverki sínu í nútímaþjóð- félagi. Fjölskyldan er grunneining ís- lensks samfélags, hún er uppspretta lífsgilda og mikilvægur vettvangur til að varðveita og miðla menningar- verðmætum. Alþýðuflokkurinn vill fjölskyldustefnu sem: ■ stuðlar að því að fjölskyldan geti rækt það hlutverk að vera vettvangur tilfmningatengsla. ■ gerir fjölskyldunni kleyft að aitn- ast uppeldi og umönnun barna þannig að þau fái notið öryggis og tækifæra til að þroska eiginleika sína. ■ tryggir að borin sé virðing fyrir rétti einstakra fjölskyldumeðlima, ekki síst bama, og gagnkvæmum skyldum þeirra. ■ byggir á jafnrétti kvenna og karla og sameiginlegri ábyrgð á verka- skiptingu innan hennar. Heildarsýn í málum fjölskyldunnar Alþýðuflokkurinn vill að undirbú- in verði löggjöf sem kveði á um stofnun opinbers fjölskylduráðs, sem hafi það hlutverk að stuðla að eflingu og vemd fjölskyldunnar. Hlutverk fjölskylduráðs skal meðal annars vera að hafa yfirsýn yfir aðgerðir einstakra ráðuneyta er varða af- komu og aðstœður fjölskyldunnar og vera stjómvöldum til ráðuneytis. Við viljurn að stofnaður verði sjóður, sem hafi það markmið að stuðla að þróun fjölskyldumálefna til dæmis með því að styrkja tilraunaverkefni í bættri þjónustu við fjölskyldur. Umönnun og atvinna Við viljum að sköpuð séu skilyrði til þess að ná jafnvægi milli atvinnu foreldra og fjölskylduh'fs, einkum með tilliti til ábyrgðar og umönnunar bama. Þvíberað lengja fœðingaror- lof tryggja aukinn rétt foreldra til að sinna bömum sínum í veikind- um þeirra og vemda launafólk gegn uppsögn þannig að það missi ekki störf sín þótt það verði að hverfa frá vinnu tímabundið vegna fjölskyldu- ástæðna. Alþýðuflokkurinn krefst þess að Islendingar fullgildi sam- þykkt Alþjóðavinnumálastofnunar- innar um starfsfólk með fjölskyldu- ábyrgð. Fjölskylduvænir skólar Við viljum að stofnanir samfélags- ins, ekki síst skólar, taki mið af þörf- um fjölskyldunnar, forðist að svipta hana ábyrgð, en leitist þess í stað við að eiga við hana samvinnu. Alþýðu- flokkurinn leggur áherslu á að tryggja nægt framboð af leikskóla- rýmum og sveigjanlegum vistunar- tíma; að komið verði á samfelldum heilsdagsskóla þar sem börnin fái máltíðir og foreldrasamtök skóla sé aukið og bœtt. Afkomuöryggi fjölskyldunnar Alþýðuflokkurinn vill að afkomu- öryggi fjölskyldunnar sem efnahags- legar einingar sé tryggt ásamt rétti hennar til öiyggis í húsnæðismálum. Við viljum standa vörð um opinbera tilfærslukerfið í formi bamabóta, bamabótaauka, vaxtabóta og húsa- leigubóta ásamt bótum almanna- tryggingakerfisins. Aðstandendur sjúkra Við viljum að mikilvægi heil- brigðis fjölskyldunnar sé viðurkennt þannig að þjónusta á því sviði taki mið af þörfum hennar sem heildar. Alþýðuflokkurinn vill að sköpuð séu skilyrði til að sjúkrahús geti f aukn- um mæli gefið gaum að nánustu að- standendum sjúklinga. Alþýðuflokk- urinn vill skapa skilyrði til umönnun- ar sjúkra á heimilum sínum þegar þess er óskað, til dæmis með því að heimilt sé að ráða aðstandendur til // eru harður málaflokkur heimaþjónustu. Flokkurinn telur brýnl að foreldrum sjúkra bania, til dæmis flogaveikra eða krabba- meinssjúkra, sé tryggður aðgangur að sambœrilegri stuðningsþjónustu ogfötluð börn njóta nú. Fjölskylduáætlanir Alþýðuflokkurinn telur mikilvægt að stuðlað sé að sjálfstæðri ákvörðun fólks varðandi notkun getnaðar- vama, fjölda bama og bil á milli bameigna. Ráðgjöf og fræðsla um fjölskylduáætlanir þarf að taka til getnaðarvama, kynlífs, ófijósemi, fóstureyðinga og samlífsvandamála og þarf einkum að standa ungu fólki til boða. Öryggi barna Við viljum að tekið sé mið af fjöl- skyldunni við skipulag umhverfis, þörfum hennar fyrir þjónustu, útivist og umferðaröryggi. Fjölskyldan á að vera í fyrirrúmi f skipulagsmálum til dæmis varðandi útivist. Slysau'ðni bama er hæst á íslandi í samanburði við önnur Norðurlönd. Sú staðreynd krefst átaks í öryggismálum bama, einkum er varðar umferð og að- stœður á leiksvœðum. Fatlaðir og fjölskyldan Alþýðuflokkurinn telur það vera undirstöðuatriði í jafnréttis- og mannréttindabaráttu fatlaðra að þeir geti eignast eigið heimili og stofnað til fjölskyldu eins og aðrir. Foreldrar fatlaðra bama verða að njóta öflugs stuðnings svo þeir geti annast böm sín sómasamlega án þess að fara á mis við innihaldsríkt fjölskyldulíf sökum álags. Aldraðir og fjölskyldan Við leggjum áherslu á að fjöl- skyldur njóti stuðnings til að annast aldraða og að öldruðum sé gert kleift að taka þátt í samfélaginu svo lengi sem auðið er. Alþýðuflokkurinn telur brýnt að efla vemlega heimaþjón- ustu við aldraða þannig að þeir neyðist ekki til að dveljast á stofnun- um. Alþýðuflokkurinn telur að við skipulag öldrunarþjónustu þurfi að virkja aldraða til ákvarðana í eigin málum. INIý búar Alþýðuflokkurinn vill að fjöl- skyldur nýbúa fái nauðsynlegan stuðning til að festa rætur í íslensku samfélagi með því að mótuð sé stefna í málefnum þeirra. Hún þarf meðal annars að taka til íslensku- kennslu, sem er undirstaða virkrar þátttöku í samfélaginu, til dæmis í at- vinnulífi. Börn nýbúa þuifa að njóta sérstaks stuðnings. Fjölskylduráðgjöf Við viljum að unnið ségegn upp- lausn fjölskyldna, meðal annars með fjölskylduráðgjöf vegna samskipta- erfiðleika á álags. Meira en þriðja hvert hjónaband endar með skilnaði og meir en 500 böm ganga árlega í gegn um skilnaði foreldra sinna. Al- þýðuflokkurinn vill að við þessu verði bmgðist með því að koma á fót opinberri fjölskylduráðgjöf og efla félagsþjónustu sveitarfélaga. Ofbeldi á heimilum Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á að vemd einstakra fjölskyldumeð- lima gagnvart ofbeldi og misnotkun verði efld, innan fjölskyldu sem utan. Áframhaldandi umbœtur í bama- verndannálum em brýnar, meðal annars með aðskilnaði fram- kvœmdavalds og úrskurðarvalds. Forvamir verði efidar og ekki síður meðferðarúrræði fyrir böm og ung- linga. Alþýðuflokkurinn tclur brýnt að efla og styðja sjálfshjálparsam- tök fómarlamba ofbeldis, ekki síst kynfenðislegs ofbeldis. Alþýðuflokk- urinn leggur áherslu á að Kvennaat- hvarfinu, Stígamótum og Kvenna- ráðgjöfinni sé gert kleift að sinna hlutverki sínu sem best með tryggum rekstrarframlögum hins opinbera. Samantekt úr kosningastefnuskrá Alþýöuflokksins. Við óskum kjósendum á Norðurlandi vestra til hamingju með framboð Jóns F. Hjartarsonar skólameistara! Besta þingmannsefnid „Þó ég sé ekki og hafi aldrei verið krati, þá ætla ég samt að kjósa Jón skólameistara í kosningunum. Hann hefur unnið hreint afrek í skólamálum okkar Norðlendinga. Hann er langsamlega besta þing- mannsefnið í þessum kosningum, það er engin spurning." Ummaelí 46 ára Sauðkrækings um Jón F. Hjartarson. Allt það besta „Jón meistari kenndi mér allt það besta, sem ég kann og því ætla ég að kjósa karlinn núna." Ummæli 22 ára Sauðkrækings um Jón F. Hjartarson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.